Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 26
26 | Viðtal 4.–6. mars 2011 Helgarblað kominn inn á heimili einhvers þegar maður labbar inn um útidyrnar. Þrátt fyrir að hafa þörf til að ferðast og fara út um allt finnur Brynhildur hamingj- una í hversdagslegum hlutum og því að vera heima hjá sér. „Það eru mörg ferðalög inni í þessu húsi. Allt sem búið er að fara og skoða. Það er heil- mikið líf hérna inni, það eru ævintýri í öllum hornum,“ segir hún um heim- ilið sitt sem stendur í miðbæ Reykja- víkur, í næstu götu við Þjóðleikhúsið. „Ég verð alltaf að takast á við eitt- hvað, það verður alltaf að vera einhver glíma,“ segir hún og bætir við að ró- legt, þægilegt lífi sé eitthvað sem komi seinna. „Það kemur bara seinna þeg- ar ég er orðin gömul kerling. Þá ætla ég að sitja með manninum mínum Heimi í fjallakofa einhvers staðar úti á palli og bara horfa. Ég sé fyrir mér að þetta verði uppi á fjalli og neðar í daln- um verði einhver bær hulinn skýjum.“ Hún segist þó ætla að vera að leik eins lengi og hún getur. „Á einhverj- um tímapunkti þegar maður hættir að geta labbað og hættir að geta munað nokkurn skapaðan hlut. Það gerist hjá öllum,“ segir hún en er viss um að hún vilji vinna eins lengi og hún geti. „Ég er kannski að búa dálítið þannig um hnútana að ég geti gert það. Að ég geti leyft mér það að sitja aðeins og skrifa meira. Ég er að búa til „space-ið“ til þess að gera það með því að fara þarna út og skrifa í öðru umhverfi og náttúrulega undir hand- leiðslu þessa fólks. Ég hef samt ver- ið það ofboðslega lánsöm að það er mikið að gera hjá mér, ég hef ekki allt- af næði þannig að það er gott að fara og koma svo til baka og sjá hvað mað- ur á. Ég er bara að fara að sækja nýtt andrúmsloft og sjá hvað gerist í haus- num.“ Brynhildur segist vera hamingju- söm þegar hún hefur mikið fyrir stafni og þannig vilji hún hafa lífið. „Það verður alltaf að vera svoleiðis en stundum verða dálítil læti í hausnum og maður getur ekki sofnað því það er bara svona hjálmur utan um hausinn á manni af látum. Lífið er bara verk- efni og maður er að takast á við svona alls konar, en bara því meira því betra,“ segir hún sem segist vera hamingju- söm í því sem hún er að gera. Finnur hamingju í hverdagslegum hlutum „Ég er sjúklega ánægð með ferilinn minn, hann er æðislegur. Það er svo mikið og svo fjölbreytt. Maður kemur að alls konar verkefnum á mismun- andi hátt en ég hlakka til að fara þarna út og svo sjáum við bara til,“ segir Brynhildur. „Ég sé nefnilega ekki fyr- ir mér að vera leikkona út í hið óend- anlega og gera ekkert annað. Það sé ég ekki fyrir mér.“ Hún segir að ákveð- inn draumur sé að rætast með því að fara út til Bandaríkjanna til að læra. „Maður á alls konar drauma. Stund- um skjóta þeir upp kollinum og mað- ur veit að þeir eru bara bull en þá kyss- ir maður þá bara bless og tekst á við það. Ég tek þeim samt fagnandi og svo ef þeir rætast ekki þá bara koma ein- hverjir aðrir,“ segir hún og tekur fyr- ir það að hún sé að stressa sig. „Það gengur ekki. Mér finnst ótrúlega vont að vera stressuð , ég þoli ekki að vera stressuð. Þá verður maður bara samt að anda og takast á við það seinna. Það er bara mikið að gera í lífinu.