Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Page 20
Fjárfestingarfélag Landsbankans, Horn, hefur reynt að selja erlendum aðilum hluta af nærri 14 prósenta hlut sínum í hátæknifyrirtækinu Marel. Horn er næststærsti hlut- hafinn í Marel á eftir fjárfestingar- félagi Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar, Eyri Invest. Þeir erlendu aðilar sem hafa sýnt hluta- bréfum Horns í Marel áhuga eru hins vegar ekki metnir sem líklegir kaup- endur af forsvarsmönnum félags- ins. Þetta er meðal þess kemur fram í fundargerð Horns frá því í lok febrú- ar síðastliðins sem DV hefur undir höndum. Í Viðskiptablaðinu á fimmtudag- inn kom fram að Horn hefði átt í við- ræðum við lífeyrissjóði um möguleg kaup á 3,6 prósenta hlut í félaginu. Fundargerð félagsins bendir til að rætt hafi verið við fleiri aðila um þetta efni. Horn seldi 7 prósenta hlut í Marel í lok síðasta árs. Greint var frá því á þriðjudaginn að Marel væri orðið verðmætasta fyrirtæki Kaup- hallarinnar en félagið er verðmetið á 91,5 milljarða króna. Til samanburð- ar er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem hingað til hefur verið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, metið á 88,5 milljarða. Reifa hugmyndir um skráningu erlendis Í fundargerð Horns kemur jafnframt fram að forsvarsmenn félagsins telji litlar líkur á því að hægt verði að selja bréf í Marel til innlendra aðila svo skömmu eftir síðustu sölu. Í fundar- gerðinni segir: „Þeir erlendu aðilar sem hafa sýnt félaginu áhuga virðast ekki vera kaupendur eins og er. Tel litlar líkur á að ná að selja bréf á inn- lendum markaði svo stuttu eftir að við seldum síðast.“ Einnig kemur fram að Horn hafi uppfært verðmatið á bréfum sín- um í Marel í kjölfar endurfjármögn- unar félagsins og betri afkomu. „Við höfum uppfært verðmat okkar á fé- laginu í kjölfar endurfjármögnun- ar og betri afkomu. Við metum virði Marel á 150 kr. á hlut.“ Í fundargerðinni eru jafnframt reifaðar hugmyndir um skráningu Marel á erlendan markað. Talið er að það verði hins vegar ekki fyrr en eft- ir tvö ár í fyrsta lagi þar sem stjórn- endur fyrirtækisins sjá ekki hag í því strax. „Talsvert ólíklegt að Marel verði skráð á erlendan markað fyrr en eftir tvö ár í fyrsta lagi.“ Samkvæmt þessu stendur til, með tíð og tíma, að Marel verði flutt úr Kauphöll Íslands og til annars lands. Marel mun því að öllum líkindum ekki verða áfram í Kauphöll Íslands nema í nokkur ár til viðbótar. Íhuga 10 milljarða arðgreiðslu Í fundargerð Horns er einnig að finna umræðu um arðgreiðslu til hluthafa félagsins, Landsbanka Íslands, vegna síðasta rekstrarárs. Meðal þess sem er til skoðunar hjá Horni er að greiða eignarhlut Horns í Marel út sem arð til Landsbanka Íslands. Gert er ráð fyrir að arðgreiðslan verði um 10 milljarðar króna en eigið fé Horns var jákvætt um rúmlega 33 millj- arða um síðustu áramót. „Þurfum að skoða hvort við greiðum ekki út eignarhluta Horns í Marel sem arð til NBI. Gerum ráð fyrir að greiða um 10 ma.kr í arð. Eigið fé Horns er um 33,3 ma.kr. og þar af óráðstafað eigið fé rúmlega 12 ma.kr.“ Horn er því ansi burðugt félag og má ætla að hagur þess vænkist enn frekar við söluna á bréfunum í Mar- el. Líkt og DV greindi frá á mánu- daginn er Horn sömuleiðis að velta því fyrir sér að kaupa um 13 pró- senta hlut Landsbankans í Stoðum, móðurfélagi Tryggingamiðstöðv- arinnar og Refresco, sem og um 20 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrir- tækinu Icelandic Group. Þá íhuga stjórnendur Horns að selja 25 pró- sent hlutabréfa í félaginu í Kauphöll Íslands. Mikil hlutabréfaviðskipti munu því væntanlega eiga sér stað í gegnum Horn á næstunni, bæði með hlutabréf sem félagið kaupir eða selur, og jafnframt hugsanlega með bréf í félaginu sjálfu verði það skráð á markað. 20 | Fréttir 18.–20. mars 2011 Helgarblað n Horn reynir að selja innlendum og erlendum aðilum bréf í Marel n Rætt hefur verið við lífeyrissjóði um kaup á bréfunum n Rætt er um að taka Marel úr Kaup- höll Íslands og skrá það erlendis n Horn hyggst greiða um 10 milljarða í arð„Við metum virði Marel á 150 kr. á hlut. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is HORN ÍHUGAR AÐ GREIÐA ARÐ UPP Á 10 MILLJARÐA Horn selur í Marel Fjárfestingarfélag Lands- bankans, Horn, leitar nú að innlendum eða erlendum aðilum til að kaupa nærri 4 prósenta hlut í hátæknifyrirtækinu Marel. Stjórnarformaðurinn Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er stjórnarfor- maður Horns. Samkvæmt fundargerðinni ætlar Horn að greiða eiganda sínum, Landsbank- anum, tíu milljarða króna vegna ársins 2010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.