Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Qupperneq 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 9. mars 2011 Sonur minn fyrirfór Sér gerðis komu mörg börn að leika við hann en síðan dró smám saman úr því. Eftir að þetta kom upp með tösk- una voru foreldrar þessara eineltis- seggja kallaðir á fund. Eftir það vill enginn leika við hann. Ég veit ekki af hverju hann lendir í þessu. Kannski af því að við foreldr- arnir erum öryrkjar. Kjaftagangur- inn hér er svo mikill. Kannski vill fólk koma okkur sem erum öðruvísi burt úr bænum. Ég þekki til dæmis mann sem er um fimmtugt sem lenti í svakalegu einelti hér út af því að hann er með tourette. En drengurinn okkar er ekkert afbrigðilegur. Hann er rosalega blíður og góður strákur. Ég trúi því ekki að þetta sé að gerast.“ Eineltið fylgir alltaf Helst vildi hann vera áfram í Hveragerði þar sem þeim hjón- um hefur lengst af liðið vel. Þau eru bæði öryrkjar og bærinn hefur búið vel að öryrkjum og stutt þau með margvíslegum hætti. „Við höfum heldur ekkert svakalega mikla peninga á milli handanna þannig að við getum varla leigt íbúð í dýrum bæjarfélögum. En ég á í mikilli innri baráttu vegna þessa. Mig langar að flytja fyrir son minn. Ég vil ekki bjóða hon- um upp á þetta. Einelti er glæpur og þeir eru margir sem hafa hlot- ið mikinn skaða af og jafnvel gefist upp á lífinu.“ Hann sá það ekki síst á þeim fjórum árum sem hann starfaði hjá útfararþjónustu í Reykjavík. „Það kom oftar en einu sinni fyr- ir að ég sótti ungt fólk sem hafði svipt sig lífi eftir einelti. Börn eru svo berskjölduð og oft kunna þau ekki að verja sig. Þau vita ekki hvernig þau eiga að bregðast við og taka höfnunina nærri sér. Ein- eltið fylgir þeim síðan út í líf- ið, út á vinnumarkaðinn og inn í hjónaböndin. Þau alast upp við lítilsvirðinguna þar sem þau eru stærstan hluta barnæskunnar í skólanum. Þannig að höfnunin og minnimáttarkenndin festir rætur í þeim. Þegar þau koma út í samfé- lagið eru þau þegar orðin brotnir þjóðfélagsþegnar. Það er búið að brjóta börnin niður. Það er ekki auðvelt að laga það svo heilt verði.“ Eineltissaga Davíðs Michelsen hefst þegar hann er 7 ára gamall. „Sjálfs- vígshugsanir höfðu leitað á mig frá tólf ára aldri og ég hafði skrifað ótal bréf með nöfnum allra sem harðast að mér gengu og lýsti í smáatriðum gjörðum þeirra. Ég ætlaði mér að láta lögregluna um þá eftir minn dag, en hafði ekki kjark þegar á hólminn var komið,“ segir hann á Facebook-síðu sem hann stofnaði til stuðnings ein- eltisfórnarlömbum. Davíð var nemandi í Grunnskól- anum í Hveragerði og varð fyrir ein- elti sem enn hefur áhrif á hann í dag. Hann segist loksins vera tilbúinn að taka skrefið sem þarf til að vinna úr því sem hann upplifði í grunn- skóla. „Ég hef voðalega lítið gert og það plagar mig. Ég fór reyndar að vinna svolítið í þessu í haust, það kom bara upp sú aðstaða að ég þoldi ekki meira,“ segir Davíð um hvernig hann hefur tekist á við eineltið síð- an hann útskrifaðist úr grunnskóla. „Ég stoppa alltaf á ákveðnum tíma- punkti, þá er orðið of sárt að rifja þetta upp. Þá fer maður að telja sér trú um það að maður muni þetta ekki og að það sé svo langt um lið- ið að maður sé búinn að kæfa þetta niður í ekki neitt. Sem er í rauninni bara sjálfsblekking, því maður man allt.“ Var heimskinginn í skólanum Sögu sína segir hann á Facebook þar sem hann hvetur önnur fórnarlömb eineltis til að stíga fram og leita sér stuðnings. „Ég reyndi í fyrstu, þegar for- sprakkinn hóf skotárás sína, að malda í móinn og segja honum að halda kjafti. Þá endaði það með bar- smíðum sem ég tók bara við enda hafði ég ekki í mér að meiða einn eða neinn, svo að endingu lét ég sem ég heyrði ekki í honum sem æsti hann og aðra bara upp en mér var þó nokkuð sama á þessum tíma punkti.