Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Blaðsíða 64
Verður hún þá þriðja gyðjan? Elísabet fær ömmubarn n Rithöfundurinn Elísabet Jökuls- dóttir á von á barnabarni. Sonur hennar, Jökull I. Elísabetarson, Ís- landsmeistari í knattspyrnu með Breiðabliki, tilkynnti á Facebook-síðu sínum í gær að eigin- kona hans, Kristín Arna Sigurðar- dóttir, bæri undir belti þeirra fyrsta barn. „Til hamingju elskurnar mínar, nú skil ég afhverju ég vaknaði snemma, til að sjá þessa undurfögru mynd, sit hér skælbrosandi útað eyrum, elska ykkur, ást, friður og hamingja og kríli,“ ritar Elísabet hamingju- söm á vegginn hjá syni sínum. Einar ætlar að hjóla hringinn n Útvarpsstjórinn Einar Bárðarson, sem nýverið náði ekki að komast á topp Úlfarsfells eftir að hafa gefist upp á miðri leið, hefur núna sam- þykkt áskorun samstarfsmanna sinna um að hjóla hringinn í kringum landið. Áskorunin er þó háð því að 20.000 manns „líki“ Facebook-síða Kanans, útvarpsstöðvar Einars, en aðeins um 8.000 manns „líkar“ síðan þegar þetta er skrifað. Þeir sem vilja að Einar hjóli hringinn í kringum landið hafa út apríl til að „líka“ við síðuna. Á Facebook-síðunni kom einnig fram að Logi Geirsson væri glottandi yfir áskor- uninni en hann hefur hjálpað Einari að berjast við auka- kílóin. Rannsakar kanínuna n Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, leitar nú að uppruna lagsins Hey kanína. Lagið er sagt erlent en Sálin hans Jóns míns hefur meðal annars tekið það upp á sína arma en ísfirska hljómsveitin Ýr flutti það fyrst. Gunnar segir söngvarann í Ýr, Reyni Guðmundsson, hafa tekið lagið upp í gegnum útsendingu Radíó Lúxem- borg. Gunnar kallar lagið Geirfinn íslenskrar tónlistarsögu en æðsti prestur íslenskrar tónlistar, Jakob Frímann Magnússon, sá um að taka lagið upp. Hann segir það vera blöndu af tökulagi og frumsömdu lagi því spóla Ýr- manna með laginu eyðilagðist áður en þeir náðu að læra það. Ástríður Höskuldsdóttir er ein þeirra sem komst áfram í leit Hollywood- leikarans Charlies Sheen að aðstoð- armanni. Ástríður er meðal 4.000 umsækjenda sem komust áfram í leitinni og fengu að skila eiginlegri umsókn. Leitin skiptist í nokkur stig en á fyrsta stigi var öllum gert kleift að sækja um og þurftu þeir einung- is að svara því af hverju þeir teldu sig vera réttu manneskjuna til að vinna með Sheen. Ástríður svaraði einfald- lega að hún væri með ísbjarnarblóð í æðum, en Charlie hefur á undan- förnum vikum ítrekað sagst vera með tígursblóð í æðum sínum, sem útskýri kraftinn sem hann býr yfir. Nokkrir fleiri Íslendingar komust líka áfram í keppninni. Umsóknin sem Ástríður þurfti að fylla út var þó ekki ýkja flókin. „Það var spurt um tvo skóla sem maður hefur farið í og svo líka tvö mikilvæg störf sem maður hefur unnið sem gætu nýst í starfinu sem hann er að auglýsa,“ segir hún um umsóknina. En af hverju sótti hún um starfið? „Ég var að horfa á myndband á net- inu og þar var tengt í þessa umsókn og ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað grín og ég sótti um í gríni.“ Ástríður er samt sem áður viss um að hún myndi reynast Sheen góður starfs- kraftur. „Þetta snýst um að koma honum meira á framfæri á netinu og ég er með 12 ára reynslu í vefsíðu- gerð,“ segir hún en hún er menntað- ur grafískur hönnuður. Mikil umræða hefur verið und- anfarið um meinta eiturlyfjaneyslu Sheen en hann var nýverið rekinn úr sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men. Ástríður hefur ekki áhyggjur af því og segir að hún myndi ekki ýta á hann að fara í meðferð. „Það er hans mál, sem maður á ekkert að vera að skipta sér af.“ adalsteinn@dv.is Íslensk stúlka er skrefi nær því að vinna með Charlie Sheen: Sagðist vera með ísbjarnarblóð Þú ... Lítill greiðsluvandi: Greiðslujöfnun 110% leiðin 5.000 kr. fastar greiðslur í erlendri mynt Meðal greiðsluvandi: Lenging lánstíma Frysting vaxta og/eða afborgunarhluta Vanskil lögð við höfuðstól Mikill greiðsluvandi: Sértæk skuldaaðlögun Kynntu þér lausnir fyrir heimilin á byr.is. Með persónulegri þjónustu reynum við að fi nna lausnina fyrir þig. ... getur leitað lausna í samstarfi við okkur Við bjóðum viðskiptavinum okkar sértækar lausnir á greiðsluvanda heimilsins. Sími 575 4000 I byr@byr.is I www.byr.is Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HElgaRblaÐ 18.–20. MARS 201133. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Vill vinna með Sheen Ástríður segist hafa sótt um starfið hjá Charlie Sheen í gríni en hún sé þó vel hæf til að sinna því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.