Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 32
32 | Viðtal 18.–20. mars 2011 Helgarblað E itt atvik í lífi mínu hefur haft gríðarlega mikil áhrif á per­ sónu mína og viðhorf til lífs­ ins. Þetta er mjög sérkenni­ legt atvik en það breytti mér um ókomna tíð. Ég varð aldrei samur aftur,“ segir Jón Gnarr. Óvenjulegur klúbbur „Þannig er mál með vexti að ég á mjög góðan vin sem er klæðskipt­ ingur og býr í New York þar sem hann starfar á Lucky Cheng sem er kínverskur matsölustaður og klúbb­ ur fyrir kyn­ og klæðskiptinga. All­ ir sem vinna á staðnum eru ann­ að hvort, en komnir mislangt í kynskiptingu, sumir eru enn karlar með brjóst en aðrir eru komnir alla leið. Enn aðrir eru klæðskiptingar, karlar sem klæða sig upp sem konur. Þarna er öll flóran. Þetta er stór stað­ ur, tekur um fjögur hundruð manns og aðalkúnnahópurinn er óheflað­ ir karlar, þangað fara karlaklúbbar, steggjapartí, hermenn og aðrir sem tapa sér yfir því að sjá menn með brjóst. Þennan vin minn hefur allt­ af langað til þess að við, ég og konan mín, sæjum hann í draginu. Þar sem hann kemur fram á föstudagskvöld­ um ákváðum við að kíkja með strák­ ana sem voru þá þrettán, fjórtán ára. Á föstudagskvöldum er aðalstemn­ ingin og yfirleitt eru öll borð full en við fengum okkur sæti og pöntuð­ um núðlur og kokteil sem heitir Pink pussy, sem er það eina sem er boðið upp á að drekka. Þetta er rosaskrýt­ inn staður, bara leikhús. Þar sem þetta var um sumar var ég klæddur í gallabuxur og stutt­ ermabol og með gleraugun. Ég var mjög nærsýnn með mínus sex og mínus sjö og þar að auki með mikla sjónskekkju þannig að ég sá varla án gleraugna. Án þeirra var eins og vaselíni hefði verið smurt yfir aug­ un á mér. Á meðan við vorum að borða voru menn að ganga um sal­ inn, heilsa gestum með „hello hand­ some“ og káfa á þeim. En það var ekki nóg, vinur minn vildi gera þetta eftirminnilegt fyrir mig.“ Stór, svartur og með risabrjóst Jón gerir hlé á máli sínu á með­ an hann skenkir sér vatn í glas og fær sér gúlsopa. Síðan heldur hann áfram með söguna. Bíðið bara, þetta á eftir að versna. „Allt í einu sá ég út undan mér að til mín stefndi svart­ ur maður, breiður og mikill með rosalega stór gervibrjóst, klæddur í svartan náttkjól. Ég var alveg slak­ ur þótt ég hafi aldrei haft gaman af því að vera tekinn fyrir í leikhúsum, en það kom mér algjörlega á óvart þegar hann sagði: „Hey there hand­ some,“ tók af mér gleraugun, henti þeim á borðið og reif mig upp með sér. Vinur minn hafði beðið um að ég yrði tekinn fyrir og vini hans langaði til að gera það virkilega vel. Um leið og hann reif mig upp þagnaði tónlistin og athyglinni var beint að okkur um leið og gestum var heilsað í hátalarakerfinu. Ég sá nánast ekkert en var leiddur upp á svið við mikinn fögnuð áhorfenda. Síðan var taktfast hommadiskó sett af stað og sýningin hófst. Mér leið strax illa en reyndi að bera mig vel á meðan hann sagði: „You slut, you filthy slut.“ Hann fór svo að káfa á mér og þá var ég bara: Jæja, hvað er í gangi? Hann hélt áfram og færði hendurnar inn á mig og inn á klofið á mér. Allt í einu svipti hann bolnum af mér, sveiflaði honum yfir höfði sér og kastaði honum í áhorfendaskar­ ann þannig að ég stóð ber að ofan uppi á sviði á meðan hann káfaði á mér við fögnuð áhorfenda. Undir drynjandi tónlist og lófataki áhorf­ enda reyndi ég að sveigja mér und­ an þegar hann reyndi að fara með hendurnar inn undir buxnastreng­ inn þar til hann leysti beltið af mér og dró það af með einu handtaki.