“ Davíð segir eineltið ekki hafa bara átt rætur sínar hjá nemend- unum sjálfum en hann lýsir atburði þar sem kennari hans gerði grín að stærðfræðikunnáttu hans sem varð þess valdandi að samnemendur hans litu á hann sem heimskingja. „Ég ætlaði mér að taka dótið mitt og ganga út en var stöðvaður og sagt að hunskast í sætið mitt sem ég gerði af hlýðni. Fljótlega gekk það manna á milli meðal nemenda að ég væri heilalaus hálfviti sem kynni hvorki að lesa né reikna. Svona leið barna- skólinn áfram og ég var orðinn veru- lega skemmdur á sál þegar ég kom í gaggó. Átti fáa vini sem varla var hægt að kalla vini og þar með talið æskuvin sem átti að heita minn besti vinur.“ Stríðnin snéri þó ekki bara að gáf- um Davíðs heldur líka að útliti hans. „Þetta vatt upp á sig og fleiri fóru að taka beinan þátt í að niðurlægja mig með ýmsum særandi orðum sem vörðuðu útlit mitt.“ Reyndi að drepa gerandann „Eineltið magnaðist mikið þegar þarna var komið sögu og voru stöð- ugar árásir í tímum og frímínútum. Í hádegi og öðrum frítíma í skólan- um reyndi ég eftir fremsta megni að komast óséður í skrúðgarð sem ligg- ur við hlið skólans. Þar átti ég griða- stað þar til tveir bekkjarfélagar gengu fyrir tilviljun fram á mig. „Hérna fel- urðu þig þá,“ sagði annar þeirra og þeir börðu mig niður umsvifalaust og létu ýmis orð falla um mig og fjöl- skyldu mína.“ Hann segir að mikil reiði hafi þá verið komin upp í hon- um og að hann hefði ekki þolað mik- ið meira mikið lengur. „Dag einn missti ég mig þegar var verið að lúskra á mér fyrir utan kennslustofuna, ég stökk á hann og greip um hálsinn á honum og þrengdi að,“ segir hann. „Ég man hvað það kom mikil vellíðan yfir mig þegar hann blánaði og korrið upp úr honum var sem tónlist í eyrum mín- um. Einhver öskraði að ég væri að drepa hann sem varð til þess að ég sagði „gott“ og herti takið, það þurfti þrjá tíundubekkinga til að slíta mig af honum og halda mér frá.“ Vildi ekki vera misheppnaður Atvikið var ekki tilkynnt til foreldra Davíðs og var það afgreitt sem venjuleg slagsmál sem koma reglulega upp í grunnskólum. Davíð var þó látinn gjalda fyrir atburðinn af hóp nemenda. „Ég var endanlega brotinn niður og var orðinn svo illa farinn að ég tapaði frá mér öllum sem áttu að heita félagar mínir, ég stóð uppi einn og hlustaði á allt sem sagt var við mig í kennslustundum og grét innra með mér,“ segir hann. „Foreldrar mínir vissu að eitthvað var í gangi í skólanum en óraði ekki fyrir hve alvarlegt það var, en ég vildi ekki valda þeim vonbrigðum yfir því hve misheppnaðan son þau áttu svo ég sagði sem minnst og gerði lítið úr flestu.“ adalsteinn@dv.is Davíð Michelsen var lagður í einelti nær alla grunnskólagönguna: Hugsaði um sjálfsvíg 12 ára Eineltisþolendur á Facebook Í kjölfar umfjöllunar DV um ellefu ára dreng sem mætir ekki í skólann vegna eineltis var Facebook-hópurinn Eineltisþolendur í Grunnskólanum í Hveragerði stofnaður. Þar eru nú 877 meðlimir og fjölmargir hafa ákveðið að deila reynslu sinni með lesendum síðunnar. n „Ég hugsa enn um unga manninn sem fyrirfór sér eftir endalaust ömurlegt einelti, miskunnarlauss níðingshátts ! Var reyndar svo vitlaus að ég bara hélt að þetta hefði fengið fólk til að hugsa og ræða við börnin sín, kenna þeim en jafn sorglegt og þetta var og örugglega fleiri tilvik sem börn/unglingar fremja sjálfsmorðs vegna svona níðingshátts en fólk er fljótt að gleyma! En ég gleymi ekki sögu þessa drengs ... Já, þetta hefði líka getað verið mitt barn!