Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2011, Blaðsíða 14
Með allt á hreinu n Lofið fær starfsfólk Bónus Lang- holti á Akureyri. Norðlendingur sendi eftirfarandi: „Ég versla oft í þeirri búð og mér finnst það starfs- fólk sem ég hef þurft að leita aðstoð- ar hjá gríðarlega vel upplýst og það er líflegt og kurteist. Einnig er búðin mjög snyrtileg og þar er allt á hreinu. Svo er það besta að grænmetiskælirinn er gríð- arlega fallegur og snyrtilegur yfirleitt sem er að mínu mati mjög mikilvægt og ábótavant í flestum matvöruverslunum á Íslandi í dag.“ Reiknaðu mataræðið út Við heyrum sífellt fréttir af því að Íslendingar borði ekki nógu hollan mat og séu ekki vel á sig komnir líkamlega. Alls konar ráðleggingar dynja á okkur úr öllum áttum og oft er erfitt á átta sig á hvað eru bestu ráðin. Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar er spurt: „Hvernig er mataræðið? Borðar þú nógu hollan mat? Færðu nóg af bætiefnum og trefjum úr fæðunni? Er fitan ef til vill of mikil?“ Þar má finna reiknivél sem finnur út úr þessu fyrir þig en þar má reikna saman þá fitu og bætiefni sem þú færð úr því sem þú borðar daglega. Þú svarar 19 krossaspurningum og færð svo að vita hvernig mataræði þitt sé og gefin eru ráð um hvað má betur fara. Öll sjónvörpin biluð n Lastið fer einnig norður á Akur- eyri en það er líkamsræktarstöðin Átak sem fær það að þessu sinni. „Í stöðinni eru sjónvörp á hlaupabrettunum sem væri gott og blessað ef þau væru ekki öll bil- uð. Annað hvort virkar ekki hljóðið, myndin er afskaplega óskýr eða sjónvarpið virkar bara alls ekki, “ segir óánægður við- skiptavinur. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Hvítar tennur með jarðarberjum Jarðarber og matarsódi geta hjálpað okkur við að fá hvítari tennur, segir á heilsubankinn.is. Það sem orsakar að tennurnar okkar litast eru lituð mólekúl sem finnast til dæmis í rauðvíni, kaffi og tei. Stöðugt færist í vöxt að fólk reyni hinar ýmsu aðferðir við að gera tennur sínar hvítari. Hér á landi er það til dæmis æ algeng- ara að fólk fari í tannhvíttun en slíkar meðferðir geta haft tannkul í för með sér sem og slæm áhrif á góminn og taugaenda í gómnum. Heilsubankinn.is mælir hins vegar með að blanda saman jarðarberjum og matarsóda og dreifa því á tennurnar. Blandan er látin vera á tönnum í fimm mínútur en að því loknu skulu tennur burstaðar með örlitlu tannkremi. Þó er varað við því að gera þetta of oft þar sem ofnotkun getur mögulega haft slæm áhrif á glerung tannanna. 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 9. mars 2011 Miðvikudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 231,9 kr. Verð á lítra 236,8 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 230,7 kr. Verð á lítra 235,6 kr. Verð á lítra 231,9 kr. Verð á lítra 236,8 kr. Verð á lítra 230,6 kr. Verð á lítra 235,5 kr. Verð á lítra 230,7 kr. Verð á lítra 235,6 kr. Verð á lítra 231,9 kr. Verð á lítra 236,8 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð Flestar plastvörur, frá stútkönnum til matarfilmu, geta gefið frá sér efni sem virka eins og hormónið estró- gen. