Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 40
Jón fæddist á Ísafirði. Hann braut-skráðist frá Héraðsskólanum Núpi 1940 og lauk verslunar- skólaprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1944. Á námsárunum hafði Jón fram- færi sitt aðallega af því að fara til sjós á sumrin. Hann stofnaði einnig heildsölu, J. Ásgeirsson og Jónsson, með skólabróður sínum í Verzló og vini, Guðmundi heitnum Jónssyni. Að loknu námi vann Jón skrif- stofustörf á Akureyri 1944 og í Reykjavík 1944–49, m.a. hjá Slipp- félaginu í Reykjavík og Vélsmiðjunni Kletti. Hann starfrækti félagsheimili verslunarmanna í Reykjavík 1949–50 og stúdentagarða í Reykjavík sum- arið 1950, og var um tíma meðeig- andi verslunarinnar Kjöt & Fiskur í Reykjavík, ásamt vini sínum Einari Bergmann Arasyni, heitnum. Jón og fjölskylda hans fluttu til Keflavíkur 1951 þar sem hann hóf störf sem bókari og gjaldkeri hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Hann var ráðinn fyrsti sveitarstjóri Njarðvík- ur 1955 og gegndi því starfi í tæp 20 ár eða til 1974. Hann starfaði sjálf- stætt við bókhald og skattauppgjör fyrir einstaklinga og fyrirtæki á árun- um 1974–90. Á því tímabili var hann um hríð umboðsmaður Sjóvár-Al- mennra trygginga, umboðsmaður skattstjóra, og sá um tíma um sjúkra- samlagið fyrir Njarðvíkurbæ. Ásgeir, sonur Jóns, stofnaði lög- fræðistofuna Lögbók árið 1990 og starfaði Jón með honum, fyrst í Njarðvík og síðan í Keflavík, allt til ársloka 2004. Þá settist Jón í helgan stein, áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann fluttist á Hjúkrunarheimilið Hlévang í Keflavík í september sl. Jón var einn af stofnendum Lionsklúbbsins í Njarðvík 1958 og var virkur félagi í klúbbnum nánast fram á andlátsdag. Hann vann ýmis störf fyrir hreyfinguna, var formað- ur Lionsklúbbs Njarðvíkur um hríð, Melvin Jones-félagi og einn af heið- ursfélögum klúbbsins. Hann var rit- ari og gjaldkeri Lionshreyfingarinnar á Íslandi 1961–62 og umdæmisstjóri hennar 1968–69. Árgangur 1944 úr Verzlunarskólnum hittist reglulega mörg undanfarin ár Jóni til mikill- ar ánægju. Jón hafði yndi af stang- veiði og undi sér löngum við fallegar ár ásamt góðum vinum og vanda- mönnum. Fjölskylda Jón kvæntist 22.6. 1950 Sigrúnu Helgadóttur, f. í Reykjavík 22. 6. 1925, d. 20.11. 1992, húsmóður. Sigrún var dóttir hjónanna Friðsemdar Stein- unnar Guðmundsdóttur, f. 1904, d. 1971, húsmóður, og Helga Sigurðs- sonar, f. 1900, d. 1974, húgagnabólstr- ara í Reykjavík. Börn Sigrúnar og Jóns eru Stein- unn Helga, f. 1950, maki Hallgrímur Gunnarsson, f. 1949, rafmagnsverk- fræðingur en börn þeirra eru Ingileif Bryndís, f. 1975, doktor í stærðfræði, maki Lior Samuel Pachter, doktor í stærðfræði og prófessor við Berkeley háskóla og eiga þau tvær dætur, Stein- unni Hildu, f. 2007, og Ruth Sigrúnu, f. 2009; Sigrún, f. 1981, læknir, sam- býlismaður hennar er Ingi Freyr Vil- hjálmsson, f. 1980, heimspekingur og blaðamaður, og eiga þau soninn Hall- grím, f. 2011; Áslaug, f. 1984, nemi. Rebekka Dagbjört, f. 1956, versl- unarmaður, maki Björgvin Halldórs- son, f. 1948, húsasmíðameistari og eru börn þeirra Halldór Jón, f, 1977, landfræðingur, maki Valgerður Ósk Guðmundsdóttir, f. 1982, ferðamála- fræðingur og er dóttir þeirra Ingunn Rebekka, f. 2008; Sigrún Helga, f. 1984, nemi, sambýlismaður hennar er Ragnar Már Ragnarsson, f. 1976, flugmaður. Ásgeir, f. 1959, hæstaréttarlög- maður, maki Hrafnhildur H. Ólafs- dóttir, f. 1960, þjónustustjóri, en dóttir Ásgeirs er Sigrún Halla, f. 1979, nemi en móðir hennar er Rósa Krist- ín Marinósdóttir og á Sigrún Halla synina Ívar Björgvin