Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 50
Sjöundi áratugurinn – appelsínugulir tónar Matarílát úr leir og appelsínugulir tónar eru dæmi- gerðir fyrir sjöunda áratuginn. Áttundi áratugurinn – íburður Skær- bleikar servéttur og blómaskreyting í nýrókókóstíl eru í anda áttunda áratugarins. Litað freyðivín er nauðsyn á slíkt brönsborð. Níundi og tíundi ára- tugurinn - hvítt Funkisstíll sjötta áratugarins var í mikilli uppsveiflu á þessu tímabili. Framandi ávextir í skál og hvítt postulín á borðum. Í dag - sushi í bröns Það er í tísku að bjóða í sushi í bröns og bragða á ísköldu hvítvíni með. Borðbúnaðurinn er svartur og hvítur og formin náttúruleg meðan litirnir eru skarpir. Hins vegar er gaman að því að setja upp bröns í íslenskum sveitastíl. Settu greinar í vasa og klæddu borðið góðum blúndudúk. Yfir vetrartímann er óvitlaust að setja kerti í glerker og raða víða um borðið. O rðið „brunch“ er nánast ómögulegt að þýða með góðu móti. Það er sambland af ensku orðunum yfir morg- unmat og hádegismat, „breakfast and lunch“. Íslensk þýðing er dögurð- ur eða dagverður en manna á milli er nú oftast notað orðið bröns. Bröns á rætur að rekja til Banda- ríkjanna á fjórða áratugnum en fór á flug eftir stríð þar í landi. Veitinga- staðir um öll Bandaríkin bjóða upp á bröns og fjölskyldur njóta þessara miðdegismáltíða saman á sunnu- degi. Á góðu bröns-borði er að finna rétti sem maður tengir við morg- unmat svo sem þykkar pönnukök- ur bornar fram með sírópi, egg og eggjakökur og beikon. Með þessu er drukkinn ferskur appelsínusafi eða hinn klassíski drykkur mimosa, þar sem kampavíni og appelsínusafa er blandað saman. Hér á landi hefur bröns notið vax- andi vinsælda og nú er svo komið að varla er þann veitingastað að finna þar sem þessi helgarmiðdegisverður er ekki á matseðlinum. Það er því til- valið að fá pottþéttar og þrautreyndar uppskriftir frá fagmanni eins og Stef- áni Inga Svanssyni matreiðslumeist- ara hjá Nítjánda, margrómuðum veitingastað á nítjándu hæð Turns- ins í Kópavogi. „Það er okkur sönn ánægja að deila með ykkur lesendum nokkr- um góðum uppskriftum,“ segir Stef- án Ingi sem segist raða margvísleg- um réttum á hlaðborðið. Hann segir aðalrétt staðarins vera egg Benedict sem eru egg borin fram með hol- landaise-sósu. Hann gefur lesend- um pottþétta uppskrift að amerísk- um pönnukökum, eggjum Benedict og syndsamlegri súkkulaðiköku sem enginn stenst. Amerískar pönnukökur n 2 egg n 4 msk. sykur n 2 bollar hveiti n 2 tsk. lyftiduft n 4 dl mjólk n Smjör á pönnuna n Hlynsíróp Aðferð: Hrærið egg og sykur vel sam- an og bætið hveiti og lyftidufti út í. Síðan er mjólk bætt við, bara lít- ið í einu og hrært vel þar til deigið er laust við kekki. Hitið pönnuna á eldavél og setjið á hana smá smjör- klípu, u.þ.b. eina teskeið, en síðan er deigi hellt úr ausu á vel heita pönnu og steikt í u.þ.b. 20–30 sekúndur á hvorri hlið eða þar til pönnukakan er gullinbrún. Að lokum er steiktum pönnukökum staflað á disk og hlyns- írópi hellt yfir. Egg Benedict n 4 stk. egg n 4 msk. borð edik n 2 l vatn n 4 stk. skinkusneiðar n 4 stk. ristað brauð Hollandaise-sósa n 3 eggjarauður n 300 gr smjör n 1 stk. sítróna n Salt og pipar Aðferð: Hitið vatn ásamt ediki upp að suðu en vatnið á samt ekki að sjóða, hrærið duglega í pottinum svo það myndist hringrás og brjótið egg- in hvert af öðru í pottinn og leyfið að vera í ca 2–5 mínútur. Eggin eiga að vera mjúk og tekin upp hvert fyrir sig á disk til hliðar. Gætið þess að fara varlega svo eggin springi ekki. Aðferð: Hollandaise-sósa: Eggja- rauðurnar eiga að vera við stofuhita í skál. Hitið smjörið í örbylgju ofni í ca. eina og hálfa mínútu en síðan er því hellt mjög varlega út í eggjarauðurn- ar og pískað hratt og örugglega en ekki hella hratinu úr smjörinu (gott að vera tvö við þetta, annað hellir smjörinu og hitt hrærir). Síðan er ½ sítróna kreist út í sósuna og kryddað með salti og pipar. Að lokum er skinkan sett á ristað brauðið, eggið ofan á það og sósunni hellt yfir eggin. Súkkulaðikaka Veisluturnsins n 500 gr dökkt súkkulaði n 200 gr smjör n 8 egg n 200 gr sykur Aðferð: Súkkulaði brætt yfir vatns- baði og mjúku smjöri bætt út í. Sykur og egg eru síðan pískuð stíft saman og bætt við. Að lokum er bakað við 160°C í 8 mínútur. kristjana@dv.is 50 | Lífsstíll 18.–20. mars 2011 Helgarblað Það skiptir máli hverjir skrifa fréttirnar Á DV starfar fjölbreyttur hópur vandaðra blaða manna, sem er ekkert mannlegt óviðkomandi. Klassískur sunnudags-bröns Hver fær ekki vatn í munninn yfir tilhugsuninni um dúnmjúka eggjarétti og snarkandi beikon? Það er notaleg hefð að borða síðbúin morgunverð með fjöl- skyldu og vinum um helgar. Stefán Ingi Svansson matreiðslumaður á Nítjánda gefur lesendum DV klassískar uppskriftir til að glíma við heima. Súkkulaðikaka Það standast fáir alvöru súkkulaðiköku á sunnudegi. Fallegt að bera kökuna fram með jarðarberjum, flórsykri og rjóma. Egg Benedict Það er nokkur list að útbúa egg benedict. Hræra þarf í sjóðandi vatninu svo það myndist hringrás og eggin brotin út í. Láttu gestunum líða vel Gestum finnst þeir sérstaklega velkomnir þegar það vel er lagt á borð. Hér er myndaröð þar sem lagt hefur verið á borð eftir tíma bilum og þeirri tísku sem einkenndi hvert þeirra. Sjötti áratugurinn – blátt og hvítt Klassískir litir sjötta áratugarins eru blár og hvítur teflt saman við tekk. Á þessu borði er verðlaunastell Grete Meyers frá 1965 og dúkur úr smiðju Marimekkó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.