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn sem birtist á Environmental Health Perspective, vefsíðu sem birt- ir ritrýndar greinar um heilbrigðis- mál. Fjallað hefur verið um skaðsemi efnisins Bisfenól-A (BPA) í plastvör- um en nýjustu rannsóknir sýna hins vegar að þetta eigi ekki einungis við BPA og enn sé efni að finna í plast- vörum sem berast í matvælin og hafa eiginleika til að líkja eftir estrógeni. Efnin má finna í BPA-fríum vörum Rannsakaðar voru rúmlega 400 hundruð vörur en áhersla var lögð á vörur sem komast í snertingu við mat og þá sérstaklega vörur svo sem barnapela og vatnsbrúsa. Í ljós kom að yfir 70 prósent þeirra gáfu frá sér efni sem líkir eftir horm- ónum þegar vörurnar voru látn- ar liggja í saltvatni eða alkóhóli. Rannsóknin sýndi að efni þessi má einnig finna í BPA-fríum vörum. Notkun á því efni í plastvörum hef- ur verið umdeild á síðustu árum og í kjölfarið lagði til dæmis Kanada blátt bann við notkun efnisins og þar er það flokkað sem eitur. Dan- mörk, ásamt nokkrum öðrum að- ildarlöndum Evrópusambandsins, hefur nú einnig bannað notkun á BPA í pelum fyrir ungbörn. Marg- ar vörur eru nú auglýstar sem BPA- fríar og hafa framleiðindur notað önnur efni í staðinn en áhrif þeirra eru ekki eins kunn. Samkvæmt nýj- ustu rannsóknum hafa þau sömu áhrif og BPA. Truflar hormónastarfsemi Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að BPA líkir eftir estrógeni í líkaman- um og getur því truflað hormóna- starfsemi. Það valdi meðal annars röskun á innkirtlastarfsemi, ófrjó- semi, skemmdum á æðakerfi, aukn- um líkum á brjóstakrabbameini og snemmbærum kynþroska. Efni þetta var gríðarlega algengt í plastílátum, drykkjarflöskum og matarílátum úr plasti, innan í niðursuðudósum og í pelum. Það er gjarnan notað til að herða plast og oftast að finna í glans- andi hörðum plastvörum. Sýnt hefur verið fram á að BPA lekur út í vökva úr plastílátum og hætt er við að því meira sem þau eru notuð og ef þau eru hituð margfaldist lekinn. Það sama á við ef heitum vökva er hellt í ílát. „Mál sem þarf að fylgjast með“ „Matvælastofnun gaf út í haust ráðleggingar til foreldra um það hvernig eigi að lágmarka flæði BPA í barnapelum,“ segir Stefán Vil- hjálmsson, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun. „En þessi nýja rannsókn sýnir fram á að það eru fleiri efni en bara BPA sem geta haft svipaða verkun eða líkt eftir kvenhormóninu estrógeni. Þetta er eitthvað sem við fylgjumst með hér hjá Matvælastofnun. Við höf- um ekki bannað BPA en þetta mál er í skoðun og er mál sem þarf að fylgjast vel með,“ segir Stefán. Hafa ákveðnar áhyggjur Aðspurður hvort menn hafi áhyggj- ur af þessu segir Stefán að eins og fram hefur komið hafi ekki verið sýnt fram á beina skaðsemi miðað við það magn sem hugsanlega kann að finnast í vörum eða í matvælum sem geymd eru í þess konar plastílátum. Menn hafi þó ákveðnar áhyggjur af þessu og þetta sé eitthvað sem þurfi að fylgjast með. „Það eru áfram- haldandi rannsóknir á þessu efni og mögulegum áhrifum þess. Stað- an hjá okkur er sú að við bendum á hvernig meðhöndla eigi plastílát, svo sem pela, og við fylgjumst með þró- uninni.