Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 46
46 | Lífsstíll 18.–20. mars 2011 Helgarblað GEFA n Gömul leikföng: Það eru alltaf einhvers staðar litlar hendur einhvers sem bíður þess að ættleiða bangsa eða dúkku sem hefur lokið hlutverki sínu hjá stálpuðu barni. Athugaðu bara að hafa leikföngin hrein og í góðu ástandi þegar þú gefur þau. n Raftæki og tölvur: Ekki vera með stafla af gömlum tölvum, snúrum, hleðslu- og raftækjum sem aldrei eru notuð heima hjá þér. Sjáðu til þess að hlutirnir séu í lagi og gefðu svo til endurnotkunar. n Fatnaður: Gefðu allan fatnað sem þú hefur ekki klæðst undanfarna 18 mánuði. n Bækur sem búið er að lesa: Þá sérstaklega kiljur. Gefðu líka tímarit eða uppflettibækur sem innihalda of gamlar upplýsingar eða annað sem hægt er að nálgast á netinu. Íhugaðu að gefa listaverkabækur eða sams konar bækur í góðu ástandi á næsta bókasafn. n Lítið notuð eldhústæki: Það er alltaf ein- hver sem getur notað þau í meira mæli en þú gerir. Ávaxtaþurrktækið sem þú keyptir í Sjónvarpsmarkaðnum safnar bara ryki og tekur frá þér pláss. n Gleraugu: Árlega hendir fólk fjölda gler- augna sem gætu komið að virkilega góðum notum annars staðar. n Eldhúsáhöld: Margir eiga þrjá ostaskera, fimm sleifar, fjóra steikarspaða og svo fram- vegis. Samt þurfum við flest bara eitt stykki af hverju. Flokkaðu innihald skúffunnar. HENDA n 01/12/97: Hentu öllu sem er komið yfir dagsetningu. Þetta á við um alla matvöru, lyf og snyrtivörur. Snyrtivörur hafa einkar stuttan líftíma, flestar duga aðeins vel í 12 mánuði og annað í 3–6 mánuði. Matvara ætti ekki að vera lengur í frysti en í 3-6 mánuði í mesta lagi. Ef þú ert ekki viss hve lengi maturinn hefur verið í frystinum skaltu henda honum í ruslið. n Málning og sambærileg vara sem hefur ekki verið notuð í ár eða meira: Slíkar vörur eru einkar eldfimar og því hættulegt að láta dósirnar standa lengi eftir að þær hafa verið opnaðar. n Jóla- og afmæliskort: Þú þarft þetta í raun ekki en það er ágætt að skrifa niður hverjir sendu þér kort og senda þeim kort ári liðnu. GEYMA n Fallegur klassískur fatnaður úr vönduðum og góðum efnum: Hvít skyrta, flottar og klæðilegar gallabuxur, góð úlpa eða kasmírullarkápa í flottu sniði. Þetta er til- valið að eiga og halda upp á. n Ljósmyndir: Geymdu ljósmyndir í góðum kassa á dimmum stað. Láttu reglulega prenta út stafrænar myndir. Annars er hætt við að þær gleymist á harða disknum. n Sorpa, Rauði krossinn og Hjálpræðis- herinn eru meðal þeirra sem taka við nytjavörum. Gámar Rauða krossins eru á endurvinnslusvæðum Sorpu en Hertex, nytjamarkaður Hjálpræðishersins, er meðal annars á Akureyri, Reyðarfirði og í Reykjavík. Þ að er ekki öllum gefið að vera fullkomn- ir uppalendur. Flest erum við með örlítið samviskubit þegar kemur að blessuðu for- eldrahlutverkinu þó við reynum ávallt að gera okkar besta. Þá getur verið gott að leita ráða hjá fagmönnum en hér eru nokkur heilræði upp- eldisfræðinga um hvernig við getum agað börnin okkar á jákvæðan hátt. 1. Reyndu að skilja hvers vegna barnið þitt hegðar sér eins og það gerir Barnið þitt er ekki „óþekkt“ að