Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 33
Viðtal | 33Helgarblað 18.–20. mars 2011
Óttinn hvarf
Hláturinn er samt á yfirborðinu.
Honum fannst þetta ekkert fyndið
á sínum tíma og hann var lengi að
jafna sig eftir þetta. „Ég var marga
daga að jafna mig, konan mín og
synir mínir líka. Annar þeirra sagði
sama kvöld: „Takk fyrir að eyðileggja
æsku mína.“ Þetta var sagt bæði í
gríni og alvöru. Við misstum öll eitt-
hvert sakleysi þarna,“ segir Jón alvar-
legur. „Það var klukkutíma akstur
heim en ég held að enginn hafi sagt
orð alla leiðina. Vinur minn reyndi
að hringja í mig en ég svaraði hon-
um ekki, ég meikaði ekki að tala við
hann. Og það leið langur tími þar
til ég kyssti konuna mína aftur. Við
þurftum að jafna okkur á þessu.
Óvirkir alkóhólistar tala um and-
lega vakningu en ég hef aldrei upp-
lifað andlega vakningu í gegnum
trúariðkun sem kemst í hálfkvisti við
þetta,“ segir hann og sturtar úr öðru
vatnsglasi í sig. „Þetta er eina and-
lega vakningin sem ég hef upplifað
í lífinu. Þessi stund hinnar algjöru
niðurlægingar. Stundin þar sem þú
ert algjörlega sáttur við að vera ekki
til framar, óskar þess að deyja.“
Fram að þessu þjáðist hann af
kvíðaröskunum, var hræddur við
allt og alla. „Þetta er svo skrýtið. Ég
var alltaf flughræddur en eftir þetta
hef ég aldrei orðið flughræddur.
Ekki einu sinni í slæmu flugi. Einu
sinni flaug ég með Nylon-stelpun-
um til Ísafjarðar í hrikalegu flugi þar
sem þær voru öskrandi af ótta. Þá
áttaði ég mig á því að mér var alveg
sama. Ég öðlaðist frelsi. Allir fyrir-
varar, hindranir og tilefnislaus ótti
hurfu en ég var stútfullur af þessu,
með alls konar fóbíur. Trans-sexual-
heimurinn auðgaði líf mitt og hafði
afgerandi áhrif á mig,“ hann hlær
létt.
Eins og landið væri að öskra
Í kjölfarið kafaði hann inn í heim
kristinnar trúar og gerðist kaþólikki.
„Allan tímann sá ég mig samt sem
ferðamann en ég tók þetta alla leið,
las alla Biblíuna, bæði Gamla og
Nýja testamentið og gekk í klaustur.
Ég hefði orðið gyðingur ef ég hefði
getað það. Síðan var þessi trúarleit
mín búin og núna skiptir trú mig
engu máli. Ég kláraði þetta.“
Í dag lítur Jón á sig sem taóista.
„Ég trúi því að það sé eitthvert nátt-
úrulegt afl í heiminum sem leitast
alltaf við að koma sjálfu sér í jafn-
vægi. Ég trúi því að við sem mann-
eskjur séum öll tengd hvert öðru og
að við séum tengd dýrum og öllu því
sem er lifandi. Og að allt líf sé síðan
tengt jörðinni og himninum á hátt
sem verður aldrei útskýrður. Þetta
er ekki gert til þess að skilja það,
þú þarft bara að vita það. Það sem
fólk skynjaði í gamla daga og kall-
aði álfa, tröll og huldufólk er vitund
sem við höfum gleymt, ýtt frá okkur
og afgreitt en það er mjög merkileg
tenging þarna. Þegar Eyjafjallajökull
gaus fannst mér eins og landið okk-
ar væri að öskra, minna á sig og
öskra af reiði yfir því sem hefur við-
gengist hér, hvernig við förum með
landið og hvernig við höfum hagað
okkur. Ég vona að þetta land þurfi
ekki að öskra meira.“
Missti vin og fyrirmynd
Við sitjum í setustofunni á skrifstofu
borgarstjóra. Gluggarnir veita útsýni
yfir snævi lagða Tjörnina og næsta
nágrenni en Jóni er alveg sama um
útsýnið. Það kveikir ekkert í honum.