“ Sér í lagi sé nauðsynlegt að fylgjast með þessu með tilliti til ör- yggis ungbarna en þau séu mun við- kvæmari en aðrir fyrir efnunum fram að hálfs árs aldri. BPA væntanlega bannað á Íslandi á árinu Stefán bendir á að Matvælaöryggis- stofnun Evrópu gaf út álit í sept- ember þar sem ekki var talin ástæða til að banna efnið þar til rannsóknir sýndu ótvíræðari skað- semi BPA. Ráðherraráð ESB ákvað að ganga lengra og nú í lok janúar var gefin út tilskipun um takmörk- un á notkun BPA sem fólst í banni við notkun þess í barnapelum. Framleiðsla á barnapelum með BPA var bönnuð í löndum ESB frá 1. mars á þessu ári og innflutning- ur og dreifing frá 1. júní. Þessi til- skipun er nú í umsagnarferli hjá ríkjum á Evrópska efnahagssvæð- inu, þar með talið á Íslandi, og tek- ur væntanlega gildi hér í framhaldi af því. Ráðleggingar Matvælastofnunar um meðhöndlun á pelum sem innhalda BPA. 1. Henda rispuðum pelum eða pelum með sprungum í. Slitinn barnapeli gæti haft sprungur sem sýklar safnast fyrir í og erfitt er að þrífa og ef pelinn inniheldur BPA gæti það flætt yfir í vökvann í meira magni en ella. 2. Hitastig skiptir miklu máli Það skiptir máli hvernig hita á til dæmis brjóstamjólk eða þurrmjólk. Rannsóknir hafa sýnt að BPA getur flætt í litlu magni yfir í mat og/eða drykk. Meira magn efnisins flæðir ef sjóðandi eða heitt vatn/matvæli eru sett í ílát sem inniheldur BPA. Ekki setja sjóðandi eða mjög heitt vatn ásamt þurrmjólk eða annan heitan vökva í barnapela sem inniheldur BPA þegar verið er að undirbúa blönduna fyrir barnið. Áður en vatninu er blandað við mjólkurduftið er best að setja sjóðandi vatn í ílát sem inniheldur ekki BPA og leyfa því að kólna þar til það er orðið volgt. Þurrmjólk sem er tilbúin til neyslu er í lagi að nota við stofuhita eða velgja hana örlítið með því að setja pelann í heitt vatn úr krananum. Hitið aldrei barnapela í örbylgjuofni. Alveg sama af hvaða tegund þeir eru, mjólkin gæti hitnað misjafnlega og barnið getur þá brennt sig á henni. Þrífið og sótthreinsið barnapela samkvæmt leiðbeiningum sem fylgja. Látið svo pelann kólna áður en þurrmjólkinni eða öðrum vökva er bætt út í. 3. Merkingar og leiðbeiningar sem fylgja pelum og öðrum matarílátum Það er góð regla að setja ílát aðeins í uppþvottavél ef þau eru merkt með „dishwasher safe“ og sama með örbylgjuofn ef þau eru merkt með „microwave safe“. Þegar plast með BPA er hitað í örbylgju eða þvegið í þvottavél eykst flæði BPA úr plastinu. Á heilsubankinn.is eru leiðbeiningar um hvernig hægt sé að forðast nálgun við BPA en þar segir að það sé kjörið að nýta sér málm- eða glerflöskur undir drykki, nota plastbrúsa sem merktir eru númer 5 því þeir eru sagðir skaðlausir. Forðast skuli hert plastmatará- höld, sérstaklega fyrir lítil börn, nema hægt sé að fullvissa sig um að þau innihaldi ekki eiturefnið. Sé BPA í plastvörunum sé mikilvægt að nota mild þvottaefni á þær, sleppa því að þvo þær í uppþvottavél. forðast að þær hitni og þrífa þær með svampi. Það dragi úr líkum á því að efnið leysist upp og berist út í matvælin. Þar sem BPA er gjarnan í niðursuðudósum er vert að benda á að kaupa frekar vörur sem eru í glerkrukkum. Ráðleggingar Matvælastofnunar Ráðleggingar Heilsubankans n Nýjar rannsóknir sýna að enn sé að finna efni sem líkja eftir hormónum í flestum plastvörum n Auka líkur á ófrjósemi, brjóstakrabbameini, snemmbærum kynþroska n Matvælastofnun fylgist með þróun mála Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is EITUREFNIN FLÝTA FYRIR KYNÞROSKA Ungbarn með pela Komið hefur í ljós að fleiri efni en BPA geta líkt eftir estrógeni. MYND PHOTOS.COM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.