Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2011, Síða 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 4.–6. mars 2011 Helgarblað
Sigríður S. Heiðberg
Formaður Kattavinafélags Íslands f. 30.3. 1938, d. 22.2. 2011
Kalman Stefánsson
Bóndi í Kalmanstungu í Borgarfirði f. 28.3. 1935, d. 17.2. 2011
Axel Thorsteinsson
Fréttamaður f. 5.3. 1895, d. 3.12. 1984
Sigríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Laufásveginn og síðan við Snorrabrautina
um árabil. Hún lauk námi frá Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur 1959 og
lauk síðan prófum frá Lyfjatækni-
skólanum 1965.
Sigríður starfaði við Heildverslun
Stefáns Thorarensen hf. á árunum
1959–80.
Sigríður tók þátt í ýmsum félags-
störfum, starfaði í AA samtökunum
um langt árabil en hún og Einar, eig-
inmaður hennar, voru samstíga í því
félagsstarfi í rúm þrjátíu og þrjú ár.
Þá sat hún í stjórn félagssamtakanna
Verndar frá 1986, var varaformaður
samtakanna frá 2001 og var kjörinn
heiðursfélagi þeirra árið 2010. Hún
sat um skeið í stjórn félagssamtaka
aðstandenda Alzheimersjúklinga,
var sjálfboðaliði hjá Rauða krossin-
um og heiðursfélagi Kattaræktarfé-
lagsins Kynjakatta.
Sigríður tók við formennsku
Kattavinafélags Íslands og var for-
maður þess til æviloka. Hún fann
köllun sína í velferðarmálum katta
og eigenda þeirra. Ásamt Kattavina-
félaginu vann hún ötullega að því að
ljúka við fyrsta hluta Kattholts 1991,
svo unnt væri að hefja líknarstarf-
semina fyrir alvöru í Kattholti, bæði
móttöku óskilakatta og gæslu, auk
þess að vera með fjáröflun í eigin
húsnæði. Hún var síðan burðarásinn
í því mikla líknarstarfi sem unnið
hefur verið í Kattholti frá vígslu þess.
Fjölskylda
Sigríður giftist 1965 fyrri manni sín-
um, Kjartani Hjartarsyni, vélstjóra í
Reykjavík. Þau slitu samvistum.
Sigríður giftist 30.3. 1983, eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Einari Jóns-
syni, f. að Vestri–Garðsauka í Hvol-
hreppi 29.6. 1940, verktaka. Einar er
sonur hjónanna Jóns Einarssonar,
bónda að Vestri–Garðsauka, og Sól-
eyjar Magnúsdóttur, frá Suðureyri
við Súgandafjörð. Sigríður og Einar
kynntust 1974.
Fóstursonur Sigríðar og sonur
Einars er Daníel Orri Einarsson, f.
1.8. 1971.
Systkini Sigríðar: Jósep Ragn-
ar Heiðberg, f. 22.7. 1928, d. 14.3.
1975, verslunarmaður en kona hans
var Valborg María Heiðberg (f. Alt-
mann), f. 10.12. 1926 í Glogau í
Þýskalandi, d. 1.5. 1976, hjúkrun-
arfræðingur, þau eignuðust fjögur
börn; Andri Örn Heiðberg, f. 14.4.
1930, d. 21.10. 1978, þyrluflugmað-
ur og kafari, en hans kona var Elín
Högnadóttir en þau eignuðust fimm
börn; Jón Þorvalds, f. 11.11. 1932, d.
17.9. 1935; Eyþór Heiðberg, f. 23.4.
1934, leiðsögumaður, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Christu Maríu
Heiðberg (f. Altmann), f. 21.1. 1932 í
Glogau í Þýskalandi og eiga þau sex
börn. Christa María var systir Val-
borgar, eiginkonu Jóseps Ragnars.
Foreldrar Sigríðar: Jón Heiðberg,
f. að Heiði í Gönguskörðum 25.10.