„Ég hef aldrei verið heillaður af út-
sýni. Þó að það væri múrveggur hér
fyrir utan skipti það engu máli fyrir
mig. Ég horfi meira á fólk en um-
hverfið. Það sem hrífur mig er þeg-
ar fólk er verulega gott og gerir eitt-
hvað óeigingjarnt.“
Í miðri kosningabaráttunni síð-
asta sumar missti Jón tengdaföður
sinn. Hann var Jóni mikill vinur og
fyrirmynd og einn af þessum mönn-
um sem lét alltaf gott af sér leiða.
„Hann kenndi mér mjög margt.
Hann vildi alltaf allt fyrir alla gera
og setti aðra alltaf í fyrsta sæti. Hann
var með mjög stórt hjarta. Síðan dó
hann úr því. Hann var með of stórt
hjarta,“ segir hann einlægur.
Lady GaGa og hamingjan
Hann bætir því við að konan hans
sé honum líka fyrirmynd. „Af því að
hún er svo spes. Mjög klár og and-
lega þenkjandi. Eitt af því sem ég
hef lært er að því meira sem þú gef-
ur af þér, því meira gefur þú sjálfum
þér. Ég hef reynt að hafa það hugfast
varðandi hjónabandið. Því meira
sem ég geri fyrir konuna mína því
ánægðari verður hún og því betur
líður okkur saman.“ Hann viður-
kennir þó að hann geri ekki nóg. „Ég
myndi vilja gefa henni meiri tíma.“
Tíminn er af skornum skammti
þessa dagana. Þegar hann á lausa
stund ver hann henni yfirleitt heima
í faðmi fjölskyldunnar. Yngsti son-
urinn er fimm ára og Jón reynir að
vera sem mest með honum. Síðan
les hann ljóð, horfir á South Park,
sem hann segir að sé fullkomið grín
fyrir gáfað fólk, eða fræðsluþætti og
hlustar á Lady GaGa. Það er þetta
sem gerir hann hamingjusaman og
hann hefur aldrei verið hamingju-
samari en í dag. „Lady GaGa gerir
hverfastöðvar og þar mun stjórnendum fækka. Einnig í stjórnunarstöðum
hjá Reykjavíkurborg en við erum að fara að sameina skrifstofur og deildir í
Ráðhúsinu og á Höfðatorgi. Það eru því sameiningar víða í borgarkerfinu.
10. Var nægilega vel staðið að þessum sameiningaráformum að
þínu mati? Ef ekki, hvað hefðir þú viljað gera betur?
Öll þessi vinna er góð og fagleg. Við erum að reyna að vinna úr öllum
óvissuþáttum sem fylgja svona hugmyndum. Þetta eru þær tillögur
sem er verið að skoða, þeim hefur fækkað úr 99 í 23. Í starfshópnum var
samankomið fólk með yfir eitt hundrað ára reynslu af skóla- og frístunda-
málum. Þarna voru líka mannauðssérfræðingar og svo auðvitað borgar-
fulltrúar sem þekkja málin mjög vel.
11. Kæmi til greina að falla frá einhverjum af þessum hugmyndum?
Ég get ekki sagt til um það núna hvort einhverjar tillögur verða endur-
skoðaðar.
12. Er hagnaðurinn nægilega mikill til þess að réttlæta svo afdrifaríka
aðgerð?
Við bíðum eftir að fara formlega yfir umsagnir, svo verður tekin ákvörðun.
13. „Við viljum skapa besta samfélag sem til er þar sem öllum líður
vel og eru glaðir og tala saman um Besta flokkinn og hvað sé best
fyrir alla og hvað sé gaman að vera í Besta flokknum. Við ætlum að
skipuleggja óvissuferðir fyrir gamalmenni.“ Hefur þú lagt drög að því
að hrinda þessu stefnumáli í framkvæmd?
