Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2011, Síða 6
6 | Fréttir 16. febrúar 2011 Miðvikudagur Skerðing á kennslu í grunnskólum dregin til baka: Útsvarið líklega hækkað Það kemur í ljós á fimmtudag á fundi borgarráðs hvort útsvar Reykvíkinga verður hækkað. Menntaráð hefur ákveðið að draga til baka skerðingu á kennslu í grunnskólum sem átti að koma til framkvæmda í haust. Til að mæta kostnaði við þessa skerðingu bendir flest til þess að hækka þurfi útsvar borgarbúa. „Það kemur til greina og mun liggja fyrir á fimmtudag,“ segir Odd- ný Sturludóttir, borgarfulltrúi og for- maður menntaráðs, aðspurð hvort útsvar Reykvíkinga verði hækkað. „Mér finnst það vera sanngjarn- asta leiðin en það er best að bíða eftir borgarráði á fimmtudag,“ seg- ir Oddný og bætir við að kostnaður við draga skerðinguna til baka muni nema allt að 200 milljónum króna. „Þá erum við ekki bara að tala um að draga til baka skerðingu á kennslu- magni heldur líka í gæslu og forfalla- kennslu,“ segir Oddný. Hækkun útsvars mun ein og sér ekki duga til að mæta kostnaði við að hætta við kennsluskerðinguna og segir Oddný að nú verði farið í að skoða hvernig brúa megi það bil. Hugmyndir um sameiningar leik- og grunnskóla og aðra hagræðingu eru enn til skoðunar. „Það kemur í ljós núna, þeg- ar verið er að hagræða í svona við- kæmu kerfi þriðja árið í röð, að við verðum að þora að fara í kjarkmiklar breytingar á skóla- og frístundaum- hverfi. Þess vegna erum við að skoða í starfshópnum, sem ég leiði, sam- einingar, annað skipulag stjórnun- ar, að fela færri stjórnendum stærri verkefni, nýta betur húsnæði, endur- skipuleggja mötuneytin – allt svo við þurfum ekki að ganga ár eftir ár þá leið að hagræða í innra kerfinu. Það viljum við auðvitað ekki gera,“ segir Oddný. einar@dv.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Niðurföll og rennur í baðherbergi Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum evidrain Mikið úrval margar stærðir MAX 30 cm 12.900 MASSIVE 60 cm 36.900AQUA 35 cm11.900 Undirskriftasöfnun í súginn: Vefsíðu til stuðnings Icesave var eytt „Eina svarið sem ég fékk frá þeim var bara: Sorry, it happens,“ segir Róbert Breiðfjörð Jóhannesson sem stóð fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings nýjum Icesave-samn- ingi. Undirskriftalistanum, sem var hýstur á vefnum weebly.com, var eytt fyrirvaralaust á mánudags- kvöld. „Það var einhver sem hafði sam- band við Weebly og sagði að þessi vefsíða væri að safna saman ólög- legum gögnum. Þeir eyddu henni fyrirvaralaust án þess að hafa sam- band við mig,“ segir Róbert en um 1.500 manns höfðu skrifað nafn sitt og kennitölu á listann. Róbert hafði samband við forsvarsmenn Weebly á mánudagskvöld þegar hann tók eftir því að síðan var horfin. Aðspurður hvort hann hafi fengið skýringar á því hver þessi meintu ólöglegu gögn hefðu verið segir hann: „Ég fékk það svar að þeir hefðu kannað málið eftir þessa tilkynningu og séð að síðan var að safna nöfnum og einhverjum núm- erum. Þar af leiðandi töldu þeir að þetta væri einhver spam-síða og eyddu henni. Þetta er óafturkræft og öll gögn eru horfin.