Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Blaðsíða 22
É g tók á miðvikudaginn þátt í þeirri ánægjulegu athöfn að veita Menningarverðlaun DV. Ég hef undanfarin ár verið formaður í þeirri nefnd sem veitir verðlaun í flokki „fræða“ en með mér í nefndinni eru Ragnheiður Gyða Jónsdóttir ritstjóri og Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur. Sem formaður flutti ég ræðu þar sem ég kynnti tilnefningar og síðan verðlaunahafann, og ræðan var nokkurn veginn svona með örlitlum lagfæringum: Tilnefnd eru að þessu sinni fimm merkileg ritverk, sem hvert á sinn hátt veita góða innsýn í tiltekin svið samfélagsins eða jafnvel mannlífsins almennt. Og það má kannski fylgja sögunni að öll eru þau við alþýðu- skap og fyllilega þess virði fyrir fólk að kynna sér þau. Þessi verk eru: Breytileg sýn á fallvötnin Þar sem fossarnir falla. – Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900–2008. Höfundur er Unnur Birna Karls- dóttir. Í þessari bók rekur höfundur á mjög áhugaverðan og fróðlegan hátt breytingar sem urðu á náttúrusýn Íslendinga á rétt rúmri öld, frá hug- myndunum um að virkja mætti nán- ast hvaða fallvatn sem væri til að raf- væða landið, og til nútímans þegar takast á hugmyndir um náttúru- og umvernd annars vegar, og hins veg- ar nauðsyn á nýtingu og atvinnuupp- byggingu sem fylgja myndi stórfelld mannvirkjagerð. Þetta er mjög þörf og tímabær bók. Birgir Andrésson – Í íslenskum litum. Höfundur Þröstur Helgason. Birgir var einn litríkasti og skemmtilegasti listamaður okkar, stórskorinn og næmur í senn, og það var mikill missir þegar hann lést langt fyrir aldur fram fyrir skömmu. Í bráðskemmtilegri og lifandi bók leyfði Þröstur honum að tala sínu máli, og segja frá list sinni og lífsviðhorfum og lesendur fá góða hugmynd um listsköpun þessa góða listamanns. Fyrir mig var sérlega ánægjulegt að fá tækifæri til að tilnefna þessa bók, því ég leit á Birgi sem góðan kunningja og þótti vænt um hve Þröstur sýndi honum góðan sóma með sínum vönduðu vinnubrögðum í bókinni. Lifandi alþýðufræðimennska Fnjóskdælasaga. Höfundur Sigurður Bjarnason. Ritstjórar Róbert Herbertsson, Sigurður Jósefsson og Jón Aðalsteinn Hermannsson. Sigurður, sem lést 1951, var alþýðlegur fræðaþulur á borð við þá sem björguðu stórum hluta íslenskrar þjóðmenningar og arfleifðar frá gleymsku, þótt ekki væru þeir fræðimenn í akademískum skilningi orðsins. Má nefna Benjamín Sigvaldason og fleiri, menn sem ég las til dæmis oft upp úr í þáttunum Frjálsar hendur í Ríkisútvarpinu á sínum tíma. Með útgáfunni halda ritstjórarnir þrír við rödd og ástríðu íslenskrar alþýðufræðimennsku. Þetta er alfarið framtak áhugafræðimanna og grúskara, sem hafa tileinkað sér margt af aðferðum og yfirbragði atvinnufræðimennsku, án þess að glata rödd safnarans og áhugamannsins. Konan sem fékk spjót í höfuðið. – Flækjur og furðuheimar vettvangs- rannsókna. Höfundur Kristín Loftsdótt- ir mannfræðingur. Svona bók hefði ég viljað skrifa á því tímabili ævinn- ar þegar mig dreymdi um að verða mannfræðingur. Kristín dvaldi við rannsóknir meðal WoDaaBe-manna í eyðimörkinni í Níger í tvö ár og í þeim borgum þar sem þeir leita sér viðurværis og vinnu í fátækt sinni. Í bókinni veitir Kristín einstæða inn- sýn í líf þessa fólks, sem okkur kann að virðast svo framandlegt, en fléttar inn í umræðum um vettvangsrann- sóknir og fræðastörf yirleitt á síðustu árum. Og biðin var löng og ströng … Að lokum var svo tilnefnd sú hin mikla bók (í ótal bindum) með langa nafnið: Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. Höfundar voru fjölmargir en aðalhöfundar og ritstjórar verks- ins voru þremenningarnir sem sátu í sjálfri rannsóknarnefnd Alþingis, sem skoðaði bankahrunið. Það eru Páll Hreinsson, Sigríður Benedikts- dóttir og Tryggvi Gunnarsson. Nú, það þarf náttúrlega ekki að hafa mörg orð um þessa