Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 18
Þorvaldur Breiðfjörð Berglindarson fær nú heimakennslu í Hveragerði. Hann hitti kennarann í fyrsta skipti á mánudag og formleg kennsla hófst svo á miðvikudag. Móðir hans Berg- lind Þorvaldsdóttir er mjög ánægð með þetta fyrirkomulag en drengur- inn var hættur að mæta í Grunnskól- ann í Hveragerði þar sem hann sætti einelti. Þegar DV ræddi við Berglindi þann 7. mars greindi hún frá því að drengurinn hefði ekki mætt í skólann í mánuð. Fundað með nemendum og kennurum „Nú er allt komið á fullt í skólanum,“ segir Berglind en skólinn vinnur markvisst að því að fá drenginn aftur í skólann. Þar til það gerist er honum boðið upp á heimakennslu sem for- stöðumaður félagsmiðstöðvarinnar sinnir en hann er jafnframt kennari við Grunnskólann í Hveragerði og hefur sinnt afleysingakennslu þar. Frá því að málið kom upp hafa kennarar fundað með nemendum auk þess sem foreldrar í öllum ár- göngum voru kallaðir á fundi. Á þessum fundum var farið yfir verk- reglur og vinnulag í eineltismálum. Fundina sátu kennarar, deildarstjór- ar og námsráðgjafi sem er jafnframt umsjónarmaður Olweus-eineltis- áætlunarinnar. Guðjón Sigurðsson, skólastjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, seg- ir að slíkir fundir hafi verið haldn- ir áður, þar sem skólinn hafi unnið samkvæmt Olweus-eineltisáætlun- inni frá árinu 2004. „Í ljósi umræð- unnar ákváðum við að ítreka fyrir for- eldrum hvernig verkferli og vinnulag okkar í eineltismálum er og skerpa á því í öllum bekkjum skólans. Það sorglega í þessu er að ég hugsa að fáir skólar vinni eins vel eftir þess- ari áætlun og við en við höldum því bara áfram. Auðvitað er einelti eitt- hvað sem við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir. Einelti getur verið falið en nú er þessi vakning í samfélaginu sem gerir krökkum kleift að segja frá einelti. Umræðan er opin og það þykir sjálfsagt mál að ræða einelti. Því vonumst við til þess að slík mál geti ekki átt sér stað í skólanum án þess að þau uppgötvist, svo hægt sé að taka á þeim. Þessari vinnu er þó ekki lokið þar sem við höfum ekki getað haldið nema einn fund á dag en hvern fund sitja foreldrar í hverj- um árgangi.“ Hittir kennara á bókasafninu Berglind lýsti því yfir í fjölmiðlum að hún vildi ekki senda drenginn aftur í skólann og sagðist vilja fá heima- kennslu þar til hún væri flutt úr bæjarfélaginu, en það stendur til í haust þar sem hún ætlar sér að setja barnið í annan skóla. Skólinn skil- aði greinargerð til menntamálaráðu- neytisins í síðustu viku og þá ræddi fræðslunefnd á vegum bæjarfélags- ins um málið. Eftir það var ákveðið að drengurinn fengi heimakennslu. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem barn fái heimakennslu í Hveragerði. Nú hittir drengurinn kennara dag- lega á bókasafninu á milli klukkan tvö og fjögur. Guðjón segir að takmark- ið sé að fá drenginn aftur í skólann. „Við stefnum að því að hann stundi nám með sínum bekkjarfélögum. Ég tel það vænlegast til árangurs. En það algjört lykilatriði að drengurinn mæti í skólann svo við getum unnið með málið. Þessi kennari sem sinnir heimakennslunni vinnur einnig með krakkana í frítíma þeirra og ég vona að hann nái til hans. Hann ætlaði að finna tíma í samvinnu við móður drengsins og heimili. Ég veit að það er farið af stað og að um það ríkir sátt,“ segir Guðjón. Ætlar ekki aftur í skólann Berglind tekur undir það. „Við erum ekki flutt enn þannig að hann verð- ur að klára skólaárið þarna. Ég veit til þess að það er verið að vinna með eineltismál í skólanum. Þar á allt að breytast og takmarkið er að fá Þor- vald aftur í skólann. En hann ætl- ar aldrei aftur í þennan skóla. Hann segir það hiklaust.