Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Side 6
6 | Fréttir 8.–10. apríl 2011 Helgarblað
L A U G A V E G I 1 7 8
Sími: 568 9955 - www.tk. is
Opið: mánud-föstud.12-18 - laugard.12-16 - sunnud. LOKAÐ
Einnig mikið úrval af
fermingargjöfum
Erum flutt að
Laugavegi 178
(næsta húsi við frægustu bensínstöð landsins)
BRÚÐKAUPSGJAFIR
20 teg. Söfnunarstell
20 teg. Söfnunarhnífapör
20 teg. Söfnunarglös
iittala vörur - hitaföt o.fl.
SKARTGRIPIR
Fallegt úrval af hinum
heimsþekktu skartgripum
Flott fermingar,
útskriftar eða morgungjöf
NÝ
SENDING
n Ragnhildur Sverrisdóttir segir ekkert athugavert við viðskipti Hersis n Ríkisskattstjóri
undrandi á viðskiptunum n Sala Hersis á bréfunum í Samson ekki tilkynnt n Hersir átti
að borga fyrir bréfin 15. janúar 2005 en kaupsamningurinn var frá 30. desember sama ár
Sala eignarhaldsfélagsins Hersis
á eins prósents hlut í móðurfélagi
Landsbankans, Samson, var ekki til
kynnt opinberlega með neinum hætti
í árslok 2006. Þetta kemur fram í svari
Ragnhildar Sverrisdóttur, talskonu
Björgólfs Thors Björgólfssonar fjár
festis, við fyrirspurn DV. Kaup félags
ins ári áður, í árslok 2005, voru hins
vegar tilkynnt til Kauphallar Íslands.
Hersir var í eigu nánustu samstarfs
manna Björgólfs Thors, meðal annars
Andra Sveinssonar.
Með kaupunum árið 2005 fór
Björgólfur Thor niður fyrir 20 pró
senta óbeinan eignarhlut í Lands
bankanum – átti 19,88 prósent – og
þurftu lánveitingar til hans því ekki
að fara fyrir stjórn Landsbankans þar
sem hann var ekki skilgreindur sem
tengdur aðili innan bankans. Kaup
Hersis í Samson þjónuðu því hags
munum Björgólfs Thors.
Ragnhildur segir hins vegar að
ekkert óeðlilegt hafi verið við viðskipti
Hersis með hlutabréfin í Samson:
„Umrædd viðskipti voru fullkomlega
eðlileg og snérust um kaup starfs
manna á hlutum í viðkomandi félagi
líkt og tíðkast í langflestum stærri fé
lögum hér á landi og erlendis.“
Ríkisskattstjóri gagnrýninn
Líkt og DV greindi frá á miðviku
daginn yfirtók Björgólfur Thor Hersi
í fyrra sökum þess að hann átti 70
milljóna króna kröfu á félagið og
ákvað hann í kjölfarið að slíta fé
laginu í stað þess að gefa það upp til
gjaldþrotaskipta.
Starfsmaður hjá embætti ríkis
skattstjóra, Skúli Jónsson, samþykkti
þó aðeins með miklum semingi að
löggilda skilanefnd yfir Hersi í sept
ember í fyrra – skilanefndarmennirn
ir höfðu verið valdir á hluthafafundi
Hersis mánuði áður. „Ég verð enn
að segja að ég skil ekki hvaða leikur
er þarna í gangi,“ sagði Skúli, sem er
forstöðumaður hjá fyrirtækjaskrá
ríkisskattstjóra, um slitin á félaginu
í tölvupósti til annars skilnanefndar
mannanna. Skilanefndarmaðurinn
heitir Jónas Rafn Jónsson og er lög
fræðingur hjá endurskoðendafyrir
tækinu KPMG.