ástæðulausu. Reyndu að skilja hvers vegna það slær systkini sitt, sparkar í þig eða hlustar ekki. Hlutverk foreldra er að skilja hvers vegna barnið hegðar sér eins og það gerir. Um leið og komist er að rót hegðunarvand- ans er auðvelt að fjarlægja orsökina eða lækna særðar tilfinningar og þá mun barnið ekki finna hjá sér tilhneigingu til að halda uppteknum hætti. Líttu í eigin barm: Yfirleitt liggur ástæðan hjá for- eldrum. Við erum ýmist of lengi í símanum, hlustum ekki á barnið eða leiðum það hjá okkur í önnum hvers- dagsins. Hvaða hegðun hjá sjálfri eða sjálfum þér getur þú breytt til að koma betur til móts við þarfir barnsins? Oft gera foreldrar óréttmætar kröfur til barna sinna en gleyma sjálfsskoðun. 2. Leggðu áherslu á að stjórna sjálfri/sjálfum þér í stað þess að reyna að stjórna barninu. Það getur verið erfitt að hafa stjórn á skapinu í hita leiksins en foreldrar eiga að reyna að sýna þá hegð- un sem þeir vilja að börnin taki sér til fyrirmynd- ar. Ef þú vilt eiga yfirvegað barn sem æsir sig ekki eða missir stjórn á sér þá skaltu hafa stjórn á eigin skapsmunum. Það er frumskilyrði. Við eigum aldrei að gera neitt fyrir framan börnin okkar sem við viljum ekki að þau taki upp sjálf. Þetta þýðir að þú sem foreldri þarft kannski að telja upp að tíu, ganga afsíðis eða draga djúpt inn andann þar til þú nærð tökum á skapinu. Reiði og skapofsi kallar á neikvæða hegðun barnsins. Haltu stillingu þinni til að fá stillt barn. 3. Hafðu samræmi í væntingum – ekki gefa þær upp á bátinn. Foreldrar eiga það til að leiða neikvæða hegðun barna hjá sér í von um að þau hætti þessu fyrr en síðar. Vandinn er sá að börnin breyta oftast ekki um hegðun nema gripið sé til ráða. Ef dóttir þín bítur önnur börn áttu að grípa í handlegg hennar og segja henni að slík hegðun sé ekki ásættanleg. Ef hún heldur uppteknum hætti er réttast að koma henni úr aðstæðunum. Stundum reyna börn á þolmörkin með því að rífast um reglurnar. Þegar þetta gerist á alls ekki að láta á rifrildið reyna heldur er best að bregðast við með því að segja einfaldlega „Ég elska þig of mikið til að rífast við þig.“ 4. Sýndu barninu athygli þegar það gerir eitthvað sem þér líkar – ekki þegar það gerir eitthvað sem þér mislíkar. Börn gera sitthvað til að ná athygli foreldra sinna. Þannig geta þau líka tekið upp á því að reyna að ná sér í neikvæða athygli. Þegar barnið byrjar að garga og góla skaltu einfaldlega láta sem þú heyrir ekki. Barnið mun fljótlega skilja að það eru til heppilegri samskiptamátar. 5. Leiðbeindu, leiðbeindu, leiðbeindu. Ef barnið þitt heyrir orðin „nei“ og „ekki“ mjög oft er líklegt að það þrói með sér ákveðið ónæmi fyrir þessum orðum. Prófaðu heldur að leiðbeina barninu. Til dæmis er gott að fá börnum verkefni. Í matvöruverslun sendirðu barnið eftir vörum og það leggur kapp sitt á að aðstoða þig í stað þess að suða um að fá hitt eða þetta eða vera með ónot. Að sama skapi er gott að fá krakka sem hleypur um sleipan sundlaugarbakka til að þykjast „kremja kókosboll- ur“ með fótunum og svo framvegis. 