Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 23
Viðtal | 23Miðvikudagur 9. mars 2011 Við þekkjum lykilinn Bryndís segir að á bak við undraverða hluti liggi þrautseigja, gríðarleg vinna og bjargföst trú. „Leikskóla- kennarar, þroskaþjálfar og sérkennarar þekkja lykilinn að framfarakenningum um heilann. Við nefnilega notum hann á hverjum degi.“ MYND SIGTRYGGUR ARI Læknar gáfu enga von Yngri bróðir Bryndísar, Jón Víg- lundsson, varð fyrir því óláni fyrir nokkrum árum að slagæðargúlpur sprakk í heilanum. Slíkt leiðir oft til dauða en í tilfelli Jóns varð honum margt til láns og innan fárra mín- útna var hann kominn á sjúkrahús og gekkst undir uppskurð þar sem reynt var að lágmarka skaðann. Þegar Jón komst til meðvit- undar eftir aðgerðina gáfu læknar ekki mikla von um lífsgæði. Hann var lamaður og hafði misst málið. Bryndís segir eðlilegt að læknar séu svo varfærnir eftir svo mikið áfall en ákvað með sjálfri sér að hún hefði aðra trú á lokaútkomunni. „Ég skil vel að læknar gefi fólki ekki falskar vonir, þetta eru viðkvæm mál. Ég ákvað hins vegar strax að hafa trú á því að Jóni gæti batnað. Það gerði eiginkona hans líka þannig að hann hafði styrka stoð frá upphafi.“ Vinátta og traust mikilvægt Bryndís segir mikilvægt að byrja á byrjuninni og hóf þjálfun bróður síns á upprifjun á grunnhreyfing- um og útskýrir fyrir blaðamanni að þannig verði að byggja upp færnina frá grunni rétt eins og þroski og hreyfingar barnsins þróast í takt. „Enginn taugasérfræðingur getur útskýrt nákvæmlega hvað á sér stað en hreyfing og uppbygging heilans helst í hendur. Þetta tengist þró- un mannsins sem hefur alltaf verið á hreyfingu. Eftir heilablóðfall eru ákveðnir vefir heilans skemmdir og það þarf að byggja heilann upp að nýju. Heilinn getur endurnýjað sig eða endurskapað færni sína annars staðar en það þarf að þjálfa hann til þess. Beina þekkingunni á réttar brautir. Það er gert með hreyfinga- ræfingum og markvissum æfingum. Til þess að ná góðum árangri þarf síðan að ríkja traust og vinátta milli þess sem þjálfar og þess sem vinnur í því að ná bata.“ Náði fullum bata Aðferðir Bryndísar virkuðu vel og í dag hefur Jón náð fullri færni í máli og hreyfingum. „Hann er eitt þess- ara kraftaverka, en eins og ég hef áður sagt þá er hið ómögulega alltaf að gerast. Hann teflir í dag og hefur náð fullri færni. Heilavefurinn hef- ur aðlagað sig þessu stóra áfalli og ég er viss um að slíkt er mögulegt í fleiri tilfellum en við teljum mögu- legt með því að hafa traust og kær- leika í fyrirrúmi. Og trú, við verð- um að viðurkenna að þetta sé hægt og trúa því. Ef við tryðum því öll, þá hefði slík trú ótrúleg áhrif á skóla- kerfið okkar og samfélagið allt.“ Endalausir möguleikar Saga Bryndísar samræmist eins og áður sagði nýjustu kenningum um heilann og vísindamenn hafa upp- götvað ýmislegt um þetta líffæri sem allir ættu að vita. Vísindin geta sagt okkur margt um hvaða aðferðum er best að beita í því skyni að kom- ast yfir heilaskaða og áföll, læra nýja hluti og laða það besta fram í sjálf- um okkur og börnum okkar. Möguleikarnir virðast endalaus- ir og eins og Bryndís minnir á þarf að hafa bjargfasta trú á því að hið ómögulega sé mögulegt til þess að ná árangri. Þetta veit sameindalíf- fræðingurinn John Medina, en ný- lega þýddi Hallur Hallsson heims- fræga bók Medina, Heilareglur og heilræði, sem styður að mörgu leyti þá þekkingu sem sérskólakennarar og þroskaþjálfar