Davíðsson, f. 2003, og Victor Bjarka Davíðsson, f. 2006, en börn Ásgeirs og Hrafnhild- ar eru Ingibjörg Írís, f. 1992, nemi; Bryndís Þóra, f. 1994, nemi; Jón, f. 1998. Systkini Jóns voru Guðlaugur, f. 1904, d. 1940, sjómaður; Guðríð- ur, f. 1907, d. 1988, húsmóðir; Ás- geir, f. 1910, d. 1990, verkamaður; Rannveig, f. 1913, d. 1994, húsmóð- ir; Þóra, f. 1917, d. 1970, hannyrða- kennari; Kristján, f. 1919 d. 1976, bryti. Foreldrar Jóns voru Rebekka Dag- björt Hjaltadóttir, f. 1880, d. 1929, húsmóðir, og Ásgeir Jónsson, f. 1876, d. 1958, vélstjóri, á Ísafirði og síðar á Suðureyri. Seinni kona Ásgeirs var Sigríður Jónsdóttir, f. 1889, d. 1970, ljósmóðir. Útför Jóns fór fram frá Ytri-Njarð- víkurkirkju þann 11.3. sl. 40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kgk@dv.is 18.–20. mars 2011 Helgarblað Ingimar Ingimarsson fyrrv. prófastur – f. 24.8. 1929, d. 28.2. 2011 Ingimar fæddist á Þórshöfn og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1949 og embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1953. Þá sótti hann námskeið fyr- ir æskulýðsleiðtoga í Bandaríkjunum 1967 og í sálusorgun í Svíþjóð 1980. Hann fór auk þess í kynnisferðir varð- andi félagsþjónustu við aldraða til Danmerkur, Finnlands og Álandseyja. Ingimar var sóknarprestur í Raufar- hafnarprestakalli 1952–55, í Sauðanes- prestakalli 1955–65, í Víkurprestakalli í Mýrdal 1965–81 og í Sauðanespresta- kalli 1981–99. Hann var jafnframt pró- fastur í Þingeyjarprófastsdæmi 1997– 99. Ingimar var stundakennari við Barna- og unglingaskólann á Raufar- höfn 1953–55, við Barna- og unglinga- skóla Þórshafnar 1956–59, kennari við farskóla Sauðnesskólahverfis 1960–64, stundakennari við Grunnskólann í Vík í Mýrdal 1964–71 og stundakennari við Grunnskóla Þórshafnar 1981–99. Ingimar var formaður skólanefnd- ar Sauðanesskólahverfis 1955–65, sat í hreppsnefnd Sauðneshrepps 1958–65, í fræðsluráði Norður-Þingeyjarsýslu 1957–65, var formaður skólanefndar Víkurskóla 1966–74, oddviti Hvamms- hrepps í Vestur-Skaftafellssýslu 1970– 80, sat í stjórn Sambands sunnlenskra sveitarfélaga 1971–80, í fræðsluráði Suðurlandskjördæmis 1974–80 og í stjórn Kaupfélags Skaftfellinga 1972– 80. Fjölskylda Ingimar kvæntist 6.4. 1952 Sigríði Kristjönu Sigurgísladóttur, f. 6.6. 1929, d. 18.3. 1997, húsfreyju og sjúkraliða. Foreldrar hennar voru Sigurgísli Jónsson, f. 3.12. 1892, d. 1.12. 1930, skósmiður og síðar sjó- maður í Reykjavík, og k.h., Hólmfríð- ur Jónsdóttir, f. 8.11. 1888, d. 26.10. 1958, húsfreyja. Börn Ingimars og Sigríðar eru Ingimar Ingimarsson, f. 7.8. 1952, master í heimspeki, búsettur í Reykjavík, kvæntur Hólmfríði S. Svavarsdóttur og eru börn þeirra Ingimar, kvæntur Ástu Andrésdóttur; Brynhildur sem á dótturina Aless- öndru Ástu; Róbert. Þorkell Ingimarsson, f. 5.11. 1953, skólastjóri Húnavallaskóla, kvæntur Gunnþóru H. Önundardóttur og eru börn þeirra María Heba, gift Kristófer Dignus framleiðanda og eru börn þeirra Ari Dignus, Katrín Dignus, f. 2006, d. 2006 og Högni Dignus; Þor- kell en sambýliskona hans er Erna Ó. Brynjólfsdóttir og er sonur þeirra Viktor Breki; Sigríður Kristjana. Björn Ingimarsson, f. 30.12. 1954, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, kvænt- ur Sigrúnu J. Óskarsdóttur og eru börn þeirra Bjarni; Karen Ósk en dóttir Sigrúnar er Auður og dóttir Björns og Elínar D. Baldvinsdóttur er Kristjana Rán, en börn Björns með fyrrv. sambýliskonu hans, Helgu S. Rolfsdóttur, eru Hrafnhildur og Ingi- mar Rolf. Sigurgísli Ingimarsson, f. 10.6. 1956, tannlæknir í Garðabæ, kvænt- ur Kristínu Guðjónsdóttur og eru dætur þeirra Sigríður; Anna Gyða; Freyja. Hrafnhildur Ingimarsdóttir, f. 28.6. 