“ „Mig langaði að deyja“ Jón er klæddur í hvíta skyrtu og galla­ buxur, með brett upp á ermarnar þannig að Reykjavíkur­tattúið blas­ ir við á framhandleggnum. Í gegn­ um skyrtuna glittir í mynd af fóstri í móðurkviði sem skreytir stutterma­ bolinn sem hann er í innan undir. Ég tek eftir þessu vegna þess að nú er hann staðinn upp til þess að leika atriðið um leið og hann segir frá því. Og nú beygir hann sig fram: „Hann var rosalega sterkur auk þess sem ég var nú ekkert að reyna að streitast á móti. Þannig að hann lét mig beygja mig fram á meðan hann flengdi mig með beltinu um leið og hann kall­ aði: „You filthy boy.“ Þá hugsaði ég: Nú langar mig bara að deyja. Ég ósk­ aði þess að ég fengi hjartaáfall eða heilablóðfall. Mig langaði að deyja, í alvörunni,“ segir hann af sannfær­ ingarkrafti. „Ég var ber að ofan eins og hálfviti uppi á sviði þar sem ég var flengdur. Ég var kominn með suð í eyrun og hvorki sá né heyrði. Þetta var eins og í mynd eftir David Lynch, allt í einu sá ég ljósið. Þetta var eins og mómentið sem þú upplifir áður en þú deyrð, ofboðslega skrýtið. Skyndilega henti hann mér í stól þar sem ég sat með frosið bros og reyndi að halda buxunum uppi á meðan hann reyndi að girða nið­ ur um mig. Salurinn ætlaði að tryll­ ast þegar hann klæddi sig úr nátt­ kjólnum og stóð uppi á korseletti og blúndunærbuxum. Þetta var alveg karl með svakabrjóst sem hann var alltaf að glenna framan í mig. Síð­ an klæddi hann sig úr blúndubux­ unum og setti þær á höfuðið á mér. Allt í einu vippaði sér hann svo upp í rimla sem voru þarna og tróð klofinu á sér framan í mig. Hann var alveg með typpi og allt. Ég reyndi að víkja mér undan en þá klemmdi hann fæturna saman fyrir aftan höfuðið á mér. Þannig að ég var með blúndu­ nærbuxur á hausnum á meðan hann klemmdi klofið framan í mig og á meðan var fólk að taka myndir. Hver einasta sella í líkamanum öskraði, engdist um.“ Leið eins og Jesú Niðurlægingin var algjör. „Mig lang­ aði að öskra, berja hann, ég óskaði þess að ég væri með byssu svo ég gæti skotið hann aftur og aftur en í raun var ég lamaður. Ég gat mig hvergi hreyft. Hver einasta taug í lík­ amanum nötraði. Þegar hann kippti mér upp úr stólnum náði hann að girða niður um mig þannig að ég stóð þarna með buxurnar á hæl­ unum, blúndubuxur á höfðinu og salurinn var algjörlega trylltur. Allt­ af hélt hann áfram að segja: „You naughty boy, you filthy slut. I‘m go­ ing to teach you a lesson, you filthy boy.“ Ég vissi ekki hvað var að fara að gerast. Skyndilega laust því niður í huga mér að svona hafi Jesú örugg­ lega liðið þegar hann var krossfest­ ur. Mjög furðuleg hugsun. Og þá var þetta allt í einu búið. Hann veifaði og fór, tónlistin hætti og fólk sneri sér að matnum.