hafa byggt upp ára- tugum saman. Hreyfing er holl fyrir heilann John Medina er sameindalíffræð- ingur og prófessor í líffræði við há- skólann í Washington. Hann er einn helsti ráðgjafi Bandaríkjastjórn- ar um hugann og er jafnframt for- stöðumaður rannsóknarseturs um nám og huga. Í bókinni má fræðast um möguleika okkar til þróunar og þroska. Hallur segir að þó margt í þróunarsögu mannkyns sé óljóst séu mannfræðingar sammála um að forfeður okkar voru á stöðugri hreyf- ingu. „Þegar regnskógar létu undan síga neyddust forfeður okkar til þess að fara út á gresjuna í leit að mat. Í stað þess að klífa tré, gengu þeir um gresjurnar. „Karlar ættu að ganga 10 til 20 kílómetra á dag og konur helming þeirrar vegalengdar,“ segir Richard Wrangham, annar mann- fræðingur, um samband heilbrigði og heila því að mannsheilinn þróað- ist og þroskaðist þegar við vorum á göngu eða á mikilli hreyfingu. „Forfeður okkar unnu ótrúleg af- rek. Þeir tókust á við óblíð náttúru- öfl meðan nútímamaðurinn situr kyrr allan daginn. Heili mannsins þróaðist og þroskaðist við hreyfingu og það er rökrétt að álykta að hreyf- ing sé allra meina bót og kyrrseta og hreyfingarleysi leiði til hrörnunar,“ segir Hallur og bendir á að Medina boði þetta með sterkum rökstuðn- ingi: Hreyfing er holl fyrir heilann. Saga Bens Hogan Hallur bendir blaðamanni á sögu sem svipar til sögu systkinanna Bryndísar og Jóns og finna má í bók Medina. Þar segir af golfaranum Ben Hogan er hafði unnið banda- ríska PGA-mótið og verið útnefndur besti golfleikari ársins þegar hann ásamt konu sinni lenti í skelfilegu bílslysi. Það má segja að við árekstur- inn hafi Ben orðið eins illa úti og mögulegt er. Hann braut nærri því hvert einasta bein sem einhverju máli skiptir fyrir golfara. Hann fékk einnig lífshættulegan blóðtappa og læknar sögðu við Ben að hann gæti ekki gengið framar. Hvað þá leikið golf. Þeir höfðu á röngu að standa því ellefu mánuðum eftir slysið vann hann US Open-golfmótið. Þrem- ur árum síðar vann hann fimm af sex stórmótum sem hann tók þátt í – þar af þrjá stórtitla. Löngu síðar, þegar hann ræddi um endurkomu sína, sagði hann: „Fólk einblíndi á veikleika mína fremur en styrk- leika.“ Ben Hogan studdist við hug- araflið og hafði á sér bjargfasta trú. „Hann átti inni mikinn styrk and- legrar heilsu vegna þess hve mikið hann hafði hreyft sig um ævina og þann styrk notaði hann til að takast á við erfiðleika sína,“ segir Hallur og bendir blaðamanni á enn aðra sögu Medina. Ný þekking ætti að vera á allra vitorði „Önnur dæmisaga Medina er af manni sem missti málið og lamaðist líkt og Jón gerði. Pedro Bach-y-Rita fékk heilablóðfall, lamaðist og missti málið. Synir hans, annar læknir og hinn sálfræðingur, kenndu honum að öðlast færni með því að byrja á algjörum byrjunarreit líkt og Brynd- ís systir Jóns gerði. Þeir byrjuðu á að kenna honum að skríða og ganga og þá að tala. Þeir unnu með föður sinn í þroskaferli barnsins og náðu svo góðum árangri að áratug síðar þegar hann dó var hann ekki örvasa gamalmenni á sjúkrabeði heldur í fjallgöngu á hæsta tindi Kólumbíu í Suður-Ameríku. Lík gamla manns- ins var sent til San Francisco og þar var það krufið. Þá kom í ljós að 97% af málstöðvunum höfðu eyði- lagst. Heilinn hafði byggt upp nýjar málstöðvar. Þessar sögur, íslensk- ar sem erlendar, sýna okkur hversu mikinn hæfileika heilinn hefur til að endurnýja sig. Hann hefur eigin stofnfrumur og er