Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 24
24 | Fréttir 18.–20. mars 2011 Helgarblað Á Sogn fara þeir sem brotið hafa al- varlega af sér en eru úrskurðaðir ósak- hæfir af dómstólum. Það er ekki tek- ið út með sældinni að fara á Sogn og þurfa margir að sitja talsvert lengur á bak við læstar dyr á Sogni en þeir hefðu þurft hefðu þeir verið dæmdir í venjulegt lokað fangelsi. Til eru dæmi um að menn losni aldrei þaðan. „Það er ekkert happ að lenda á Sogni,“ segir Sigurður Páll Pálsson, yf- irlæknir á Sogni. Sogn er rekið und- ir geðsviði Landspítala Íslands og er skilgreint sem sjúkrahús. Breyting- ar urðu í kringum aldamótin síðustu þegar Sogn var fært frá dómsmála- ráðuneytinu og yfir til heilbrigðisráðu- neytisins. „Í eðli sínu er starfsemin á Sogni svipuð og á endurhæfingardeildum innan geðsviða sjúkrahússins nema að þessir einstaklingar eru dæmd- ir þarna inn,“ segir hann og bendir á deild 15 á Kleppi til samanburðar þar sem menn eru sviptir sjálfræði, án þess að hafa hlotið ákæru og verið dæmdir af dómstólum. Endurhæfing en ekki refsivist „Sogn er í raun og veru ekkert annað en endurhæfingarstofnun fyrir fólk sem hefur verið metið alvarlega geð- veikt, sem hefur verið kært fyrir alvar- lega glæpi en dæmt ósakhæft og mun þar af leiðandi ekki vera dæmt í fang- elsi, því það er sýknað ef það er ósak- hæft,“ segir Sigurður Páll um Sogn. „Ef einhver er ósakhæfur á dómurinn að íhuga hvaða úrræði á að beita og þá á alltaf að beita vægasta úrræðinu.“ Hann segir að dómnum sé ætlað að finna viðeigandi úrræði og þjónustu við þá sem dæmdir eru sakhæfir. Þó að menn séu dæmdir ósakhæf- ir í mismunandi málum er lausnin ekki alltaf að senda fólk á Sogn. „Það er hins vegar þannig að þegar verið er að ræða um yngra fólk sem er með al- varlegar geðraskanir og um er að ræða mjög alvarleg morðmál eða mjög al- varlegar líkamsárásir fer viðkomandi yfirleitt á Sogn.“ Þangað fara nær ein- göngu karlmenn og flestir eru þeir vel innan við þrítugt. Meðalaldur þeirra sem fara inn á Sogn, samkvæmt Sig- urði, er í kringum 25 ár. Pláss er fyrir sjö einstaklinga á Sogni. Ekkert grín að vera á Sogni „Það er ekkert grín að vera dæmdur í öryggisgæslu, því hún er ótímabund- in. Það gæti þýtt að þú yrðir þarna miklu lengur en sem nemur refsingu í sumum tilfellum og það hefur gerst í mörgum tilfellum að einstaklingur hefði fengið miklu vægari dóm hefði hann farið í gegnum réttarkerfið,“ seg- ir Sigurður Páll. „Svo snýst þetta við þegar þú tal- ar um þá sem gera alvarlegan hlut og mannskaði verður, bæði á Íslandi og í sambærilegum löndum. Þá verður kannski tíminn sem menn eru í heild- ina inni á Sogni þó nokkru styttri en sem nemur þyngstu refsingu.“ Sigurð- ur Páll segir þetta vera eðlilegt því að afbrotið eigi ekki að skipta máli þegar kemur að bataferli vistmannsins. „Það er gegnumgangandi í ís- lenskum lögum að maður á aldrei að beita harðara úrræði en ástæða er til,“ bendir hann á. „Þetta hefur ekkert með refsingu að gera í raun og veru. Þetta snýst um bata og meðferð.“ Rammgerð sjúkradeild Sjúklingarnir á Sogni njóta ekki mik- ils frelsis. Allar dyr eru á öllum stund- um læstar. Útivistartími er takmarkað- ur, þó að göngutúrar um svæðið hafi verið leyfðir yfir björtustu mánuðina. Enginn vistmaður á réttargeðdeild- inni fer þó einn út fyrir veggi sjúkra- deildarinnar. Að minnsta kosti tveir til þrír gæslumenn fylgja sjúklingum hvert fótmál fari þeir út af spítalanum. Heimsóknir fjölskyldu og vina eru undir eftirliti og aðeins leyfðar um helgar. Bakgrunnur og tengsl þeirra sem heimsækja staðinn eru þó kann- aður áður en viðkomandi fær leyfi til að koma og er það gert í þeim tilgangi að raska ekki meðferð sjúklinganna. Netaðgangur sjúklinga er takmarkað- ur og fá þeir ekki að fara á netið nema undir eftirliti. „Það eru í raun reglur um allt,“ segir Sigurður Páll. Fæstir þeirra sem dæmdir eru til vistunar á Sogni brjóta alvarlega af sér aftur og getur hann aðeins nefnt eitt dæmi um að vistmaður á Sogni hafi gerst sekur um alvarlegan glæp, lík- amsárás eða morð, eftir að hafa losn- að af réttargeðdeildinni. Dæmdir eitt ár í senn „Það fer enginn inn á Sogn og út aft- ur innan einhverra x daga eða vikna. Samkvæmt lögunum er tilsjónarmað- ur skipaður fyrir þann sem er dæmdur inn á viðeigandi stofnun og hann get- ur hreyft við málinu og beint því aftur inn í réttarkerfið. En ekki fyrr en eftir ár,“ segir Sigurður Páll. Þetta þýðir að hver og einn einstaklingur er í raun dæmdur til eins árs vistar á Sogni í senn sem er svo stöðugt endurmetið. „Það getur verið að einstaklingur sé dæmdur inn á Sogn sem gerði í sjálfu sér alvarlegan hlut en olli ekki miklum skaða. Svo ef hann fær mjög hraðan bata þegar hann fær viðeigandi með- ferð þá er það svolítið skrýtið að slíkur maður sé lengur inni á Sogni en hann þarf að vera ef hægt er að veita honum jafn góða þjónustu annars staðar.