Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 38
K amilla fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavoginum. Hún var í Ísaksskóla og Kópavogs-
skóla, lauk háskólabrú Keilis og stund-
ar nú nám í stjórnmálafræði og þjóð-
fræði við Háskóla Íslands.
Kamilla starfaði við Sundlaug
Kópavogs í fjögur ár með skóla en hef-
ur starfað hjá Símanum frá 2005.
Kamilla hefur verið sjálfboðaliði
hjá Rauða krossi Íslands um nokkurt
skeið og hefur tekið þátt í ungliðastarfi
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Fjölskylda
Kærasti Kamillu er Þórður Þorsteins-
son, f. 1.1. 1986, nemi og starfsmaður
hjá Símanum.
Sonur Kamillu og Gunnars Bessa
Þórissonar er Benedikt Bessi Gunn-
arsson, f. 23.7. 2004.
Systkini Kamillu eru Elín Guð-
mundsdóttir, f. 29.9. 1966, fasteigna-
sali; Benedikt Henry Guðmundsson,
f. 25.2. 1972, þyrluflugmaður í Kanada;
Filippa Guðmundsdóttir, f. 18.8. 1978,
þjónustufulltrúi hjá Arion banka og
háskólanemi.
Foreldrar Kamillu eru Guðmundur
Grettisson, f. 24.6. 1942, vélfræðingur í
Kópavogi, og Hafdís Benediktsdóttir, f.
12.6. 1949, leir- og myndlistarkennari í
Kópvogi.
Hafþór fæddist í Reykjavík. Hann var í Árbæjarskóla og stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ár-
múla.
Hafþór starfaði hjá Landflutning-
um á árunum 2003–2007 en hefur síð-
an starfað hjá Securitas.
Hafþór æfði og keppti í knattspyrnu
með Fram í öllum aldursflokkum.
Fjölskylda
Unnusta Hafþórs er Margrét Jóhanns-
dóttir, f. 9.11. 1982, starfsmaður hjá
TVG – Zimsen.
Börn Hafþórs og Margrétar eru
Viktor Blær Hafþórsson, f. 30.8. 2002;
Ásta María Hafþórsdóttir, f. 16.11.
2008.
Systkini Hafþórs eru Ísabella
Theodórsdóttir, f. 24.10. 1978, nemi
við Háskóla Íslands, búsett í Reykja-
vík; Eyþór Theodórsson, f. 6.3. 1981,
ML-nemi í lögfræði við Háskólann á
Bifröst.
Foreldrar Hafþórs eru Theodór
Stefán Friðgeirsson, f. 11.7. 1953, bif-
vélavirki hjá Isavia, búsettur í Reykja-
vík, og Guðbjörg María Garðarsdóttir,
f. 19.5. 1958, starfsmaður hjá Slökkvi-
liði höfuðborgarsvæðisins.
E yþór fæddist í Reykjavík. Hann var í Árbæjarskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla
og lauk þaðan stúdetnsprófi, lauk prófi
sem viðskiptalögfræðingur frá Háskól-
anum að Bifröst 2008 og stundar nú
ML-nám í lögfræði þar.
Eyþór vann við pípulagnir, starfaði
hjá Kjötsmiðjunni og sinnti verslunar-
störfum á framhaldsskólaárunum.
Eyþór æfði og keppti í knattspyrnu
með Fram frá æskuárum og upp alla
aldursflokka. Hann sat í nemendaráði
í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og var
gjaldkeri skólafélagsins á Bifröst og sat
í varastjórn Miðgarðs, félags sjálfstæð-
ismanna á Bifröst.
Fjölskylda
Systkini Eyþórs eru Ísabella Theodórs-
dóttir, f. 24.10. 1978, nemi við Háskóla
Íslands, búsett í Reykjavík; Hafþór
Theodórsson, f. 6.3. 1981, starfsmaður
Securitas, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Eyþórs eru Theodór Stef-
án Friðgeirsson, f. 11.7. 1953, bifvéla-
virki hjá Isavia, búsettur í Reykjavík, og
Guðbjörg María Garðarsdóttir, f. 19.5.
1958, starfsmaður hjá Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins.
Ármann fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann var í Víðistaðaskóla, stundaði síð-
an nám í húsamálun við Iðnskólann í
Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi og
öðlaðist síðan meistararéttindi, stund-
aði nám í byggingartæknifræði við
Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan
BSc.-prófi 2010.
Ármann var bátsmaður á línubát-
um frá Grindavík í þrjú ár, var síðan
stuðningsfulltrúi á sambýlum með
námi í þrjú ár, vann við húsasmálun af
og til með háskólanámi en er forstöðu-
maður tæknideildar Vesturbyggðar og
Tálknafjarðarhrepps frá síðust mán-
aðamótum.
Ármann hefur stundað snjó-
bretti, hjólabretti og brimbretti frá því
snemma á unglingsárunum, og keppti
m.a. á snjóbretti um skeið. Þá starfar
hann við slökkviliðið á Patreksfirði og
er í björgunarsveitinni þar.