Afskipti Björgólfs Thors af Hersi
vöktu því athygli og furðu þessa
starfsmanns ríkisskattstjóra enda
virðast þau ekki standast mikla skoð
un. Heimildir DV herma að málefni
Hersis hafi verið rædd hjá embætti
sérstaks saksóknara í tengslum við
rannsókn embættisins á málefnum
bankans.
Neitar að svara um fjármögnun
og uppgjör lánsins
Ragnhildur neitar að svara því hvern
ig kaup Hersis á hlutabréfunum í
Samson í árslok 2005 voru fjármögn
uð og einnig því hvernig lánið var að
lokum gert upp. „Ég ætla ekki að fjöl
yrða frekar um þessi kaup lítils félags
starfsmanna í Samson
og hvort einkaaðilar
lánuðu þessum starfs
mönnum af sínu fé og
hvernig það lán var að
lokum gert upp.“
Heimildir DV
herma hins vegar að í
árslok 2006 hafi Hers
ir selt bréfin í Samson
aftur til eignarhalds
félagsins Samsonar.
Í tengslum við þessi
viðskipti eignaðist
Hersir kröfu á Sam
son – Hersir hef
ur því væntanlega
lánað Samson fyrir
bréfunum – og var
sú krafa greidd upp í febrúar 2007,
samkvæmt heimildum DV. Samson
skuldaði Hersi því ekkert eftir þetta.
Hugsanlegt er að skuldin hafi verið
nettuð út með skuldajöfnun vegna
upphaflegra kaupa Hersis á bréfun
um í Samson í árslok 2005.
Um svipað leyti og þetta gerðist,
í ársbyrjun 2007, eignuðust nokkr
ir starfsmenn fjár
festingarfélags
Björgólfs Thors,
Novator, í kring
um fimm prósenta
hlut í eignarhalds
félaginu Given
shire, sem hélt
utan um eignarhlut
Björgólfs Thors í
Samson. Með því
að halda utan um
þennan eignar
hlut í Givenshire
fór óbeinn eignar
hlutur Björgólfs
Thors í Landsbank
anum niður fyrir 20
prósent. Tilgangur Hersis og eignar
halds starfsmanna Björgólfs Thors í
Givenshire virðist því hafa verið svip
aður.
„Kaupverðið skal greitt í reiðufé
þann 15. janúar 2005“
Athygli vekur að í kaupsamningnum
á milli Samsonar og Hersis, sem DV
hefur undir höndum, kemur fram
að kaupverðið á bréfunum í Samson
hafi verið nærri 930 milljónir króna
og að kaupverðið hafi átt að greið
ast þann 15. janúar 2005 – tæpu ári
áður en samningurinn var undir
ritaður. Um var að ræða 10 milljón
hluti í Samson. Í kaupsamningn
um segir: „Kaupverð Hins selda er
928.300, m.v. gengið 92,83 á hverjum
hlut í félaginu. Kaupverðið skal greitt
í reiðufé þann 15. janúar 2005. Selj
andi skal afhenda Hið selda þann 30.
desember 2005.“ Samningurinn var
undirritaður af starfsmanni Samson
ar og hluthafa í Hersi þann 30. des
ember 2005, tæpu ári eftir að Hersir
hefði átt að greiða fyrir bréfin sam
kvæmt samningnum.
Ekkert í ársreikningnum bend
ir til að Hersir hafi haft fjárhagslegt
bolmagn til að greiða fyrir hlutabréf
in í Samson með því hætti sem kveð
ið var á um í kaupsamningi auk þess
kaupsamningurinn var ekki skuld
bindandi þar sem greiðsludagur
bréfanna var í fortíðinni.
Spurningar DV
1. Af hverju lánaði Björgólfur Thor Hersi fjármuni og hvenær gerðist það? Til hvers voru þeir
fjármunir notaðir?
2. Af hverju léstu þess ekki getið í síðustu svörum þínum til mín að Hersir hefði keypt hlut í
Samson í árslok 2005?
