Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 50
Sjöundi áratugurinn – appelsínugulir tónar Matarílát úr leir og appelsínugulir tónar eru dæmi- gerðir fyrir sjöunda áratuginn. Áttundi áratugurinn – íburður Skær- bleikar servéttur og blómaskreyting í nýrókókóstíl eru í anda áttunda áratugarins. Litað freyðivín er nauðsyn á slíkt brönsborð. Níundi og tíundi ára- tugurinn - hvítt Funkisstíll sjötta áratugarins var í mikilli uppsveiflu á þessu tímabili. Framandi ávextir í skál og hvítt postulín á borðum. Í dag - sushi í bröns Það er í tísku að bjóða í sushi í bröns og bragða á ísköldu hvítvíni með. Borðbúnaðurinn er svartur og hvítur og formin náttúruleg meðan litirnir eru skarpir. Hins vegar er gaman að því að setja upp bröns í íslenskum sveitastíl. Settu greinar í vasa og klæddu borðið góðum blúndudúk. Yfir vetrartímann er óvitlaust að setja kerti í glerker og raða víða um borðið. O rðið „brunch“ er nánast ómögulegt að þýða með góðu móti. Það er sambland af ensku orðunum yfir morg- unmat og hádegismat, „breakfast and lunch“. Íslensk þýðing er dögurð- ur eða dagverður en manna á milli er nú oftast notað orðið bröns. Bröns á rætur að rekja til Banda- ríkjanna á fjórða áratugnum en fór á flug eftir stríð þar í landi. Veitinga- staðir um öll Bandaríkin bjóða upp á bröns og fjölskyldur njóta þessara miðdegismáltíða saman á sunnu- degi. Á góðu bröns-borði er að finna rétti sem maður tengir við morg- unmat svo sem þykkar pönnukök- ur bornar fram með sírópi, egg og eggjakökur og beikon. Með þessu er drukkinn ferskur appelsínusafi eða hinn klassíski drykkur mimosa, þar sem kampavíni og appelsínusafa er blandað saman. Hér á landi hefur bröns notið vax- andi vinsælda og nú er svo komið að varla er þann veitingastað að finna þar sem þessi helgarmiðdegisverður er ekki á matseðlinum. Það er því til- valið að fá pottþéttar og þrautreyndar uppskriftir frá fagmanni eins og Stef- áni Inga Svanssyni matreiðslumeist- ara hjá Nítjánda, margrómuðum veitingastað á nítjándu hæð Turns- ins í Kópavogi. „Það er okkur sönn ánægja að deila með ykkur lesendum nokkr- um góðum uppskriftum,“ segir Stef- án Ingi sem segist raða margvísleg- um réttum á hlaðborðið. Hann segir aðalrétt staðarins vera egg Benedict sem eru egg borin fram með hol- landaise-sósu. Hann gefur lesend- um pottþétta uppskrift að amerísk- um pönnukökum, eggjum Benedict og syndsamlegri súkkulaðiköku sem enginn stenst. Amerískar pönnukökur n 2 egg n 4 msk. sykur n 2 bollar hveiti n 2 tsk. lyftiduft n 4 dl mjólk n Smjör á pönnuna n Hlynsíróp Aðferð: Hrærið egg og sykur vel sam- an og bætið hveiti og lyftidufti út í. Síðan er mjólk bætt við, bara lít- ið í einu og hrært vel þar til deigið er laust við kekki. Hitið pönnuna á eldavél og setjið á hana smá smjör- klípu, u.þ.b. eina teskeið, en síðan er deigi hellt úr ausu á vel heita pönnu og steikt í u.þ.b. 20–30 sekúndur á hvorri hlið eða þar til pönnukakan er gullinbrún. Að lokum er steiktum pönnukökum staflað á disk og hlyns- írópi hellt yfir. Egg Benedict n 4 stk. egg n 4 msk. borð edik n 2 l vatn n 4 stk. skinkusneiðar n 4 stk. ristað brauð Hollandaise-sósa n 3 eggjarauður n 300 gr smjör n 1 stk. sítróna n Salt og pipar Aðferð: Hitið vatn ásamt ediki upp að suðu en vatnið á samt ekki að sjóða, hrærið duglega í pottinum svo það myndist hringrás og brjótið egg- in hvert af öðru í pottinn og leyfið að vera í ca 2–5 mínútur. Eggin eiga að vera mjúk og tekin upp hvert fyrir sig á disk til hliðar. Gætið þess að fara varlega svo eggin springi ekki. Aðferð: Hollandaise-sósa: Eggja- rauðurnar eiga að vera við stofuhita í skál. Hitið smjörið í örbylgju ofni í ca. eina og hálfa mínútu en síðan er því hellt mjög varlega út í eggjarauðurn- ar og pískað hratt og örugglega en ekki hella hratinu úr smjörinu (gott að vera tvö við þetta, annað hellir smjörinu og hitt hrærir). Síðan er ½ sítróna kreist út í sósuna og kryddað með salti og pipar. Að lokum er skinkan sett á ristað brauðið, eggið ofan á það og sósunni hellt yfir eggin. Súkkulaðikaka Veisluturnsins n 500 gr dökkt súkkulaði n 200 gr smjör n 8 egg n 200 gr sykur Aðferð: Súkkulaði brætt yfir vatns- baði og mjúku smjöri bætt út í. Sykur og egg eru síðan pískuð stíft saman og bætt við. Að lokum er bakað við 160°C í 8 mínútur. kristjana@dv.is 50 | Lífsstíll 18.–20. mars 2011 Helgarblað Það skiptir máli hverjir skrifa fréttirnar Á DV starfar fjölbreyttur hópur vandaðra blaða manna, sem er ekkert mannlegt óviðkomandi. Klassískur sunnudags-bröns Hver fær ekki vatn í munninn yfir tilhugsuninni um dúnmjúka eggjarétti og snarkandi beikon? Það er notaleg hefð að borða síðbúin morgunverð með fjöl- skyldu og vinum um helgar. Stefán Ingi Svansson matreiðslumaður á Nítjánda gefur lesendum DV klassískar uppskriftir til að glíma við heima. Súkkulaðikaka Það standast fáir alvöru súkkulaðiköku á sunnudegi. Fallegt að bera kökuna fram með jarðarberjum, flórsykri og rjóma. Egg Benedict Það er nokkur list að útbúa egg benedict. Hræra þarf í sjóðandi vatninu svo það myndist hringrás og eggin brotin út í. Láttu gestunum líða vel Gestum finnst þeir sérstaklega velkomnir þegar það vel er lagt á borð. Hér er myndaröð þar sem lagt hefur verið á borð eftir tíma bilum og þeirri tísku sem einkenndi hvert þeirra. Sjötti áratugurinn – blátt og hvítt Klassískir litir sjötta áratugarins eru blár og hvítur teflt saman við tekk. Á þessu borði er verðlaunastell Grete Meyers frá 1965 og dúkur úr smiðju Marimekkó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.