Fjölskylda
Kona Ármanns er Hlín Sigurþórsdótt-
ir, f. 24.3. 1983, þroskaþjálfi í MA-námi
í sérkennslufræðum við Háskóla Ís-
lands og grunnskólakennari.
Sonur Ármanns og Hlínar er Frosti
Reyr Ármannsson, f. 14.4. 2008.
Bróðir Ármanns er Almar Miðvík
Halldórsson, f. 18.4. 1973, starfsmaður
hjá Námsmatsstofnun, í doktorsnámi
í menntavísindum við Háskólann í
Reykjavík.
Foreldrar Ármanns eru Halldór
Magnússon, f. 14.11. 1941, frá Búðum
á Snæfellsnesi, og Ragnheiður Páls-
dóttir, f. 2.11. 1948, frá Álftavatni á
Snæfellsnesi, en þau hjónin starfrækja
Vöfluvagninn sem er staðsettur í Mið-
bæ Reykjavíkur um helgar.
Tómas fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hvammstanga frá því á fyrsta árinu. Hann flutti síðan átta
ára til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni
og var þar búsettur í þrjú og hálft ár.
Þá flutti hann aftur norður á Hvamms-
tanga þar sem hann hefur átt heima
síðan að mestu.
Tómas var í barnaskóla í Svíþjóð
og í Grunnskólanum á Hvammstanga,
stundaði síðan nám við Fjölbrauta-
skólann í Ármúla, Iðnskólann í Reykja-
vík og Borgarholtsskóla og lauk sveins-
prófi í húsasmíði frá Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra.
Tómas sá um póstdreifingu á veg-
um Íslandspósts um skeið, starfaði í
blikksmiðjunni Aðalblikki í Reykjavík
í þrjú ár, var síðan í brúarsmíði á veg-
um Vegagerðarinnar víða um land í
þrjú ár, starfaði hjá Tveimur smiðum á
Hvammstanga í tvö ár en hefur starf-
að við brúarsmíði hjá Vegagerðinni frá
2008.
Tómas hefur starfað með slökkvi-
liðinu á Hvammstanga og björgunar-
sveitinni Húnum.
Fjölskylda
Unnusta Tómasar er Stella Guðrún
Ellertsdóttir, f. 14.2. 1989, nemi í
hestafræðum við Landbúnaðarhá-
skóla Íslands á Hvanneyri.
Börn Tómasar eru Þorgerður
Gló Tómasdóttir, f. 26.9. 1999; Þór-
ólfur Hugi Tómasson, f. 8.3. 2006.
Systkini Tómasar eru Elvar
Daníelsson, f. 28.1. 1977, lækn-
ir í Reykjavík; Anna Dröfn Daní-
elsdóttir, f. 15.11. 1990, nemi; Inga
Hrund Daníelsdóttir, f. 15.8. 1993,
nemi.
Foreldrar Tómasar eru Helga
Hreiðarsdóttir, f. 5.5. 1957, ljós-
móðir og hjúkrunarfræðingur á
Hvammstanga, og Einar Daníel
Karlsson, f. 20.5. 1954, húsasmiður
á Hvammstanga.
G arðar fæddist á Akranesi en ólst upp í Grundarfirði. Hann var í Grunnskóla Grundarfjarðar og
lauk skipstjórnarprófi frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík.
Garðar byrjaði sextán ára til sjós,
var á bátum frá Grundarfirði og er nú
háseti á Farsæl SH.
Garðar æfði og keppti í knattspyrnu
með Ungmennafélagi Grundarfjarðar
og æfir nú golf af kappi.
Fjölskylda
Eiginkona Garðars er Rakel Jónsdótt-
ir, f. 2.5. 1981, nemi í tómstunda- og
félagsmálafræðum við Háskólann í
Reykjavík.
Dætur Garðars og Rakelar eru Aldís
Ylfa Garðarsdóttir, f. 4.10. 2003; Lilja
Ísabel Garðarsdóttir, f. 14.9. 2007.
Bróðir Garðars er Tryggvi Haf-
steinsson, f. 4.6. 1985, sjómaður í
Grundarfirði.
Foreldrar Garðars eru Hafsteinn
Garðarsson, f. 11.11. 1960, hafnarstjóri
í Grundarfirði, og Guðbjörg Jenný
Ríkharðsdóttir, f. 6.1. 1962, skólaliði í
Grundarfirði.
38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 4.–6. mars 2011 Helgarblað
Logi fæddist í Keldunesi í Norð-ur-Þingeyjarsýslu og ólst upp í Kelduhverfi. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Laugum 1959 og bjó í
foreldrahúsum til 1967 þar sem hann
stundaði landbúnaðarstörf, auk þess
sem hann vann ýmis önnur störf,
m.a. við fiskvinnslu og netagerð í
Grindavík og víðar.
