Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 4.–6. mars 2011 Helgarblað Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. VITRA Slope blöndunartæki með botnventli 23.900 GÆÐI VITRA Mod blöndunartæki með botnventli 14.900 Sekt fyrir að stela húðkremi Þrítugur karlmaður var á fimmtudag sektaður um 600 þúsund krónur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og fyrir að hafa hnuplað Naomi Campbell bodylot- ion-kremtúpu í verslun í Smáralind. Fyrsta umferðarlagabrot manns- ins var framið 3. desember 2009 þegar hann ók sviptur ökuréttind- um undir áhrifum kannabisefna. 23. febrúar 2010 var hann í tvígang tekinn réttindalaus undir stýri. Í fyrra skiptið ók hann á 126 kílómetra hraða austur Vesturlandsveg, við Suðurlandsveg, og í síðara skiptið í norðurátt á sama vegi að Áslandi í Mosfellsbæ. Hin tvö umferðarlaga- brotin framdi hann 14. og 27. maí 2010 í Reykjanesbæ þegar hann ók enn eina ferðina án ökuréttinda. Maðurinn var einnig sakfelld- ur fyrir að hafa þann 30. desember 2009 hnuplað Naomi Campbell Cat Deluxe Bodylotion kremtúpu að verðmæti 2.409 króna í verslun Lyfju í Smáralind. Maðurinn var dæmdur til að greiða 600 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs, sviptur ökurétti í tvö ár og gert að greiða 53 þúsund krónur í sakarkostnað. Braut glas á andliti Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á fimmtudag 27 ára karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir hættulega líkamsárás á skemmtistað í Reykjanesbæ. Maðurinn sló fórnarlamb sitt í höfuðið með glerglasi sem brotn- aði auk þess að slá það ítrekað í andlitið. Fórnarlambið hlaut sár á höfði og kjálka. Árásarmaðurinn játaði brot sitt Dómari málsins segir í niður- stöðu sinni að þrátt fyrir að afleið- ingar árásarinnar hafi hvorki verið alvarlegar né varanlegar beri að líta á þessa árás sem ófyrirleitna og tilefnislausa. Þá hafi árásar- maðurinn beitt stórhættulegri aðferð með því að nota glas sem vopn og það hefði auðveldlega getað valdið mun meiri áverkum en raun bar vitni. Héraðsdómur dæmdi mann- inn sem fyrr segir í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða 86.900 krónur í sakarkostnað. „Hér ríkir náttúrulega bara sorg núna,“ segir Hafdís Karlsdóttir, starfs- maður í leikskólanum Kvarnaborg. Í dag voru kynntar sameiningartillög- ur í leikskólum, grunnskólum og frí- stundaheimilum en af 54 hugmynd- um sem kynntar voru í DV um daginn urðu 29 að veruleika. Ein af þessum tillögum var að sameina Ártúnsskóla, leikskólann Kvarnaborg og frístunda- heimilið Skólasel. „Við erum öll í mjög mikilli sorg. Okkur finnst þetta svo skrýtið. Það er verið að segja upp okk- ar yfirmönnum og það segir sig sjálft að okkar leikskólastjóri verður ekki skólastjóri. Það er svo mikið óréttlæti í mörgu að við erum ekki sáttar. Til dæmis í þessum uppsögnum og því að það hefur ekkert verið útskýrt fyr- ir okkur hvað verður. Það hefur aldrei verið rætt við okkur. Hvernig virk- ar þetta? Verður einn stjórnandi úti í skólanum? Verður hann hluta úr degi hér? Við vitum ekki neitt. Það er allt í lausu lofti. Eins og ég segi þá er ég bara kvíðin og sorgmædd yfir þessu öllu.