Hópurinn sem starfar í Besta flokknum er ánægður og við höfum það
markmið að búa til betra samfélag. Það að horfast í augu við fjármálin er
einmitt mikilvægur hluti af því.
14. Tala menn um það hvað sé gaman að vera í Besta flokknum?
Það eru allir að tala um Besta flokkinn, sérstaklega fólk sem er í öðrum
flokkum og hefur áhuga á stjórnmálum.
15. „Bæta kjör þeirra sem minna mega sín: Við viljum allt það besta
fyrir svoleiðis lið og bjóðum því ókeypis í strætó og sund þannig
að maður geti ferðast um Reykjavík og verið hreinn þótt maður sé
fátækur eða eitthvað að manni.“ Hvað hefur verið gert til að efna
þetta loforð?
Við buðum ókeypis í sund fyrir börn í sumar, ekki gleyma því!
16. Hvað hefur verið gert til þess að bæta kjör fátækra? En heimilis-
lausra?
Við höfum hækkað fjárhagsaðstoðina verulega og erum að vinna að
úrbótum í húsnæðismálum og viljum vinna með ríkinu og stéttarfélögum
að því.
17. „Fella niður allar skuldir: Við hlustum á þjóðina og gerum eins og
hún vill því þjóðin veit best hvað er sér fyrir bestu.“ Hvernig hafðir þú
hugsað þér að efna þetta loforð; fella niður allar skuldir?
Ég var ekkert búinn að hugsa það. Tók þetta upp eftir stjórnmálamönnum
úr öðrum flokkum. Þetta er svokölluð kaldhæðni. Við getum líka kallað
þetta gamlan og góðan popúlisma.
18. „Stöðva spillingu. Við lofum að stöðva spillingu. Við munum gera það
með því að stunda hana fyrir opnum tjöldum.“ Hafið þið afhjúpað spill-
ingu í borgarkerfinu og stöðvað hana?
Við höfum allavega ekki stundað spillingu. Við erum frekar heiðarlegt fólk.
19. Hafið þið gert nóg til þess að skera niður í yfirbyggingunni, væri hægt
að skera meira niður þar?
Við erum að skera yfirbyggingu niður. Við erum að meta hvað er hægt að ganga
langt í því án þess að það skaði starfsemi borgarinnar. Ég veit ekki hvort fólk
gerir sér grein fyrir að það er búið að spara gríðarlega í svokallaðri miðlægri
stjórnsýslu og við höldum því verki áfram, þar er stærsta hagræðingarkrafan
þetta árið. 4,5% og auk þess 300 milljónir sem gera um 10% hagræðingu. En
það eru engir hagsmunahópar sem mótmæla þegar skrifstofufólki er sagt upp.
20. „Hlusta meira á konur og gamalt fólk. Það er alltof lítið hlustað á
þetta lið. Það er eins og öllum finnist það bara vera eitthvað að röfla.
Við ætlum að breyta því.“ Er sem sagt lítið hlustað á gamlar konur?
Hvað hefur þú gert til að breyta því? Eða til að styrkja stöðu kvenna og
aldraðra í borginni?
Ég er umkringdur konum sem ég tek mikið mark á, frá morgni til kvölds. Ég
hlusta mikið á Lady GaGa. Svo hlusta ég mikið á gömul viðtöl við Þórberg
Þórðarson sem voru tekin þegar hann var gamall. Sýnist ég vera í mjög góðum
málum hér.
21. Hvað ert þú sjálfur með í mánaðarlaun samtals?
Ég er samtals með 1.107.636 kr. sem borgarstjóri og stjórnarformaður í
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. johann@dv.is/ingibjorg@dv.is
Svívirtur af klæðskiptingi„Ég vil ekki
liggja á
dánarbeðinum og
horfa yfir farinn
veg ósáttur við
brostna drauma,
eins og pabbi.