Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 55
Sport | 55Helgarblað 18.–20. mars 2011
Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is
Mjúka fermingargjöfin
Úrval fermingargjafa á tilboði
Stöð 2 flutti fréttir af því á miðviku-
dagskvöldið að busavígsla nýrra
dómara eftir árshátíð þeirra í Út-
hlíð hefði farið úr böndunum og
að sjö dómarar hefðu verið tekn-
ir á teppið og áminntir fyrir busa-
vígsluna. Þetta staðfesti Þórir Há-
konarson, framkvæmdastjóri KSÍ,
við DV í gær. „Við höfum rætt við
alla aðila málsins og gerendunum
hefur verið veitt áminning,“ segir
Þórir en annars vildi hann ekkert
tjá sig um málið. Samkvæmt örugg-
um heimildum DV snýst málið um
rassskellingu þriggja manna sem
nýverið voru teknir inn í dómara-
stéttina. Á rassskellingin að hafa
verið tiltölulega saklaus en slíkar
athafnir tíðkast víða hjá íþrótta-
félögum, til dæmis hjá bæði karla-
og kvennalandsliði Íslands í hand-
bolta. Afar erfitt var að fá menn til
að tjá sig um málið þegar eftir því
var leitað, nánast ómögulegt. DV
hafði samband við tvo þeirra sem
rassskelltir voru en hvorugur vildi
viðurkenna rassskellinguna. Annar
sagðist hafa farið að sofa snemma
bæði kvöldin og ekkert frétt af mál-
inu, hinn var mjög ánægður með
ferðina, sagði hana hafa verið gott
hópefli og busavígslan meira snúist
um að taka diska af borðum. Taka
skal þó fram að dómararnir gistu í
átta sumarbústuðum og fór athöfn-
in fram í aðeins einum þeirra.
Svona ummæli dæma sig sjálf
Málið fór eins og eldur í sinu um
netheima í gær og fóru að berast
sögur af því að menn hefðu verið
hýddir með beltum og kertastjök-
um. Háttsettur dómari sem DV
ræddi við í gær sagði málið hafa far-
ið inn á borð KSÍ frá aðila sem ekki
hafi verið á staðnum. Þannig hafi
sögur farið að spinnast. Beltasag-
an á að hafa hafist þannig að mað-
ur sem tengist ekki dómarastétt-
inni en var samt á staðnum gekk
inn í busavígsluna, reif af sér belt-
ið og sagði: „Jæja, hver er næstur?“
og uppskar við það mikil hlátra-
sköll. Mótastjórinn Birkir Sveins-
son mætti einnig í veisluna og hafði
gaman af, samkvæmt heimildum
DV, enda hefur hann séð nokkrar
busavígslur um ævina.
Fram kom í útvarpsþættin-
um Mín skoðun í gær að dómar-
ar hefðu viljað að Guðrún Fema
Ólafsdóttir, færasti kvendómari Ís-
lands, hneppti frá og yrði rassskellt.
Sigurður Óli Þorleifsson, FIFA-að-
stoðardómari og formaður Félags
deildardómara, vildi ekkert ræða
um busavígsluna þegar DV leitaði
eftir því í gær. Honum blöskraði þó
það sem kom fram í Minni skoðun
og sagði: „Svoleiðis ummæli dæma
sig algjörlega sjálf.“
Samkvæmt heimildum DV
tengdist Guðrún Fema busavígsl-
unni ekki neitt. Það nafn fór aðeins
af stað þegar sögusagnir fóru fyrst
að berast um að kvendómari hafi
verið í Úthlíð .Þykja verður einnig
afar ólíklegt að Guðrún Fema hafi
verið beðin um að afklæðast þar
sem hún er ekki nýliði og þess utan
unnusta Jóhanns Gunnars Guð-
mundssonar, FIFA-aðstoðardóm-
ara. Þau eiga að hafa fyrir löngu
verið farin að sofa þegar vígslan fór
fram.
Yfirlýsingin sem ekki fór í loftið
Dómarastéttin hefur reynt að grafa
málið þar sem þeir segja frétt-
ir af vígslunni vera storm í vatns-
glasi. Gríðarlega erfitt var að fá
menn til að tjá sig um málið í gær
en DV fékk þó þær fréttir að dóm-
arafélagið hefði sett saman yfir-
lýsingu þar sem það gat ekki leng-
ur setið undir þeim sögusögnum
sem í gangi voru. Til dæmis birtist á
fimmtudaginn undir liðnum Twit-
terfærslur dagsins á fotbolti.net,
færsla frá knattspyrnumanninum
Kristjáni Óla Sigurðssyni: „Alvöru
busavígsla hjá íslenskum dómur-
um. Belti og kertastjakar notaðir
við flengingu á nýliðunum.“
Þórir Hákonarson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, vildi ekki birta
yfirlýsinguna frá dómurunum,
samkvæmt öruggum heimildum
DV. Vildi hann frekar að fjölmiðlar
hefðu samband við sig. Þegar DV
spurði hann svo út í yfirlýsinguna
og hvers vegna hún mætti ekki birt-
ast kom Þórir af fjöllum og kannað-
ist ekkert við yfirlýsinguna.
„Það hefur ekkert meira gerst í
þessu máli en það sem kom fram
í gær [í fréttum Stöðvar 2 á mið-
vikudagskvöldið, innsk. blm].
Málið var afgreitt þar,“ sagði Þórir
en hann fékkst ekki heldur til að
gefa upp hverjir hinir sjö áminntu
væru.
dómarar
flengdu
nýliða
n Nýir dómarar rassskelltir í Úthlíð n Sögusagnir fóru upp úr öllu valdi n Yfirlýsing dómara fékk ekki
að fara í loftið n Formanni Félags deildardómara blöskraði það sem kom fram í útvarpsþætti um málið
Dómarar voru rassskelltir
í busavígslu Dómurunum
var veitt áminning.
mYND pHotoS.com
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
„Alvöru busavígsla
hjá íslenskum
dómurum. Belti og kerta-
stjakar notaðir við fleng-
ingu á nýliðunum.