“ Lítilsvirðing við okkar starf Undir það tekur Óskar Ástþórsson, leikskólakennari á Kvarnaborg. „Ég upplifi þetta eins og það sé verið að gjaldfella okkar starf. Mér finnst þetta lítilsvirðing við okkar starf og það sem við höfum verið að gera. Við höfum verið að byggja upp leikskólana í ár og áratugi en núna er verið að stíga skref aftur til fortíðar. Það er verið að gera lítið úr okkur, mér líður eins og það sé verið að gefa okkur utan undir. Það er bullandi í kvíði í fólki. Við vitum í raun ekki neitt um framtíðina. Það hefur ekki komið fram hvenær við fáum að vita eitthvað. Sagan segir að uppsagnarbréf verði send út þann 1. apríl en ég veit ekki neitt.“ „Við erum bara í lausu lofti“ Hann segir að leikskólastjórinn leiði starfið í leikskólanum og þó að starfið haldi áfram sé verið að sameina skóla með ólíkar stefnur. „Sá sem verð- ur ráðinn sem stjórnandi yfir báðum skólum er eflaust ekki með sérfræði- þekkingu á báðum stefnum. Þannig að ég sé ekki alveg hvernig það verð- ur hægt að vinna úr þessu án þess að starfinu sé umturnað. Ég held að það sé mjög slæmt. Við erum bara í lausu lofti. Ég vill meina að skólastjórar, þó að þeir séu mjög góðir, hafi ekki sömu menntunina og sérþekking- una á börnum á aldrinum tveggja til sex ára. Eins er ég alfarið á móti því að leikskólastjóri stjórni grunnskóla. Þetta er bara allt annað, þetta er allt annar aldur og það er verið að vinna mismunandi starf. Það er þá helst að viðkomandi sé bæði menntaður sem leikskóla- og grunnskólakennari og hafi tekið stjórnun líka. Ég veit ekki hversu margir hafa gert það.“ Samnýting húsnæðis Sameiningin á að koma til fram- kvæmda á árinu en barnafjöldi eftir sameiningu yrði 63 börn á leikskóla- aldri og 154 börn á grunnskólaaldri. Rökin fyrir þessari sameiningu eru meðal annars þau að vinnudag- ur barna verði samfelldari, byggð- ur á reynslu og þekkingu fagstétta sem vinna að námi barna. Samein- ingin geti leitt til frekari þróunar og nýbreytni. Eins er talið að hægt sé að byggja upp heildstæðara nám og nýta fjármagn betur varðandi sér- kennslu og aðra sérfræðiþekkingu. Í leik- og grunnskólum er þó unnið eft- ir mismunandi lögum og ólíkum að- alnámsskrám sem kennarar á báðum skólastigum verði þá að kynna sér. Þá er tekið fram að nægt rými sé í Ártúnsskóla fyrir elsta árgang leik- skólans, sem gæti skapað rými til að taka fleiri yngri börn í leikskólann og að hægt væri að hugsa sér að allir ár- gangar gætu nýtt sér húsnæði beggja skóla. Skólarnir eru nánast á sömu lóð og hægt að sameina skólalóð- irnar með einföldum hætti auk þess sem góður möguleiki er á samnýtingu mötuneyta. Með því að sameina yfir- stjórn skólanna og frístundaheimil- isins verði til stærri rekstareining og tækifæri skapist til að einfalda stórn- sýslu, auka skilvirkni og stefnumót- un og auðvelda yfirsýn auk þess sem hægt sé að ná fram hagræðingu í rekstri og sparnaði í innkaupum. Hættir eftir þetta „Ég spyr: „Hvernig á að gera þetta?“ Við þurfum að setja okkur markmið og leiðir en ég verð að segja að ég sé ekki alveg tækifærin í þessu. Þetta eru fögur orð en við vitum ekki hvað er á bak við þau.Við vitum ekkert hvern- ig það á að vinna þetta. Vissulega er víða gott samstarf á milli grunnskóla og leikskóla sem við ættum að halda áfram að þróa en eins og ég segi þá er þessi sameining eins og blaut tuska framan í okkur.