Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 37
Viðtal | 37Helgarblað 18.–20. mars 2011 Gunnlaugssyni,“ segir Sara í gríni og skellir upp úr. Hlutverk Söru vakti mikla athygli á sínum tíma og voru ekki allir sáttir við það að svo ung og óreynd leikkona hefði fengið lykilhlutverk í myndinni. „Maður heyrði það utan að sér, sér- staklega á meðal leikara, að fólk hefði viljað fá menntaða og reynda leikkonu í hlutverkið en ekki einhverja óþekkta og óreynda stelpu.“ Eldskírn hjá Hrafni En Sara segist hafa þurft að berjast fyrir hlutverkinu, henni hafi ekki ver- ið fært það á silfurfati eins og marg- ir töldu. „Ég þurfti svo sannarlega að hafa fyrir þessu. Þetta var langt og strangt prufuferli og lengi vel vorum við nokkrar sem komum til greina. Það fóru margir mánuðir í þetta man ég.“ Á endanum varð Sara fyrir valinu og var það henni ómetanlegt tæki- færi. „Mér fannst þetta allt bara algjör- lega frábært og stórmerkilegur tími. Ég man að ég dró mig svolítið til baka og horfði á hlutina gerast í kringum mig. Maður var svolítið áhorfandi þótt maður væri auðvitað í þessu miðju og alltaf að leika. Þessi reynsla var líka svo mikil. Myndin var svo dimm og veðrið var áhrifamikið. Hrafni fannst alltaf best að taka upp í sem verstu veðri. Þannig að þetta varð allt svona mikið, stórt og rosalegt. Margir voru hætt komnir oft á tíðum og það gerðist margt á meðan á tökum stóð. Ég mun alltaf vera ótrúlega þakk- lát fyrir þetta tækifæri. Það er ákveð- in eldskírn að byrja ferilinn í mynd hjá Hrafni en maður býr líka að þeirri reynslu.“ Akkeri í fluginu Eftir að hafa leikið í Myrkrahöfðingj- anum ákvað Sara að fara í inntöku- prófin frægu í leiklistinni. Þau þykja ansi strembin enda komast bara átta nemendur inn í einu. „Ég fór í inn- tökuprófin en hætti svo við. Þegar ég var komin í 30 manna úrtakið fannst mér ég bara ekki vera tilbúin. Ég var nýkomin úr löngu sambandi og þurfti að komast aðeins í burtu. Mér fannst ég heldur ekki hafa frá neinu að segja. Að ég þyrfti að prófa lífið til að hafa einhverju að miðla í leiklistinni.“ Sara hélt því aftur út til Frakk- lands. „Ég var með nokkuð sterkar taugar þangað og fór að vinna til að læra frönskuna betur,“ en Sara bjó þá í höfuðborg Frakklands, París. Eftir um það bil árs dvöl snéri Sara aftur heim í kringum aldamótin. Sara fór þá að vinna sem flugfreyja í innlandsflugi og gerir enn. Það starf hefur reynst henni dýrmætt í gegnum árin. „Ég hef verið í því meðfram leiklistinni með hléum. Ég hef fengið þar inni ef það er ekki nóg að gera í leiklistinni sem er al- veg ómetanlegt. Það er svolítið kald- hæðnislegt að það er eiginlega flugið sem heldur manni á jörðinni. Það er oft mjög gott að komast úr leiklistinni í svo til venjulegan heim.“ Draumur leiddi hana áfram Eftir að Sara snéri heim frá Frakklandi var hún harðákveðin í því að fara aft- ur utan og í leiklistarnám. „Ég sótti um í nokkrum skólum úti í London en ákvað fyrir rælni að sækja líka um hér heima. Þrátt fyrir það var ég al- veg ákveðin í því að fara út.“ En Söru dreymdi svo skýran og eftirminnilegan draum sem breytti áætlunum hennar. „Mig dreymdi að ég væri úti í miðri á sem er í sveitinni minni. Þar skolaði svo íslenskri orðabók upp á land og ég tók því sem smá skilaboðum um að þetta væri rétta leiðin. Að fara í námið hér heima. Ég man að það var komið að því í miðju inntökuprófinu hér heima að fara í prufurnar úti en ég fann bara á mér að ég átti að vera hér. Alveg eins og ég fann það í fyrra skiptið að það var ekki rétti tíminn fyrir mig.“ Sara kunni vel við sig í skólanum hér heima sem hafði nýlega orðið partur af Listaháskóla Íslands. En á síðasta ári í náminu, þegar Sara var í nemendaleikhúsinu, varð hún ólétt og breytti það áformum hennar töluvert. „Ég var með hin og þessi verkefni sem ég ætlaði í eftir útskrift en það breytt- ist allt saman. Ég eignast svo stelpuna mína í nóvember það ár. Ég fór því ekki að leika fyrr en haustið eftir þegar hún var orðin eins árs. Ég fór reyndar að fljúga þarna um sumarið og ég sé ennþá eftir því. Það er eitthvað sem ég endurtek ekki. Að fara frá barni þegar það er sex mán- aða. Ég hefði helst viljað vera með henni til eins árs aldurs. Þetta er svo ómetanlegur tími sem kemur ekki aft- ur.