Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 28
28 | Nærmynd 4.–6. mars 2011 Helgarblað
„Hann var einstakur vinur. Hann er
jafnvel dýrmætasti vinur sem ég hef
átt,“ segir Páll Guðmundsson lista-
maður, sem kenndur er við Húsafell
í Borgarfjarðarsýslu þar sem hann
býr og stundar list sína, um Thor Vil-
hjálmsson, rithöfund og þýðanda.
Thor lést aðfaranótt miðvikudags,
85 ára að aldri. Eiginkona Thors er
Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi
fréttastjóri á RÚV. Synir Thors og
Margrétar eru Örnólfur Thorsson
forsetaritari og Guðmundur Andri
Thorsson rithöfundur.
Thor setti mikinn svip á íslenskt
menningar- og þjóðlíf síðastliðin
rúm 60 ár, allt frá því að fyrsta bók
hans, Maðurinn er alltaf einn, kom
út árið 1950. Meðal þekktra verka
hans eru skáldsagan Grámosinn
glóir, sem hann fékk Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið
1987, Morgunþula í stráum, sem
hann fékk Íslensku bókmenntaverð-
launin fyrir árið 1998, og þýðing á
ítölsku skáldsögunni Nafni rósar-
innar eftir Umberto Eco.
Hverjum sem hitti Thor duld-
ist ekki að þar fór einstakur mað-
ur, stór persóna, hlýr mannvinur
með eftirminnilega nærveru. Enda
fór það svo að Thor var orðinn hálf-
gerð goðsögn í lifanda lífi löngu áður
en hann féll frá. Og þótt hann væri
fyrst og fremst þekktur sem rithöf-
undur byggði frægð hans ekki síður
á því hvað hann var merkilegur og
sérstakur persónuleiki sem heillaði
flesta sem hittu hann.
Undirritaður tók viðtal við Thor
á heimili hans í Vogunum fyrir sex
árum þar sem hann spurði höfund-
inn út í það hvernig hann aðstoð-
aði rússneska kvikmyndaleikstjór-
ann Andrei Tarkovskí við að koma
syni hans frá Sovétríkjunum á ní-
unda áratugnum. Yfirvöld í Sovét-
ríkjunum höfðu ekki viljað leyfa syni
Tarkovskís að fara úr landi en með
hjálp hóps manna, meðal annars
Thors, Halldórs Laxness og forsæt-
isráðherra Svíþjóðar, Olafs Palme,
náðist á endanum að fá son Tar-
kovskís frá Sovétríkjunum. Laxness
hafði þá meðal annars einnig skrif-
að bréf til Gorbatsjovs, æðsta ráða-
manns Sovétríkjanna. Í því viðtali
fann undirritaður hvað Thor var
hlýr maður og innilegur, hann gaf
sér allan heimsins tíma til að tala
við ungan blaðamann sem hann
hafði aldrei hitt áður um 20 ára gam-
alt mál, og deildi með honum kaffi
og Oreo-kexi. Í lok viðtalsins fylgdi
Thor honum út, nánast faðmaði
hann á tröppunum við húsið sitt og
klappaði honum vinalega á bakið í
kveðjuskyni. Eftir það hafði undirrit-
aður þá skoðun á Thor að hann væri
afar góður maður.
Í viðtölum við nokkra af vinum
Thors komst undirritaður að því að
þessi hjálpsemi og vinarþel í garð
annarra sem hann sýndi Tarkovskí
var eitt af karaktereinkennum hans,
hvort sem um var að ræða að að-
stoða íbúa Vestmannaeyja eftir eld-
gos, sýna níumenningunum stuðn-
ing í verki eða hlúa að vinum sínum
þegar á móti blés.
„...ef andinn kom yfir hann“
„Thor kom oft á Húsafell og var hjá
mér í marga daga, jafnvel viku. Það
var alltaf svo gaman þegar hann kom
í heimsókn. Við unnum svo mik-
ið saman og svo sinnti ég stundum
bara mínu og hann sínum skrifum.
Þetta var bara svo einstakt að eiga
hann sem vin: Mér fannst ég vera
ríkur að þekkja hann,“ segir Páll en
þeir Thor kynntust árið 1985 þegar
rithöfundurinn kom á eina af sýn-
ingum Páls.
„Ég á margar fallegar minningar
um Thor frá Húsafelli frá því þegar
við vorum að vinna saman. Ég gerði
mynd en Thor fór upp í gil á með-
an. Þegar hann kom til baka skrif-
aði hann texta á myndina mína eft-
ir að hafa horft á hana. En það var
engin kvöð á Thor að hann myndi
skrifa. Ef hann var ekki upplagður
þá bara var það allt í lagi. Það var allt
svoleiðis hjá okkur: Hann gerði það
bara ef andinn kom yfir hann – það
var aldrei nein kvöð með neitt,“ seg-
ir Páll.