“ Fjölskyldan í losti Jón sest aftur í stólinn þar sem við sitjum á skrifstofu borgarstjóra. Um­ rætt kvöld hysjaði hann aftur á móti upp um sig buxurnar og lagðist á hnén í leit að hálsmeni sem mað­ urinn hafði rifið af honum og hent á gólfið. Síðan gekk hann aftur að borðinu þar sem fjölskyldan sat stjörf og starði fram fyrir sig. „Til að kór­ óna þetta kom einhver hálfviti sem er kallaður „weird chinese guy“ af því að enginn veit almennilega hver hann er, lítill kínverskur karl með yfir varaskegg, klæddur eins og hóra í kúrekamyndum, með sokkabönd og allt, til mín með myndir af atvik­ inu. Hann er ljósmyndari staðarins, gengur um með polaroid­myndavél og og selur gestum myndir. Rosaglaður mætti hann að borð­ inu með mynd af mér þar sem ég var í klofinu á karlinum. Ég varð alveg brjálaður og reyndi að rífa mynd­ ina en þar sem það er ekki hægt að rífa polaroid­myndir hamaðist ég á myndinni á meðan hann horfði undrandi á mig. Ég var bara í losti og fjölskyldan mín líka. Nú eru fimm, sex ár síðan þetta gerðist en þetta hafði djúpstæð áhrif á mig. Ekkert einstakt atvik í lífi mínu hefur haft eins djúpstæð áhrif á persónu mína. Hluti af mér dó þetta kvöld,“ segir Jón og hlær. Jón Gnarr segir frá atvikinu sem breytti öllu. Ekkert atvik hefur haft eins og djúpstæð áhrif á hann og þeg- ar hann upplifði hina fullkomnu niðurlægingu og sátt við dauðann, en á þeirri stundu óskaði hans einskis heitar en að fá að deyja. Í viðtali við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur segir hann einnig frá fráfalli föður síns, móður og tengdaföður en hann missti þau öll á síðustu tveimur árum. Sorgin sameinaði fjölskylduna og þegar hann sá vonbrigðin í augum föður síns vegna brostinna drauma varð hann enn staðráðnari í því að sigra heiminn. Jafnvel þótt konan hans kæri sig ekki um frægðina. Enda getur hann vel hugsað sér að draga sig í hlé þegar rétti tíminn kemur og hverfa í hversdagsleikann. Þangað til mun hann hlýða rödd álfkonunnar sem leiðir hann áfram. 1. Hvernig stendur á því að þið skerið niður þjónustu sem kemur við almenning og jafnvel lágtekjufólk? Hafið þið fundið leið til að láta ríka fólkið borga líka? Við höfum reynt að standa vörð um þá sem minnst mega sín, t.d. hækkað fjárhagsaðstoð. Við erum að skoða leiðir til að tekjutengja gjaldskrár. Ég vil líka setja samræmda gjaldskrárstefnu fyrir borgina. Útsvarshækkun er önnur leið, fleiri borga lágar upphæðir í stað þess að hækka gjöld meira sem getur bitnað verr á láglaunafólki. 2. Væri hægt að spara með því að flytja starfsemi borgarinnar úr nýbyggingunum við Höfðatorg? Leigusamningur vegna Höfðatorgs er til 25 ára. Sá samningur var gerður 2007 við fasteignafélagið Höfðatorg ehf. sem á húsið. Það myndi líklega ekki spara peninga að fara út úr þeim samningi eins og hann er. Við höfum verið að segja upp leigusamningum við þriðja aðila víða um borgina og við náum sparnaði með því að nýta húsnæðið á Höfðatorgi betur. Ef við myndum fara af Höfðatorgi yrði borgin líka að leigja eða kaupa annað hús- næði sem myndi ekki vera ókeypis. 3. Ber borgin þungar byrðar vegna nýbygginga og samninga sem gerðir voru við verktaka í góðærinu? Við berum þungar byrðar vegna ýmissa framkvæmda og samninga. 