plasmi, eða breyt- anlegt efni. Þessi nýja þekking um heilann ætti að vera á allra vitorði,“ bætir Hallur við. Læknirinn Paul Bach-y-Rita varð einn fremsti heilasérfræðingur 20. aldar. Hann þróaði svokallað Brain- port; tæki sem færir blindum sýn. Nemi er settur á tungu hins blinda. Boðin fara til sjónstöðva sem túlka myndina svo hinn blindi sér í bók- staflegri merkingu, svo ótrúlegt sem það kann að virðast. Heilinn getur lagað nánast hvað sem er „Hvort sem er í námi eða vinnu höfum við hætt að hreyfa okkur líkt og forfeður okkar,“ segir Hall- ur. „Hreyfing styrkir ónæmiskerfið og vinnur gegn skaðlegum áhrif- um streitu. Í rannsókn við Pitts- burgh-háskóla kom á daginn að minni fólks yfir sextugu sem gekk 40 mínútur þrisvar í viku batnaði. Drekinn sem geymir minni stækk- aði meðan dreki fólks í samanburð- arhóp minnkaði. Á göngu verður til svokallað BDNF-prótein sem er líkt og áburður á griplur sem tengja taugafrumur. Þegar aldur færist yfir fólk gefa griplurnar eftir. Við veltum gjarnan fyrir okkur áhrifum líkams- ræktar á líkamann en áhrifin eru ekki síður dramatísk á heilann. Heilinn getur lagað nánast hvað sem er og við eigum möguleika á að vinna til baka áföll sem við verðum fyrir með ákveðnum aðferðum eins og fagfólk sem annast börn og fatl- aða hefur fyrir löngu gert sér grein fyrir. Enginn heldur því fram að með þessu sé komin lausn á alvarlegum sjúkdómum svo sem heilabilun og Alzheimer – þó nýjustu rannsókn- ir gefi fögur fyrirheit líkt og heyra mátti í fréttum um daginn. En við höfum greinilega fleiri möguleika en við teljum sjálf og þýðingu þess getum við nýtt okkur í uppeldi barna og í raun í því að hafa á okkur sjálfum óbilandi trú. Við getum lært nýja hluti og komist yfir áföll með þrautseigju. Ný þekking gefur okkur ómetanleg tækifæri. Við þurfum að vera klók og fljót að færa hana okkur í nyt samfélaginu og okkur til góðs.“ kristjana@dv.is „Heili manns- ins þróaðist og þroskaðist við hreyfingu og það er rökrétt að álykta að hreyf- ing sé allra meina bót og kyrrseta og hreyfingarleysi leiði til hrörnunar. Möguleikarnir eru miklir Hallur þýddi bók sameindalíffræðingsins Johns Medina, Heilareglur og heilræði, þar sem kynnt er framfara- þekking á heilanum og þýðing hennar fyrir venjulegt fólk. Niðurstaðan er í fáum dráttum: Hreyfing er hollari en nokkur hafði talið áður og þrautseigja og ástríki vinnur þrautir flestar. MYND RÓBERT REYNISSON Engin landamæri? Í heilanum eru stofnfrumur sem gera það að verkum að skemmd svæði geta að einhverju leyti endurskapað sig. Skemmist málstöð getur hún byggt sig upp aftur á öðrum stað í heilanum. 4 ráð Joh Medina: Viltu öflugri heila? 1. Farðu í göngutúr Ganga styrkir og stækkar drekann sem bætir minni og hálftíma göngutúr þrisvar í viku hefur öflug áhrif. 2. Fáðu þér blund 20 mínútna hádegisblundur bætir skilvirkni og hæfni geimfara um 34%, samkvæmt rannsókn NASA. 3. Ekki gera of margt í einu Heilinn ræður ekki við mörg verkefni í einu. Heilinn velur úr þau verkefni sem höfða helst til áhugasviðs og hvata. Þess vegna er það að tala í farsíma eins og að keyra undir áhrifum áfengis. Ef þú vilt ná árangri í starfi skaltu vera meðvitaður um þessa staðreynd. 4. Notaðu myndir Við munum eftir myndum. Ef þú meðtekur upplýsingar úr ræðu eða riti ertu líklegur til að muna 10% þeirra þremur dögum seinna. Tengdu mynd við upplýsingarnar og þú manst 65%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.