Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 31
DANSLIST
FRÆÐI
31M E N N I N G A R V E R Ð L A U N D V 2 0 1 0H E L G I N 4 . – 6 . M A R S 2 0 1 1
V ið erum stolt og ánægð yfir því að alþjóðlega verkefn-
ið Keðja Reykjvaík skyldi vera
fyrst til að fá Menningarverðlaun
DV í dansi,“ segir Ása Richards-
dóttir, stjórnandi Keðju Reykjavík
sem hlaut Menningaverðlaun DV
fyrir árið 2010.
Ása segir að verkefnið eigi
rætur sínar að rekja allt aftur til
ársins 2004 en Keðja Reykjavík sé
hluti af mun stærra verkefni sem
Norðurlöndin og Eystrasaltslönd-
in sameinuðust um. Verkefnið fór
af stað árið 2007 og fékk stóran
Evrópusambandsstyrk sem gerði
aðstandendum kleift að hrinda
því í framkvæmd.
Keðja Reykjavík var lokavið-
burðurinn í stórri sex viðburða
röð sem byrjaði árið 2007 og lauk
í október á síðasta ári. Fram fóru
fimm aðrir stórviðburðir auk
fjölda smærri í hinum ýmsu borg-
um Norðurlandanna og Eystra-
saltslanda. „Þetta er búið að vera
risastórt verkefni og gríðarlegur
fjöldi stofnana, samtaka, félaga,
listafólks og stjórnvalda hefur
komið að því í heild sinni. Hér
heima var þetta stór hópur en
það voru um það bil 160 íslensk-
ir listamenn sem gerðu Keðju
Reykjavík að því sem hún varð,“
segir hún.
Verkefninu lauk í haust en
Ása segir að nú sé í undirbúningi
umsóknarferli á meðal samstarfs-
aðila en sótt verður um sams
konar styrk til Evrópusambands-
ins um áframhaldandi verkefni.
„Við erum bjartsýn með það.
Þessi viðurkenning sem við feng-
um frá DV er gleðileg viðbót við
margvíslegar viðurkenningar
sem verkefnið hefur fengið þessi
ár sem það hefur verið í gangi.“
Hún segir að verkefnið hafi verið
notað, bæði af norrænum og evr-
ópskum sjóðum, sem fyrirmynd-
arverkefni um það hvernig búa
eigi til tengslanet og sem verk-
efni sem snerti heilan geira. Það
sé ein af sérstöðum verkefnisins
þar sem viðburðir vorum haldnir
með það markmið að sameina
dansgeirann í Norður-Evrópu í
heild sinni og innan þess hafi all-
ir aðilar í dansgeiranum haft sína
rödd.
„Í raun má segja að verkefnið
hafi veitt þessum stóra hópi tæki-
færi til þess að hittast en yfir þús-
und aðilar sem mættu á viðburð-
ina gátu átt samtal og kynnst og
tengst. Nú er verið að undirbúa
hvernig á að nýta þessa reynslu
Risastórt verkefni og
gríðarlegur fjöldi listafólks
Samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins,
Reykjavik Dance Festival, Sjálfstæðu leikhúsanna,
Listaháskóla Íslands og Borgarleikhússins.
til að fara í enn meira samstarf,
bæði í listrænum verkefnum og á
öðrum sviðum.“
Í umsögn dómara segir meðal
annars að verkefnið hafi verið
gríðarlega mikilvægt stefnumót
íslenskra sviðslista við umheim-
inn og það hafi skapað sam-
bönd og tækifæri til samvinnu
fyrir þátttakendur sem vonir eru
bundnar við til framtíðar. Keðja
var samstarfsverkefni Íslenska
dansflokksins, Reykjavik Dance
Festival, Sjálfstæðu leikhúsanna,
Listaháskóla Íslands og Borgar-
leikhússins.
Keðja
Reykjavík Ása
Richardsdóttir tók
við verðlaununum
sem stjórnandi
verkefnisins.
H verjum hefði dott-ið í hug að það ætti eftir að koma
menning út frá ómenningu
bankanna,“ sagði Páll Hreins-
son, hæstaréttardómari og einn
ritstjóra skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis, Aðdragandi og
orsakir falls íslensku bankanna
2008 og tengdir atburðir. Auk
Páls voru það Sigríður Bene-
diktsdóttir, hagfræðingur við
Yale-háskóla í Bandaríkjunum,
og Tryggvi Gunnarsson, um-
boðsmaður Alþingis, sem voru
ritstjórar skýrslunnar. Skýrsl-
an kom út í níu bindum, en eitt
þeirra nefndist Siðferði og starfs-
hættir, en höfundar þess voru
heimspekingarnir Vilhjálmur
Árnason og Salvör Nordal, auk
sagnfræðingsins og fyrrverandi
þingkonunnar Kristínar Ástgeirs-
dóttur.
Áttu ekki von á verðlaunum
„Þegar við lögðum af stað í
þennan leiðangur þá áttum við
allra síst von á því að fá ein-
hvers konar menningarverðlaun.
Hvað þá frá Dagblaðinu,“ sagði
Páll brosandi þegar hann tók við
verðlaununum úr höndum Illuga
Jökulssonar, formanns dóm-
nefndar menningarverðlauna DV
um fræðirit. Páll lagði jafnframt
áherslu á að ritstjórarnir þrír
væru ekki þeir einu sem ættu
heiðurinn að skýrslunni. „Við
tökum við þessum verðlaun-
um fyrir hönd þeirra fjölmörgu
einstaklinga sem komu að gerð
þessarar skýrslu og lögðu hönd
á plóginn.“
Bjargaði geðheilsunni
Í rökstuðningi dómnefndar, sem
var auk Illuga skipuð Ragnheiði
Gyðu Jónsdóttur ritsjóra og Við-
ari Hreinssyni bókmenntafræð-
ingi sagði: „Í þessari löngu og
miklu skýrslu er sögð dramatísk
og sorgleg saga um vanhæfni,
oflæti og ráðleysi íslenskra
stjórnvalda, embættismanna,
bankamanna og kaupsýslu-
manna, sem keyrðu samfélagið
í þrot haustið 2008. Skýrslan er
afar vel unnin og átti góðan þátt
í að bjarga því sem eftir var af
geðheilsu Íslendinga árið 2010.“
Beðið hafði verið eftir skýrslu
rannsóknarnefndarinnar með
mikilli eftirvæntingu en útgáfu
skýrslunnar var frestað nokkrum
sinnum. Ástæðan var einfald-
lega að efnið sem lá til grund-
vallar var mun meira en talið
var í fyrstu. Lög um rannsóknar-
nefnd Alþingis voru sett í kjölfar
hrunsins undir lok ársins 2008
en skýrslan kom út fyrir réttu
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hlaut
Menningarverðlaun DV í flokki fræðirita.
Menning úr ómenningu
ári, þann 1. mars 2010. Flestir
eru sammála um að skýrslan sé
afar vel unnin og er hún hafsjór
fróðleiks um efnahagshrunið á
Íslandi. Höfundar skýrslunnar
eru því vel að menningarverð-
launum DV fyrir fræðirit komnir.
Páll Hreinsson
Þakkaði fyrir sig
á Hótel Borg á
miðvikudag.