Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 36
36 | Viðtal 18.–20. mars 2011 Helgarblað S ara Dögg Ásgeirsdóttir vakti fyrst athygli þegar hún fór ung og óreynd með eitt af aðalhlut­ verkunum í Myrkrahöfðingja Hrafns Gunnlaugssonar. Þar fékk hún eldskírn sína í leiklistinni eins og hún kallar það en um þessar mundir fer hún öðru sinni með aðalhlutverkið í spennuþáttaröðinni Pressu. Hún átt­ aði sig á því að hún væri farin að taka persónuna með sér heim úr vinnunni þegar hún festist næstum því í glugga í sparikjólnum. Sara Dögg ólst upp í sveit og dreymir um að snúa þangað með fjölskyldu sína þar sem börnin geti hlaupið frjáls um líkt og hún gerði. Sara leggur mikið upp úr því að vera jákvæð og segist hreinlega geta orðið lasin í kringum neikvætt fólk. Hún hefur undanfarin ár starfað sem flug­ freyja meðfram leiklistinni sem er hennar ástríða. Hún segir flugfreyju­ starfið hafa veitt sér öryggi í því ótrygga starfsumhverfi sem leiklistin getur verið og að oft á tíðum haldi flugið henni á jörðinni. Það hafði sína kosti og galla að alast upp í sveit. Þó svo að frelsið hafi verið mikið hafði fjarlægðin drama­ tísk áhrif á drauma ungrar ballerínu. Skellti hurðum „Ég man eftir dögum þar sem ég hreinlega grét því mig langaði svo að verða ballerína,“ segir Sara sem ólst upp á bænum Klettum í Gnúpverja­ hreppi. „Það var bara hægt að æfa ballett einu sinni í viku og það var nauðsynlegt að æfa oftar en það ef maður ætlaði sér eitthvað með þetta.“ Sara reyndi fyrir sér í fimleikum um tíma en álagið í heyskapnum í sveit­ inni gerði það að verkum að hún meiddist í baki og hætti. Það var erf­ itt að sameina sveitalífið og metnað ungrar stúlku í íþróttum. En Sara hafði hestamennskuna og það skipti hana mestu máli. „Ég var alltaf á hestbaki. Það var einn feitur, rauður hestur sem amma átti, Glaður hét hann, sem maður fór bara á ber­ bakt og beislislaust á honum. Þannig átti ég margar af mínum bestu stund­ um. Svona var þetta í sveitinni og þessi sveitarómantík er svolítið djúpt í mér.“ Sara segir það hafa verið mik­ il forréttindi að alast upp í sveit þar sem frelsið var mikið. „Ég kalla þetta ættar óðalið þar sem stórfjölskyldan hans pabba býr þarna líka. Bræður hans á næstu bæjum og svo amma og afi rétt hjá. Það er einn af þessum fjár­ sjóðum sem maður ólst upp við. Að geta hlaupið á milli og verið svona ná­ lægt sínum nánustu.“ En lífið í sveitinni gat þó líka reynt á þegar á unglingsárin var komið. „Stundum leiddist mér alveg ógurlega og mig langaði að flytja til Reykjavík­ ur. Á þessum árum kemur líka upp í manni ákveðinn mótþrói. Ég man að ég átti alltaf svolítið erfitt með að tjá mig ef eitthvað kom upp þannig að ég skellti alltaf hurðum. Það var svona mín uppreisn sem mér finnst mjög kómískt þegar ég hugsa til baka.“ Saklaus í höndum Myrkrahöfðingjans Þegar komið var á framhaldsskólaald­ urinn lét Sara svo verða af því að flytja til Reykjavíkur. „Frá og með svona 15 ára setti ég bara í einhvern hraðgír. Því mig langaði út í heim. Ég ákvað að fara í FB því þar var fjölmiðlabraut og setti bara eins og ég segi í einhvern hrað­ gír og kláraði skólann á þremur árum.“ Sara hélt sér nokkuð til hlés á þess­ um árum. „Ég tók engan þátt í félags­ lífinu og mér lá eitthvað voðalega á að verða fullorðin. Dró mig inn í skel og var töluvert alvarlegri en ég er í dag. Ég veit ekki alveg hvað það var. Maður var bara að þroskast og breyt­ ast. Ég hef líka átt það til að hugsa mig alveg í kaf og það kemur að misgóðum notum. Þetta var bara mín leið þá og ég sé ekkert eftir því en maður hefði kannski gert eitthvað öðruvísi í dag.“ Að framhaldsskóla loknum hélt Sara svo út í heim eins og hana hafði dreymt um. „Ég fór til Frakklands að læra frönsku,“ en Sara var úti í hálft ár og snéri svo heim. Skömmu eft­ ir það ákvað Sara að reyna fyrir sér í leiklistinni og hún réðst ekki á garð­ inn þar sem hann var lægstur. Blaut á bak við eyrun fór hún í prufur hjá Hrafni Gunnlaugssyni fyrir myndina Myrkrahöfðingjann. Þetta var árið 1997. „Mér fannst ég vera rosastór en þegar maður hugsar til baka er mað­ ur barn svo lengi, svona innst inni. Hvað maður er eitthvað saklaus gagn­ vart heiminum. Svo er manni kippt út úr sakleysinu inn í mynd hjá Hrafni Sara Dögg Ásgeirsdóttir leikkona, sem fer með aðalhlutverkið í Pressu, fékk eldskírnina í Myrkrahöfðingja Hrafns Gunnlaugssonar. Sara ólst upp í sveit og átti sér þann draum að verða ballerína. Fjarlægðin frá þéttbýlinu gerði hins vegar út um háleit markmið ungrar stúlku. Sara hefur starfað sem flugfreyja ásamt leiklistinni sem hefur veitt henni mikið öryggi. Ásgeir Jónsson ræddi við Söru um dekkri Pressu, hurðaskellingar á unglings- árum og heimilið sem hún ætlar að byggja upp með dætrum sínum og kærasta. Grét ballerínudrauminn í sveiti i M y n D R ó b eR t R ey n iS S o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.