Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Síða 2
2 | Fréttir 16. febrúar 2011 Miðvikudagur
Í Icesave-málinu endurspeglast á ýms-
an hátt dýpri sannleikur um stöðu ís-
lenskra stjórnmála en finna má í öðr-
um pólitískum átakamálum.
Í fyrsta lagi hefur fyrirliggjandi Ice-
save-samningur við Hollendinga og
Breta framkallað uppgjör innan Sjálf-
stæðisflokksins. Í öðru lagi geta afdrif
þessa samnings ráðið úrslitum um
framtíð ríkisstjórnar Samfylkingarinn-
ar og Vinstri grænna, fyrstu hreinu rík-
isstjórn jafnaðar- og vinstrimanna frá
stofnun lýðveldisins árið 1944. Niður-
staðan um Icesave getur þar af leið-
andi – og í þriðja lagi – haft afgerandi
áhrif innanflokks í VG og á styrk flokks-
ins til áframhaldandi stjórnarsetu.
Samábyrg stjórnarandstaða
Þótt Geir H. Haarde, Bjarni Benedikts-
son og fleiri forystumenn flokksins
hafi í ríkisstjórn með Samfylkingunni
samið um ábyrgð íslenska ríkisins á
innstæðum breskra og og hollenskra
sparifjáreigenda í Landsbankanum
haustið 2008 snérist Bjarni gegn síðari
útgáfum Icesave-samninga þótt skárri
væru. Hægriöfl innan flokksins gengu
lengst gegn samningum þegar fram
í sótti og afstaða flokksins virtist fara
saman við harðlínu Morgunblaðsins.
Andstaðan við fyrri gerð Icesave-
samningsins náði langt inn í raðir
stjórnarliða. Stjórnarsamstarfið nötr-
aði og loft var lævi blandið innan VG
þegar Ögmundur Jónasson sagði af
sér ráðherradómi í lok september
2009, fyrst og síðast vegna átaka um
Icesave-skuldbindingarnar. Sjálfstæð-
isflokkurinn dró ekkert af sér í and-
stöðu. Forsetinn synjaði Icesave-lög-
um staðfestingar í ársbyrjun 2010 en
þau voru síðar felld í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Í kjölfar þeirrar atburðarásar
neyddist ríkisstjórnin til þess að taka
á málinu á þverpólitískan hátt. Það
verklag endurspeglaðist síðar í skip-
an samninganefndar þar sem fulltrú-
ar stjórnarandstöðunnar voru áber-
andi. Stjórnarandstæðingar báru þar
með einnig ábyrgð á framvindu Ice-
save-málsins. Undan þeirri ábyrgð
víkur formaður Sjálfstæðisflokksins
sér ekki nú.
Línur skerpast innanflokks
Það þóttu umtalsverð pólitísk tíðindi
þegar Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, og meirihluti
þingflokksins ákváðu að styðja núver-
andi gerð Icesave-samningsins. Þing-
flokkurinn fylkti sér ekki einhuga bak
formanni sínum og sýnir það að mik-
il áhætta var tekin. Bjarni fylgdi eftir
ákvörðun sinni á fundi í Valhöll nokkr-
um dögum síðar. Þar hafði hann með-
al annars fengið tvo fyrrverandi flokks-
formenn, Geir H. Haarde og Þorstein
Pálsson, til liðs við sig, en þeir lýstu
opinberum stuðningi við Bjarna og
flokksforystuna. Þetta kallaði að sínu
leyti á hörð viðbrögð andstæðinga
Icesave-samninga innan flokksins
sem birtist ekki síst í ritstjórnarefni
Morgunblaðsins undir stjórn Davíðs
Oddssonar. Þá reyna hægriöfl innan
flokksins að safna undirskriftum gegn
Bjarna og stefnu hans og stilla sér þar í
raun við hlið InDefence og formanns
Framsóknarflokksins.
Röng herfræði að
fella ríkisstjórnina?
Hverjir voru kostir Bjarna? – Hann,
sem formaður Sjálfstæðisflokksins,
hefði vissulega getað lýst andstöðu við
núverandi Icesave-samning þrátt fyrir
orð hans eigin samningamanna um að
lengra yrði ekki komist og dómstóla-
leið væri áhættusöm. Með því að lýsa
andstöðu Sjálfstæðisflokksins hefði
söfnun undirskrifta gegn samningn-
um fengið byr í seglin og líkur á annarri
þjóðaratkvæðagreiðslu hefðu aukist til
muna. Líkur á að samningnum yrði
hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu hefðu
við slíkar aðstæður verið umtalsverðar
og dagar ríkisstjórnarinnar jafnframt
verið taldir. Vel má vera að það hljómi
vel í eyrum margra sjálfstæðismanna
en böggull fylgir skammrifi.
