Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 4.–6. mars 2011 Helgarblað Sigríður S. Heiðberg Formaður Kattavinafélags Íslands f. 30.3. 1938, d. 22.2. 2011 Kalman Stefánsson Bóndi í Kalmanstungu í Borgarfirði f. 28.3. 1935, d. 17.2. 2011 Axel Thorsteinsson Fréttamaður f. 5.3. 1895, d. 3.12. 1984 Sigríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Laufásveginn og síðan við Snorrabrautina um árabil. Hún lauk námi frá Hús- mæðraskóla Reykjavíkur 1959 og lauk síðan prófum frá Lyfjatækni- skólanum 1965. Sigríður starfaði við Heildverslun Stefáns Thorarensen hf. á árunum 1959–80. Sigríður tók þátt í ýmsum félags- störfum, starfaði í AA samtökunum um langt árabil en hún og Einar, eig- inmaður hennar, voru samstíga í því félagsstarfi í rúm þrjátíu og þrjú ár. Þá sat hún í stjórn félagssamtakanna Verndar frá 1986, var varaformaður samtakanna frá 2001 og var kjörinn heiðursfélagi þeirra árið 2010. Hún sat um skeið í stjórn félagssamtaka aðstandenda Alzheimersjúklinga, var sjálfboðaliði hjá Rauða krossin- um og heiðursfélagi Kattaræktarfé- lagsins Kynjakatta. Sigríður tók við formennsku Kattavinafélags Íslands og var for- maður þess til æviloka. Hún fann köllun sína í velferðarmálum katta og eigenda þeirra. Ásamt Kattavina- félaginu vann hún ötullega að því að ljúka við fyrsta hluta Kattholts 1991, svo unnt væri að hefja líknarstarf- semina fyrir alvöru í Kattholti, bæði móttöku óskilakatta og gæslu, auk þess að vera með fjáröflun í eigin húsnæði. Hún var síðan burðarásinn í því mikla líknarstarfi sem unnið hefur verið í Kattholti frá vígslu þess. Fjölskylda Sigríður giftist 1965 fyrri manni sín- um, Kjartani Hjartarsyni, vélstjóra í Reykjavík. Þau slitu samvistum. Sigríður giftist 30.3. 1983, eftirlif- andi eiginmanni sínum, Einari Jóns- syni, f. að Vestri–Garðsauka í Hvol- hreppi 29.6. 1940, verktaka. Einar er sonur hjónanna Jóns Einarssonar, bónda að Vestri–Garðsauka, og Sól- eyjar Magnúsdóttur, frá Suðureyri við Súgandafjörð. Sigríður og Einar kynntust 1974. Fóstursonur Sigríðar og sonur Einars er Daníel Orri Einarsson, f. 1.8. 1971. Systkini Sigríðar: Jósep Ragn- ar Heiðberg, f. 22.7. 1928, d. 14.3. 1975, verslunarmaður en kona hans var Valborg María Heiðberg (f. Alt- mann), f. 10.12. 1926 í Glogau í Þýskalandi, d. 1.5. 1976, hjúkrun- arfræðingur, þau eignuðust fjögur börn; Andri Örn Heiðberg, f. 14.4. 1930, d. 21.10. 1978, þyrluflugmað- ur og kafari, en hans kona var Elín Högnadóttir en þau eignuðust fimm börn; Jón Þorvalds, f. 11.11. 1932, d. 17.9. 1935; Eyþór Heiðberg, f. 23.4. 1934, leiðsögumaður, búsettur í Reykjavík, kvæntur Christu Maríu Heiðberg (f. Altmann), f. 21.1. 1932 í Glogau í Þýskalandi og eiga þau sex börn. Christa María var systir Val- borgar, eiginkonu Jóseps Ragnars. Foreldrar Sigríðar: Jón Heiðberg, f. að Heiði í Gönguskörðum 25.10. 1889, d. 12.7. 1973, stórkaupmaður í Reykjavík, og k.h., Þórey Heiðberg, f. að Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi 13.11. 1895, d. 19.8. 1987, húsmóðir. Þau bjuggu á Laufásvegi 2a í Reykja- vík. Ætt Jón var sonur Jóns Jónssonar, bónda á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði, og k.h., Jósefínu Ólafsdóttur. Þórey var dóttir Eyþórs Einars- sonar, b. á Stóru-Þúfu í Miklaholts- hreppi og Mel og Svarfhóli í Hraun- hreppi, og k.h., Jónínu Guðrúnar Jónsdóttur. Sigríður var jarðsungin í gær, fimmtudaginn 3. mars frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Blóm og kransar eru vinsam- lega afþakkaðir. Þeir sem vilja minn- ast hennar er bent á Minningarsjóð Sigríðar Heiðberg til styrktar líknar- starfinu í Kattholti. Reikn. 