3. Hvernig voru kaup Hersis í Samson fjármögnuð? Heimildir mínar herma að Samson hafi
veitt Hersi lán til kaupanna.
4. Af hverju keypti Hersir þennan hlut í Samson?
5. Af hverju veitti Hersir Samson lán í árslok 2006? Lánið var endurgreitt í febrúar 2007 –
um það leyti sem starfsmenn Novator keyptu í Givenshire.
6. Heimildir mínar herma að lánið í spurningu 6 hafi verið veitt til að fjármagna kaup Sam-
sonar á hlut Hersis í Samson. Er þetta rétt?
7. Hvernig var lánið endurgreitt? Með skuldajöfnun?
8. Af hverju finnast engar opinberar upplýsingar um sölu Hersis í Samson í árslok 2006,
aðeins upplýsingar um kaup félagsins í Samson?
9. Samkvæmt þeirri mynd sem ég hef af þessu máli var hlutverk Hersis eftirfarandi:
Félagið kaupir 1 prósent í Samson í árslok 2005 með láni frá Samson. Ári síðar selur Hersir
hlutinn í Samson aftur til Samsonar. Hersir lánar fyrir kaupunum. Nokkrum mánuðum
síðar eignast starfsmenn Novator hlut í Samson í gegnum Givenshire. Hlutverk eignar-
halds Hersis í Samson var það sama og hlutverk eignarhalds starfsmanna Novator í
Givenshire: Að koma í veg fyrir að Björgólfur Thor ætti óbeinan eignarhlut í Landsbank-
anum sem væri 20 prósent eða meira.
Svör Ragnhildar
„Ég var ekki að leyna neinu með því að taka ekki sérstaklega fram í
síðustu svörum til þín að Hersir hefði keypt í Samson í árslok 2005.
Ég gekk satt best að segja út frá því að þú værir með þá opinberu
staðreynd á hreinu í úttekt þinni og bendi á að kaupin komu skýrt
fram í frétt frá Kauphöll 30. desember 2005.
Ályktanir þínar eru fjarri lagi. Umrædd viðskipti voru fullkomlega
eðlileg og snerust um kaup starfsmanna á hlutum í viðkomandi
félagi líkt og tíðkast í langflestum stærri félögum hér á landi og
erlendis. Slík kaup þykja almennt til hagsbóta fyrir alla aðila. Við-
skiptin voru gerð fyrir opnum tjöldum. Salan var jafnframt tilkynnt FME og regluverði
Landsbankans, en rétt er að benda á að í árslok 2006 voru þau viðskipti ekki tilkynninga-
skyld til Kauphallar. Samson var þá í fjölbreyttri fjárfestingastarfsemi og 1% eignarhluti
í félaginu jafngilti ekki eignarhluta í Landsbankanum sjálfum. Reyndar hefur þetta allt
komið fram áður, sem og eignarhlutur Givenshire, þannig að það vekur undrun mína að þú
kjósir að endurvinna þessa frétt núna.
Ég ætla ekki að fjölyrða frekar um þessi kaup lítils félags starfsmanna í Samson og hvort
einkaaðilar lánuðu þessum starfsmönnum af sínu fé og hvernig það lán var að lokum gert upp.“
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
EINN ÞEIRRA ER
BESTUR
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Neytendur 16
Fréttir 2–3
Sport 25
ReyniR að hylja slóð sína:
6.–7. apríl 2011 41. tbl. 101. árg. leiðb. verð 395 kr. máNUdAgUR og ÞRIðjUdAgUR
n Reiði hjá ríkisskattstjóra
n Vafasöm viðskipti Björgólfs Thors
n „Ótraustvekjandi, svo ekki sé meira sagt“
n „Ég skil ekki hvaða leikur er þarna í gangi“
n Sleit leynifélagi sem átti í Samson
BJÖRGÓLFUR
HELDUR
ÁFRAM!