“ Vistmaður á Sogni getur þó beðið um að mál verði tekið fyrir áður en ár er liðið. „Það er hægt að biðja um und- anþágu frá því sem stendur í lögun- um, en það er yfirleitt bara ekki gert.“ Dómur hefur alltaf úrslitavaldið Þegar grunur leikur á að þeir sem brjóta alvarlega af sér séu geðveik- ir eru þeir metnir af geðlæknum sem leggja svo skýrslu fyrir dómara. „Það er alltaf dómurinn sem hefur úrslitavald- ið um hvað hann gerir og hann er mjög skýr í því hvort einstaklingur sé ósak- hæfur,“ segir hann. Þegar dómurinn hefur svo komist að niðurstöðu um að einstaklingur sé ósakhæfur færist lög- saga hans yfir til starfsmanna á Sogni og sérstaks réttargæslumanns. Eftirlit með vistmönnum á Sogni er mismunandi eftir því hvernig fólk axl- ar ábyrgð og eftir líðan þess. Þegar vist- menn koma fyrst á Sogn fá þeir venju- legt herbergi og eru undir ströngu eftirliti. „Við höfum atferlismótandi kerfi sem felst í því að við látum fólk hafa meiri réttindi og ábyrgð eftir því sem líðan einstaklingsins leyfir,“ segir Sigurður Páll. „Endurhæfing er sam- vinna með sjúklingi.“ Hver einstak- lingur fær rétt og ábyrgð í samræmi við hvernig meðferð hans gengur. Vistmenn stöðugt endurmetnir „Meðferðin á Sogni er í raun og veru lögð upp eins og önnur meðferð í góð- um geðlækningum. Þó að gögn liggi fyrir um fólkið er það alveg frá fyrsta degi sem fólk leggst inn á Sogn að það er byrjað að meta fólkið, ræða við það, horfa á fólk og sjá hver getan er,“ segir Sigurður Páll um hvernig meðferðin fyrir ósakhæfa einstaklinga er. „Í hverju og einu tilfelli er mjög mismunandi meðferðaráætlun strax frá fyrsta degi því vandamálin geta verið alveg frá því að fólk getur verið svo sýnilega sturlað að hver leikmaður getur séð það til þess að vandamálin séu ekki svo sýnileg almenningi.“ Þegar einstaklingar koma á Sogn eru þeir því í stöðugu endurmati og staða þeirra í bataferlinu er stöðugt metin. Sigurður Páll segir að meðferðin byggist á virðingu og trausti og traust og virðing fylgist að við geðhag við- komandi. Lyf séu þó gefin ef þörf þykir til en ef samtalsmeðferð dugi sé sú leið farin, staðreyndin hafi þó reynst sú að flestir þeir sem komi á Sogn þurfi á einhverjum lyfjum að halda. Aðstæðurnar sem eðlilegastar „Geðrannsóknir eru þannig að þær verði bestar og öruggastar eftir því sem þú færð lengri tíma til að skoða viðkomandi,“ segir Sigurður Páll. „Það eru engin geðeinkenni sem eru algjör- lega þannig að ákveðið einkenni passi við ákveðinn sjúkdóm. Geðsjúkdómar eru flóknir hvað það varðar að flestir meiri háttar geðsjúkdómar hafa sam- skörun við einkenni, þannig að ein- kennin mynda saman einhverja heild- stæðu sem við köllum heilkenni.“ Hann segir að tíminn sé einna mikilvægastur þegar kemur að með- ferð við geðsjúkdómum. „Það þarf að kynnast fólkinu og gefa sér góðan tíma við sem eðlilegastar aðstæður þó að alls öryggis sé gætt. Eftir því sem tím- inn líður safnast saman upplýsing- ar um fólk. Endurhæfingin verður að byggja á því sem í raun og veru er að. Þó að það sé búið að gera geðrann- sókn erum við að gera endurmat um leið, við skoðum þróunina hjá einstak- lingunum,“ segir hann. n Geðsjúkir afbrotamenn dæmdir á Sogn í eitt ár í senn n Ótímabundinn dómur sem tekur ekki alltaf enda n Fyllsta öryggis gætt, segir yfirlæknir n „Þetta hefur ekkert með refsingu að gera í raun og veru“ „Ekkert grín að vera dæmdur í öryggisgæslu“ Sigurður Páll Pálsson Yfirlæknir á Sogni og Kleppi. „Það eru í raun reglur um allt. Réttargeðdeildin Sogn Geðsjúklingar sem brjóta alvarlega af sér og eru dæmdir ósakhæfir eru vistaðir á Sogni. MYND GUNNAR V. ANDRÉSSON Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.