Ef dómstólaleiðin yrði farin
Ef þessi yrði framvindan og Icesave
yrði útkljáð fyrir dómstólum er und-
ir hælinn lagt hvort Íslendingar hefðu
betur. Jafnvel er hugsanlegt að krafist
yrði svimandi hárra skaðabóta með-
al annars vegna þess að Landsbank-
inn var ekki greiðslufær löngu áður
en hann féll og háður söfnun sparifjár
meðal Hollendinga síðustu mánuð-
ina fyrir fallið. Líkur eru á því að það
yrði algerlega talin ábyrgð ríkisins að
hafa ekki gert grein fyrir því að eigið
fé bankans var komið langt niður fyrir
lögleg hættumörk.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti við þess-
ar aðstæður erfitt með að koma sér
undan ábyrgðinni á slíku dómstóla-
klúðri og stórfelldu tjóni þjóðarinnar.
Framtíð Bjarna á formannsstóli yrði
þar með hugsanlega ráðin.
Bjarna, rágjöfum hans og stuðn-
ingsmönnum, var því nauðugur einn
kostur að taka af skarið og lýsa stuðn-
ingi við núverandi Icesave-samn-
ing frekar en að taka áhættu með
herskáum andstæðingum samninga
við Breta og Hollendinga og freista
þess um leið að fella ríkisstjórnina.
Ákvörðun Bjarna er stórpólitísk
og markar vatnaskil innan Sjálfstæð-
isflokksins. Með ákvörðun sinni um
stuðning við Icesave-samninginn hef-
ur Bjarni framkallað uppgjör við Dav-
íð Oddsson og hægriarm flokksins.
Sá armur hefur risið til varnar. Harð-
ir andstæðingar Bjarna í Icesave-mál-
inu – þeirra á meðal Samtök fullveld-
issinna - safna nú undirskriftum þar
sem hvatt er til þess að Icesave-lögum
verði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Vandinn í VG
Hvernig getur kúvending Bjarna og
meirihluta þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins haft áhrif á stjórnarsamstarf
Samfylkingarinnar og VG?
Helstu erfiðleikarnir í samstarfi
stjórnarflokkanna tengjast „órólegu
deildinni“ svonefndu innan VG. Mjög
tvísýnt hefur verið um þingmeirihlut-
ann í ýmsum málum. Skömmu fyrir
jól kusu þrír þingmenn VG, Ásmund-
ur Einar Daðason, Atli Gíslason og
Lilja Mósesdóttir, að styðja ekki fjár-
lagafrumvarp formanns síns, Stein-
gríms J. Sigfússonar. Væringar héldu
áfram og brigslyrði gengu á víxl innan
flokksins út allan janúarmánuð innan
um fundahöld þingflokksins þar sem
reynt var að bera klæði á vopnin. Trú-
verðugleiki og traust til flokksins eykst
varla við slíkar aðstæður.
Þótt formenn stjórnarflokkanna og
nánustu trúnaðarmenn þeirra standi
einarðlega saman um ríkisstjórnar-
samstarfið er ljóst að þreytu gætir
innan Samfylkingarinnar. Það skap-
raunaði órólegu deildinni í VG þeg-
ar Jóhanna Sigurðardóttir, formaður
Samfylkingarinnar, færði þennan nún-
ing í tal á flokksstjórnarfundi í lok jan-
úar. Hún talaði um að hluti VG hefði
skaðað stjórnarsamstarfið og dregið
úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar.
„En það er hættulegur leikur að spila
póli tískan einleik á kostnað samstarfs-
félaga sinna í trausti þess að samstaða
annarra og stuðningur við óvinsælar
en óhjákvæmilegar ákvarðanir tryggi
að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni
ekki. Hættulegur leikur sem gæti end-
að öðruvísi en menn ætla [...] Stjórnar-
liðar verða allir að gera upp við sam-
visku sína hvernig þeir vilja að arfleifð
þessa ríkisstjórnarsamstarfs verði,“
sagði Jóhanna.
Málefni og samvinna
Síðan Jóhanna tjáði sig með svo
n „Hættulegur leikur sem getur endað öðruvísi en menn ætla“ n Jóhanna og fleiri sam-
fylkingarmenn senda VG tóninn n Bjarni styður Icesave. Samþykkir hann næst umsókn
um aðild að ESB? n Endist fyrsta hreina vinstristjórnin ekki út eitt kjörtímabil?
„Getur endað öðru-
vísi en menn ætla“
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is
Sendi VG tóninn „Það er hættulegur
leikur að spila pólitískan einleik á kostnað
samstarfsfélaga sinna,“ sagði Jóhanna
Sigurðardóttir um órólegu deildina í VG á
flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar.
Veikleikarnir í VG Það veltur fyrst og
fremst á Steingrími J. Sigfússyni og forystu
VG hvort ríkisstjórnarsamstarfið endist út
kjörtímabilið.
Stjórnkænska eða nauðung? Bjarni
Benediktsson þótti taka ögrandi ákvörðun
gegn heimastjórnararmi Sjálfstæðisflokksins
með stuðningi við Icesave-samninginn. Lík-
lega voru aðrir kostir verri í stöðu formannsins.
Fyrrverandi flokksformaður Tveir fyrrver-
andi flokksformenn fylgja Bjarna Benediktssyni
í Icesave-málinu. Á myndinni er Geir H. Haarde
ásamt Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu sinni.