skýrslu – ef ég man rétt, þá báru menn nú ekkert sérstakar vonir til hennar í byrjun. Við héldum að þetta yrði svona venjulegt íslensk moð og yf- irklór, en svo fóru allt í einu að ber- ast lausafregnir um að það gæti farið svo að skýrslan yrði kannski talin til nokkurra tíðinda – því svo djúpt væri rannsóknarnefndin farin að kafa. Brátt var svo komið að við vorum farin að bíða og jafnvel í ofvæni, og biðin varð löng og ströng eins og þar stendur. Að lokum vorum við alveg hætt að vita hverju við mættum eiga von á. En svo kom skýrslan að lokum, og reyndist þá vera feykivel og sam- viskulega unnin úttekt á þeim sorg- legu atburðum sem urðu hér haust- ið 2008. Vanhæfni, oflæti og ráðleysi Og þar er hvergi dregin fjöður yfir vanhæfni, oflæti og ráðleysi ís- lenskra stjórnvalda, embættis- manna, bankamanna og kaup- sýslumanna, mannanna sem keyrðu samfélagið í þrot, peninga- lega og ekki síður siðferðilega. Það kom raunar svo þægilega á óvart hveru góð skýrslan var – og skor- inorð! – að hún átti sinn ríka þátt í að bjarga því sem eftir var af geð- heilsu Íslendinga árið 2010. Það er bara tvennt athugavert, en hvorugt káfar reyndar upp á höfunda skýrslunnar. Annars veg- ar sýnist manni að því miður hafi stjórnvöld, peningamenn og önn- ur máttarvöld ekki enn sýnt vilja til að tileinka sér nógsamlega þá lær- dóma sem af skýrslunni má draga. Hvar er gegnsæið?! Og í öðru lagi, þá hefur sú stað- reynd hvað þessi skýrsla var vel unnin, fært okkur heim sann- inn um að við þurfum fleiri svona skýrslur. Það er og verður mjög gott að fá opinbera rannsókn á alls konar hlutum í samfélaginu, þannig að upplýsingum um subb- uskapinn sem hér hefur viðgeng- ist verði ekki framar sópað und- ir teppi, eða þá faldar hingað og þangað í lítt aðgengilegum heim- ildum. Einkavæðing bankanna, dómskerfið, sparisjóðirnir … Við þurfum skýrslu um einkavæð- ingu bankanna, já, og við þurfum líka skýrslu um hvernig reynt var að gera dómskerfið að sandkassa stjórn- málamanna, við þurfum skýrslu um sparisjóðina, við þurfum skýrslu um kvótakerfið, við þurfum skýrslu um alla þá ömurlegu spillingu sem hér hefur viðgengist allt of lengi, en Rannsóknarskýrsla Alþingis mun vonandi hjálpa okkur að klóra okkur út úr því. Skýrslan fær fræðaverðlaun DV í ár. Við þurfum fleiri skýrslur!Í nærri eitt þúsund metra hæð hafði ég skriðið eftir þurrum lækjarfar- vegi um allnokkra hríð, kófsveitt- ur, þyrstur og nestislaus. Það leyndi á sér hversu erfitt það var að skríða alla þessa leið með riffilinn í hægri hend- inni. Við komum okkur fyrir. Ég þótt- ist hafa fundið rétta skepnu og kom- ið henni í sigtið. „Á ég að skjóta?,“ hvíslaði ég, eins hátt og ég þorði. „Bíddu,“ heyrði ég rödd hvísla þétt upp að hægra eyranu. „En núna?“ „Ókei.“ Færið var rétt um 220 metrar. Kýrin stóð kjur og snéri vinstri hlið- inni að mér. Ég reyndi mitt besta til þess að gera ráð fyrir falli kúlunnar og mögulega vindreki. Ég reyndi að ná hugarró, hægði á öndun, andaði rólega frá mér og dró gikkinn varlega en ákveðið að mér. Hvellinn heyrði ég aldrei, en einbeitingin tvístraðist í allar áttir. Þegar ég náði loks að finna hjörðina aftur í kíkinum sá ég að kýr- in steinlá. En hún stóð aftur upp og tók á rás. Strax kvað við byssuhvell, leiðsögumaðurinn hafði látið til sín taka. En kýrin rauk yfir á og lagðist þar. Og ég hljóp eins og fætur tog- uðu þessa ríflega tvö hundruð metra, og áfram yfir ána án þess að hugsa. Blautur upp að öxlum nálgaðist ég dýrið þar sem það lá og áttaði mig á því að það var ekki dautt. „Þú verður að blóðga hana,“ heyrði ég leiðsögu- manninn hrópa. Og það var það sem gerðist. Þetta var þegar ég skaut hrein-dýr í fyrsta skiptið. Það var af hálfgerðri rælni sem ég sló til, keypti kúlur í riffilinn hans tengda- pabba og fór austur í Hjaltastaða- þinghá á veiðar. Ég hafði sótt um leyfi nokkur ár