0113-15- 381290 kt.550378-0199. Kalman fæddist í Kalmanstungu í Borgarfirði og ólst þar upp. Hann tók landspróf frá Reyk- holti árið 1951, starfaði við bústörf í Kalmanstungu og var tvo vetur við nám í Kennaraskóla Íslands. Einnig fór hann á síldarvertíð og stundaði aðra vinnu utan heimilis um tíma. Kalman gerðist bóndi í Kalmans- tungu árið 1957 og þar áttu hann og Bryndís, eiginkona hans, heimili sitt frá árinu 1959. Í Kalmanstungu er tvíbýli og bjuggu á hinum hluta jarð- arinnar frændur Kalmans, Kristófer og síðar Ólafur sonur hans. Jörðin er stór fjallajörð og auk sauðfjárbúskapar voru silungur, rjúpnaveiði og grenjaleit á Arnar- vatnsheiði, í Hallmundarhrauni og Strútnum hluti af búrekstrinum. Kalman lagði upp úr nýtingu hlunn- indanna með hvoru tveggja, að stunda sjálfur veiðar og með útleigu til annarra á seinni árum. Kalman var framkvæmdasamur og hafði ánægju af því að byggja upp á jörð sinni, bæði húsakost og rækt- arland. Hann var í senn félagslynd- ur og sjálfum sér nógur. Þegar góða gesti bar að garði var tækifærið oft- ar en ekki notað til að taka í spil eða syngja þegar einhver var liðtækur á píanóið. Þau hjónin sungu einnig með kórum í Hvítársíðu um árabil. Kalman las mikið og hafði sér- stakan áhuga á ættfræði. Á sínum yngri árum tók Kalman virkan þátt í starfsemi Sjálfstæðisflokksins, m.a. í Félagi ungra sjálfstæðismanna og Félagi sjálfstæðismanna í Mýrasýslu, með setu á framboðslistum og sem fulltrúi á landsfundum þar sem hann var kjörinn í miðstjórn árið 1969. Kalman tók jafnframt virkan þátt í störfum björgunarsveita í Borgarfirði um árabil. Fjölskylda Kalman kvæntist 22.11. 1959, eftirlif- andi eiginkonu sinni, Bryndísi Jónu Jónsdóttur , f. 27.5. 1939, í Reykjavík þar sem hún ólst upp, dóttir Jóns Ás- geirs Brynjólfssonar, frá Hlöðutúni í Stafholtstungum, og Kristínar Ólafs- dóttur, frá Flateyri. Systkini Bryndísar eru Ásta, séra Ólafur Oddur, sem lést árið 2005 og Margrét. Kalman og Bryndís eignuðust þrjú börn Stefán Valgarð, Kristínu og Jón Ásgeir: Stefán Valgarð, f. 9.2. 1961, við- skiptafræðingur. Maki (2000) Krist- ín Finndís Jónsdóttir, foreldrar Jón Magnús Finnsson og Sólveig Gutt- ormsdóttir. Barn Stefáns og Kristín- ar er Jóhanna Katrín, f. 19.1. 2001. Kristín var áður gift Kristjáni Arn- dal Eðvarðssyni sem lést árið 1997. Börn Kristínar og Kristjáns eru Ingv- ar Arndal, Ómar Arndal og Anna Ólöf. Sambýliskona Stefáns var Þór- unn Liv Kvaran viðskiptafræðing- ur. Börn þeirra eru Inga Valgerður, f. 1988, nemi í stjórnmálafræði, sam- býlismaður Alexander Þór Crosby, og Kalman, f. 1992, framhaldsskóla- nemi. Kristín, f. 9.5. 1962, viðskiptafræð- ingur. Maki (1993) Marcelo Luis Au- dibert Arias, foreldrar Pedro Audi- bert og Adriana Arias Audibert. Börn þeirra eru Bryndís Margrét, f. 1994, framhaldsskólanemi, og Marcelo Felix f. 1998. Jón Ásgeir, f. 11.2. 1966, stunda- kennari og nemi. Maki (1997) Ástríður Stefánsdóttir, foreldrar Stef- án Guðnason og Anna Þórarinsdótt- ir. Synir þeirra eru Tryggvi Kalman, f. 1994, framhaldsskólanemi, og Stefán Gunnlaugur f. 1995. Bróðir Kalmans var Ólafur Stef- ánsson lögfræðingur sem lést árið 1992. Systir Kalmans er Jóhanna Helga Lind Stefánsdóttir, búsett í Or- landó í Bandaríkjunum. Börn henn- ar og Róberts Ibarguen, sem er lát- inn, eru Stefán, Siri og Sylvía. Foreldrar Kalmans voru Stefán Scheving Ólafsson f. 14.7. 1901, d. 18.9. 1977, bóndi í Kalmanstungu, og Kristín Valgerður Einarsdóttir f. 30.11. 1901, d. 27.2. 