1889, d. 12.7. 1973, stórkaupmaður
í Reykjavík, og k.h., Þórey Heiðberg,
f. að Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi
13.11. 1895, d. 19.8. 1987, húsmóðir.
Þau bjuggu á Laufásvegi 2a í Reykja-
vík.
Ætt
Jón var sonur Jóns Jónssonar, bónda
á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði,
og k.h., Jósefínu Ólafsdóttur.
Þórey var dóttir Eyþórs Einars-
sonar, b. á Stóru-Þúfu í Miklaholts-
hreppi og Mel og Svarfhóli í Hraun-
hreppi, og k.h., Jónínu Guðrúnar
Jónsdóttur.
Sigríður var jarðsungin í gær,
fimmtudaginn 3. mars frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík.
Blóm og kransar eru vinsam-
lega afþakkaðir. Þeir sem vilja minn-
ast hennar er bent á Minningarsjóð
Sigríðar Heiðberg til styrktar líknar-
starfinu í Kattholti. Reikn. 0113-15-
381290 kt.550378-0199.
Kalman fæddist í Kalmanstungu í Borgarfirði og ólst þar upp. Hann tók landspróf frá Reyk-
holti árið 1951, starfaði við bústörf
í Kalmanstungu og var tvo vetur við
nám í Kennaraskóla Íslands. Einnig
fór hann á síldarvertíð og stundaði
aðra vinnu utan heimilis um tíma.
Kalman gerðist bóndi í Kalmans-
tungu árið 1957 og þar áttu hann og
Bryndís, eiginkona hans, heimili sitt
frá árinu 1959. Í Kalmanstungu er
tvíbýli og bjuggu á hinum hluta jarð-
arinnar frændur Kalmans, Kristófer
og síðar Ólafur sonur hans.
Jörðin er stór fjallajörð og auk
sauðfjárbúskapar voru silungur,
rjúpnaveiði og grenjaleit á Arnar-
vatnsheiði, í Hallmundarhrauni og
Strútnum hluti af búrekstrinum.
Kalman lagði upp úr nýtingu hlunn-
indanna með hvoru tveggja, að
stunda sjálfur veiðar og með útleigu
til annarra á seinni árum.
Kalman var framkvæmdasamur
og hafði ánægju af því að byggja upp
á jörð sinni, bæði húsakost og rækt-
arland. Hann var í senn félagslynd-
ur og sjálfum sér nógur. Þegar góða
gesti bar að garði var tækifærið oft-
ar en ekki notað til að taka í spil eða
syngja þegar einhver var liðtækur á
píanóið. Þau hjónin sungu einnig
með kórum í Hvítársíðu um árabil.
Kalman las mikið og hafði sér-
stakan áhuga á ættfræði. Á sínum
yngri árum tók Kalman virkan þátt í
starfsemi Sjálfstæðisflokksins, m.a.
í Félagi ungra sjálfstæðismanna og
Félagi sjálfstæðismanna í Mýrasýslu,
með setu á framboðslistum og sem
fulltrúi á landsfundum þar sem hann
var kjörinn í miðstjórn árið 1969.
Kalman tók jafnframt virkan þátt í
störfum björgunarsveita í Borgarfirði
um árabil.
Fjölskylda
Kalman kvæntist 22.11. 1959, eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Bryndísi Jónu
Jónsdóttur , f. 27.5. 1939, í Reykjavík
þar sem hún ólst upp, dóttir Jóns Ás-
geirs Brynjólfssonar, frá Hlöðutúni í
Stafholtstungum, og Kristínar Ólafs-
dóttur, frá Flateyri.
Systkini Bryndísar eru Ásta, séra
Ólafur Oddur, sem lést árið 2005 og
Margrét.
Kalman og Bryndís eignuðust
þrjú börn Stefán Valgarð, Kristínu og
Jón Ásgeir:
Stefán Valgarð, f. 9.2. 1961, við-
skiptafræðingur. Maki (2000) Krist-
ín Finndís Jónsdóttir, foreldrar Jón
Magnús Finnsson og Sólveig Gutt-
ormsdóttir. Barn Stefáns og Kristín-
ar er Jóhanna Katrín, f. 19.1. 2001.