4. Væri hægt að spara með því að draga úr framlögum til íþróttafé- laga, er einhver fita þar, t.d. golfvellir eða íþróttatímar fyrir fullorðna o.s.frv. sem fólk getur borgað sjálft án þess að það bitni á starfsemi fyrir börn og ungmenni? Framlög til íþróttafélaga hafa dregist saman eins og annað. Við erum að hluta til bundin af gömlum samningum, en við erum líka að endursemja við íþróttafélög sem var búið að semja um miklar framkvæmdir við. Flestir forsvarsmenn íþróttafélaga hafa skilning á þessu og þetta hefur tekist ágætlega, en þessari vinnu er ekki lokið. Borgin á ekki að greiða fyrir íþróttatíma fyrir fullorðna sem geta borgað sjálfir og það á aldrei að bitna á starfi fyrir börn og ungmenni. Við höfum verið að vinna að því að ná niður kostnaði vegna góðærissamninga við íþróttafélög og í menningarstarfsemi. Flestir sýna skilning á því. 5. Kæmi til greina að sameina íþróttafélög eða fá þau til þess að vinna meira saman og nýta peningana þannig betur? Já, það væri mjög gott ef þau væru til í það. 6. Samrýmist það stefnu ykkar að skera niður tónlistarkennslu sem kostar borgina tiltölulega lítið miðað við t.d. íþróttastarfsemina? Er fjárfesting í listum ekki góð? Við erum að styðja við listir og tónlistarskóla. Við viljum líka að ríkið komi að framhaldsnámi í tónlist með okkur. Það er mjög góð fjárfesting í listum og við erum að setja töluvert mikið fjármagn í listir. Hins vegar verður að spara þar eins og annars staðar. 7. Hvernig gengur að auka atvinnu í borginni, t.d. í samræmi við hug- myndir sem samstarfsflokkur ykkar hefur sett fram? Við höfum tekið peninga að láni til að nota í ýmis viðhaldsverkefni, einmitt til að auka atvinnustarfsemi. Við höfum verið gagnrýnd fyrir að fara í fram- kvæmdir á meðan við skerum niður í skólum en það er bannað með lögum, að taka fé að láni fyrir rekstri, hann þarf að standa undir sér. Með þessu náum við að skapa vinnu og viðhalda eignum. Okkur finnst við vera að gera mjög rétt og vel í þessu. 8. Er kynjahlutfalla gætt þegar kemur að atvinnuskapandi verkefn- um? Er verið að skapa kvennastörf til jafns við karlastörf? Já, það teljum við. Svo er spurning hvað eru kvennastörf og hvað eru karlastörf. Það verða til ýmis störf í þjónustu tengd framkvæmdum, svo dæmi séu tekin. Við höfum líka staðið að því að koma aftur á laggirnar sjóði til að lána konum sem eru að hefja atvinnurekstur og við höfum verið að styrkja átak vegna kvenna af erlendu bergi brotinna. Okkur langar til að auka hlut kvenna í stjórnunarstörfum hjá borginni. 9. Hafið þið áhyggjur af því að segja upp svo mörgum kvenstjórn- endum í borginni eins og stendur til að gera í sameiningaráformum í leikskólum, grunnskólum og skóladagheimilum? Yfir 70% starfsmanna Reykjavíkurborgar eru konur þannig að fækkun starfa hjá borginni bitnar töluvert á konum. En við viljum jafnrétti. Við erum að spara á öllum sviðum, ætlum að sameina verkbækistöðvar og Svívirtur af klæðskiptingi Pólitíkin Jón um kosningaloforðin og borgarmálin „Mig langaði að öskra, berja hann, ég óskaði þess að ég væri með byssu svo ég gæti skotið hann aftur og aftur en í raun var ég lamaður. Ég gat mig hvergi hreyft. Banksy gaf Jóni þessa mynd Mikil leynd hvílir yfir því hver þessi heimsfrægi götulista- maður er en Jón komst í samband við hann í gegnum hljómsveitina Gorillaz. Í kjölfarið gaf hann Jóni þessa mynd sem hangir nú á borgarstjóraskrifstofunni, nema hvað Banksy breytti blómunum fyrir Jón. Hún hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá Jóni sem gladdist því mjög.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.