1988, húsfreyja. Ætt Stefán ólst upp í Kalmanstungu og var bóndi þar, síðar þingvörður í Reykjavík, sonur Ólafs Stefánssonar, bónda í Kalmanstungu, af Stephen- sen ætt, og k.h., Sesselju Jónsdóttur frá Galtarholti í Borgarhreppi. Valgerður lærði hjúkrun í Skot- landi og starfaði síðan í nokkur ár á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum en flutti til Íslands árið 1930 og gerðist húsfreyja í Kalmanstungu. Eftir að þau Stefán fluttu frá Kalmanstungu starfaði hún við hjúkrun á Hrafnistu í um tuttugu ár. Valgerður var dótt- ir Einars Pálssonar, pr. í Reykholti og víðar, ættaður af Jökuldal og Jó- hönnu Katrínar Kristjönu Briem sem var yngst barna Eggerts, sýslumanns Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur. Útför Kalmans fer fram frá Reyk- holtskirkju laugardaginn 5.3. kl. 14.00. Axel fæddist í Reykja-vík og ólst þar upp í foreldrahúsum við Thorvaldsenstræti við Austurvöll. For- eldrar hans voru Steingrímur Thor- steinsson, skáld og rektor Lærða skólans, og s.k.h., Birgitta Guðríð- ur Eiríksdóttir. Steingrímur bjó í fallegu timbur- húsi milli gamla Reykjavíkurapót- eks og húss Páls og Þóru Melsted sem síðar varð Sjálfstæð- ishúsið þar sem nú er skemmtistaðurinn NASA. Afi Axels í föðurætt var Bjarni Thorsteinson amtmaður. Föðurbróðir Axels var Árni Thor- steinsson, landfógeti og bæjarfógeti. Móðir Steingríms skálds var Þórunn, dóttir Hannesar Finnssonar biskups. Axel stundaði m.a. nám við Menntaskólann í Reykjavík, Bænda- skólanum á Hvanneyri og Lýðskól- ann að Eiðsvelli í Noregi. Hann dvaldist um nokkurra ára skeið í Bandaríkjunum og Kanada og gerð- ist sjálfboðaliði í her Kanada rétt fyrir friðarsamning- ana í Evrópu 1918. Axel gegndi starfi forstöðumanns fréttastofu Blaða- mannafélags Ís- lands í fjórtán ár en sú fréttastofa fyrir erlendar fréttir var rekin í Reykjavík um árabil frá 1924. Einnig gaf Axel út Sunnudagsblað- ið, vann við Morg- unblaðið og var um langt árabil aðstoð- arritstjóri Vísis. Axel starfaði auk þess lengi fyrir Ríkisútvarpið, var fréttaþulur, morgunfrétta- maður og fréttaritari. Hann var þekktur fyrir Lundúnafrétt- ir sínar og las fréttir BBC í morgun- útvarpinu eldsnemma á morgnana, fram yfir 1970. Axel fékkst mikið við ritstörf, tók þátt í bókaútgáfu og kenndi ensku bæði í Stýrimannaskólanum og í einkatímum. Axel var feikilega vel að sér um ýmis erlend málefni, vand- virkur blaðamaður og hæverskan og prúðmennskan uppmáluð. Andlát Andlát Merkir Íslendingar Víglundur Möller Skrifstofustjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur f. 6.3. 1910, d. 8.5. 1987 Víglundur fæddist á Hellis sandi á Snæ-fellsnesi og ólst upp hjá móður sinni, Elín- borgu Björnsdóttur, og manni hennar, Pétri Péturssyni, á Malarrifi á Snæ- fellsnesi. Fjórtán ára fór hann til föður síns, Lud- vigs Möller, kaup- manns og út- gerðarmanns á Hjalteyri við Eyja- fjörð. Ludvig var bróðir Jakobs Möll- er ráðherra, föður Ingólfs, deildarstjóra hjá Eimskip, Gunn- ars Jens, framkvæmda- stjóra Sjúkrasamlags Reykjavíkur, og Baldurs ráðuneytissrjóra, föður Markúsar Möller hagfræðings. Ludvig var son- ur Ole Möller, kaupmanns á Hjalteyri Christianssonar Möller, verslunar- stjóra og veitingamanns í Reykjavík Olessonar Peters Möller, ættföður Möllerættar. Móðir Ole var Sigríð- ur, bróðir Jóns, langafa Matt híasar Johannessen. Systir Sigríðar var Helga, langamma Hans G. Andersen sendiherra. Sigríður var dóttir Magnúsar Norðfjörð, beyk- is í Reykjavík, ættföður Norðfjörðættar. Víglundur lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Akur- eyrar 1928 og frá Verslunarskóla Ís- lands 1932. Hann starfaði síðan við verslun og útgerð fóður síns en flutti til Reykjavíkur 1936. Þar hóf hann störf hjá Sjúkra- samlagi Reykja- víkur þar sem hann starfaði samfleytt til 1980, fyrst sem deild- arfulltrúi, þá aðalbókari og loks skrifstofustjóri. Víglundur var prýðileg- ur ræðumaður og stílisti, skrifaði mikið fyrir Vísi, m.a. forystugrein- ar blaðsins um skeið, var ritstjóri Veiðimannsins um árabil, sat í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var formaður Taflfélags Reykjavíkur, yf- irmaður Frímúrarareglunnar á ár- unum 1976–83, starfaði lengi í Guð- spekifélaginu og þýddi fjölda rita um framhaldslíf og sálarrannsóknir. Merkir Íslendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.