“ Ólík Láru Sara hefur komið víða við í leiklistinni síðan þá og leikið á sviði, í kvikmynd- um og sjónvarpi. Sara hefur aldrei ver- ið fastráðin hjá leikhúsi en hún segir það hafa bæði kosti og galla. Sara fékk svo stórt tækifæri þegar hún landaði aðalhlutverkinu í spennuþáttaröðinni Pressu eftir Óskar Jónasson og Sigur- jón Kjartansson. Þættirnir þykja einir þeir allra bestu sem gerðir hafa verið hér á landi og á sunnudag verður fyrsti þáttur í annarri þáttaröð sýndur á Stöð 2. Í þáttunum leikur Sara rannsókn- arblaðakonuna Láru sem tekst á við hin ýmsu mál. Hún segist samsama sig Láru að vissu leyti þar sem hún þekki þá togstreitu sem geti myndast á milli einka- og atvinnulífsins. „Annars myndi ég nú ekki segja að við séum líkar persónur þó maður setji alltaf eitthvað frá sjálfum sér í hlutverkin.“ En hvernig myndi Sara lýsa sér sem persónu? „Ég er almennt mjög jákvæð manneskja og líður illa innan um nei- kvætt fólk. Ég hreinlega get orðið lasin í kringum það. Ég get verið viðkvæm ef sá gállinn er á mér en að sama skapi get ég verið sterk. Maður hefur þetta allt í sér. Það fer bara svolítið eftir því í hverju maður er að vinna hverju sinni og þroskar með sér. Maður reyn- ir að slípa af sér mestu vankantana og byggja upp sterkan karakter.“ Inn um glugga í sparikjólnum Tökur á Pressu voru strembnar og undir það síðasta var persóna Láru farin að sitja í Söru. „Þetta voru 35 tökudagar og mikið álag. Þegar þetta er allt tekið saman þá er þetta eins og efni í þrjár bíómyndir. Þannig að mað- ur var kominn töluvert á kaf í þetta. Þessi sería er líka töluvert dekkri en sú fyrri þannig að það mæðir enn meira á Láru. Sara fann fyrir því á einum tíma- punkti að Lára var greinilega farin að fylgja henni af tökustað. „Ég fattaði það þegar ég var að koma heim af ein- hverri gleði þegar tökur voru nýbúnar og ég var komin hálf inn um gluggann heima í sparikjólnum. Þá voru lykl- arnir læstir inni og ég ákvað að skríða inn um gluggann þó svo að svalahurð- in væri opin. Þá sagði ég stopp og átt- aði mig á því að Lára var farin að fylgja mér ansi mikið,“ segir hún og hlær. Eins og áður kom fram var fyrsta þáttaröðin af Pressu gríðarlega vinsæl og beðið er eftir þeirri annarri með eftirvæntingu. En gæti Sara séð fyrir sér að leika í fleiri þáttaröðum? „Mað- ur skyldi aldrei segja aldrei. Það yrði allavega fróðleg þriðja sería miðað við hvernig sú númer tvö endar.“ Berar tásur í sveitinni Sara segir að framtíðin í leiklistinni sé nokkuð óráðin hjá sér enn sem kom- ið er. „Það eru svona ákveðin fræ sem eru ekki ennþá sprottin upp í leiklist- inni. En það er ekkert ákveðið. Nú fer ég til dæmis fljótlega að fljúga aftur en ég stefni samt á það að leika. Það er stór ástríða í mínu lífi. En akkúrat í dag er ég svolítið að ná andanum. Ég væri líka til í að kíkja frekar á allt þetta kvik- myndaferli út frá öðrum sjónarhorn- um. Ég ætla til dæmis að fá að fylgjast með þegar þeir klippa þættina. Ég hef lofað að segja ekki neitt þegar þeir fara að klippa mín atriði.“ En það verkefni sem Sara hlakk- ar mest til á næstunni er að byggja upp nýtt heimili með stelpunum sín- um og manninum í lífi sínu. „Það er maður og tvær stelpur. Stelpan mín og svo á ég eina á ská,“ segir Sara sem vill ekki fara of náið út í einka- líf sitt. „Við höfum vitað af hvort öðru lengi en erum búin að vera sam- an núna í rúmt ár,“ segir hún dular- full. Aðspurð hvort að hún sjái fyrir sér fleiri börn á nýja heimilinu segir hún: „Sveitaróman tíkerinn í mér sér fyrir sér fleiri börn og allir að hlaupa á berum tásum úti í sveit. En ég veit ekki hversu lengi ég myndi endast úti í sveit í dag,“ segir hún að lokum og brosir. Grét ballerínudrauminn „Ég man eftir dögum þar sem ég hrein- lega grét því mig langaði svo að verða ballerína. Sara Dögg Ásgeirsdóttir „Ég tók engan þátt í félagslífinu og mér lá eitthvað voðalega á að verða fullorðin. Dró mig inn í skel og var töluvert alvarlegri en ég er í dag.“ MynD RÓBERt REynISSon Dekkri Pressa Sara segir Pressu dekkri að þessu sinni og því reyni meira á Láru. MynD SAgAfILM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.