Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 4
4 | Fréttir 18.–20. mars 2011 Helgarblað
Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16.
VITRA Slope blöndunartæki
með botnventli
23.900
GÆÐI
VITRA Mod
blöndunartæki
með botnventli 14.900
Leiðrétting
Í viðtali DV við Meisam Rafiei frá
Íran sem birtist á DV.is um síðustu
helgi var því haldið fram að Mei-
sam hefði unnið Evrópumeistara-
titil í Tae Kvon Do á móti í Trelle-
borg í Svíþjóð á þessu ári. Ítrekað
skal að Meisam Rafiei vann brons
á Trelleborg-open mótinu í Sví-
þjóð, en ekki Evrópumeistaratitil
eins og staðhæft var á DV.is. Mis-
tökin má rekja til misskilnings sem
hafði verið leiðréttur áður en blað-
ið fór í prentun. Þau leiðu mistök
urðu hins vegar að eldra eintak
af greininni, sem ekki var búið að
leiðrétta, var birt á vefnum.
Ari Daníelsson eykur umsvif sín í Lúxemborg:
Með 25 manns í vinnu
Fjárfestinum Ara Daníelssyni virðist
vegna vel í Lúxemborg. Hann er yfir
félaginu Reviva Capital sem heldur
utan um 240 milljarða króna eignir
skilanefnda Glitnis og Landsbank-
ans þar í landi. Upphaflega voru
starfsmenn Ara hjá Reviva Capital 16
en nú hefur þeim verið fjölgað í 25.
Eins og kunnugt er var Ara og
nokkrum öðrum fyrrverandi stjórn-
endum Glitnis í Lúxemborg leyft að
stofna Reviva Capital í maí árið 2010.
Var það gert að frumkvæði skila-
nefndar Glitnis og Erics Collard,
starfsmanns KPMG og skiptastjóra
þrotabús Glitnis í Lúxemborg. Er fé-
lagið í eigu Ara, annarra starfsmanna
og þrotabús Glitnis. Reviva Capital
sér um stýringu á um 160 milljarða
króna eignum Glitnis, sem tengjast
aðallega fasteignaverkefnum. Auk
þessa sér félagið um að innheimta
um 70 prósent af kröfum þrotabús
Landsbankans í Lúxemborg.
Ari fékk 170 milljóna króna kúlu-
lán til hlutabréfakaupa í Glitni í maí
2008 í gegnum eignarhaldsfélagið
AB 133. Árið 2010 var lán Ara kom-
ið í 232 milljónir króna. Talið er að
hann þurfi ekki að standa skil á þess-
ari skuld þar sem hann var ekki í per-
sónulegri ábyrgð fyrir eignarhalds-
félagi sínu.
Ari var einn af nánustu samstarfs-
mönnum Lárusar Welding hjá Glitni.
Í apríl 2008 setti Lárus Ara yfir útibú
Glitnis í Lúxemborg. Með því að gera
Ara að framkvæmdastjóra Glitn-
is í Lúxemborg ætlaði Lárus Ara að
stórauka innlánssöfnun Save&Save-
reikninga Glitnis í Bretlandi og á
meginlandi Evrópu.
Hjá Reviva Captial starfa líka fleiri
Íslendingar. Má þar nefna Andra Vil-
hjálm Sigurðsson, Arnar Ómarsson,
Brand Þór Ludwig og Sigþór Hilmar
Guðmundsson.
as@dv.is
Gerir það gott í Lúx
Ara Daníelssyni vegnar
vel í Lúxemborg. Er hann
kominn með 25 starfs-
menn í vinnu hjá sér hjá
félaginu Reviva Capital.
Áframsendu tölvupóst
starfsmanns:
Brutu lög um
persónuvernd
Persónuvernd hefur úrskurðað að
forsvarsmenn Seltjarnarnesbæjar
hafi brotið gegn lögum um persónu-
vernd með því að stilla tölvupóst
starfsmanns, sem sagt hafði verið upp
vegna skipulagsbreytinga, þannig að
allur póstur, bæði vinnutengdur og
persónulegur, framsendist á annan
starfsmann bæjarins.
Persónuvernd barst í nóvember
síðastliðnum kvörtun frá fyrrverandi
starfsmanni hjá bæjarskrifstofu Sel-
tjarnarness yfir áframsendingu á
tölvupósti hennar á annað pósthólf.
Þessa breytingu gerði bærinn eftir að
hún lét af störfum hjá bænum og án
hennar vitundar.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar-
stjóri Seltjarnarnesbæjar, sagði í svari
sínu til Persónuverndar að starfs-
mannastjóri bæjarins hafi tilkynnt
konunni að viðeigandi ráðstafanir
yrðu gerðar vegna tölvupósts hennar.
Starfsmannastjórinn hafi síðan sent
konunni tilkynningu um breyting-
arnar sem fólu meðal annars í sér að
sjálfvirkri svörun var komið á tölvu-
póstfangið, þar sem sagt var að við-
komandi hefði látið af störfum, auk
þess sem pósturinn var áframsendur
á annað pósthólf.
Konan kannaðist ekki við að hafa
fengið umræddan tölvupóst frá starfs-
mannastjóranum né heldur staðfest
móttöku hans eða samþykkt innihald.
Persónuvernd úrskurðaði að fram-
sending Seltjarnarnesbæjar á tölvu-
pósti konunnar hafi verið óheimil.
