Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 64
Hamborg- arafa- brikku- búllan! Verndarengill Leifs n Knattspyrnuvefsíðan fótbolti. net birti á fimmtudaginn áhuga- verðan pistil þar sem fjallað er um „huldumanninn Albert Örn“. Albert er karakter á netinu sem kemur ávallt Leifi Garðarssyni, fyrrverandi þjálfara Víkings, til varnar á spjallborði félags- ins og hrósar honum óspart sem þjálfara. Albert bjó síðan til Facebook-síðu þar sem umræðuefn- ið var aðallega Leifur en sú síða hvarf um leið og það kvisaðist út að pistillinn væri á leið í birtingu. Gríðarleg umræða um pistilinn mynd- aðist á Facebook, sérstaklega hjá mönnum tengdum boltanum, en þar voru flestir sammála um að Albert væri Leifur sjálfur. Það er þó alls ekki sannað. Simmi og Jói á Búllunni n Viðskiptavinum Hamborgarabúll- unnar við Geirsgötu brá talsvert þeg- ar inn gengu Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktir sem tvíeykið Simmi og Jói. Eins og kunnugt er reka þeir félagar Ham- borgarafabrikkuna og hefðu því flestir búist við að þeir snæddu sína ham- borgara á heimavelli. Viðskiptavinur með húmorinn í lagi spurði þá félaga hvort þeir væru ekki að fara húsavillt. „Síður en svo,“ svaraði Sigmar brosandi. „Við erum nákvæmlega á réttum stað.“ Þeir félagar pöntuðu sér hvor sína steikarsamlokuna og fengu sér báðir kokteilsósu og bernaise til að dýfa frönskunum í. Troðfullt hjá Tobbu n Troðfullt var út úr dyrum í frum- sýningarteiti Tobbu Marinósdóttur á skemmtistaðnum Austur á fimmtu- dagskvöld, en fyrsti þátturinn af sjón- varpsþáttunum Makalaus fór í loftið fyrr um kvöldið. Bókin sló rækilega í gegn í fyrra og hvert upplagið á fætur öðru seldist upp. Margir hafa beðið þess með mikilli eftirvæntingu að sjá aðalsögupersónu bókarinnar, Lilju Sigurðardóttur, öðlast líf á skjánum og því má búast við að þættirnir gefi bókinni ekkert eftir í vinsældum. Það er leikkonan og góðvinkona Tobbu Lilja Katrín Gunnarsdóttir sem fer með hlutverk nöfnu sinnar í þáttunum og þykir gera það listavel að mati fjölmargra aðdáenda sem séð hafa fyrsta þáttinn. Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra ætlar að láta kanna möguleika á því að menning og listir fái að ein- hverju leyti að njóta tekna sem Ís- lensk getspá hefur af lottóinu í land- inu. Þetta kom fram í máli hans við afhendingu Menningarverðlauna DV síðastliðinn miðvikudag. Kvaðst Ög- mundur ætla að skipa starfshóp til þess að fara yfir skiptingu lottótekn- anna með mögulega endurskoðun í huga. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, for- maður Félags kvikmyndagerðar- manna, færði hugmyndina í tal þegar hún kynnti tilnefningar og verðlaun DV á sviði kvikmynda- gerðar. Viðbrögð Ögmundar féllu í góðan jarðveg hjá viðstöddum. Eins og nú háttar til fá Íþrótta- samband Íslands og UMFÍ 60 pró- sent lottóteknanna í sinn hlut en Öryrkjabandalag Íslands 40 pró- sent. Ágúst Guðmundsson leikstjóri kynnti hugmyndina í Morgun- blaðsgrein í september 2009. Þar kom meðal annars fram að víða um lönd njóta menning og list- ir tekna af opinberu lottói. Þannig skiptast tekjurnar til helminga milli íþrótta og lista í Noregi. Í Finnlandi og Danmörku, Bretlandi og víð- ar er hluti lottópeninganna einnig eyrnamerktur menningu og listum. „Hingað til hafa stjórnmálamenn verið tregir til að íhuga breytingar á lottóinu. En nýir tímar kalla á ný úr- ræði. Þá má gjarnan hugleiða þann kost að menning og listir fái að njóta góðs af lottóarðinum við hlið ann- arra,“ sagði í greininni. Innanríkisráðherra vill endurskoða skiptingu lottótekna: Hluti lottópeninga renni til lista F í t o n / S Í A Fimmfaldur Lottópottur stefnir í 40 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó! 05/03 20 11 | WW W.LOTTO .IS Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is BOLLA! BOLLA! BOLLAÐU TIL ÞÍN MILLJÓNUM Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HeLgarBLaÐ 4.–6. MArS 2011 27. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Við afhendingu Menningarverð- launa DV Ögmundur Jónasson ætlar að endurskoða skiptingu lottótekna með menninguna í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.