Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 9. mars 2011 Miðvikudagur VAR BOÐIN ÁFALLAHJÁLP EFTIR 28 ÁR Eftir tæplega 30 ára baráttu fyrir rétt- læti hefur forsætisráðuneytið boð- ið Guðbrandi Kr. Haraldssyni áfalla- hjálp. Guðbrandur hefur síðan 1983 barist fyrir því að fá tjón sitt bætt eft- ir að krapaflóð féll á hús hans á Patr- eksfirði með þeim hræðilegu afleið- ingum að sex ára gömul dóttir hans lést auk þess að hús fjölskyldunnar skemmdist mikið. „Þetta er auðvit- að bara brandari eftir að hafa verið beittur órétti í öll þessi ár. En samt er ég þakklátur fyrir að okkur hafi loks- ins verið boðin áfallahjálp,“ bætir hann við en það er mat Guðbrands og þeirra sérfræðinga sem til málsins þekkja að nýgerður varnargarður ofan við Patreksfjarðarbæ hafi stýrt flóðinu af miklum krafti á hús fjölskyldu hans. Engin úrræði Guðbrandur hefur barist fyrir rétti sínum og fjölskyldunnar í héraðs- dómi, Hæstarétti og sendi erindi til Mannréttindadómstóls Evrópu en án árangurs. Þrátt fyrir að Guðbrandur hafi aflað nýrra gagna í málinu sem þykja sýna með afgerandi hætti að varnargarður hafi beint flóðinu að húsi fjölskyldunnar er hann úrræða- laus fyrir íslenskum dómstólum. Ekki er hægt að taka málið upp að nýju í Hæstarétti samkvæmt lögum. Hann leitaði því á náðir forsætisráðuneytis- ins til að fá lausn sinna mála en ráðu- neytið styrkti ýmsa einstaklinga eftir Suðurlandsskjálftann 2008. Styrkir til einstaklinga sem urðu fyrir tjóni sem tryggingar ná ekki til voru í kringum 400 milljónir króna en ráðuneytið segist ekki hafa lagaleg úrræði til að verða við óskum Guðbrands og vísaði málinu áfram á innanríkisráðuneyt- ið. Það sem eftir stendur er að hon- um var boðin áfallahjálp 28 árum eftir slysið en hvorki Guðbrandi né fjöl- skyldu hans bauðst slík hjálp frá ríki eða sveitarfélagi á sínum tíma. Eina hjálpin sem barst var í pilluformi. „Ég vil bara að við fáum leiðrétt- ingu okkar mála. Við höfum orðið fyr- ir peningalegu tjóni. Það er einsdæmi að svona sé staðið að hlutunum. Bæði að húsið hafi ekki verið keypt af stjórnvöldum og að þolendum sé gert að búa áfram á staðnum og einnig að orsakir slyssins séu vegna beinna að- gerða af hálfu stjórnvalda. Fyrir utan það auðvitað að fjölskyldan hefur orðið fyrir miklum tilfinningalegum skaða. Bæði vegna hamfaranna og svo auðvitað líka vegna þess að þetta hefur hangið ófrágengið yfir okkur í bráðum þrjá áratugi.“ Missti dóttur sína Guðbrandur sagði sögu sína í helg- arviðtali við DV í janúar 2010. Þar rifjaði hann upp þetta hræðilega at- vik sem átti sér stað 22. janúar 1983. „Allt í einu kom bara þungt högg og svo lengi á eftir var dauðaþögn,“ sagði hann um stundina þegar krapa- og aurflóðið dundi á húsi fjölskyldunn- ar. „Mesti þungi flóðsins kom inn um eldhúsgluggann en þar sátu börnin og voru að fá sér síðdegiskaffi. Þau sátu bara þar að spjalla systkinin,“ en dóttir Guðbrands var þá sex ára og sonur hans tólf ára. Sjálfur var hann inni í stofu og Vig- dís, eiginkona hans, á neðri hæð húss- ins þegar flóðið skall á því. „Allt í einu var maður bara kominn í aðstæður sem maður hvorki þekkir né skilur.“ Þegar Guðbrandur hafði áttað sig á því hvað hefði gerst var hans fyrsta hugsun hvar börnin væru stödd í húsinu. „Þá gerði ég mér ekki grein fyrir því að þau hefðu verið frammi í eldhúsi og þegar ég fór að rifja upp hvar þau hefðu verið bara blokkeraðist allt.“ Guðbrandur og nágranni hans leituðu fyrst á neðri hæð hússins en fundu börnin ekki. Þá var fólk farið að grafa í eldhúsinu þar sem börn- in höfðu lent undir krapanum. Dótt- ir Guðbrands var flutt upp á heilsu- gæslu þegar hún fannst þar sem lífgunartilraunir voru reyndar, en án árangurs. „Hún hafði verið algjörlega óvarin þarna í snjónum og krapanum en drengurinn kýldist undir innrétt- inguna og eldhúsborðið sem skýldi honum frá því versta. Því slapp hann lifandi sem betur fer,“ sagði hann í viðtalinu. Úrræðalaus fjölskylda Eftir slysið upplifði Guðbrandur al- gjört aðgerðaleysi af hálfu yfirvalda hvert sem komið var. Engin hjálp barst hvort sem var í formi áfalla- hjálpar eða annarrar ráðgjafar. Hvorki frá ríki né sveitarfélagi. Guðbrand- ur og fjölskylda fengu tjón sitt bætt úr tryggingum og notuðu þann pen- ing til þess að gera við skemmdirnar á húsinu. Andlegt ástand fjölskyldunn- ar versnaði sífellt þar sem þau höfðu engin úrræði til þess að vinna úr