Hann segir að Thor hafi líka verið
mjög góður í myndlist, alltaf í fram-
för, og að hann hafi gert fallegar
myndir. „Við töluðum báðir um það
hvað það gæti verið hollt fyrir lista-
mann að stunda aðra listgrein sem
þeir eru leikmenn í, til að hvíla hug-
ann frá hinu.“
Sköpun í roki
Ein af minningum Halldórs Guð-
mundssonar, rithöfundar og útgef-
anda og vinar Thors, um höfundinn
er að ýmsu leyti sambærileg frásögn
Páls af Thor á Húsafelli, þar sem
hann skrifaði texta við myndir Páls
þegar andinn kom yfir hann. Þessi
minning Halldórs snýst um göngu-
ferð um Laugaveginn sem hann
fór í með Thor fyrir þremur áratug-
um: „Fyrir 30 árum varð ég þeirrar
ánægju aðnjótandi að ganga með
Thor Laugaveginn sem kallað er,
frá Landmannalaugum í Þórsmörk.
Þetta var auðvitað stórskemmtileg
ferð. Thor var með allt of þungan
bakpoka sem var fullur af niðursuðu-
dósum, allt of stóran svefnpoka sem
hékk eins og segl aftan úr pokanum
og það var stanslaust rok og rigning.
En hann lét það ekkert á sig fá. Hvar
sem andinn kom yfir hann stoppaði
hann og tók upp blokkina sína og
teiknaði og skrifaði. Og mér finnst
hann hafa verið þannig til loka. Allt-
af sami baráttuandinn og sköpunar-
krafturinn, alveg sama hvað á gekk.
Það er einhvern veginn svona sem ég
sé hann fyrir mér,“ segir Halldór.
Vildi moka meira en þrír Amer-
íkanar
Fyrstu kynni Páls Steingrímsson-
ar, kvikmyndagerðarmanns og vinar
Thors, af rithöfundinum voru í Vest-
mannaeyjum í kjölfar eldgossins þar
árið 1973. Thor ákvað þá, 48 ára gam-
all, að fara til Vestmannaeyja til að
hjálpa til við hreinsunarstarfið sem
sjálfboðaliði en Páll vann við að kvik-
mynda gosið og afleiðingar þess fyr-
ir erlenda sjónvarpsstöð. „Ég kynntist
Thor úti í Vestmannaeyjum í gosinu.
Hann kom þarna út til að moka og
ég lagði líka hönd á plóg og mokaði
gjósku af einhverju þaki sem var að
hrynja á milli þess sem ég tók upp.
Fyrir tilviljun lenti ég á sama þaki og
hann og kynntist honum. Thor var
svona svakalega vel á sig kominn lík-
amlega. Hann reyndist vera óþreyt-
andi og ódrepandi þegar kom að
því að beita líkamlegu afli og var al-
veg ótrúlegur. En ég held að keppi-
keflið hjá honum hafi verið að moka
ekki minna en að minnsta kosti þrír
af þeim Ameríkönum frá Vellinum í
Keflavík sem unnu við að ryðja þök
í Eyjum sem sjálfboðaliðar. Ég man
eftir metnaðinum í honum að þessu
leyti: Hann vildi skila þessum ár-
angri,“ segir Páll sem telur að þetta sé
gott dæmi um þann kraft og eldhug
sem einkenndi Thor.
Páll segir að frásögnin af sjálf-
boðaliðastarfi Thors undirstriki
einnig hvað hann var „spontant“ í
lífinu. „Hann var mikill áhlaupa-
maður. Hann fékk bara þessa köllun
um að honum bæri að fara til Vest-
mannaeyja og hjálpa þessu fólki.
Hann var í moksturssveit sem fór á
milli staða til að moka. Hann vann
þarna dögum saman við mokstur.
Ég notaði allar stundir sem ég gat
til að umgangast hann. Þá var þetta
gjarnan á húsþaki að moka því hann
gaf sér ekki tíma í annað. Mér fannst
Thor vera stórmerkilegur maður og
ég hafði aldrei kynnst álíka manni
og honum þegar við hittumst þarna,“
segir Páll og bætir því við líkams-
hreysti Thors hafi sýnt sig 30 árum
síðar þegar hann gekk Jakobsveginn
til Compostela á Spáni áttræður, 800
kílómetra leið. „Fáir myndu leika
þetta eftir honum á þessum aldri.“
Einstök persóna
Páll á Húsafelli segir Thor hafa ver-
ið afar hlýjan mann. „Hann Thor var
svo hlýr og með svo góða nærveru,
það er málið, og svo þakklátur, svo
þakklátur fyrir allt sem maður gerði
fyrir hann. Bara einstök persóna.
