Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 9. mars 2011 Miðvikudagur Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Guðmundur Jónsson, oftast kallað- ur Guðmundur í Byrginu, og Annþór Karlsson sitja nú saman í lágmarks- öryggisfangelsinu Bitru. Guðmund- ur og Annþór voru áður vistmenn í öryggisfangelsinu Litla-Hrauni þar sem þeir sátu af sér sína dóma. Báðir voru þeir færðir að Bitru eftir að hafa sýnt góða hegðun á Hrauninu. Sam- kvæmt heimildum DV hafa þeir báð- ir sýnt mjög góða hegðun á þeim tíma sem þeir hafa setið inni. Annþór hefur lýst því yfir að hann sé breyttur mað- ur og að hann hafi snúið við blaðinu. Guðmundur hefur komið sér vel fyrir í fangelsinu og sér meðal annars um að elda ofan í bæði fanga og fangaverði. Lítið eftirlit Öryggiseftirlit á fangelsinu að Bitru er í lágmarki og er það aðeins ætlað föng- um sem hafa sýnt góða hegðun. Fang- arnir fá að ganga frjálsir um svæðið og eru engar öryggisgirðingar eða múrar umhverfis fangelsið. Þá hafa þeir einn- ig nokkuð greiðan aðgang að síma og heimsóknir vandamanna eru leyfðar um helgar. Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi þar sem menn sem ekki eru taldir hættulegir fá að vera. Þeir Guðmundur og Annþór hafa því aug- ljóslega sýnt góða hegðun þann tíma sem þeir voru vistaðir á Litla-Hrauni. Enn er nokkuð í að Annþór sleppi úr fangelsinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. Talsvert styttra er eftir af dómi Guðmundar sem ætti að losna í sumar. Brot Guðmundar vöktu mikla athygli og var ítarlega fjallað um mál hans í fjölmiðlum en hann braut kynferðislega gegn skjólstæðing- um sínum. Annþór er einn þekktasti handrukkari landsins og situr inni fyr- ir stórfellt fíkniefnamisferli. Var talinn hættulegur Ljóst er að Annþór hefur róast á þeim tíma sem hann hefur eytt í fangelsi en hann komst í fréttirnar árið 2008 þeg- ar hann braut öryggisgler í glugga á annarri hæð lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu og stökk niður. Lögreglan lýsti eftir Annþóri sem þá sætti gæslu- varðhaldi grunaður um stórfellt fíkni- efnasmygl þar sem 4,6 kíló af amfeta- míni og nærri 600 grömm af kókaíni voru flutt til landsins frá Þýskalandi með UPS-hraðsendingu. Annþór var svo dæmdur fyrir smyglið nokkrum mánuðum síðar og gert að sitja af sér fjögurra ára fangelsisvist þrátt fyrir að hafa staðfastlega neitað sök við aðal- meðferð á málinu. Síðan hafa liðið tvö ár. Þegar Annþór strauk úr gæsluvarð- haldi var lýst eftir honum í fjölmiðlum og var hann þá talinn hættulegur. Situr af sér þriggja ára dóm Mál Guðmundar er líklega frægara en mál Annþórs en Guðmundur var dæmdur fyrir umboðssvik, fjárdrátt, skattalaga- og bókhaldsbrot í tengsl- um við rekstur Byrgisins og kynferð- islega misnotkun á skjólstæðingum sínum. Guðmundur rak meðferðar- heimlið Byrgið þar sem hann tók á móti fólki sem hafði átt við eiturlyfja- fíkn að stríða. Myndband af Guð- mundi í kynlífsleikjum með einum skjólstæðinga sinna lak á netið og fór eins og eldur í sinu um netið og var það kveikjan að því að fleiri konur stigu fram sem sögðu farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við Guð- mund. Guðmundur hlaut þriggja ára fangelsis dóm fyrir kynferðislega mis- notkun og níu mánaða fangelsisdóm fyrir umboðssvik, fjárdrátt, skatta- laga- og bókhaldsbrot. Guðmundur á samkvæmt reglum rétt á að sækja um vistun á Vernd síðustu fjóra mánuði afplánunar sinnar en DV hefur ekki heimildir fyrir því hvort hann hafi sótt um það úrræði. Guðmundur eldar mat fyrir Annþór n Guðmundur í Byrginu og Annþór komnir í opið fangelsi n Lítið eftirlit er með föngum í opnu fangelsi n Guðmundur losnar úr fangelsi í sumar„Guðmundur hefur komið sér vel fyrir í fangelsinu og sér meðal annars um að elda ofan í bæði fanga og fanga- verði. Breyttur maður Annþór Karlsson hefur hegðað sér vel í fangelsinu og hefur fengið vist á Bitru þar sem öryggisgæsla er í lágmarki. MYND BJÖRN BLÖNDAL Guðmundur í Byrginu Situr af sér þriggja ára fangelsisvist í fangelsinu Bitru. MYND GUÐMUNDUR VIGFÚSSON Íslandsmet slegið í eldsneytisverði