“ Sjálfur er hann búinn að fá nóg. „Ég ætla ekki að starfa mikið leng- ur á leikskólum. Á síðastliðnum fjór- um árum hefur þetta verið að þróast í ranga átt. Það vantar fleira fagfólk, metnað og persónulega vil ég fá fleiri karlmenn inn. Ég held að karlmenn hafi aðra sýn og geti komið með nýj- ar leiðir. Ég held líka að konur séu alltaf að reyna að redda hlutunum. Konur segja frekar „já, við reddum þessu“, á meðan karlmenn segja fyrr „nei, hingað og ekki lengra“. Þannig að ég held að ef það væru fleiri karlar starfandi í leikskólum þá væri staðan kannski aðeins öðruvísi. Ég held að við myndum spyrna aðeins meira við. Þetta setur alla vega punktinn yfir i-ið fyrir mig. Ég er hættur þessu.“ „Hér ríkir sorg“ „Konur segja frek- ar „já, við reddum þessu“, á meðan karl- menn segja fyrr „nei, hingað og ekki lengra“. n Kvarnaborg sameinast Ártúnsskóla og Skólaseli n „Eins og blaut tuska framan í okkur“ n „Ég er hættur“ n Leikskólastarfsmenn upplifa sorg og kvíða n „Við erum bara í lausu lofti“ n Stigið skref aftur til fortíðar, segir leikskólakennari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Lítilsvirðing við starfsfólkið Óskar Ástþórsson ætlar að láta af störfum eftir sameining- una sem hann upplifir sem lítilsvirðingu við starf leikskólakennara. mynd Sigtryggur Ari Margar ábendingar hafa borist vegna sparnaðaraðgerða Reykjavíkurborgar: Konur og börn taka skellinn Jafnréttisstofu hafa borist fjölmarg- ar ábendingar og athugasemd- ir vegna fyrirhugaðra sparnaðar- aðgerða Reykjavíkurborgar innan leik- og grunnskóla borgarinn- ar. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttis- stýra segir athugasemdirnar snúa að því að stjórnunarstöðum hjá mikilvægum kvennastéttum leik– og grunnskólakennara stórfækki. „Reykjavíkurborg er einn stærsti at- vinnurekandi landsins og samkvæmt jafnréttislögum þá ber atvinnurek- endum að vinna að því að fjölga kon- um í stjórnunarstöðum. Nú stendur til að stórfækka stjórnunarstöðum hjá þessum mikilvægu kvennastétt- um leik- og grunnskólakennara en það felur óhjákvæmilega í sér fækk- un kvenna í stjórnunarstöðum hjá borginni og þar með landinu öllu. Þetta er launalækkun sem konur taka á sig og líklega er þetta líka verri þjónusta við börn og foreldra sem sannað er að bitnar helst á konum. Það hallar mjög á konur í niðurskurði Reykjavíkurborgar, ég veit að margir karlar hafa misst vinnuna en þessi niðurskurður er sérstakur að því leyti að þarna verður gríðarmikil fækkun á kvenstjórnendum í einni stétt.“ Kristín telur marga ekki gera sér grein fyrir því hversu háþróað leik- skólakerfi hafi verið byggt upp hér á landi. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í áratugi og upp- byggingin verður vegna sérfræði- þekkingar þessarar stéttar og þess vegna er þetta svo sorglegt. Það er mikilvægasta verkefni hvers samfé- lags að búa vel að börnum. Fram- boð á leikskólum jafnar stöðu barna, dregur úr menningarmun, stéttar- mun og slíku. Það er þjóðfélagslega mjög slæmt að skera niður í þessum geira.“ niðurskurður bitnar mest á konum „Það hallar mjög á konur í niðurskurði Reykjavík- urborgar, ég veit að margir karlar hafa misst vinnuna en þessi niðurskurður er sérstakur að því leyti að þarna verður gríðarmikil fækkun á kvenstjórnendum í einni stétt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.