Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 34
LEIKLIST
34 M E N N I N G A R V E R Ð L A U N D V 2 0 1 0H E L G I N 4 . – 6 . M A R S 2 0 1 1 TÓNLIST
VAL LESENDA
Það finnst öllum gott að láta klappa sér á bakið,“ segir Kristinn
Sigmundsson bassasöngvari og
hlær djúpri röddu þegar hann er
spurður út í það hvaða þýðingu
Menningarverðlaun DV hafi fyrir
hann. Kristinn hlaut verðlaun-
in í flokki tónlistar en þar sem
hann er staddur í Berlín vegna
söngsins var það eiginkona hans,
Ásgerður Þórisdóttir, sem tók
við viðurkenningunni fyrir hans
hönd.
„Ég er mjög glaður og ánægð-
ur með þessa viðurkenningu.
Þetta þýðir að maður hefur verið
að gera eitthvað rétt um ævina,“
segir Kristinn sem er í hópi fær-
ustu bassasöngvara óperuheims-
ins og einn allra besti söngvari
sem Ísland hefur alið af sér.
Kristinn hefur undanfarna
áratugi ferðast um allan heim
og sungið með fremstu söngvur-
um heims og í þekktustu óperu-
húsum veraldar. „Ég hef verið
í lausamennsku í upp undir 20
ár núna. Ég ferðast því bara um
heiminn og syng þar sem fólk vill
ráða mig í vinnu,“ segir Kristinn
en árið 2010 söng hann meðal
annars í Los Angeles, Flórens og
Kaupmannahöfn. Sem fyrr sagði
dvelur Kristinn núna í Berlín en
þar syngur hann hlutverk kóngs-
ins í Tristan og Ísold eftir Wagner.
Kristinn kann sérlega vel við sig
í hlutverkinu. „Það er bara eins
og Wagner hafi skrifað þetta hlut-
verk sérstaklega fyrir mig.“
Kristinn dvelur í Berlín fram
í apríl en þó stóð til að fara til
Ítalíu. „Ég átti að fara til Sardin-
íu að syngja þar en svo var óp-
eruhúsinu lokað og því verður
ekkert af því. Ég kem því heim
eftir dvölina hér og tek svo þátt
í opnun Hörpu.“ Kristinn segir
það mikið fagnaðarefni fyrir alla
landsmenn að eignast tónlist-
arhús á borð við Hörpu. „Það
var löngu kominn tími til og ég
hlakka mikið til að sjá hvernig til
hefur tekist.“
Aðspurður hvort Harpa geti
komist í hóp fremstu óperu-
húsa heims þar sem söngvarar
hvaðanæva úr heiminum kæmu
til að syngja, sagði Kristinn það
óskandi. „Það væri auðvitað frá-
bært en ég held nú að við þurfum
að koma okkur upp úr kreppunni
fyrst. Það er örugglega eitthvað
í að settir verði peningar í slík
verkefni.“
Kristinn, sem varð sextugur á
þriðjudaginn, segir röddina í fínu
formi og að hann eigi nóg eftir.
„Það er ómögulegt að segja hvað
maður endist lengi í þessu en við
bassarnir erum heppnir með það
að söngröddin liggur svo nálægt
talröddinni í tónhæð að við get-
um haldið lengur áfram en aðrir.
Á meðan líkamlegir kraftar bila
ekki getur maður verið í þessu.
Hann á nóg eftir þessi eins og
sagt erum bílana,“ segir Krist-
inn og kveður með sínum sérlega
djúpa hlátri.
Kristinn Sigmundsson segir röddina í fínu formi og að hann eigi nóg eftir. Hann hlakkar til að taka þátt í opnun Hörpu.
Á flakki um
heiminn í 20 ár
Ásgerður Þórisdóttir
Eiginkona Kristins tók við verðlaununum.
Kristinn Sigmundsson Er staddur
í Berlín þar sem hann fer með hlutverk
kóngsins í Tristan og Ísold eftir Wagner.
