Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 9. mars 2011
Stefán Sigurðsson er fram-
kvæmdastjóri eignastýringar, Sigrún
Ragna Ólafsdóttir er framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs, Sigríður Ol-
geirsdóttir stýrir rekstrar- og upplýs-
ingatæknisviði hjá Íslandsbanka en
áður en hún hóf störf hjá bankanum
þurfti hann að afskrifa rúman milljarð
króna vegna gjaldþrots Humac ehf,
þá umboðsfyrirtækis Apple á Norður-
löndum, sem hún stýrði, Sverrir Örn
Þorvaldsson stýrir framkvæmdum
áhættustýringar og lánaeftirlits, eins
og hann gerði hjá Glitni, Vilhelm Már
Þorsteinsson stýrir fyrirtækjasviði en
hann starfaði einnig hjá Glitni fyrir
hrun og fékk raunar kúlulán að upp-
hæð 787 milljóna í góðærinu, lánið
þarf að líkindum að afskrifa og loks
stýrir Jóhannes Baldursson markaðs-
viðskiptasviði en hann er einn þeirra
sem gert hefur tugmilljóna launa-
kröfu í þrotabú Glitnis – hann telur
sig eiga þar 68 milljónir króna. Þá má
nefna að Jóhannes fékk 782 milljóna
króna kúlulán, rétt eins og Vilhelm,
frá Glitni 2008. Lánið hefur verið af-
skrifað.
„Þetta er ekki okkar upplifun af
hækkunum á milli þessara ára. Eina
launahækkunin sem þeir sem eru
með hæstu launin hafa fengið frá
því í júní 2009 er 2,5 prósent,“ segir
Friðbert Traustason, formaður Samtaka
starfsmanna fjármálafyrirtækja. Eins og
fram kemur hér á opnunni hafa laun á
hvert stöðugildi hækkað um 17 prósent
í Íslandsbanka og 19 prósent hjá Arion
banka á milli áranna 2009 og 2010.
Friðbert segir að þetta séu ekki hækkan-
ir sem fram komi í launakönnunum Sam-
taka starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Þau laun sem ársskýrslur bankanna sýni
séu um 100 þúsund krónum hærri en
fram komi í launakönnunum félagsins,
sem nái þó til háskólamenntaðra
sérfræðinga, stjórnenda og millistjórn-
enda sem starfi hjá bönkunum. „Þetta
virðist koma á fámennan hóp í efra
laginu,“ segir Friðbert, þegar hann er
beðinn um að draga ályktanir af þessum
tölum. Hann vill þó ekki fordæma þessar
hækkanir, þær geti þvert á móti nýst í
kjarabaráttu félagsins. „Mér finnst mjög
gott ef bankarnir geta bætt kjörin – þá
sækjum við það fyrir hina. Þetta er
gott innlegg fyrir okkur,“ segir Friðbert í
samtali við DV.
Í niðurstöðum nýlegrar launakönnunar
SSF kemur fram að meðallaun gjaldkera
eru 285 þúsund krónur og meðallaun
ráðgjafa eru 355 þúsund krónur.
Meðallaun sérfræðinga eru 540 þúsund
krónur og meðallaun millistjórnenda
losa 500 þúsund krónur á mánuði.
Kemur á fámennan hóp
Íslandsbanki og Arion banki högn-
uðust samtals um 42 milljarða
króna á síðasta ári. Hagnaður Ís-
landsbanka nam 29,4 milljörð-
um króna en það er um 2 milljarða
króna meiri hagnaður en hjá Glitni
árið 2007. Arion banki hagnaðist í
fyrra um 12,6 milljarða króna.
Af 42 milljörðum eru samtals um
17 milljarðar skýrðir sem endur-
mat á útlánum; 14,5 milljarðar hjá
Íslandsbanka en afgangurinn hjá
Arion banka. Þetta merkir að lán,
sem bankarnir keyptu á niðursettu
verði, gefa meira af sér en ætla mátti
eftir hrunið.
Borgaði sig að veita
ólögmæt lán?
DV hefur kynnt sér dæmi um upp-
gjör banka við einstakling sem tók
12 milljóna króna lán árið 2006.
Samkvæmt því er að sjá sem bank-
inn ætlist til betri ávöxtunar af
gengistryggðu láni en venjulegu
verðtryggðu húsnæðisláni þrátt fyr-
ir dóma Hæstaréttar um ólögmæti
þeirra og leiðréttingar sem gera
þurfti á þeim af þeim sökum.
Lánið sem tekið var árið 2006, að
upphæð 12 milljónir króna, stæði
í dag í 17,5 milljónum króna væri
það verðtryggt. Miðað við aðferðir
bankans og vaxtaútreikninga hans
aftur í tímann stendur lánið hins
vegar í tæpum 20 milljónum króna.
