Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 27
Erlent | 27Helgarblað 18.–20. mars 2011 Franskir kjarnorkusérfræðingar eru svartsýnir fyrir hönd japanskra yfir- valda í viðleitni þeirra við að ná tök- um á neyðarástandinu í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í norðaust- urhluta Japans. Geislavarnastofn- anir um víða veröld hafa nú feng- ið beinan aðgang að upplýsingum frá Fukushima-kjarnorkuverinu, til að meta hættuna á geislun. Þar á meðal eru Geislavarnir ríkisins á Ís- landi. Nú er svo komið að í þremur af sex kjarnakljúfum versins hafa kælilaugar gufað upp vegna mik- ils hita frá geislavirkum stöngum. Alla jafna er stöðugur straumur af vatni sem kælir stangirnar en gufan sem myndast af kælingunni býr til orkuna í kjarnorkuverinu. Eftir jarð- skjálftann sem skók Japan 11. mars síðastliðinn, hefur vatnsstraumur- inn riðlast – sem þýðir að geisla- virku stangirnar hafa haldið áfram að hitna. Takist ekki að kæla stang- irnar með einhverjum hætti munu þær bræða úr sér með skelfilegum afleiðingum. Sólarhringur til stefnu Sérfræðingarnir sem starfa hjá Kjarnorkumálastofnun Frakklands sögðu á fimmtudag að japönsk stjórnvöld hefðu ekki nema tvo sól- arhringa til að ná tökum á ástand- inu, en sá frestur verður liðinn á laugardag. Thierry Charles, örygg- isfulltrúi, var ekki bjartsýnn í við- tali: „Ég er svartsýnn vegna þess að síðan síðasta sunnudag hefur ekk- ert þeirra úrræða sem gripið hefur verið til borið árangur. Öll nótt er þó ekki úti enn.“ Með hverjum degi verður erfið- ara fyrir starfsmenn kjarnorkuvers- ins að nálgast kjarnakljúfana þar sem geislavirkni hækkar ört. Jap- önsk stjórnvöld hafa gripið til ör- þrifaráða og sendu á fimmtudag slökkviliðsþyrlur, sem margir kann- ast við þegar skógareldar geisa, til að sækja sjó og láta hann falla yfir kjarnorkuverið. Þessar tilraunir báru lítinn árangur þar sem þyrlurn- ar þurftu fljótt frá að hverfa vegna mikillar geislavirkni í andrúmsloft- inu fyrir ofan kjarnorkuverið. Kjarnorkumálastofnun Banda- ríkjanna mat það svo að brátt yrði geislavirkni í námunda við verið svo mikil, að hún gæti valdið dauða þeirra sem koma nálægt verinu á nokkrum klukkustundum. Í yfirlýs- ingu frá Bandaríkjunum sagði: „Við teljum varnarveggi kljúfanna hafa eyðilagst auk þess sem ekkert vatn er til kælingar. Við teljum geisla- virkni mjög háa og gæti það komið í veg fyrir möguleikann til að bregð- ast við.“ Hylltir sem hetjur Japanir söfnuðust saman á fjöl- mörgum stöðum á fimmtudag til að hylla þá 180 starfsmenn kjarn- orkuversins í Fukushima sem hafa hætt lífi sínu til að reyna að koma í veg fyrir eitt alvarlegasta kjarnorku- slys sögunnar. Talið er að nú þegar hafi starfsmennirnir orðið fyrir tölu- verðri geislavirkni. Sérfræðingar telja að starfs- mennirnir muni gera allt í sínu valdi til reyna að koma í veg fyrir slys. Þeir muni jafnvel fórna lífi sínu með því að fara í hálfgerða sjálfsmorðsað- gerð. Ef þeir láta ekki lífið munu þeir að öllum líkindum þjást af alvarleg- um heilsufarsvandamálum allt sitt líf vegna geislunar. Þó að nöfn starfsmannanna hafi ekki verið gefin upp þá hafa birst viðtöl við ættingja þeirra í fjölmiðl- um í Japan. Ung kona sagði í viðtali að faðir hennar hefði tekið örlög- um sínum sem dauðadómi. Önnur kona sagðist vita til þess að eigin- maður hennar hefði haldið áfram störfum þrátt fyrir að vita að hann yrði fyrir mikilli geislun. Hann sendi henni tölvupóst sem í stóð: „Þið verðið að gera það fyrir mig að halda áfram að lifa hamingjusömu lífi, ég kem ekki heim alveg strax.“ Þá birti japönsk stúlka færslu á Twitter sem í stóð: „Pabbi minn fór til vinnu í kjarnorkuverinu, ég hef aldrei séð mömmu gráta svona mikið. Fólkið í kjarnorkuverinu er að berjast og fórna sér til að vernda ykkur. Gerðu það pabbi, komdu aftur heim á lífi.“ Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „PABBI, KOMDU HEIM Á LÍFI“ n Kælilaugar hafa tæmst í kjarnakljúfum Fukushima Daiichi-kjarnorkuversins n Hætta á kjarnorkuslysi í líkingu við Tsjernóbyl n Sérfræðingar eru svartsýnir n Starfsmenn kjarnorkuversins hætta lífi sínu til að ná tökum á ástandinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.