Þetta kom mér veru-lega á óvart. Ég hafði ekki leitt hugann að
þessu en þetta er frábært og það
er ofboðslega gott að fá þessa
hvatningu,“ segir Bjartmar Guð-
laugsson sem hlaut verðlaunin
Val lesenda á Menningarverð-
launum DV fyrir árið 2010.
Bjartmar sneri sér að tónlist-
inni aftur fyrir stuttu eftir um
það bil áratugshlé. „Ég dett inn
í myndlistana inni á milli. Það
fór nánast áratugur hjá mér í að
stúdera og vinna við hana en nú
vinn ég að þessu jöfnum hönd-
um. Nú er ég loksins búinn að
ná þeim þroska,“ segir Bjartmar
og hlær. Hann segist eiga mjög
erfitt með að skilgreina sjálfan sig
en tónlistin og myndlistin vinni
saman. Það hafi bara tekið hann
nokkur ár að ná því. „Það var
yndislegt að koma aftur að tón-
listinni því ég er alltaf að semja.
Það er stór liður í mínu lífi og
það er vont ef maður kemur tón-
listinni ekki frá sér.“
Aðspurður um samstarfið við
Bergrisana segir hann að fyr-
ir rúmu ári hafi hann kynnst
ungum gítarleikara, Birki Rafni
Gíslasyni, sem Bjartmar segir
vera yfirgengilega góðan tónlist-
armann. „Við fórum að pæla í
nýjum lögum sem ég var með í
smíðum og svo hlóð þetta utan
á sig. Ég þekkti alla þessa stráka
áður. Þetta eru allt synir vina
minna,“ segir hann og bætir við
að samstarfið gangi glimrandi
vel. Þeir skilji hvað hann vill og
hann hvað þeir vilja. „Þetta er
æðislega gaman og þeir eru svo
áhugasamir. Það viðheldur eld-
inum fyrir því sem maður er að
gera að vinna með þessum ungu
strákum.“
Bjartmar og Bergrisarnir eru
önnum kafnir við tónleikahald
og eru þeir á leið í stúdíó að
taka upp plötu sem kemur út í
haust. Þeir verða víða á ferðinni
í sumar og segir hann að búið sé
að ganga frá ýmsum tónleikum.
Næsta mál á dagskrá eru þó stór-
tónleikar sem þeir munu halda
þann 30. apríl í Austurbæ og
verða þeir hljóðritaðir fyrir RÚV.
Bjartmar leggur mikla áherslu
á að koma þakklæti til þjóðarinn-
ar á framfæri. „Ég vil þakka ís-
lensku þjóðinni fyrir að hafa ver-
ið til staðar fyrir mig í þessi 30 ár
sem ég hef verið í bransanum og
fyrir að hafa fært mér yrkisefni.
Það er mjög gott fyrir svona karla
eins og mig að fá svona hvatn-
ingu. Svo er það þannig að okkur
líður vel í lífinu ef við náum að
búa okkur alltaf nýtt og nýtt upp-
haf,“ segir tónlistarmaðurinn að
lokum.
Í umsögn dómnefndar segir
að Bjartmar hafi snúið til baka
Þakklátur
þjóðinni
Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson sneri aftur í tónlistarbransann
tvíefldur og með látum árið 2010 með hljómsveit sinni Bergrisunum.
tvíefldur og með látum árið 2010
með hljómsveit sinni Bergris-
unum og gefið út eina bestu ís-
lensku plötu ársins. Endurkoma
hans hafi skilað þessum ástsæla
laga- og textasmiði þremur til-
nefningum til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna á dögunum enda
standist honum fáir snúning þeg-
ar hann er upp á sitt besta. Það
hafi hann svo sannarlega verið
árið 2010.
Laga- og
texta -
smiðurinn
ástkæri Segir
samstarfið við
Bergrisana vera
skemmtilegt og
hafa gengið vel.