1957, leikskólakennari, gift Bjarna Óskarssyni og eru synir þeirra Sæmundur, f. 1979, d. 1996; Sigur- gísli, kvæntur Söndru Hauksdótt- ur; Óskar Björn en unnusta hans er Kristín F. Tómasdóttir. Góð vinkona Ingimars síðustu árin var Jóhanna Elíasdóttir. Systkini Ingimars: Soffía Arn- þrúður Ingimarsdóttir, f. 26.8. 1912, d. 1.11. 1978; Hólmfríður Þórdís Ingi- marsdóttir, f. 26.6. 1913, d. 1998, hús- móðir í Reykjavík; Helga Aðalbjörg Ingimarsdóttir, f. 26.1. 1915, d. 26.6. 1945, húsmóðir á Þórshöfn; Stein- unn Birna Ingimarsdóttir, f. 9.10. 1916, d. 11.12. 1991; Arnþrúður Ingi- marsdóttir, f. 12.7. 1918, d. 22.4. 1993; Halldóra Ingimarsdóttir, f. 19.6. 1920, húsmóðir á Akureyri; Oddný Frið- rikka, f. 1.6. 1922, d. 26.5. 2005, fyrrv. kaupkona í Reykjavík; Jóna Ingi- marsdóttir, f. 23.11. 1923, d. 11.11. 1988, skrifstofumaður í Reykjavík; Jóhann Ingimarsson, f. 23.7. 1926, fyrrv. forstjóri á Akureyri; Árni Sigfús Ingimarsson, f. 1.10. 1932, d. 30.11. 1935. Foreldrar Ingimars voru Ingimar Baldvinsson, f. 20.11. 1891, d. 30.1. 1979, útvegsb. og pósts- og símstöðv- arstjóri á Þórshöfn, og k.h., Oddný Friðrika Árnadóttir, f. 16.7. 1893, d. 29.9. 1977, húsfreyja. Ætt Ingimar var sonur Baldvins, b. á Fagranesi á Langanesi Metúsalems- sonar, b. í Hamragerði Sigurðsson- ar, umboðsmanns á Eyjólfsstöðum á Völlum Guðmundssonar, bróður Páls, langafa Móeiðar, ömmu Helga Skúlasonar leikara. Móðir Baldvins var Guðrún Skúladóttir, systir Sveins, langafa Kristjönu, móður Brynjólfs Bjarnasonar, fyrrv. forstjóra Granda. Móðir Ingimars Baldvinssonar var Hólmfríður, systir Ingunnar, ömmu Gunnlaugs Scheving listmálara og Gylfa Þ. Gíslasonar ráðherra, föður Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds hagfræðipró- fessors. Hólmfríður var dóttir Stef- áns, umboðsmanns á Snartarstöð- um Jónssonar, pr. á Helgastöðum Stefánssonar. Móðir Jóns var Þuríð- ur Jónsdóttir, systir Þorgríms lang- afa Gríms Thomsens. Bróðir Þuríð- ar var Benedikt langafi Jóns, langafi Ingva Hrafns Jónssonar, sjónvarps- stjóra ÍNN. Oddný var dóttir Árna, pósts á Vopnafirði Sigbjarnasonar, pr. á Kálfafellsstað Sigfússonar. Móðir Sig- bjarnar var Ingveldur Jónsdóttir, pr. í Þingmúla Hallgrímssonar, bróð- ur Þorsteins, afa Jónasar Hallgríms- sonar skálds. Móðir Árna var Oddný Pálsdóttir Thorarensen, prófasts í Sandfelli Magnússon, klausturhald- ara á Munkaþverá Þórarinssonar, sýslumanns á Grund og ættföður Thorarensenættar Jónssonar. Móðir Oddnýar Pálsdóttur var Anna Bene- diktsdóttir, systir Sveins, afa Einars Benediktssonar skálds. Móðir Oddnýjar Árnadóttur var Þórdís, systir Stefáns, afa Stefáns Benediktssonar, arkitekts. Systir Þór- dísar var Guðný amma Einars Braga, rithöfundar. Þórdís var dóttir Bene- dikts b. á Brunnum í Suðursveit, bróður Guðnýar ömmu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Bróðir Benedikts var Sigurður, afi Gunnars Benediktssonar rithöfundar. Móðir Þórdísar var Ragnhildur Þorsteins- dóttir. Móðir Ragnhildar var Guðný Einarsdóttir. Móðir Guðnýar var Ragnhildur Sigurðardóttir. Móðir Ragnhildar Sigurðardóttur var Sig- ríður Jónsdóttir, eldprests Stein- grímssonar. Útför Ingimars fór fram frá Hall- grímskirkju í Reykjavík þann 15.11. Jarðsett var í Lágafellskirkjugarði í Mosfellsbæ. Jón Ásgeirsson fyrrv. sveitarstjóri Njarðvíkur – f. 2.5. 1921, d. 25.2. 2011 Andlát Andlát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 33. tölublað (18.03.2011)
https://timarit.is/issue/383015

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

33. tölublað (18.03.2011)

Aðgerðir: