Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 54
54 | Sport 4.–6. mars 2011 Helgarblað Chelsea hleypti heldur betur lífi í toppbaráttuna í ensku úrvalsdeild- inni síðastliðinn þriðjudag þeg- ar það lagði Manchester United að velli, 2–1. United er áfram með fjög- urra stiga forystu á toppi deildar- innar en nú á Arsenal leik til góða á United, öfugt við það sem hefur verið á tímabilinu. Arsenal á erfið- an leik í vændum um helgina gegn Sunderland en vinni liðið hann mun það horfa spennt á aðalleik helgarinnar. Á sunnudaginn mæt- ast einmitt erkifjendurnir Liverpool og Manchester United á Anfield. Nái Liverpool jafntefli eða hreinlega að vinna Manchester United get- ur Arsenal komist í toppsætið með leiknum sem það á til góða á strák- ana hans Ferguson. Nánast frá því úrvalsdeildin var stofnuð hafa síð- ustu mánuðir tímabilsins verið þar sem Manchester United slítur sig frá hópnum fyrir aftan sig. Breidd- in er þó töluvert minni í liðinu núna eins og sást í seinni hálfleik gegn Chelsea. Færri lykilmenn Þegar Manchester United tók sinn þriggja ára sprett og vann deildina 2007–2009 var breiddin gífurleg. Það átti til dæmis oftar en ekki eins og einn Carlos Tevez sem kom inn á og tryggði liðinu ófá stigin. Skringi- leg kaup undanfarinna ára á mönn- um á borð við Bebe og Obertan virð- ast þó nú vera að koma Ferguson í koll. Breiddin er minni hjá liðinu og færri leikmenn þurfa að spila fleiri leiki. Það sást langar leiðir hversu þreytt liðið var í seinni hálfleik gegn Chelsea á þriðjudaginn, það var líka þriðji leikur liðsins á einni viku. Meiðsli hafa einnig sett sitt strik í reikninginn en Michael Owen hefur lítið sem ekkert komið við sögu undanfarið, Anderson er frá í nokkrar vikur til viðbótar, Rio Ferd- inand hrundi niður rétt fyrir tapið gegn Úlfunum, Park er frá í nokkrar vikur og þá er Antonio Valencia ekki enn kominn til baka eftir hryllilegt fótbrot. Næstu vikur verða United-lið- inu erfiðar en það á marga stórleiki í vændum. Komist það þokkalega í gegnum þá gæti svo farið að liðið yrði mjög sterkt á lokasprettinum fái það til baka áður upptalda leik- menn. Það er þó núið sem verður að horfa til og leiksins mikilvæga gegn Liverpool um helgina. Ekkert uppgefið um Carroll Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur gert blaðamanna- fundi Liverpool aftur skemmtilega en hann fór á kostum í vikunni, aðspurður hvort Andy Carroll yrði látinn spreyta sig á varnarlausu Manchester United-liðinu. Rio Ferdinand verður ekki klár og þá er Nemanja Vidic í banni vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Chelsea. Hinn ungi Chris Small- ing mun standa vaktina sennilega ásamt Wes Brown og þykir ekki ólíklegt að Dalglish vilji láta hinn kröftuga Andy Carroll láta Brown og Smalling hafa mikið fyrir hlutunum. „Kannski verður Andy ekki einu sinni á varamannabekknum, hann gæti verið að fara að sjá Boyzone,“ sagði Dalglish á blaðamannafund- inum en í febrúar sáust þeir félag- arnir saman á tónleikum Boyzone. „Andy bætir sig með hverri æfingu en ég veit ekki enn hvort hann spili á sunnudaginn. Ég held að Ferg- ie vilji ólmur vita hvort hann verði orðinn klár á sunnudaginn,“ sagði Dalglish. Carroll, sem er dýrasti knattspyrnumaður Bretlandseyja, hefur verið meiddur frá því hann kom til Liverpool. Liverpool og Manchester Un- ited mættust í fyrsta leik Dalglish með liðið. United hafði þá sigur, 1–0, með marki Dimitar Berbatovs úr vítaspyrnu sem þótti mjög um- deild og hreinlega röng. Liverpool- liðið spilaði þó vel í leiknum, manni færra, eftir brottrekstur Stevens Gerrards. Liverpool tapaði sannfærandi um síðustu helgi gegn West Ham, sínum fyrsta deildarleik síðan tólfta janúar. Eftir þann leik sögðu margir knattspyrnuspekingar hér heima og ytra: „Betra er liðið bara ekki.