Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 9. mars 2011 Miðvikudagur Bresk hjúkrunarkona reyndi fyrir sér í fylgdarþjónustu: Hjúkrunarfræðingur í vændi Emma Marsden, 35 ára gömul hjúkr- unarkona frá Wales, á á hættu að missa stöðu sína sem hjúkrunar- fræðingur eftir að upp komst um vafasama aukavinnu sem hún tók sér fyrir hendur á meðan hún var í veikindaleyfi árið 2008. Marsden, sem er þriggja barna móðir, ákvað að reyna fyrir sér sem fylgdarkona á meðan hún tók sér tveggja mán- aða veikindaleyfi. Sem fylgdarkona bauð hún upp á kynlíf með karl- mönnum, konum og pörum. Aug- lýsti Marsden þjónustu sína á vef- síðum eins og Welsh Dreamgirls, Rainbow Mist Five, South-Wales Bi- sexual Escorts og Escort Pages. Upp komst um aukabúgrein Marsden þegar Samtökum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í Bretlandi barst nafn- laus ábending, en þar var einnig að finna skjáskot af umræddum síðum þar sem Marsden bauð fram þjón- ustu sína. Salim Hafejee tjáði sig fyrir hönd Samtaka hjúkrunarfræðinga. „Í ljós kom að hún hafði veitt umrædda þjónustu. Þegar við höfðum fyrst samband við hana sagðist hún ein- ungis hafa verið að kanna framtíðar- möguleika á nýju starfi, ef hún myndi ekki snúa aftur til hjúkrunarstarfa. Okkar gögn benda hins vegar til þess að hún hafi fengið greitt fyrir fylgdar- þjónustu.“ Marsden hafði starfað sem hjúkr- unarfræðingur undanfarin 10 ár þeg- ar ásakanir um aukabúgrein henn- ar komu fram. Hún starfaði síðast á Whitchurch-geðsjúkrahúsinu í Card- iff í Wales. Um leið og hún komst að því að verið væri að rannsaka henn- ar hagi á meðan veikindaleyfi henn- ar stóð, ákvað hún að segja upp störf- um. „Til að byrja með sagði hún að hún væri bara að kanna nýja mögu- leika. Ég held að hún hafi aldrei lit- ið á málið jafn alvarlegum augum og við,“ sagði Sarah Evans, starfsmanna- stjóri á Whitchurch-sjúkrahúsinu. Hjúkrunarfræðingur að störfum Myndin er úr myndasafni. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, hefur nú staðfest algeran viðsnúning í stefnu sinni gagnvart fangabúðunum í Guantanamo-flóa. Margir muna eftir því, í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjun- um árið 2008, þegar Obama lofaði því að fangabúðunum yrði lokað. Mannréttindasamtök hafa keppst við að fordæma búðirnar, en þar er föngum haldið án dóms og laga svo mánuðum eða árum skiptir. Fyrsta dag Obama í embætti forseta gaf hann út yfirlýsingu þess efnis, að herréttarhöld í Guantanamo yrðu ekki haldin aftur og að búðunum yrði lokað innan eins árs. Þetta var í janúar árið 2009. Ekki aðeins eru búðirnar opnar ennþá, heldur hefur Obama nú aflétt banni við herrétt- arhöldum – sem munu nú fara fram að nýju. Pyntingar og mannréttindabrot Þess eru fjölmörg dæmi að pynt- ingar hafi viðgengist í Guantanamo sem og önnur alvarleg mannrétt- indabrot. Það var þess vegna sem Obama sagðist vera staðráðinn í að loka fangabúðunum í kosningabar- áttu sinni. Hann bannaði herréttar- höld sem haldin voru við búðirnar, og vildi í staðinn að grunaðir hryðju- verkamenn yrðu sóttir til saka inn- an Bandaríkjanna í hefðbundnum borgaralegum réttarhöldum. Þetta fór fyrir brjóstið á fjölmörgum rep- úblikönum en nú virðist Obama hafa kiknað undan þrýstingi þeirra. Obama sagði að þrátt fyrir að her- réttarhöld yrðu nú leyfð á nýjan leik, þá myndu borgaraleg réttarhöld ennþá vera í aðalhlutverki. „Ég tel bandaríska réttarkerfið vera lykil- vopn gegn al-Kaída og bandamönn- um þess,“ sagði forsetinn. „Kaldhæðnin gæti ekki verið meira áberandi“ Mannréttindasamtök hafa fordæmt ákvörðun Obama. Wells Dixon er lögfræðingur samtakanna CCR, Centre for Constitutional Rights. „Kaldhæðnin gæti ekki verið meira áberandi,“ sagði Dixon. „Þegar hann [Obama] tók við embætti sagði hann að það væri þjóðaröryggismál að loka Guantanamo-búðunum, en þrátt fyrir það er hann nú orð- inn fyrsti forsetinn sem hefur tryggt stefnu um ótakmarkaða fangavist í búðunum. Það er verið að skapa skrifræðislegan glundroða sem mun ekki ná fram nokkrum framförum á löggjöfinni um fangabúðirnar, en engu að síður tryggja að þær verði opnar um óákveðinn tíma.