Samkvæmt greiðsluáætlun bank-
ans sjálfs verður viðkomandi lán-
taki búinn að greiða 60 milljónir
króna við uppgreiðslu þess eftir 25
ár frá lántökudegi.
Af þessu dæmi má vera ljóst að
viðkomandi banki virðist með út-
reikningum sínum í kjölfar Hæsta-
réttardóma um ólögmæti gengis-
tryggðra lána telja að 12 milljóna
króna krafan sé verðmætari en
hefði lánið verið tekið sem lögmætt
og verðtryggt íbúðarlán árið 2006.
Einhliða sanngirni bankanna
Lögfræðingur, sem viðkomandi lán-
takandi leitaði til vegna ófara sinna í
kjölfar bankahrunsins, telur fráleitt
að virði lánasamninga, sem dæmd-
ir hafa verið ólögmætir, sé meira en
ef sami banki hefði farið að lögum
og lánað milljónirnar 12 árið 2006
í samræmi við lög, verðtryggingu
og gildandi vexti. Þess má geta að
Hæstiréttur hefur ekki fjallað um
afturvirkni vaxta en varla hefur rétt-
urinn ætlast til þess að hægt væri
að búa svo um hnúta að ólögmætu
lánin yrðu engu að síður verðmæt-
ari fyrir bankana en önnur lán. Við-
urkennt er að kröfu í eigu bankans
megi ekki skerða afturvirkt með
lögum. Því má spyrja hvort hækka
megi kröfu afturvirkt, sem í raun
hefur verið dæmd ólögmæt.
Umræddur lántakandi reynir í
samskiptum við lögfræðing sinn
að átta sig á hvað best sé að gera
og skrifar í tölvupósti: „Ef íslenskir
dómstólar komast að þeirri niður-
stöðu að kröfur bankans séu rétt-
mætar og sanngjarnar en mínar
óréttmætar og ósanngjarnar þá er
ekki hægt að búa í þessu landi segi
ég. Það getur ekki gengið upp að
„réttmæti og sanngirni“ séu bara á
annan veginn þegar tveir aðilar gera
samning.“
Eigið fé hækkar
með „bóluhraða“
Athygli vekur að vaxtatekjur Ís-
landsbanka námu um 35 millj-
örðum króna í fyrra samkvæmt
ársskýrslu bankans. Hreinar þókn-
unartekjur bankans námu 7,4 millj-
örðum króna. Þetta merkir að sér-
hvert mannsbarn í landinu hafi
greitt bankanum 135 þúsund krón-
ur í vexti og þjónustugjöld í fyrra.
Hafi bankinn keypt mikið af rík-
isskuldabréfum árið 2010 borga
skattgreiðendur einnig fyrir þær
lánveitingar bankans til ríkisins.
Athygli vekur einnig að eigið fé
Íslandsbanka hækkaði um nær 30
milljarða króna frá árinu 2009 sem
er um það bil jafn mikið hagnaði
bankans í fyrra. Eigið fé í árslok nam
121,5 milljörðum króna samanbor-
ið við 91,1 milljarð króna í árslok
2009. Þannig hækkaði eigið fé bank-
ans um 33 prósent milli ára. Þetta
þykir skjóta skökku við á sama tíma
og eigið fé þúsunda heimila og fyrir-
tækja er uppurið og jafnvel neikvætt
vegna glæfra bankanna sjálfra og
eigenda þeirra fyrir bankahrunið.
Birna Einarsdóttir bankastjóri
sagði er ársreikningar bankans voru
birtir að uppgjörið endurspeglaði
vel að Íslandsbanki væri á góðri leið
með að koma grunnrekstri sínum í
eðlilegan farveg. „Þar skiptir vinna
við endurskipulagningu lánasafns-
ins mestu. Við erum þó enn í ólgu-
sjó og því gott að vera með góða
arðsemi, sterkt eigið fé og trausta
lausafjárstöðu til að geta tekist á við
þau krefjandi verkefni sem fram-
undan eru.“
n Banki gerir sér meiri verðmæti úr lánum sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögleg en hann
fengi með verðtryggðu láni n Ekki búandi við einhliða „réttmæti og sanngirni“ n Á að
greiða 60 milljónir króna til baka af 12 milljóna króna gengistryggðu láni frá 2006
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is
Reyna enn að græða
á ólögmætu lánunum
„Ef íslenskir dóm-
stólar komast
að þeirri niðurstöðu að
kröfur bankans séu rétt-
mætar og sanngjarnar
en mínar óréttmætar og
ósanngjarnar þá er ekki
hægt að búa í þessu landi
segi ég.
Enn svigrúm til
afskrifta? Góð
afkoma bankanna og
launahækkun yfir-
manna vekur vonir um
að þeir geti enn komið
til móts við almenning.
Uppurið eigið fé Eignir fjöl-
skyldna og fyrirtækja hafa rýrnað
og eigið fé gufað upp. Á sama
tíma eykst eigið fé Íslandsbanka
um 30 milljarða króna.