Fréttir 12–13
ÞETTA SEgjA
SÉRfRæðINgAR
Um IcESAVE
Grunaður um að misnota sjö ára son sinn:
AFBRotAMAðUR
MEtinn HæFUR
AF BARnAvERnD
n Hvort er það já eða nei?
Stefán Einar:
sEnDi FÖðUR
FRAMBJÓðAnDA
tÖLvUpÓst
Fréttir 10
Svona geturðu
tekið upp hollt
mataræði
Dæmdur fyrir líkamsárás:
SENdI HANdRUKKARAá SÍNA fYRRVERANdIn Ofbeldismaðurinn hótaði að nauðga henni
Bæjarstjóri ísafjarðar:
HRæDDUR við
JEREMy iRons
Fólk 26
Fréttir 4
n langur sakaferill allt frá Breiðavík n Beitti barnsmóður ofbeldi
Fréttir 14–15
SALA HERSIS Á BRÉFUM
SAMSONAR EKKI TILKYNNT
Aftur í tímann Samkvæmt kaup-
samningi á milli Hersis og Samsonar átti
Hersir að greiða nærri milljarð króna fyrir
bréfin í Samson tæpu ári áður en kaup-
samningurinn var undirritaður. Björg-
ólfur Thor Björgólfsson hefur eignast
Hersi og slitið félaginu en kaup félagsins
í Samson voru til hagsbóta fyrir hann.
6. apríl 2011
Snorri Páll Jónsson og Sunneva Ása
Weisshappel voru sýknuð í Héraðs
dómi Reykjavíkur á fimmtudag af
ákæru ríkissaksóknara um brot gegn
almennum hegningarlögum í maí
2009.
Snorri Páll er sem kunnugt er einn
af níumenningunum sem sakaðir voru
um árás á Alþingi í búsáhaldabylting
unni. Snorri lýsti því yfir í samtali við
DV á dögunum að ákæran, sem lögð
var fram sama dag og verið var að
klára vitnaleiðslur í máli níumenn
inganna, lyktaði af pólitískum ofsókn
um á hendur sér. Lögmaður Snorra og
Sunnevu furðaði sig einnig á málinu á
sínum tíma enda hafði það dregist að
ákæra þau í 20 mánuði í þessu tiltölu
lega einfalda máli sem engin rannsókn
hafði farið fram í. Sagði lögmaðurinn
málið afar „dularfullt“.
Málið á rætur sína að rekja aftur til
21. maí 2009. Lögreglan mun hafa haft
afskipti af Snorra og vinkonu hans þar
sem þau voru að ganga heim til sín.
Ástæða afskiptanna var sögð sú að
hann hefði hrækt í áttina að lögreglu
bíl. Í kjölfarið hafi þau verið hand
tekin fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
lögreglu og fyrir að vera ölvuð á al
mannafæri. Voru þau látin gista fanga
geymslur en heyrðu síðan ekkert frek
ar af málinu fyrr en 20 mánuðum síðar.
Tuttugu mánaða töf:
Sýknuð í
„dularfullu“
máli
Bretar eignast
hlut í MP Banka
Breski auðmaðurinn Joe Lewis,
annar aðaleigandi enska knatt
spyrnuliðsins Tottenham Hotspur,
er í nýjum hluthafahópi MP Banka.
Breska Rowlandfjölskyldan er
sömuleiðis sögð í hluthafahópnum,
samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins
á fimmtudag. Sú fjölskylda keypti
sem kunnugt er rekstur Kaupþings
í Lúxemborg og breytti nafninu í
Banque Havilland. Viðskiptablað
ið hefur heimildir fyrir því að þriðji
erlendi fjárfestirinn muni vera í
nýjum hluthafahópi bankans en
ekki hefur fengist staðfest hver það
er. Viðskiptablaðið upplýsir að er
lendu auðkýfingarnir muni eiga allt
að 20 prósenta hlut í MP banka, þar
af mun Rowlandfjölskyldan eign
ast 10 prósent.