“ Brynhildur hugsar mikið inn á við. Hún hugsar vel um heimilið sitt, rétt eins og sjálfa sig. En var það meðvit- uð ákvörðun? „Nei, það hefur gerst smám saman. Fyrst um sinn, þegar ég var nýkomin út úr leiklistarskóla, þá kunni ég engan veginn að beisla allt sem ég þurfti að gera. Maður end- aði bara lasin af of mikilli vinnu og át bara eitthvað drasl og eitthvað svona. Það kemur samt bara með aldrinum og svo lærir maður bara ýmislegt. Það er mjög gott að hugsa inn á við og ein- hvern veginn passa upp á sína innri ró. Svo þegar maður verður eitthvað pirraður þá verður maður bara að finna sér einhvern farveg í því. Öskr- arðu út í vindinn? Gengurðu meðfram sjónum? Ferð í bíó? Færð þér rauð- vínsglas eða horfir á eitthvert rugl í sjónvarpinu?“ Sjálf segist hún finna ró í hvers- dagslegum hlutum. „Ég öskra aldrei, ég væri að ljúga ef ég væri að segja það. Ég er ekki svo óhefluð,“ segir hún og hlær. „En ég labba mjög oft meðfram sjónum. Stundum fer ég út í garð með gúmmíhanska og tíni rusl eða þvæ þvott. Það er mikil þerepía í því að taka eitthvað, setja það ofan í eitthvað og henda því í ruslið.“ Þó að hún búi við hliðina á leik- húsinu sem hún vinnur í segist hún ekki taka vinnuna með sér heim. „Ég er mjög heimakær og mér finnst ofsalega gott að vera heima. Ég sæki mikla orku í heimilið mitt,“ segir hún. „Það er alveg mottó að koma ekki heim með vinnuna eða alla vega taka ekki of langan tíma í það.“ Þrátt fyrir að aðskilja heimilislífið og vinnuna hjálpar dóttir hennar henni að æfa sig fyrir hlutverk. „Hún hjálp- ar mér oft. Þá tekur hún textann á móti. Sérstaklega þegar ég er að læra lög, þá hjálpar hún mér mikið. Hún er alveg með þetta á hreinu og hún er oft búin að læra lögin á undan mér. Til dæmis þegar ég var að æfa fyrir Edith Piaf, þá var hún pínu pínu lítil, en hún kunni þetta allt saman.“ Hlutirnir hefjast innan frá „Það er verkefni manns að láta sér líða vel, og hver er sinnar gæfu smið- ur. Það er svo sannarlega rétt. Mað- ur verður bara að taka þessi verkefni sem að manni eru rétt, og forgangs- raða líka. Þó að það sé mikið að gera í vinnunni þá verður maður að segja „Því miður hef ég ekki tíma til að gera þetta, mér þykir það leitt“ og maður verður oft að segja bara nei. En það er auðvitað erfitt að segja nei við alls konar hlutum en það verður bara að vera þannig því maður má ekki gleyma því að sofa og borða og bara horfa í augun á fólkinu sínu,“ segir hún alvarleg í bragði. Hún seg- ir að þessir hlutir séu það sem hjálpi henni að sinna öllu því sem hún þarf að gera og komast í gegnum öll verk- efnin sem þarf að komast í gegnum. Brynhildur kemur aftur að því að leikari byggi alltaf á því sem hann þekkir, hefur séð og upplifað. „Það er bara alltaf þetta með að maður er sín eigin verkfærataska, þetta er það sem ég get boðið upp á, sem ég hef upplifað, það sem ég hef séð, það sem ég hef séð hjá öðru fólki og þær tilfinningar sem búa innra með mér. Það get ég boðið upp á, annað get ég ekki boðið upp á. Ég er alla vega þannig leikari að hlutirnir byrja inn- an frá og svo fara þeir út. Ég er ekki leikari sem býr til eitthvað stórt og reyni svo að fylla upp í það. Ef mað- ur sér bara hlutverkið fyrir sér sem einhvern ramma þá byrjar maður í punktinum og fyllir hann. Oft veit maður samt ekki hvernig rammi þetta verður. Það fer bara eftir eðli hlutverksins eða eðli verkefnisins,“ segir hún. „Maður á bara hafsjó af minningum og tilfinningum og þetta er bara „materialið“ sem maður get- ur tekið upp úr töskunni og sýnt.