Logi flutti til Reykjavíkur haustið
1967 og hóf þá störf hjá Silla og Valda
en þar starfaði hann þar til fyrirtækið
hætti verslunarrekstri í árslok 1975.
Síðari árin hafði Logi verið verslun-
arstjóri hjá Silla og Valda í verslunum
þeirra að Laugavegi 43 og í Austur-
stræti 17.
Logi hóf eigin verslunarrekstur
fyrri hluta árs 1976 að Laugavegi 43
þar sem hann starfrækir enn versl-
unina Vínberið. Fyrir u.þ.b. fimmtán
árum breytti Logi versluninni í sæl-
gætisverslun sem auk þess sérhæf-
ir sig í berja- og annarri ávaxtasölu
á sumrin með útimarkaði. Verslunin
er nú eina sérhæfða sælgætisverslun
landsins.
Fjölskylda
Logi kvæntist 30.1. 1971 Dagnýju
Helgadóttur, f. 30.8. 1944, d. 24.12.
2000, kaupmanni. Hún var dóttir
Helga Jónssonar og Þorbjargar Páls-
dóttur, búenda í Kaldárholti í Holtum
í Rangárvallasýslu.
Börn Loga og Dagnýjar eru Krist-
ín Þorbjörg Logadóttir, f. 2.8. 1971,
bankastarfsmaður, búsett í Banda-
ríkjunum; Helgi Þór Logason, f. 7.10.
1974, bankastarfsmaður, búsett-
ur á Seltjarnarnesi, kvæntur Guð-
rúnu Völu Davíðsdóttur og eru synir
þeirra Davíð Helgason og Tómas Logi
Helgason.
Systkini Loga eru Kristín Ingibjörg
Helgadóttir, f. 25.2. 1943, húsmóðir
í Reykjavík; Oktavía Stefanía Helga-
dóttir, f. 26.9. 1945, fyrrv. verslunar-
maður í Mosfellsbæ; Bryndís Helga-
dóttir, f. 25.1. 1949, bankastarfsmaður
í Reykjavík; Jón Tryggvi Helgason, f.
14.6. 1953, rafeindavirkjameistari og
framkvæmdastjóri Ísmar í Reykjavík;
Helgi Þór Helgason, f. 31.3. 1960, raf-
magnsverkfræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Loga: Karl Helgi Jóns-
son, f. 13.2. 1904, d. í júní 1969, bóndi
í Keldunesi, og k.h., Þóra Stefánsdótt-
ir, f. 12.5. 1920, d. 19.10. 2005, hús-
freyja.
Ætt
Karl Helgi var sonur Jóns, b. í Keldu-
nesi Guðmundssonar, og Ingibjargar
Jóhannesdóttur.
Þóra var dóttir Stefáns, bróður
Jóns á Arnarstöðum, föður Jóns Hjör-
leifs skólastjóra. Stefán var sonur
Tómasar, b. á Arnarstöðum Jónsson-
ar, b. í Blikalóni Péturssonar. Móðir
Tómasar var Dórothea Halldórsdótt-
ir. Móðir Stefáns var Ingibjörg, syst-
ir Hildar, móður Guðrúnar, móður
Zóphoníasar Péturssonar og Gunn-
geirs Péturssonar sem var skrifstofu-
stjóri borgarverkfræðings. Hildur var
einnig móðir Stefáns, afa Björns Ön-
undarsonar, fyrrv. tryggingayfirlækn-
is og langafa Vigdísar Grímsdótt-
ur rithöfundar. Þá var Hildur amma
Kristveigar, ömmu Hafliða Vilhelms-
sonar rithöfundar. Ingibjörg var dótt-
ir Jóns, b. á Skinnalóni á Sléttu og ætt-
föður Skinnalónsættar Sigurðssonar,
og Þorbjargar, langömmu Hilmars
bankastjóra, föður Stefáns banka-
stjóra og langömmu Hildar, móð-
ur Ólafar Pálsdóttur myndhöggv-
ara. Þorbjörg var dóttir Stefáns, b. á
Skinnalóni Grímssonar, bróður Ei-
ríks.
Móðir Þóru var Oktavía Stefanía,
dóttir Ólafs, b. í Sauðanesi Þorsteins-
sonar og Gunnþórunnar Halldórs-
dóttur.
Logi Helgason
Kaupmaður í Reykjavík
85
ára
85
ára
Kamilla Guðmundsdóttir
Starfsmaður við vettvangsþjónustu Símans og háskólanemi
Hafþór Theodórsson
Sarfsmaður Securitas í Reykjavík
Eyþór Theodórsson
ML-nemi í lögfræði við Háskólann á Bifröst Ármann Halldórsson
Forstöðumaður tæknideildar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps
Tómas Örn Daníelsson
Brúarsmiður á Hvammstanga
Garðar Hafsteinsson
Sjómaður og aðgerðarmeistari í Grundarfirði
70 ára á laugardag
30 ára á laugardag
30 ára á sunnudag
30 ára á sunnudag
30 ára á sunnudag
30 ára á laugardag
30 ára á laugardag