6. Notaðu „orkuleysis“ aðferðina. Hún er einföld. Ef systkini eru til dæmis að rífast skaltu segja, til dæmis ef bíóferð hefur verið ákveð- in: „Vá, þú verður bara að rífast við bróður þinn annars staðar af því að ég missi svo niður orkuna við að hlusta á þetta. Þá gæti farið svo að ég verði allt of þreytt/ur til að fara með ykku í bíó á eftir.“ 7. Ekki múta barninu til að hegða sér vel. Ekki múta barninu þínu. Það getur verið freist- andi að bjóða nammi eða súkkulaðikex fyrir góða hegðun en barnið getur skilið þetta sem svo að það vilji ekki hegða sér vel og því sé best að borga því fyrir það sem mætti kalla æskilega hegðun. Það besta sem börn geta hugsað sér er gæðatími með foreldrum sínum. Mælt er með því að foreldrar gefi sér, hvort um sig, 15 mínútur á dag til að tengjast barninu. Þá er gott að leyfa barninu að ráða hvað er gert; spilað, litað eða spjallað. Á þessari stundu er tilvalið að hvísla að barninu þínu hvað þér þyki vænt um það og hvað það sé frábær manneskja. Fyrir vik- ið verður það bæði ánægt og „stillt“. Heimildir: Naomi Aldort, „Raising Our Children, Raising Oursel- ves“ og Katharine C. Kersey, „The 101s: A Guide to Positive Discipl- ine“ margret@dv.is Á vefsíðunni mingmakescupca- kes.yolasite.com er að finna skemmtilegar og óvenjulegar uppskriftir að bollakökum. Þar á meðal að hveitilausum rauð- rófu- og súkkulaðibollakökum með þeyttum rjóma. Rauðrófur eru einstaklega hollar og hafa góð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Rauðrófubollakökur: 3 egg rauðan skilin frá hvítunum 1/2 bolli maukaðar rauðrófur. 1/4 bolli sykur 1,5 bolli súkkulaðiflögur 150 gr smjör Krem: Rjómi Sykur Örlítið af rauðrófusafa Maukið niðursoðnar rauðrófur í bland- ara. Bræðið saman smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði. Setjið skálina á borð og látið kólna í fáeinar mínútur. Hrærið síðan eggjarauðum og rauðrófumauki varlega saman við. Þeytið eggjahvítur í annarri skál, bætið sykri út í þangað til blandan er stíf og glansandi. Blandið hvítunum saman við rauðrófu- og súkkulaðiblönduna. Bakið í 35 mínútur við 170 gráður. Látið kólna og berið fram með rauðrófurjóma. Safnar þú að þér of miklu óþarfa dóti? Gefa, henda oG Geyma Mörg höfum við tilhneigingu til að safna að okkur of miklu óþarfa dóti sem aldrei er notað og gerir fátt ann- að en að safnast fyrir eða taka gott pláss sem annars væri hægt að nota undir það sem við notum, eða ein- faldlega ekki neitt. Hér eru nokkur dæmi um hvað er sniðugt að gefa, hverju á að henda og hvað má geyma: Henda eða gefa? Hvað er sniðugt að gefa, hverju á að henda og hvað mætti geyma? Blautklútar Blautklútar þeir sem notaðir eru til að þrífa barnsrassa eru til fleiri hluta nytsamlegir. Til dæmis má nota þá til að þrífa símtæki, sauma á töskum eða óhreina fingur. Einnig er hægt að nota blautklútana til að þrífa bað- vaskinn svo lengi sem vaskurinn er ekki úr marmara eða graníti. Óvenjulegar bollakökur Sjö góð ráð fyrir foreldra sem vilja stilltari krakka: Hvernig á ég að aga barnið mitt? Ekki öllum gefið að vera góðir foreldrar Það er gott að leita ráða hjá fagmönnum og þiggja heilræði um uppeldið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.