“ Ættingjar fórnarlamba vilja loka Fangabúðunum í Guantanamo var komið á koppinn til að geyma og yfirheyra grunaða hryðjuverka- menn sem tengdust árásinni á Tví- buraturnanna í New York, þann 11. september árið 2001. Nokkrir ætt- ingjar fórnarlamba árásanna hafa stigið fram og tjáð sig um ákvörðun Obama. Einn þeirra er Colleen Kelly, en hún missti bróður sinn Nill Kelly sem starfaði í Tvíburaturnunum. Kelly segir að mikilvægt sé að vernda alla fyrir hryðjuverkum, ekki að- eins Bandaríkjamenn. „Það er mik- ið af mjög hættulegu fólki sem er í haldi í Guantanamo, ég held að allir átti sig á því. En mér finnst sorglegt að Bandaríkin nýti ekki tækifærið til að sýna fram á skilvirkni borgara- legra réttarhalda. Síðan 11. septem- ber hafa 170 hryðjuverkamenn verið dæmdir í borgaralegum réttarhöld- um á bandarískri grund. Það hlýtur að gefa til kynna að kerfið virki.“ Um þessar mundir eru 172 í haldi í fangabúðunum, þar af eru aðeins 40 sem bíða réttarhalda – hvort held- ur borgaralegra eða herréttarhalda. n Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur gengið á bak orða sinna n Lofaði að loka Guantanamo-fangabúðunum en nú er ljóst að þær verða opnar um óákveðinn tíma n Hefur gefið grænt ljós á herréttarhöld á nýjan leik ÁFRAM OPIÐ Í GUANTANAMO Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Mótmælt fyrir utan Hvíta húsið Mótmælendur klæddu sig í fangagalla og settu poka yfir höfuðið, eins og tíðkast í Guantanamo. Barack Obama Lofaði að loka Guantanamo- fangabúðunum en hefur svikið það loforð. NATO íhugar flugbann yfir Líbíu Fulltrúar aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins hófu á þriðjudag sólar hringseftirlit með öllum flug- vélum sem fljúga yfir Líbíu. Á sama tíma lögðu Bretar og Frakkar fram nýja tillögu til öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um að flugbanni yfir Líbíu verði framfylgt. Muammar al- Gaddafi, leiðtogi Líbíu, hefur farið mikinn á síðustu dögum í baráttu sinni gegn lýðræðissinnum í land- inu. Hefur Gaddafi yfir að ráða mun öflugri vopnum en lýðræðissinn- ar, meðal annars herþotum líbíska hersins – sem hafa látið sprengjum rigna yfir byltingarmenn. Fréttir hafa einnig borist af því að Gaddafi hafi tekið af lífi rúmlega 30 herþotu- flugmenn sem neituðu að varpa sprengjum á eigin þjóð. Konunglegar pönnukökur Fátt er huggulegra en nýbakað- ar pönnukökur. Bretar fagna til að mynda sprengidegi með því að sprengja sig út af pönnukökum, í stað þess að gæða sér á saltkjöti og baunasúpu – eins og tíðkast hér á Ís- landi. Vilhjálmur prins, ásamt verð- andi eiginkonu sinni Kate Middle- ton, fagnaði sprengidegi í Belfast á Norður-Írlandi með því að spreyta sig á pönnukökubakstri fyrir fram- an fagnandi mannfjölda. Nú er alls óvíst hvort pönnukaka prinsins hafi bragðast vel, en matargagnrýnend- ur í Bretlandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum á sífellt minni hæfni Breta til að búa til pönnsur. Matvöruverslun- in Tesco seldi til að mynda 15 millj- ónir pakka af tilbúnu pönnuköku- degi fyrir sprengidag og ljóst að það er mörgum um of að blanda saman eggjum, mjólk og hveiti. Chirac fær gálgafrest DV sagði frá því á mánudag að rétt- arhöld yfir Jacques Chirac, fyrrver- andi forseta Frakklands, væru í þann mund að hefjast. Nú er ljóst að for- setinn fyrrverandi, sem hefur verið sakaður um að draga sér almannafé í tíð sinni sem borgarstjóri Parísar, fær gálgafrest þangað til í júní hið minnsta. Erfitt hefur reynst að sækja málið gegn Chirac, meðal annars vegna þess að hann naut friðhelgi lengi vel sem forseti. Ákærurnar gegn honum eru tvær og hefur lög- fræðingi Chiracs nú tekist að sann- færa dómstóla um að það standist ekki stjórnarskrá að sameina ákær- urnar í eina. Því verður réttarhöld- unum frestað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.