Kristín var áður gift Kristjáni Arn-
dal Eðvarðssyni sem lést árið 1997.
Börn Kristínar og Kristjáns eru Ingv-
ar Arndal, Ómar Arndal og Anna
Ólöf. Sambýliskona Stefáns var Þór-
unn Liv Kvaran viðskiptafræðing-
ur. Börn þeirra eru Inga Valgerður, f.
1988, nemi í stjórnmálafræði, sam-
býlismaður Alexander Þór Crosby,
og Kalman, f. 1992, framhaldsskóla-
nemi.
Kristín, f. 9.5. 1962, viðskiptafræð-
ingur. Maki (1993) Marcelo Luis Au-
dibert Arias, foreldrar Pedro Audi-
bert og Adriana Arias Audibert. Börn
þeirra eru Bryndís Margrét, f. 1994,
framhaldsskólanemi, og Marcelo
Felix f. 1998.
Jón Ásgeir, f. 11.2. 1966, stunda-
kennari og nemi. Maki (1997)
Ástríður Stefánsdóttir, foreldrar Stef-
án Guðnason og Anna Þórarinsdótt-
ir. Synir þeirra eru Tryggvi Kalman, f.
1994, framhaldsskólanemi, og Stefán
Gunnlaugur f. 1995.
Bróðir Kalmans var Ólafur Stef-
ánsson lögfræðingur sem lést árið
1992. Systir Kalmans er Jóhanna
Helga Lind Stefánsdóttir, búsett í Or-
landó í Bandaríkjunum. Börn henn-
ar og Róberts Ibarguen, sem er lát-
inn, eru Stefán, Siri og Sylvía.
Foreldrar Kalmans voru Stefán
Scheving Ólafsson f. 14.7. 1901, d.
18.9. 1977, bóndi í Kalmanstungu,
og Kristín Valgerður Einarsdóttir f.
30.11. 1901, d. 27.2. 1988, húsfreyja.
Ætt
Stefán ólst upp í Kalmanstungu og
var bóndi þar, síðar þingvörður í
Reykjavík, sonur Ólafs Stefánssonar,
bónda í Kalmanstungu, af Stephen-
sen ætt, og k.h., Sesselju Jónsdóttur
frá Galtarholti í Borgarhreppi.
Valgerður lærði hjúkrun í Skot-
landi og starfaði síðan í nokkur ár á
sjúkrahúsum í Bandaríkjunum en
flutti til Íslands árið 1930 og gerðist
húsfreyja í Kalmanstungu. Eftir að
þau Stefán fluttu frá Kalmanstungu
starfaði hún við hjúkrun á Hrafnistu
í um tuttugu ár. Valgerður var dótt-
ir Einars Pálssonar, pr. í Reykholti
og víðar, ættaður af Jökuldal og Jó-
hönnu Katrínar Kristjönu Briem sem
var yngst barna Eggerts, sýslumanns
Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur.
Útför Kalmans fer fram frá Reyk-
holtskirkju laugardaginn 5.3. kl.
14.00.
Axel fæddist í Reykja-vík og ólst þar upp í foreldrahúsum
við Thorvaldsenstræti
við Austurvöll. For-
eldrar hans voru
Steingrímur Thor-
steinsson, skáld
og rektor Lærða
skólans, og s.k.h.,
Birgitta Guðríð-
ur Eiríksdóttir.
Steingrímur bjó
í fallegu timbur-
húsi milli gamla
Reykjavíkurapót-
eks og húss Páls og
Þóru Melsted sem
síðar varð Sjálfstæð-
ishúsið þar sem nú er
skemmtistaðurinn NASA.
Afi Axels í föðurætt var
Bjarni Thorsteinson amtmaður.
Föðurbróðir Axels var Árni Thor-
steinsson, landfógeti og bæjarfógeti.
Móðir Steingríms skálds var Þórunn,
dóttir Hannesar Finnssonar biskups.