“ Róbert segir að hann hafi ekki lagt út í neinn kostnað við að opna síðuna og því ekki orðið fyrir nein- um fjárhagslegum skaða. Hann hafi staðið einn að baki undirskrifta- söfnuninni og viljað sýna fram á að það væru tvær hliðar á málinu. Það væri líka til hópur fólks sem vildi staðfesta nýjan samning. Aðspurður hvort hann ætli sér að fara aftur af stað með undir- skriftasöfnunina segir Róbert að hann nenni því varla úr þessu. Kemur til greina Oddný segir að sanngjarnasta leiðin sé að hækka útsvar borgarbúa. Frystiskipafloti landsmanna fleygir árlega þorskhausum í hafið sem annars gætu skapað um einn millj- arð króna í útflutningsverðmæti. Á fiskveiðiárinu frá september 2008 til ágústloka 2009 komu aðeins 8 af 21 frystiskipi með hausa af þorskafla sínum að landi. Einungis þrjú komu með meira en helminginn af áætl- uðu magni að landi miðað við gefn- ar forsendur í skýrslu Matís um bætta nýtingu sjávarafla, en hún var gerð fyrir sjávarútvegsráðherra í fyrra. Í skýrslunni er gengið út frá því að þorskhausar, sem falla til við vinnslu um borð í skipunum, hafi á um- ræddu fiskveiðiári numið liðlega 9 þúsund tonnum. Hins vegar skiluðu sér að landi aðeins 567 tonn, eða að- eins um 6,2 prósent af heildarþyngd- inni. Mismunurinn nam 8.566 tonn- um. Milljarða sóun Skýrsluhöfundarnir, Sjöfn Sigurgísla- dóttir, Sveinn Margeirsson, Sigurjón Arason og Jónas R. Viðarsson, telja að með því að koma með umrædd 8.566 tonn til vinnslu hefði mátt auka aflaverðmæti um rúmar 300 milljón- ir króna samtals og útflutningsverð- mæti um að minnsta kosti 930 millj- ónir króna. Sama er uppi á teningnum varð- andi afskurð við flakavinnslu, en þar telja skýrsluhöfundar að með góðu móti hefði mátt auka útflutnings- verðmæti um 250 milljónir króna með því að koma með afskurðinn að landi og nýta hann fremur en að henda honum. Þá er eftir að telja beinagarða, slóg, hrogn og ekki síst lifur, en allt hefur þetta verið fremur illa nýtt. Nýting batnar „Ýmsar ástæður liggja að baki þeirri staðreynd að nýting afla af frystiskip- um er lakari en í landvinnslu, en þó má ljóst vera að sóknarfæri séu fólg- in í að auka nýtingu hjá frystitogara- flotanum,“ segir í skýrslunni. „Einnig ætti að vera unnt að koma með meira af öðrum auka afurðum í land en nú er gert, til dæmis afskurð, marning, hryggi, lifur, hrogn, svil og fleira,“ seg- ir enn fremur. Þrátt fyrir þetta segir í skýrslunni að mikið hafi áunnist varðandi nýt- ingu í landvinnslu á undanförnum misserum. Nýtingin hafi batnað mest við vinnslu á þorskafurðum en nýt- ing á aukaafurðum í vinnslu á öðr- um tegundum hafi ekki náð að fylgja þeirri þróun eftir, enda eftir mestu að slægjast í þorskinum. „Ánægjuleg þróun hefur til dæm- is orðið á síðustu þremur árum í nið- ursuðu á lifur, sem hefur tvöfaldast í magni frá árinu 2006. Mikið magn af fiski er flutt út óunnið í gámum á ári hverju, en hátt fiskverð á mörk- uðunum í Bretlandi og Þýskalandi gerir það að verkum að útgerðar- menn sjá sér ekki hag í að selja fisk- inn til vinnslu innanlands. Mögulegt væri að auka útflutningsverðmæti að minnsta kosti hluta þessa afla með því að vinna hann hérlendis,“ segir jafnframt í skýrslunni. Milljarður í sjóinn n Frystitogarar koma aðeins með 6 prósent af þorskhausum að landi n Milljarður í útflutningsverðmæti fer forgörðum n Nýting batnar hægt og bítandi þrátt fyrir þetta„Hins vegar skiluðu sér að landi aðeins 567 tonn, eða aðeins um 6,2 prósent af heildar- þyngdinni. Mismunurinn nam 8.566 tonnum. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Mögulegt verðmæti þorskhausa Mögulegt magn af hausum (tonn) 9.133 Raunverulegt magn af hausum landað (tonn) 567 Mism. á reiknuðu og raunmagni (tonn) 8.566 Aflaverðmæti á kg ($0,3) 39 Mögulegt aukið aflaverðmæti (milljónir kr.) 334 22% vinnslunýting í landi (tonn) 1.885 Afurðaverðmæti á kg ($3,8) 494 Mögulegt aukið útflutningsverðmæti (þús. kr) 930.953 Matís 2010 Mikil verðmæti fara forgörðum Beina- görðum, hausum, slógi, lifur og hrognum er fleygt fyrir upphæðir sem geta numið milljörðum króna í útflutningstekjur ár hvert. MyNd SteFáN KarlSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.