“ Það er þó aldrei hægt að bóka neitt þeg- ar Manchester United er í heimsókn enda hata liðin hvort annað nánast takmarkalaust. Arsenal í bílstjórasætið? Arsenal getur setti mikla pressu á Manchester United en á laugardag- inn mætir liðið Sunderland. Sigur þar myndi færa liðið nær United á toppnum og myndi þá muna aðeins einu stigi. Færi svo að United tækist ekki að vinna á Anfield ætti Arsenal leik til góða og væri þá komið í bíl- stjórasætið um sigur í ensku úrvals- deildinni. Arsenal-menn eru í sárum eftir grátlegt tap gegn Birmingham í úr- slitaleik deildarbikarsins. Klaufa- skapur í vörninni færði Birming- ham sigurinn á silfurfati og heldur því sex ára bið liðsins eftir titli áfram. „Það var ömurlegt að tapa leikn- um því við virkilega vildum vinna þennan bikar. Það er líka það sem okkur vantar. Að lyfta bikurum,“ segir Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, sem hefur farið á kostum á leiktíðinni. „Við erum alveg nægi- lega góðir til að vinna ensku úrvals- deildina og á það stefnum við. Um helgina gætum við verið komnir í dauðafæri að ná efsta sætinu geri Liverpool okkur smá greiða. Fyrst og fremst hugsum við samt um okk- ur. Við þurfum að vinna Sunder- land. Það verður erfitt en við töpum ekki mörgum leikjum á heimavelli.“ VARNARLAUSIR UNITED- MENN Á ANFIELD n Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United mætast í stórleik helgarinnar n Rio Ferdinand meiddur og Nemanja Vidic í banni n Tap hjá United gæti komið Arsenal í bílstjórasætið í titilbaráttunni n Ekkert gefið upp hvort Andy Carroll verði með Hvorugur með Rio og Vidic verða fjarri góðu gamni á laugardaginn. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Bolt inn í be inni Hamraborg 11 w 200 Kópavogur w Sími: 554 2166 w www.catalina.is Leigjum út sal fyrir veisluhöld Um helgina spilar hljómsveitin sín Snyrtilegur klæðnaður áskilinn. n Réttur dagsins alla virka daga n Hamborgarar, steikar- samlokur og salöt n Hópamatseðlar Laugardagur 5. mars 13.30 Birmingham - WBA 15.00 Arsenal - Sunderland 15.00 Bolton - Aston Villa 15.00 Fulham - Blackburn 15.00 Newcastle - Everton 15.00 West Ham - Stoke 17.30 Man. City - Wigan Sunnudagur 6. mars 13.30 Liverpool - Man. United 16.00 Úlfarnir - Tottenham Staðan Lið L U J T M Stig 1. Man. Utd 27 17 9 1 61:25 60 2. Arsenal 27 17 5 5 57:27 56 3. Man. City 28 14 8 6 44:25 50 4. Tottenham 27 13 8 6 38:31 47 5. Chelsea 26 13 6 7 46:22 45 6. Liverpool 28 11 6 11 36:35 39 7. Bolton 28 9 10 9 39:38 37 8. Sunderland 28 9 10 9 33:35 37 9. Newcastle 28 9 9 10 43:39 36 10. Everton 27 7 12 8 35:36 33 11. Stoke City 27 10 3 14 31:34 33 12. Aston Villa 28 8 9 11 35:47 33 13. Fulham 28 6 14 8 29:29 32 14. Blackburn 28 9 5 14 35:46 32 15. Blackpool 28 9 5 14 42:55 32 16. Birmingham 26 6 12 8 25:35 30 17. Wolves 28 8 4 16 31:46 28 18. West Ham 28 6 10 12 33:49 28 19. WBA 27 7 7 13 35:52 28 20. Wigan 28 5 12 11 27:49 27 Leikir helgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.