Axel stundaði m.a. nám við
Menntaskólann í Reykjavík, Bænda-
skólanum á Hvanneyri og Lýðskól-
ann að Eiðsvelli í Noregi. Hann
dvaldist um nokkurra ára skeið í
Bandaríkjunum og Kanada og gerð-
ist sjálfboðaliði í her Kanada
rétt fyrir friðarsamning-
ana í Evrópu 1918.
Axel gegndi starfi
forstöðumanns
fréttastofu Blaða-
mannafélags Ís-
lands í fjórtán ár en
sú fréttastofa fyrir
erlendar fréttir var
rekin í Reykjavík
um árabil frá 1924.
Einnig gaf Axel út
Sunnudagsblað-
ið, vann við Morg-
unblaðið og var um
langt árabil aðstoð-
arritstjóri Vísis. Axel
starfaði auk þess lengi
fyrir Ríkisútvarpið, var
fréttaþulur, morgunfrétta-
maður og fréttaritari. Hann
var þekktur fyrir Lundúnafrétt-
ir sínar og las fréttir BBC í morgun-
útvarpinu eldsnemma á morgnana,
fram yfir 1970.
Axel fékkst mikið við ritstörf, tók
þátt í bókaútgáfu og kenndi ensku
bæði í Stýrimannaskólanum og í
einkatímum. Axel var feikilega vel að
sér um ýmis erlend málefni, vand-
virkur blaðamaður og hæverskan og
prúðmennskan uppmáluð.
Andlát
Andlát
Merkir Íslendingar
Víglundur Möller
Skrifstofustjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur f. 6.3. 1910, d. 8.5. 1987
Víglundur fæddist á Hellis sandi á Snæ-fellsnesi og ólst upp
hjá móður sinni, Elín-
borgu Björnsdóttur,
og manni hennar,
Pétri Péturssyni, á
Malarrifi á Snæ-
fellsnesi. Fjórtán
ára fór hann til
föður síns, Lud-
vigs Möller, kaup-
manns og út-
gerðarmanns á
Hjalteyri við Eyja-
fjörð. Ludvig var
bróðir Jakobs Möll-
er ráðherra, föður
Ingólfs, deildarstjóra
hjá Eimskip, Gunn-
ars Jens, framkvæmda-
stjóra Sjúkrasamlags
Reykjavíkur, og Baldurs
ráðuneytissrjóra, föður Markúsar
Möller hagfræðings. Ludvig var son-
ur Ole Möller, kaupmanns á Hjalteyri
Christianssonar Möller, verslunar-
stjóra og veitingamanns í Reykjavík
Olessonar Peters Möller, ættföður
Möllerættar. Móðir Ole var Sigríð-
ur, bróðir Jóns, langafa Matt híasar
Johannessen. Systir Sigríðar var
Helga, langamma Hans G. Andersen
sendiherra. Sigríður var dóttir
Magnúsar Norðfjörð, beyk-
is í Reykjavík, ættföður
Norðfjörðættar.
Víglundur lauk
prófi frá Gagn-
fræðaskóla Akur-
eyrar 1928 og frá
Verslunarskóla Ís-
lands 1932. Hann
starfaði síðan við
verslun og útgerð
fóður síns en flutti
til Reykjavíkur
1936. Þar hóf hann
störf hjá Sjúkra-
samlagi Reykja-
víkur þar sem hann
starfaði samfleytt til
1980, fyrst sem deild-
arfulltrúi, þá aðalbókari
og loks skrifstofustjóri.
Víglundur var prýðileg-
ur ræðumaður og stílisti, skrifaði
mikið fyrir Vísi, m.a. forystugrein-
ar blaðsins um skeið, var ritstjóri
Veiðimannsins um árabil, sat í stjórn
Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var
formaður Taflfélags Reykjavíkur, yf-
irmaður Frímúrarareglunnar á ár-
unum 1976–83, starfaði lengi í Guð-
spekifélaginu og þýddi fjölda rita um
framhaldslíf og sálarrannsóknir.
Merkir Íslendingar