eftir hækkanir á þriðjudag: Verst fyrir þá sem minnst hafa „Þetta er voðalega erfitt að hafa þetta svona. Þetta kemur alverst út fyrir þá sem hafa minnst á milli hand- anna,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Verð á elds- neyti hækkaði á þriðjudag um fimm krónur á lítra. Olíufélögin Shell, Olís og N1 riðu á vaðið og kostar lítrinn af bensíni nú 231 krónu í sjálfsaf- greiðslu en lítrinn af dísilolíu 236,8 krónur. Með þjónustu er verðið öllu hærra og kostar lítrinn af dísil olíu með þjónustu nú 242,8 krónur. Run- ólfur segir brýnt að yfirvöld grípi strax til aðgerða en bendir þó á að ekki sé hægt að rekja hækkunina til aukinnar álagningar olíufélaganna. Verðhækkunina megi rekja til hækk- andi heimsmarkaðsverðs og skatta- hækkana sem tóku gildi um áramót. Runólfur fundaði með efnahags- og skattanefnd Alþingis á mánudag þar sem farið var yfir stöðuna. Búið er að skipa nefnd á vegum fjármála- ráðuneytisins sem mun skoða málið. Runólfur segist binda vonir við störf nefndarinnar en bendir á að ekki þurfi að skoða málið frekar. Grípa þurfi til aðgerða og það strax. „Fólk þarf að koma börnum sín- um á leikskóla og það eru svæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem er ekki einu sinni tenging við almennings- samgöngur. Á sama tíma og þess- ir hlutir eru að ganga yfir þá eru yf- irvöld á höfuðborgarsvæðinu að draga úr almenningsvagnaþjón- ustu. Í samanburði við þær þjóðir sem við erum stundum að bera okk- ur saman við þá er þjónusta á sviði almenningssamgangna miklu lak- ari, kannski eðli málsins samkvæmt þar sem við erum bara 318 þúsund hræður á þessu landi,“ segir Runólf- ur. Hann bendir á að tal um að menn geti farið að snúa sér að rafbílum eða metanbílum sé ekki tímabært. Það sé hins vegar spennandi kostur til fram- tíðar en ekki eitthvað sem er að ger- ast í núinu. einar@dv.is Íslandsmet Runólfur segir brýnt að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við hækkandi eldsneytisverði. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Landsdómur: Úrskurðar um pósta Geirs Landsdómur mun á næstunni kveða upp úrskurð um hvort saksóknari Alþingis, Sigríður Friðjónsdóttir, fái afhenta tölvupósta Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Tölvu- póstar Geirs eru taldir geta varpað ljósi á þá meintu vanrækslu í starfi sem meirihluti Alþingis ákvað að ákæra Geir fyrir í fyrra. Geir var eini ráðherrann úr ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Samfylkingarinnar sem þá var ákærður fyrir meinta vanrækslu í starfi sínu fyrir banka- hrunið 2008. Landsdómur tók málið fyrir á þriðjudaginn en það var söguleg stund í þeim skilningi að dómurinn hefur ekki komið saman áður. Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde, sagði fyrir að hann teldi að fella ætti málið niður. Til vara gerði Andri þá kröfu að saksóknari Alþingis fengi tölvupóstana ekki afhenta. Tölvupóstur Geirs H. Haarde hef- ur komist í umræðuna eftir hrunið en í bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um hrunið er vitnað í tölvupósta sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráð- herra, sendi honum í október 2008 – í hruninu. Þar gagnrýndi Ingibjörg Davíð Oddsson seðlabankastjóra harðlega og gerði kröfu um að hann hætti í starfi: „Það er mín skoðun að eng- inn einstaklingur geti verið stærri en viðfangsefnið sem hann er að fást við. Ég tel að DO sé ekki réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Hann verði að fara. Það skipti veru- legu máli fyrir stöðu mála á Íslandi í nútíð og til framtíðar að okkur tak- ist að vinna okkur saman sem einn maður út úr þessu ölduróti og við í Samfylkingunni munum ekki sætta okkur við það að DO sitji við stjóra og útdeili skensi og skömmum. Þess vegna verður hann að fara.“ Ýmislegt hnýsilegt gæti því kom- ið upp úr kafinu ef saksóknari fengi aðgang að tölvupóstum Geirs og má ætla að tölvupóstarnir gætu aðstoð- að saksóknarann í málarekstrinum gegn Geir H. Haarde. Ekki liggur fyrir hvenær lands- dómur mun kveða upp úrskurð sinn í málinu. ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.