Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 64
Hamborg- arafa- brikku- búllan! Verndarengill Leifs n Knattspyrnuvefsíðan fótbolti. net birti á fimmtudaginn áhuga- verðan pistil þar sem fjallað er um „huldumanninn Albert Örn“. Albert er karakter á netinu sem kemur ávallt Leifi Garðarssyni, fyrrverandi þjálfara Víkings, til varnar á spjallborði félags- ins og hrósar honum óspart sem þjálfara. Albert bjó síðan til Facebook-síðu þar sem umræðuefn- ið var aðallega Leifur en sú síða hvarf um leið og það kvisaðist út að pistillinn væri á leið í birtingu. Gríðarleg umræða um pistilinn mynd- aðist á Facebook, sérstaklega hjá mönnum tengdum boltanum, en þar voru flestir sammála um að Albert væri Leifur sjálfur. Það er þó alls ekki sannað. Simmi og Jói á Búllunni n Viðskiptavinum Hamborgarabúll- unnar við Geirsgötu brá talsvert þeg- ar inn gengu Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktir sem tvíeykið Simmi og Jói. Eins og kunnugt er reka þeir félagar Ham- borgarafabrikkuna og hefðu því flestir búist við að þeir snæddu sína ham- borgara á heimavelli. Viðskiptavinur með húmorinn í lagi spurði þá félaga hvort þeir væru ekki að fara húsavillt. „Síður en svo,“ svaraði Sigmar brosandi. „Við erum nákvæmlega á réttum stað.“ Þeir félagar pöntuðu sér hvor sína steikarsamlokuna og fengu sér báðir kokteilsósu og bernaise til að dýfa frönskunum í. Troðfullt hjá Tobbu n Troðfullt var út úr dyrum í frum- sýningarteiti Tobbu Marinósdóttur á skemmtistaðnum Austur á fimmtu- dagskvöld, en fyrsti þátturinn af sjón- varpsþáttunum Makalaus fór í loftið fyrr um kvöldið. Bókin sló rækilega í gegn í fyrra og hvert upplagið á fætur öðru seldist upp. Margir hafa beðið þess með mikilli eftirvæntingu að sjá aðalsögupersónu bókarinnar, Lilju Sigurðardóttur, öðlast líf á skjánum og því má búast við að þættirnir gefi bókinni ekkert eftir í vinsældum. Það er leikkonan og góðvinkona Tobbu Lilja Katrín Gunnarsdóttir sem fer með hlutverk nöfnu sinnar í þáttunum og þykir gera það listavel að mati fjölmargra aðdáenda sem séð hafa fyrsta þáttinn. Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra ætlar að láta kanna möguleika á því að menning og listir fái að ein- hverju leyti að njóta tekna sem Ís- lensk getspá hefur af lottóinu í land- inu. Þetta kom fram í máli hans við afhendingu Menningarverðlauna DV síðastliðinn miðvikudag. Kvaðst Ög- mundur ætla að skipa starfshóp til þess að fara yfir skiptingu lottótekn- anna með mögulega endurskoðun í huga. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, for- maður Félags kvikmyndagerðar- manna, færði hugmyndina í tal þegar hún kynnti tilnefningar og verðlaun DV á sviði kvikmynda- gerðar. Viðbrögð Ögmundar féllu í góðan jarðveg hjá viðstöddum. Eins og nú háttar til fá Íþrótta- samband Íslands og UMFÍ 60 pró- sent lottóteknanna í sinn hlut en Öryrkjabandalag Íslands 40 pró- sent. Ágúst Guðmundsson leikstjóri kynnti hugmyndina í Morgun- blaðsgrein í september 2009. Þar kom meðal annars fram að víða um lönd njóta menning og list- ir tekna af opinberu lottói. Þannig skiptast tekjurnar til helminga milli íþrótta og lista í Noregi. Í Finnlandi og Danmörku, Bretlandi og víð- ar er hluti lottópeninganna einnig eyrnamerktur menningu og listum. „Hingað til hafa stjórnmálamenn verið tregir til að íhuga breytingar á lottóinu. En nýir tímar kalla á ný úr- ræði. Þá má gjarnan hugleiða þann kost að menning og listir fái að njóta góðs af lottóarðinum við hlið ann- arra,“ sagði í greininni. Innanríkisráðherra vill endurskoða skiptingu lottótekna: Hluti lottópeninga renni til lista F í t o n / S Í A Fimmfaldur Lottópottur stefnir í 40 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó! 05/03 20 11 | WW W.LOTTO .IS Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is BOLLA! BOLLA! BOLLAÐU TIL ÞÍN MILLJÓNUM Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HeLgarBLaÐ 4.–6. MArS 2011 27. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Við afhendingu Menningarverð- launa DV Ögmundur Jónasson ætlar að endurskoða skiptingu lottótekna með menninguna í huga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.