“ n „Einelti í Hveragerði og fleiri bæjarfélögum virðist byrja snemma. Þegar dóttir mín byrjaði í leikskóla hérna í Hveragerði var hún tekin fyrir aðeins 4 ára gömul. Hún er dökk á hörund og var henni strítt á því, sagt að hún væri skítug, með hár eins og trúður, hrint og lamin, sagt að hún væri feit og ljót. Ekki leið á löngu þangað til hún var farin að neita að fara í leikskólann, oft tók það langan tíma að fá hana til að hætta að gráta og koma út úr bílnum fyrir utan leikskólann. Tekið var á þessu máli og fór að ganga aðeins betur með hana um tíma en svo byrjaði þetta aftur. Hún var farin að neita að borða því að henni fannst hún svo feit og ljót. Það situr mjög í henni að sagt var við hana að „svona fólk eins og hún“ sé ljótt, feitt og kunni ekki að brosa ...“ n „Ég og bróðir minn vorum i þessum skóla og það var ekkert gert þegar við vorum lagðir i einelti, bara hunsað. Ég held að tími sé kominn til að eitthvað sé gert i málinu. Styð þessa síðu til fulls.“ n „Frábært framtak þessi síða.Verð svo reið dóttir mín er eineltisbarn og maður fer aftur í tímann við að lesa þetta. Skólayfirvöld í Hveragerði verða nú að opna augun og gera stórt í þessu. Maður finnur svo til í hjartanu þegar maður les þetta, það er jú árið 2011.Svona má ekki eiga sér stað.“ n „Við erum orðin of mörg sem höfum þurft að sitja undir aðgerða og afskiptaleysi á meðan andleg og líkamleg högg dynja yfir. Því miður hefur maður heyrt að þessi vanhæfni loði sérstaklega við nokkra skóla í landinu. […] Að einelti barna skuli fá að viðgangast í skóla- kerfinu á árinu 2011 er sorglegt og sérstaklega sorgleg er aðstaða foreldra sem eru vanmáttug og úrræðalaus þegar börn þeirra þjást.“ n „Ég bjó þarna í 3 ár og er ennþá að jafna mig 9 árum síðar. Var útskúfuð, 1 sinni lamin og 1 sinni kyrkt, hlegið að, strítt, búnar voru til sögur og hálfgerð leikrit í kringum mig þar sem gert var út á að hlæja að mér á bak við mig. Eitt skipti var ég í sturtu í íþróttahúsinu þegar ein stelpan stóð yfir mér og talaði niður til mín öllu millum nöfnum á meðan ég þurrkaði mig og klæddi og hljóp síðan út grátandi, ekkert eftirlit var hvorki þar né í skólasundinu þar sem mér leið mjög oft illa, veit ekki hvernig það er í dag. Foreldri stelpu sem var mjög andstyggileg við mig (sem var síðan stuðningsfulltrúi inni í bekknum!) spurði skólayfirvöld hvers vegna svona fávitum væri hleypt inn í skólann, þá sem sagt mömmu minni sem var að „kvarta og kveina“ en var eingöngu að láta vita að vanlíða barnsins síns, og mögulegu einelti og ekkert var gert.“ n „Ég var útskúfuð í mötuneytinu og mér var bannað að sitja við sama borð og aðrir eða allir stóðu upp og færðu sig. Og þetta var fyrir framan starfsfólk skólans, eins í frímínútum þar sem ég var lokuð úr hring þar sem krakkar stóðu saman og spjölluðu. Ég grét mikið og skildi ég ekki af hverju ég gat ekki hætt og hvað þá fyrir framan aðra en áttaði mig á því löngu seinna hvað vanlíðan getur gert. Þetta var orðið svo slæmt að ég átti erfitt með að labba um í bænum og tók stóran krók ef ég sá hóp af krökkum því ég var svo hrædd við þau og hvað gæti gerst ef ég myndi hitta þau. Eitt sinn sagði ég kennara frá stríðni og hann sagði mér að ég ætti að hætta þessu og ég biði upp á það sjálf. Í mörg ár reyndi ég að laga mig, gerði mér ekki grein fyrir að það var ekki ég. Í einu skólaferðalagi hitti ég gamla bekkinn minn og langaði svo aftur og saknaði allra vina minna ... að eiga vini.“ Sigurgeir Ingimundarson og Barbara Þóra Kjartansdótt- ir Sjö ára sonur þeirra hefur orðið fyrir einelti frá því að hann var í leikskóla en Sigurgeir missti eldri son sinn þegar hann fyrirfór sér. Sigurgeir telur að það megi rekja beint til þess að hann var lagður í einelti í barnæsku með þeim afleiðingum að hann var stútfullur af höfnunartilfinningu og minnimáttarkennd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.