Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 2
2 | Fréttir 18.–20. mars 2011 Helgarblað Lektor í lögreglu- rannsókn Jón Snorri Snorrason, lektor í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands og fyrrver- andi umsjónar- maður með MBA- námi í skólanum, var stjórnarformaður og einn af eig- endum iðnfyrirtækisins Sigurplasts í Mosfellsbæ sem er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna gruns um að stórfelld lögbrot hafi verið framin í starfsemi þess. Líkt og DV greindi frá á föstudaginn leikur grunur á að skattalagabrot, skilasvik, umboðs- svik og fjárdráttur séu meðal þeirra brota sem hafi átt sér stað í rekstr- inum. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra og lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hafa Sigurplastsmálið til rannsóknar. Íslensk hetja í Bosníu Vilborgu Ís- leifsdóttur Bickel hlotnaðist sá heiður síðustu helgi að hljóta Elisabeth Norgall- verðlaunin. Verð- launin eru veitt konum sem hafa unnið ötullega að því að auka veg og virðingu kvenna um víða veröld. Vilborg hefur unnið virð- ingarvert starf við að bæta hag kvenna í Bosníu í næstum tvo áratugi, eða allt síðan átök hófust á Balkanskaga árið 1992. Vilborg er búsett í Wiesba- den í Þýskalandi. Þegar fréttir bárust af voðaverkum í Bosníu, allt frá 1992, ákvað hún að eitthvað þyrfti að gera. Hún tók þátt í félagsskap kvenna sem kallaði sig „Svartklæddu konurnar“ sem dreifði upplýsingabæklingum til íbúa Wiesbaden um ástandið. Með 13 milljónir á mánuði Forstjóri stoðtækja- framleiðandans Össurar, Jón Sig- urðsson, var með tæpar 13 milljónir króna á mánuði á fyrra. Þetta kemur fram í nýlegum ársreikningi almenn- ingshlutafélagsins. Heildarlaun Jóns, sem fær greitt í bandarískum doll- urum, námu rúmlega 1,34 milljónum dollara í fyrra samkvæmt ársreikn- ingnum. Þetta gera heildarlaun í ís- lenskum krónum upp á tæplega 156 milljónir. Laun Jóns hækkuðu um nærri helming á milli áranna 2009 og 2010 en í hitteðfyrra fékk hann 924 þúsund dollara í árslaun. Mis- munurinn á milli ára er því nærri 420 þúsund dollarar, eða nærri 50 millj- ónir króna. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Fjölþrepa bakbrettið • Teygir á hrygg og bakvöðvum • Minnkar vöðvaspennu • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Verð: 7.950 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Fátækir barnakarlar fá síður krabba- mein í blöðruhálskirtilinn en þeir karlar sem lifa við góð kjör og eiga fá eða engin börn. Til þess að fyrir- byggja þennan illvíga sjúkdóm ættu karlmenn að forðast hvers konar „óeðlileg kynæsandi áhrif,“ svo sem af æsandi myndum, kvikmyndum og bókum nema þau leiði til fullnæg- ingar skömmu síðar. Þessar mjög svo afgerandi leiðbeiningar til karl- manna koma fram í greininni Pros- tata sem birtist í tímaritinu Úrval tímaritsgreina í samþjöppuðu formi í maí árið1949. Í greininni er fjallað um blöðru- hálskirtilinn, hættuna á krabbameini og hvernig megi fyrirbyggja hana. Fram kemur að verði karlmaður kyn- ferðislega æstur þá sendi hann skila- boð til blöðruhálskirtilsins um að búa sig undir að gefa frá sér vökva. Fái hann ekki fullnægingu fljótlega eftir það geti þessi ónotaði vökvi í kirtlafrumunum safnast upp og ver- ið hin ákjósanlegasta gróðrarstía fyr- ir bakteríur. Ígerðir geti lokast inni, dauðir vefir safnast fyrir, sem síðan geti stuðlað að æxlismyndun. Leiðbeiningar sem eldast illa Jafnvel þó ekki sé mælt með óþarfa kynæsingu, þá er bindindi á kyn- ferðissviðinu ekki til bóta sam- kvæmt greinarhöfundi. „Þvert á móti er reynsla fyrir því að pros- tata geti hlotizt af því að menn hafa skyndilega hætt að lifa kynferðislífi, til dæmis ekkjumenn,“ segir í grein- inni. Í tilefni af átaksmánuðinum Mottumars þar sem reynt er að vekja karlmenn til vitundar um hættuna af krabbameini, er vert að rifja upp þessi heilræði og athuga hvort þau hafi staðist tímans tönn. DV fékk Ragnheiði Alfreðsdóttur, hjúkrunar- fræðing hjá Krabbameinsfélaginu, til þess að gefa sitt álit á þessum leiðbeiningum. Aðspurð um hvort þekkt tengsl séu á milli blöðruháls- kirtilskrabbameins og þess að menn hætti að stunda kynlíf, svarar Ragn- heiður: „Þessi hugmynd var uppi en rannsóknir sýndu ekkert í þessa átt og því hefur ekki verið haldið áfram. En það er rétt að þessu var haldið á lofti.“ Skemmtileg pæling En er það virkilega svo að kynæs- ing sem ekki leiðir til fullnæging- ar geti verið krabbameinsvaldandi, líkt og haldið var fram í greininni frá fimmta áratugnum? Ragnheiður hlær við þegar blaðamaður les upp leiðbeiningarnar úr greininni fyr- ir hana. „Þetta er mjög skemmtileg pæling en það eru engar rannsóknir sem benda neitt til þess og kynlíf er sannarlega talið gott fyrir ónæmis- kerfið almennt. Að sýkingar valdi blöðruhálskirtilskrabbameini – þær pælingar hafa líka verið í gangi en það hefur ekki verið hægt að sanna það eins og til dæmis með legháls- krabbamein.