í röð en aldrei feng- ið úthlutað. En nú bar svo við að ég fékk símtal frá umhverfisstofnun þar sem mér var tjáð að veiðimaður hefði helst úr lestinni og ég gæti reynt að skjóta hreinkú og kálf hennar. Ég þakkaði gott boð og lagði pening inn á einhvern reikning fyrir veiði- leyfinu. Fékk riffilinn hjá tengda- pabba, eins og áður sagði. Kaliber .243, kúla með mjúkum oddi. Fjöru- tíu kúlur kostuðu áreiðanlega nálægt fimmtán þúsund krónum. Megnið af kúlunum ætlaðar til æfinga. Aðeins ein kúla var hugsuð til þess að skjóta dýrið. Ég hugsaði mér gott til glóðar-innar því í þessari ferð áttu að fara saman mörg áhugamál í einu. Útivist, gönguferðir og almenn náttúrudýrkun áttu að heita þunga- miðjan. Matseld og framreiðsla eru svo annað þungavigtaráhugamál, sem ég taldi að nú fengi að blómstra, með allt þetta kjöt í frystinum. Loks mátti telja það til að ég er uppalinn við veiðiskap margs konar, einkum stangveiði, auk þess sem ég hafði mátt reyna sjómennsku á sjálfum mér. Ekkert hugsaði ég frekar um þetta, enda nýbúinn að eignast mitt fyrsta barn, sem blundaði vært í vagninum vestur á Bifröst þar sem ég dvaldi þetta sumarið. Barn- eignirnar höfðu auðvitað breytt lífi mínu nokkuð, eins og vera ber. Ég hætti við allar veiðiferðir, enda hafði ég nóg að gera á heimilinu og var önnum kafinn við að tileinka mér föðurhlutverkið. Í undirmeðvitund- inni blundaði samt hugmyndin um að ævintýri væri í vændum. Lang- ferð, fjallganga og veiði sem væri áreiðanlega ólík öllu sem ég þekkti; veiðum á fiskum og fuglum. En á leyndum stað í kolli mínum blundað efinn. Ótal spurning-ar komu upp. Var ég nógu vel á mig kominn líkamlega? Ætli ég myndi hitta dýrið þegar á hólminn væri komið? Var ég nógu vel undir- búinn? Allt góðar og gildar spurn- ingar.Í barneignarleyfinu vannst mér tími til þess að fletta í gegn- um spjallþræði skotveiðimanna á inter netinu. Þar kenndi margra grasa, en það átti fólk þó meira og minna sameiginlegt að hafa farið í fullkomnar ferðir. Veiðifólk sagði gjarnan frá því að hafa hitt beint í hjartastað á svo og svo löngu færi, dýrið hefði sprett úr spori en fall- ið til jarðar innan nokkurra metra. Þessum sögum fylgdu uppskrift- ir að góðu hreindýrasoði til sós- ugerðar ásamt uppástungum að meðlæti. Gjarnan fylgdi svo mynd af veiðimanni með bráðina. Ofan í kaupið mátti stundum lesa ægileg- ar fordæmingar í garð óvitanna sem héldu á fjöll án þess að hafa skot- ið hreindýr áður. Menn með ranga gerð af rifflum sem ekkert vissu um sexhjól, fullir af almennri vankunn- áttu. Þessir menn áttu það eitt skilið að sitja heima og best væri að refsa þeim einhvern veginn. Ég fylltist kvíða. Var ég svona? Ég hafði í það minnsta aldrei reynt þetta áður. En barneignirnar höfðu líka breytt mér á einhvern ann-an hátt en ég átti von á. Þær höfðu framkallað í mér þá kennd að kannski ætti ég ekki að ráðskast með rétt dýra til lífs og kannski ætti ég ekkert erindi með að taka blóð- heita móður frá afkvæmi sínu, mér til dægrastyttingar. Það þarf auðvitað ekki að orðlegja það, að nú hef ég fengið úthlutað öðru veiðileyfi. Hreinkú og kálfi á sama veiðisvæði, mínum uppá- haldsslóðum austur í Dyrfjöllum eða úti í Blánni, allt eftir því hvar hjarð- irnar halda sig. Nú hefur efinn aftur grafið um sig í sálinni, hálfgert sam- viskubit yfir því að vera að blanda mér í einkamál hreindýranna fyrir austan. En það er líka einhvers konar sam- hengi í þeirri tilveru sem er hluti af náttúrunni og fæðukeðjunni með slíkri nálægð. Ég er líka búinn að ákveða að endurtaka leikinn. 22 | Umræða 4.–6. mars 2011 Helgarblað Trésmiðjan Illugi Jökulsson Þú verður að blóðga „Og í öðru lagi, þá hefur sú staðreynd hvað þessi skýrsla var vel unnin, fært okkur heim sanninn um að við þurfum fleiri svona skýrslur. Helgarpistill Sigtryggur Ari Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.