Stjórnendur Sigurplasts eyddu gögn-
um um starfsemi félagsins úr far-
tölvum í eigu fyrirtækisins áður en
þeim var skilað til skiptastjóra félags-
ins, Gríms Sigurðssonar. Þetta gerð-
ist á seinni hluta síðasta árs. Félagið
hafði þá verið úrskurðað gjaldþrota
og höfðu endurskoðendur Ernst og
Young skoðað bókhald félagsins og
séð hvaða tölvur höfðu verið í eigu
fyrirtækisins. Skiptastjóri Sigurplasts
bað stjórnendur félagsins, meðal
annars Sigurð L. Sævarsson, þá að
skila fartölvunum, sem voru fimm
talsins. Við skoðun á tölvunum kom
í ljós að búið var að eyða gögnum úr
þeim.
Þetta er meðal þeirra atriða sem
koma fram í endurskoðendaskýrslu
um starfsemi Milestone sem DV hef-
ur undir höndum. Greint hefur verið
frá því að Sigurplastsmálið hafi verið
sent til lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu og efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra vegna gruns um
að lögbrot hafi átt sér stað í starf-
semi félagsins áður en það var gefið
upp til gjaldþrotaskipta í lok septem-
ber í fyrra. Sigurplast skuldaði Arion
banka þá 1.100 milljónir króna og
leikur grunur á að Sigurður, og aðr-
ir stjórnendur hjá Sigurplasti, hafi
gengið á fjármuni og eignir félags-
ins í aðdraganda gjaldþrots þess með
því að færa eignirnar yfir í annað ný-
stofnað félag sem þeir áttu, Viðar-
súlu, án þess að tilhlýðileg greiðsla
kæmi fyrir þær.
Öllu eytt út af hörðum diskum
Endurskoðendur Ernst og Young
rekja það í skýrslunni hvernig skipta-
stjóri Sigurplasts fékk umræddar
fimm tölvur afhentar frá fyrrverandi
stjórnendum félagsins. Í skýrslunni
kemur fram að markmið Ernst og
Young með því að skoða tölvurn-
ar hafi verið að reyna að finna gögn
um starfsemi Sigurplasts sem reynst
gætu hjálpleg við rannsókn á búi
félagsins.
Endurskoðendurnir gripu hins
vegar í tómt þegar þeir skoðuðu tölv-
urnar: „Strax við fyrstu skoðun kom
í ljós að búið var að eyða öllu út af
hörðum diskum og keyra inn á þá
grunnuppsetningu stýrikerfis. Með
þessum aðgerðum var búið að eyði-
leggja þá uppsetningu og þau gögn
sem á vélunum höfðu verið. Við
þurftum því að taka hörðu diskana
úr hverri vél fyrir sig, tengja þá við
ákveðinn búnað sem veitir okkur að-
gang að þeim í gegnum USB-tengi
annarrar tölvu. Með því móti gátum
við notað sérhæfðan hugbúnað til
að skanna í gegnum diskana og leita
uppi gögn sem búið var að eyða.“
Endurskoðendurnir gátu því
skoðað sum þeirra gagna sem hafði
verið eytt en alls ekki öll, líkt og kem-
ur fram í skýrslu þeirra: „Gæði þeirra
gagna sem náðust til baka með þess-
ari aðferð voru mismunandi. Í sum-
um tilfellum fundust heilar skrár en
í öðrum komu einungis fram nöfn
á skrám sem ekki var hægt að lesa.“
Gagnaeyðingin hefur því borið ár-
angur að hluta.
Gögn um Viðarsúlu
Í yfirliti endurskoðendanna um
hvaða gögn fundust á hverri tölvu
fyrir sig kemur fram að í öllum til-
fellum var gögnunum eytt eftir gjald-
þrot Sigurplasts í lok september í
fyrra. Gagnaeyðingin átti sér yfirleitt
stað í nóvember. Um fyrstu tölvuna
segja endurskoðendurnir: „Við skoð-
un á hörðum disk kom í ljós að búið
var að eyða út og yfirskrifa innihald
hans, bæði uppsetningu stýrikerfis
og gögn. Aðgerðin var framkvæmd
þann 11.11. 2010.“
Við skoðun á þeim fáu gögnum
sem fundust í umræddri tölvu komu
í ljós skrár sem tengdust rekstri Við-
arsúlu. Þetta rennir stoðum undir þá
niðurstöðu sem lesa má út úr skýrslu
Ernst og Young að óeðlileg skörun
hafi átt sér stað í rekstri Sigurplasts
og Viðarsúlu. „Hluti þessara skráa
hefur heiti sem vísar til Viðarsúlu
ehf. og því er líklegt að þessi tölva hafi
að einhverju leyti verið notuð vegna
reksturs Viðarsúlu ehf. þó hún hafi
verið eign Sigurplasts ehf.“
Svipaða sögu er að segja af tveim-
ur öðrum af vélunum fimm: Í þeim
fundust líka gögn um starfsemi Við-
arsúlu þrátt fyrir að tölvurnar hafi
verið eign Sigurplasts. Í tveimur af
tölvunum fundust hins vegar gögn
sem benda til að tölvurnar hafi ekki
verið notaðar í starfsemi Sigurplasts.
Allar tölvurnar fimm voru því notað-
ar að hluta í aðra starfsemi en vinnu
fyrir Sigurplast.
Heimildir DV herma að rannsókn
lögreglu á málefnum Sigurplasts
hafi tafist vegna rannsóknarinnar á
meintum samkeppnislagabrotum
Byko og Húsasmiðjunnar.
n Ernst og Young bendir á að gögnum hafi verið eytt í Sigurplasti n Gagnaeyð-
ingin átti sér stað eftir að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta n Tölvur Sigur-
plasts notaðar í rekstur Viðarsúlu n Lögreglan rannsakar Sigurplast
GöGnum um
SiGurplaSt
eytt eftir
Gjaldþrotið
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
4. hluti
Stjórnarformaðurinn Jón Snorri Snorra-
son var stjórnarformaður Sigurplasts þegar
viðskiptin sem til skoðunar eru áttu sér stað.