“ Því var einnig haldið fram að blöðruhálskirtilskrabbamein væri tíðara hjá þeim sem lifa við góð kjör og eiga fá börn heldur en hjá þeim sem eru fátækari og eiga mörg börn. „Nei, þetta stenst ekki,“ segir Ragn- heiður. „Það hafa ekki komið fram rannsóknir á þessum tengslum. Þetta er rosalega skemmtilegt því nú vitum við til dæmis varðandi brjósta- krabbameinið að ef konur eiga börn fyrir 18 ára aldur eða eiga fleiri börn þá eru þær í minni áhættu.“ Hvenær eiga karlmenn svo að koma í skoðun? Þó sumar ráðleggingar um krabba- mein hafi elst illa þá hafa aðrar og betri komið í staðinn. Aðspurð um hvenær karlmenn eigi að koma í skoðun vegna blöðruhálskirtils- krabbameins, svarar Ragnheiður: „Því eldri sem karlmaður verður því meiri líkur eru á að það þróist krabbameinsfrumur í blöðruháls- kirtlinum sem gera viðkomandi aldrei neitt mein, en ef þeir fá ein- kenni þá eiga þeir alltaf að leita til læknis. Því fyrr sem maður greinist þá aukast líkurnar á að hægt sé að koma í veg fyrir þetta.“ Ragnheiður nefnir þekkta áhættu- þætti af blöðruhálskirtilskrabba- meini: „Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að ofþyngd og offita stuðl- ar að krabbameini og hreyfing hjálp- ar okkur að vinna gegn krabbameini. Svo er talað um lýkópen-hollustuefni sem er að finna í tómötum. Annar mikilvægur þáttur er erfðirnar. Þegar fólk er í fermingarveislu eða afmælis- veislu og heyrir talað um blöðruháls- kirtilskrabbamein, þá á það að leggja við hlustir um hvort einhverjir ná- tengdir hafi fengið meinið og þá þarf maður að vera meira vakandi,“ segir Ragnheiður. n Í grein frá 1949 var kynæsing sem ekki leiddi til fullnægingar sögð krabbameinsvaldandi n Fátækir karlar sem eiga börn fá síður meinið en vel stæðir barnlausir karlar, segir í grein- inni n Hjúkrunarfræðingur segir leiðbeiningarnar ekki standast tímans tönn Fá fátækir feður síður krabbamein? Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Þessi hugmynd var uppi en rannsóknir sýndu ekkert í þessa átt. Mottumars Átaksmán- uður Krabbameinsfélagsins stendur yfir. Ráðleggingar til karla varðandi krabbamein hafa tekið miklum breyt- ingum undanfarna áratugi. Mynd róbert reyniSSon Hamfarirnar í Japan: Íslendingar hvattir til að yfirgefa Tókíó Utanríkisráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til Íslendinga sem staddir eru í Tókíó eða á svæð- inu fyrir norðan borgina að yfir- gefa landið eða flytja sig sunnar. Þá ræður ráðuneytið Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japans. Mikil óvissa ríkir í landinu í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir norðurhluta landsins síðastliðinn föstudag. Óvissan snýr ekki síst að kjarnorkuverinu í Fukushima en geislavirk efni hafa lekið frá því eftir flóðbylgjuna sem reið yfir í kjölfar skjálftans. Borgaraþjónustan mun eftir at- vikum liðsinna fólki við skipulag ferða en í öllu falli er fólk beðið um að láta vita um allar breytingar á högum sínum. Ráðuneytið ráðlegg- ur fólki að fylgjast áfram með leið- beiningum japanskra stjórnvalda og ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, sérstaklega norrænu ríkjanna. Í kjölfar hamfaranna í Japan ríkir enn óvissuástand á ákveðnum svæð- um og viðvarandi jarðskjálftahætta, auk þess sem truflanir hafa orðið á samgöngum, birgðaflutningum og í raforkukerfi. Í öryggisskyni er ís- lenskum ríkisborgurum eindregið ráðlagt að fara ekki inn á svæði sem er nær Fukushima-kjarnorkuverinu en 80 kílómetrar. Utan þess svæðis er ekki talið að um beina heilsufars- ógn sé að ræða en um nánari upp- lýsingar er bent á upplýsingar frá Geislavörnum ríkisins á vefnum gr.is. Hægt er að ná sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneyt- isins í síma 545-9900 eða með því að senda tölvupóst á netfangið help@ mfa.is Björgólfur kýs ekki um Icesave Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að greiða atkvæði í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um Icesave. Björgólfur Thor var stærsti hlut- hafinn í Landsbankanum ásamt föður sínum, Björgólfi Guð- mundssyni. Björgólfur sagði við Stöð 2 á fimmtudag að hann ætlaði ekki að taka þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni þar sem hann hefði ekki tekið þátt í kosningum hér á landi í mörg ár. Þá sagðist hann telja að eignir Landsbank- ans dygðu að fullu fyrir Icesave.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.