þess- um mikla harmi. Þegar tæplega ár var svo liðið frá slysinu gat fjölskyldan ekki hugsað sér að búa lengur í hús- inu og neyddist til að selja það langt undir markaðsvirði. Fjölskyldan hafði lagt allt sitt í hús- ið og var því mjög illa stödd fjárhags- lega. Þar sem varnargarðurinn hafði beint flóðinu að húsi hans vildi Guð- brandur sækja rétt sinn fyrir dóm- stólum en hafði ekki efni á því. Hann barðist því árum saman fyrir gjafsókn þar sem hann vildi fá fullt verð fyrir húsið sem og miskabætur vegna þess að skaðann hefði mátt rekja til vinnu- bragða hreppsins. Dómsmálaráðuneytið veitti Guð- brandi loks gjafsókn árið 1991. Rúm- um átta árum eftir slysið. Tveir dóms- kvaddir matsmenn fóru þá vestur á Patreksfjörð og skoðuð aðstæður. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að varn- argarðurinn hefði haft áhrif á stærð og stefnu flóðsins og vann Guðbrand- ur málið í héraðsdómi. Því var áfrýjað og tapaði hann málinu í Hæstarétti. Ekki voru sendir dómskvaddir mats- menn til að kynna sér málið á veg- um Hæstaréttar og mat undirdóms hundsað. Álit sérfræðinga hundsað Guðbrandur aflaði þá nýrra gagna þegar tveir sérfræðingar er komu á slysstað á vegum stjórnvalda sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þeir höfðu skoðað aðstæður á slys- stað fjórum dögum eftir slysið og komist að þeirri niðurstöðu að garð- urinn hefði aukið snjósöfnun, aukið kraft flóðsins og orsakað að flóðið féll lengra til austurs en ella. Guðbrandur lagði fram ný gögn og beiðni um end- urupptöku í Hæstarétti en var hafnað. Þetta var árið 2002 og var mat sérfræð- inga hundsað þótt vísað hefði verið til álits þeirra við dóm Hæstaréttar þeg- ar hreppurinn var sýknaður. En þá var túlkun Hæstaréttar á svörum þeirra ekki í samræmi við álit þeirra eins og fram kemur í yfirlýsingu frá þeim. Lögum samkvæmt er ekki hægt að áfrýja í þriðja sinn til Hæstaréttar en Guðbrandur lét samt ekki staðar numið. Hann fór fram á það við Ofan- flóðasjóð að málið yrði rannsakað af þar til bærum aðilum. Það hafði hann einnig gert árið 1991. Ofanflóðasjóð- ur vísaði á Veðurstofu Íslands sem að lokum framkvæmdi rannsókn í sam- starfi við Norwegian Geotechnical Institute. Niðurstaða var sú að varn- argarðurinn hefði haft afgerandi áhrif á stærð og stefnu flóðsins. Þvælist á milli ráðuneyta Í gegnum árin, allt frá slysinu, hefur hann þvælst á milli ráðuneyta. Guð- brandur og Sighvatur Björgvinsson fóru árið 1984 á fund með Alexand- er Stefánssyni, þáverandi félagsmála- ráðherra, og lofaði hann að sinna máli þeirra að sögn Guðbrands en ekkert varð úr. Guðbrandur barðist lengi fyrir rétti sínum í félagsmála- ráðuneytinu. Eftir málaferlin fór hann svo að berjast fyrir rétti sínum í um- hverfisráðuneytinu og nú síðast í for- sætisráðuneytinu. „Manni hefur verið lofað hinu og þessu í gegnum tíðina en svo er ekki staðið við neitt. Þegar kemur að því að setja eitthvað niður á blað þá bakka allir.“ Samningur en engin sátt Árið 2006 gerði Guðbrandur samn- ing við sveitarfélagið Vesturbyggð þess efnis að hann myndi ekki gera frekari kröfur á sveitarfélagið. Hann fékk 6 milljónir króna greiddar en var ráðlagt af lögfræðingi sínum og flestum sem að málinu komu að taka þeim samningi. Enda hafði hann lagalega engin úrræði fyrir dómstól- um og hafði auk þess barist í málinu í rúma tvo áratugi. Þrátt fyrir þennan samning, sem allir eru ekki sammála um að stand- ist lög, er Guðbrandur ekki sáttur. Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is „Þetta er auðvit- að bara brandari eftir að hafa verið beittur órétti í öll þessi ár. n Missti dóttur sína í krapaflóði n Rannsóknir sýna að varnargarð- ur beindi flóðinu að húsinu n Getur ekki áfrýjað þrátt fyrir ný sönn- unargögn n Sendur úr ráðuneyti í ráðuneyti n Gefst aldrei upp „Ég hélt að við byggjum í réttarríki þar sem rétt- lætið fengi fram að ganga en það er bara barnatrú. Varnargarðurinn og húsið Garðurinn sem er hægra megin á myndinni er manngerður. Hús Guðbrands má sjá þar beint fyrir neðan. Sá endi hússins sem er í endurbyggingu er sá hluti sem krapaflóðið skall á af mestum þunga. Séð neðan frá Á þessari mynd má sjá hvernig flóð sem fellur niður úr gilinu leitar augljóslega í átt að húsi Guðbrands. Í stað þess að falla beint niður úr gilinu og dreifast yfir aurkeiluna eins og það hafði gert aldirnar áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.