“ Berglind er ekki í beinu sam- bandi við skólayfirvöld heldur er það félagsmálafulltrúi sem gengur á milli. Í gegnum aðra hefur Þorvaldur fengið kveðju frá kennaranum sínum og heyrt að það sé einlægur áhugi á því að fá hann aftur í skólann. „Hann fer aldrei aftur þangað,“ ítrekar Berg- lind og spyr af hverju skólayfirvöld eða kennarinn hafi ekki haft beint samband við sig eða drenginn. „Allir foreldrar sjöttu bekkinga voru boð- aðir á fund nema ég en ég fékk þau svör að ég þyrfti ekki að koma þegar ég spurðist fyrir um það. En mér er alveg sama, mig langar ekkert að fara þangað aftur.“ Óvæntur stuðningur Eftir frétt DV af málinu spunnust miklar umræður á vefnum og í fjöl- miðlum um einelti í grunnskólum landsins og meðal annars í Grunn- skólanum í Hveragerði. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórnin í Hvera- gerði að fela hópi óháðra sérfræð- inga að fara yfir verklag grunnskólans varðandi eineltismál. Auk þess ósk- aði menntamálaráðuneytið eftir greinargerð um málið. Ráðuneytið er að fara yfir málið og starfshópur bæjarstjórnarinnar á að hefja störf á næstu dögum. Viðbrögð almennings hafa þó ekki látið á sér standa og hvorki Berg- lind né sonur hennar hafa undan við að samþykkja vinabeiðnir á Facebo- ok. „Ég er enn að fá rosaleg viðbrögð. Allir vilja Þorvaldi vel og honum er boðið hingað og þangað. Útvarps- stöðin FM957 bauð honum út að borða og í go-kart. Svo var honum boðið í lazertag. Þorvaldur er enn mjög daufur en létt yfir því að komast aftur í nám. Kennarinn hans ætlar að reyna að hjálpa honum. Þorvaldur er samt hjá sálfræðingi líka. Hann hefur verið hjá skólasálfræðingnum og eftir greinina í DV hafði annar sál- fræðingur samband sem ætlar að vinna með Þorvaldi í gegnum tón- list. Hann vinnur mikið með börn sem hafa lent illa í einelti og ætlar að setja saman hljómsveit. Við hitt- um hann einu sinni og það var bara æðislegt. Síðan hafa tveir strákar verið dug- legir að heimsækja hann, þannig að hann er ekki aleinn. Ég er bara svo þakklát fyrir það hvað ég hef fengið mikinn stuðning, bæði frá fólki al- mennt og eins frá fólkinu í Hvera- gerði sem hefur upp til hópa sýnt mér jákvætt viðmót eftir þetta.“ 18 | Fréttir 18.–20. mars 2011 Helgarblað KOMINN MEÐ HEIMAKENNSLU „Það er algjört lykilatriði að drengurinn mæti í skólann svo við getum unnið með málið. n Hætti að mæta í skólann vegna eineltis n Grunnskólinn reynir að ná til barnsins n Hittir kennara daglega á bókasafninu n Móðirin þakklát fyrir stuðninginn n Vinna úr eineltinu í gegnum tónlist Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Þakklát fyrir stuðninginn Drengurinn hefur fengið mikinn stuðning eftir umfjöllun DV. Móðir hans, Berglind Þorvaldsdóttir, er afar þakklát öllu því fólki sem þar hefur verið að verki. „Eftir grein í DV hafði annar sálfræðingur samband sem ætlar að vinna með Þorvaldi. Eignaðist nýja vini Auk þess sem tveir strákar eru farnir að heimsækja drenginn reglulega hefur hann eignast fjölmarga vini á Facebook.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.