“ Frá því að Brynhildur útskrifað- ist sem leikari í London árið 1998 hefur margt gerst og breyst og mik- ið búið að safnast í verkfæratöskuna þar sem hún geymir tilfinningarn- ar. „Guð minn góður, það hafa ver- ið hlægileg ár frá því að ég útskrifað- ist. Ég var einn vetur úti í London og kom svo heim og hef verið viðloð- andi Þjóðleikhúsið síðan. Svo var ævintýrið með Brák, þegar ég tók að mér að búa það til og taka sénsinn á því að skrifa víkingaleikrit fyrir bað- stofuloft í Borgarfirði. Við Atli Rafn gerðum þetta verkefni saman, hann er leikstjórinn, og við unnum saman 24 tíma á sólarhring í marga, marga mánuði og úr varð leiksýningin Brák sem er stolt okkar beggja. Svo núna var mér boðið að koma með hana í Þjóðleikhúsið og sýna nokkrar sýn- ingar sem er alveg meiriháttar sig- ur.“ Alltaf gaman en stundum erfitt að vera leikari Brynhildur fór ekki strax samt allt- af verið draumurinn. Stærsta skrefið hafi verið að viðurkenna fyrir sjálf- um sér að vilja vera leikari. „Ég þorði bara aldrei að viðurkenna þetta, því það er svo viðkvæmt að vera leik- ari. Því maður hugsar alltaf bara „en ef ég get ekki“ og „en ef enginn vill horfa á mig“ en svo er bara að drusla sér í þetta. Þetta er náttúrulega skrít- in vinna líka því þú ert einhvern veg- inn í sjálfum þér, endalaust. Maður getur ábyggilega orðið dálítið sjálf- hverfur. Leiklist er líka bara ótrúlega mikil samvinna. Hún er eiginlega bara númer eitt, tvö og þrjú sam- vinna. Ef það er ekki hlustun, ef þú heyrir ekki neitt, þá er engin sam- vinna,“ segir hún og segir sig njóta forréttinda að fá að starfa sem leik- kona. „Það er alltaf gaman í vinn- unni, það er gaman að hitta vinnu- félagana.“ Þó að það sé alltaf skemmtilegt í vinnunni segir Brynhildur að það geti líka verið erfitt. Það tekur á að vera alltaf að leika einhvern annan. „Það er auðvitað mjög erfitt stund- um en alltaf gaman,“ segir hún. „Það getur oft verið erfitt, þetta er „tricky“ vinna og auðvitað vill maður alltaf gera sitt besta. Sumt hentar manni betur en annað, stundum geng- ur vel og stundum gengur ekki jafn vel, en þá er það bara í manns eigin verkahring að snúa því við og finna það besta í hlutnum og búa til far- artæki fyrir hlutverkið og halda bara áfram. Og ég vona bara að allir leggi leið sína í bíó til að sjá Vilborgu og Harald að takast á við lífið.“ Brynhildur segir að þó að Okkar eigin Osló sé í léttum dúr byggi hún á raunverulegum tilfinningum og því sem allir geta tengt sig við. „Það eru alveg alvöru tilfinningar þarna inni í. Það sem er svo grátbroslegt við raunveruleikann. Við getum séð okkur í þessu fólki og hvernig við bregðumst við og þegar mað- ur hagar sér eins og bjáni og maður fær það eins og búmerang til baka í hausinn,“ segir hún en segir það ekkert auðveldara að finna karakt- erinn í gamanmynd en í til dæmis Edith Piaf. „Vinnan er alltaf sú sama, það skiptir ekki máli hvort það sé húsamúsin, Edith Piaf eða Thea í Heddu Gabbler. Þetta kemur allt frá sama stað þó að útkoman sé önnur.“ adalsteinn@dv.is „Maður á bara haf- sjó af minningum og tilfinningum og þetta er bara „materialið“ sem maður getur tekið upp úr töskunni og sýnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.