Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 21
Umræða | 21Helgarblað 4.–6. mars 2011 Sigur fyrir markverðina Sveinbjörn Pétursson, ávallt kallaður Bubbi, markvörður Akureyrar í N1-deildinni í handbolta var í vikunni valinn besti leikmaður umferða 8–14. Bubbi hefur farið á kostum í vetur og ekki síst vakið athygli fyrir að spila í stuttbuxum. Hver er maðurinn? „Sveinbjörn Pétursson, Akureyringur, Ísfirðingur og markvörður.“ Af hverju ertu kallaður Bubbi? „Það kom upp í 3. eða 4. flokki í fótbolta. Ólafur Torfason körfuboltamaður nennti aldrei að öskra Sveinbjörn. Hann fór því að kalla mig Bubba og það festist.“ Hvar ertu uppalinn? „Fyrstu tíu árunum, með árs stoppi á Siglufirði, eyddi ég á Ísafirði. Síðan þá hef ég meira og minna búið á Akureyri.“ Hvað drífur þig áfram? „Í augnablikinu er það að sækjast eftir titli með Akureyri og ná sem lengst í boltanum.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Jólamaturinn hjá mömmu. Algjör klassík.“ Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? „Requiem for a Dream og Big Lebowski.“ Hvað þýðir þessi viðurkenning fyrir þig? „Þetta er gott fyrir egóið. Það er líka gaman að það sé tekið eftir manni og ekki síst gaman að markvörður skuli fá þessa viðurkenningu. Ég myndi segja að þetta væri sigur fyrir okkur markverðina.“ Er þetta búið að vera þitt besta tímabil? „Já, heilt yfir. Mér gekk vel með HK en á þessu tímabili hef ég verið að fá viðurkenn- ingar og detta inn í landsliðið.“ Hversu ömurlegt var að tapa bikarúr- slitaleiknum? „Þetta er ein allra súrasta tilfinning sem ég hef fundið enda var tapið svo tæpt.“ Kemur eitthvað annað til greina en að vinna Íslandsmeistaratitilinn? „Það eru tveir bikarar í boði núna og við ætlum okkur að sækja hart að þeim.“ Ertu hættur að ganga í buxum dagsdag- lega líka? „Ég fer í síðbuxur við mjög sérstök tækifæri, annars er ég bara á stuttbuxunum.“ „Já, ég hugsa að það sé á næsta leiti.“ Lilja Ingjaldsdóttir 63 ára ræstikona „Nei, alls ekki og langt í það.“ Davíð Einarssson 60 ára forritari hjá Landskerfi bókasafna „Já, það er orðið miklu bjartara, vonandi kemur ekki meiri snjór.“ Johanna Sjömann 27 ára frá Finnlandi starfar á leikskóla „Algjörlega, ekki spurning.“ Gunnbjörg Óladóttir 47 ára vinnur við vefsíðugerð „Nei, engan veginn. Það er enn opið í Bláfjöllum.“ Óskar Máni Atlason 19 ára atvinnulaus Maður dagsins Er vorið komið? Maður hífður upp Slysavarnaskóli sjómanna stóð fyrir æfingu á hafi úti fyrir nokkru. Nemendur skólans hentu sér í sjóinn en þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði þeim svo úr ísköldum sjónum. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSO Myndin Dómstóll götunnar Uggur læðist nánast ósjálfrátt að manni þegar stjórnmálamenn leggja til að yfirvöld fái aukn- ar heimildir til að fylgjast með fólki – og alveg sér í lagi þegar þverpólit- ísk samstaða næst um að veita lög- reglunni aukna heimild til að beita svokölluðum „forvirkum“ eða „fyr- irbyggjandi“ rannsóknarúrræðum (les: njósnum) eins og eru í undir- búningi í innanríkisráðuneytinu og breið samstaða virðist samkvæmt nýjustu fréttum hafa náðst um á Al- þingi. Þá er svo sannarlega rétt fyr- ir okkur borgarana að vera vel á verði og hafa allan varann á. En ein- hverra hluta vegna virðast stjórnvöld á hverjum tíma verða ansi gjörn á að hafa auga með fólki. Áráttan nær jafnvel til þeirra sem í stjórnarand- stöðu lögðust þvert gegn slíkum eft- irlitstilburðum ríkisstjórnarinnar. Eftirlitsæði Í kjölfar hrðjuverkaárásarinnar 11. september 2001 rann sannkallað eftirlitsæði á Vesturlönd þar sem yfirvöld tóku upp á því að þrengja