Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Miðvikudagur 9. mars 2011 Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, liggur nú á spítala eftir að hafa gengist undir flókna skurðað- gerð á andliti. Margir muna ef til vill eftir því þegar Berlusconi fékk styttu í höfuðið fyrir rúmi ári, eða í desember árið 2009. Var forsæt- isráðherrann þá í þann mund að stíga upp í glæsibifreið sína þegar maður nokkur, Massimo Tartaglia, henti styttu í höfuð forsætisráð- herrans. Það var kaldhæðnislegt að styttan var eftirmynd af Dómkirkj- unni í Mílanó, táknmynd heima- borgar Berlusconis. Tartaglia, sem er rafmagnsverkfræðingur að mennt, mun hafa þjáðst af geðsjúk- dómi og var ári síðar dæmdur ósak- hæfur. Hann var hins vegar dæmd- ur til að dvelja í ár á geðsjúkrahúsi. Þrátt fyrir að Berlusconi hafi verið talsvert skaddaður eftir atvikið, ákvað hann að fyrirgefa Tartaglia opinberlega árásina. Gat ekki hreyft kjálkann Samkvæmt Alberto Zangrillo, sem starfar sem persónulegur læknir Berlusconis, var nauðsynlegt fyr- ir forsætisráðherrann að gangast undir aðgerðina, þar sem hann hafi átt í erfiðleikum með að tyggja og kyngja mat. Þrátt fyrir að ekkert sjá- ist á Berlusconi þegar hann kemur fram opinberlega, var nauðsynlegt fyrir hann að fá bæði beinígræðslu í kjálkann, sem og nýjar tennur – en hann missti einmitt tvær tennur í styttuárásinni. Berlusconi er einmitt þekktur fyrir að vera með útlitið á heilan- um. Hann kemur yfirleitt ekki fram opinberlega án þess að eyða mikl- um tíma með förðunarmeistara sem sér um að láta Berlusconi líta út fyrir að vera yngri en 74 ár hans á þessari jörð gefa til kynna. Hann hefur einnig gengið í gegnum með- ferð við krabbameini í blöðruháls- kirtli og gengur einnig með hjarta- gangráð. Til að passa enn frekar upp á útlitið hefur hann einnig gengist undir hárígræðslu sem og andlitslyftingu. Mun standa í ströngu næstu vikur Talsmenn forsætisráðherrans segja að hann gæti verið mættur aft- ur til vinnu strax á fimmtudag. Þá fullyrtu þeir einnig að Berlusconi hygðist vera viðstaddur réttarhöld þar sem hann er sjálfur sakborn- ingur, en honum er gefið að sök að hafa sængað með ólögráða vænd- iskonu og síðar beitt valdi sínu til að hylma yfir glæpinn. Samkvæmt ítölskum lögum er ekki nauðsyn- legt fyrir sakborninga að vera við- staddir þegar réttað er yfir þeim, nema við vitnaleiðslur. Berlusconi er hins vegar staðráðinn í að verja sig sjálfur, en hann mun hafa lið lögfræðinga sér við hlið þurfi hann aðstoð. „Forsætisráðherrann tel- ur þetta kjörið tækifæri til að sýna að hann geti varið sig sjálfur,“ sagði Niccolo Ghedini, einn lögfræð- inga hans. Berlusconi hefur þó sett réttinum skilyrði – að réttarhöldin megi aðeins fara fram á mánudög- um, aðra daga væri glaumgosinn frá Sardiníu of upptekinn. Réttar- höldin munu að óbreyttu hefjast þann 6. apríl í Mílanó. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Forsætis ráð - herrann telur þetta kjörið tækifæri til að sýna að hann geti varið sig sjálfur. n Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir aðgerð á andliti n Hefur enn ekki jafnað sig á „styttuárásinni“ í desember 2009 n Hann ætlar að verja sig sjálfur í komandi réttarhöldum Berlusconi undir hnífinn Í kjölfar árásarinnar Berlusconi blóðugur eftir styttuárás Massimos Tartaglia.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.