Það er ríkidæmi að hafa átt hann
sem vin. Það er eiginlega það orð
sem ég á yfir Thor: Einstakur vinur.“
Þeir Thor og Páll á Húsafelli
tvoru saman í hópi sem hittist alltaf
á Þorláksmessu hvert ár og borðaði
saman skötu, að sögn Páls. Aðrir í
hópnum voru Atli Heimir Sveinsson
tónskáld, Sigurður Pálsson ljóðskáld
og Ari Alexander Ergiz kvikmynda-
gerðarmaður.
Ari Alexander segist hafa kynnst
Thor þegar hann stundaði nám í
París fyrir um 20 árum. Hann seg-
ir að þrátt fyrir að um 40 ára ald-
ursmunur hafi verið á milli hans og
Thors hafi hann aldrei fundið fyrir
þeim mun í samskiptunum við Thor.
„Ég hef bara aldrei hitt svona mann.
Hann var risi, hann var svo stór
manneskja, svo næmur. Hvernig var
að eiga slíkan risa sem vin? Hvar get-
ur maður byrjað að lýsa manni sem
var með svona tröllvaxna sköpunar-
gáfu, hún fer inn á svo mörg svið. Ef
þú hefur lesið verkin hans þá sérðu
hvað það er mikið hjarta í þeim, mik-
ill titringur og mikil taug og mikil ást.
Það er það sem hefur alltaf heillað
mig hvað mest við Thor, þessi ótrú-
lega næmni og innsæi sem hann
hafði, og hvað hann var mikill vinur
vina sinna. Hann var svo umhyggju-
samur og fann það alltaf þegar mað-
ur þurfti á honum að halda. Ég hef
aldrei átt svona vin,“ segir Ari.
Góður vinur
Ari segir að samband hans og Thors
hafi verið einstakt að sínu mati. „Ég
hef aldrei átt slíkan karlkyns vin þar
sem ég hef getað dælt upp úr sjálf-
um mér öllum mínum dýpstu leynd-
armálum. Þá á ég við bæði persónu-
legum sigrum og ósigrum. Ekki
hlegið né grátið með nokkrum karl-
manni eins og Thor og trúi því varla
að hann sé nú látinn.“
Hann segist því vilja segja eina
sögu af Thor sem lýsi því vel hvað
hann var mikill vinur vina sinna og
næmur gagnvart öðru fólki. Frásögn
Ara snýst um persónulega reynslu
úr æsku kvikmyndagerðarmanns-
ins sem hann deildi með Thor. „Ég
sagði honum hana með stóran kökk
í hálsinum fyrir mörgum árum. Fað-
ir minn hafði borist í tal, maður sem
ég elskaði ákaflega heitt og mik-
ið. Ég er skilnaðarbarn og fluttist til
Danmerkur með móður minni þeg-
ar ég var 11 ára. Faðir minn fluttist
til Bandaríkjanna, var þar í doktors-
námi en lést úr hjartaáfalli langt fyrir
aldur fram. Við vorum nýflutt og að
sjálfsögðu var þetta hrikalegt áfall,
en skelfilegast var að ég fékk ekki að
fara í jarðarför hans því við vorum
föst í Danmörku. Það varð til þess
að ég varð ákaflega óstýrilátur ungl-
ingur lengi vel og fram eftir aldri. Ég
sagði Thor þessa sögu, hann horfði
lengi á mig og sagði síðan: Ari minn.
Þú ert velkominn í jarðarförina
mína.“
Gladdist yfir ritdómunum
Thor og Páll í Húsafelli voru í miklu
sambandi í gegnum árin og töluðu
mikið saman í síma. „Hann hringdi
alltaf í mig á kvöldin, frekar seint, og
gaf mér skýrslu um hvað væri um að
vera. Hann var til dæmis mjög glaður
n Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson lést í vikunni, 85 ára
að aldri n Vinir Thors lýsa honum sem hlýjum og góðum
vini og baráttuglöðum eldhuga með óþrjótandi sköpun-
armátt n Thor hélt áfram að skrifa þar í blálokin
„Hvar sem
andinn kom
yfir hann“
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Hann er jafnvel
dýrmætasti vinur
sem ég hef átt.