verulega að frelsi fólks með ótrúleg- ustu hundakúnstum – eins og við þekkjum til að mynda á flugvöllum. Í Bandaríkjunum voru föðurlands- lögin svokölluðu sett í nafni frels- ins en gengu þó einkum út á það að ganga nær einkalífi manna en áður hafði þekkst þar í landi, með mjög auknum heimildum yfirvalda til að fylgjast með högum fólks án vitund- ar þess. Yfirvöld fengu til að mynda heimild til símhlerana og að gramsa í bankareiknum einstaklinga. Eftirlitsáráttan náði brátt einn- ig til Íslands og sumarið 2006 kynnti þáverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, áform (sem byggðu á skýrslu tveggja erlendra sérfræð- inga) um stofnun sérstakrar Þjóðar- öryggisdeildar við embætti ríkislög- reglustjóra sem fengi heimild til að beita þessum forvirku rannsóknar- úrræðum – njósnum semsé – til að hafa eftirlit með fólki sem ætla mætti að gæti hugsanlega haft fyrirætlun um að brjóta af sér einhvern tímann í framtíðinni. Deildinni var ætlað að starfa með leynd og safna upplýsing- um um viðkomandi einstaklinga svo grípa mætti inn í áður en yfirvofandi brot yrði framið. Eins og við var að búast lögðust þáverandi leiðtogar stjórnarand- stöðunnar, til að mynda þeir Öss- ur Skarphéðinsson og Steingrím- ur J. Sigfússon, þvert gegn áformum dómsmálaráðherrans og aðför- inni að friðhelgi einstaklingsins var hrundið. Um sinn. Englar vítis Því er kannski ekki nema von að menn undri þegar innanríkisráð- herra Vinstri grænna dregur nú fram þennan draug og setur fram í nýj- um búningi, nú í baráttunni við al- þjóðlegu glæpagengin Vítisengla (e. Hells Angels) og Útlaga (e. Outlaws). Svo virðist sem Ögmundur Jóna- son ætli sér nú að framkvæma það sem Björn Bjarnason gat aðeins lát- ið sig dreyma um sumarið 2006. Ég bið lesendur um að misskilja mig ekki. Þessir hroðalegu afbrotahópar sem kenna sig við vélhjólaakstur en stunda einkum fíkniefnasölu, man- sal og gróf ofbeldisverk eru skelfileg óværa og við eigum vissulega að gera allt sem í okkar valdi stendur, innan ramma réttarríkisins og mannrétt- inda, til að koma í veg fyrir að þau nái fótfestu hér á landi. Svo ég skil vissulega freistinguna við að fá að beita þessum forvirku og fyrirbyggj- andi rannsóknarúrræðum. En hér verðum við þó að fara alveg sérlega varlega. Og svona lagað á ekki að af- greiða á Alþingi án viðamikillar um- ræðu. Frelsi, lýðræði, mannréttindi Það tók Vesturlandabúa langan tíma að byggja upp sín opnu og frjáls- lyndu samfélög þar sem völd hins opinbera eru takmörkuð og niður- njörfuð með skýrum lögum. Þjóð- félög Vesturlanda eru nú byggð á þremur megingildum; frelsi, lýðræði og mannréttindum. Þessi þrjú gildi er samofin og ekkert þeirra getur staðið án hinna. Frelsi er ekki til stað- ar nema lýðræði og mannréttindi séu virt. Lýðræði er ekki virkt nema menn búi við mannréttindi og frelsi. Mannréttindi eru fyrir borð borin ef ekki er til staðar bæði frelsi og lýð- ræði. Þessum megingildum hefur þó margoft verið ógnað. Á öllum tímum eru til öfl sem eru tilbúin til að reita frelsið af okkur. Yf- irleitt getum við staðið gegn slíkum tilburðum en við stöndum þó alltaf veikust fyrir þegar við teljum okkur ógnað. Í seinni tíð hefur það eink- um verið gert í nafni hryðjuverka- ógnar. Nú er það lagt upp sem vörn gegn fjölþjóðlegum glæpagengjum. En einmitt á þeim tímum er mest um vert að standa í lappirnar gagnvart eftirlitsáráttu yfirvalda. Forvirk rannsóknarúrræði Kjallari Dr. Eiríkur Bergmann „Svo virðist sem Ögmundur Jóna- son ætli sér nú að fram- kvæma það sem Björn Bjarnason gat aðeins lát- ið sig dreyma um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.