Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Qupperneq 27
Erlent | 27Helgarblað 8.–10. apríl 2011 José Socrates, forsætisráðherra Portú- gal, tilynnti þjóð sinni í sjónvarps- ávarpi á miðvikudagskvöld, að bráða- birgðaríkisstjórn landsins hefði skilað inn beiðni til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um efnahags- legar björgunaraðgerðir. Undanfarna mánuði hefur Socrates hafnað því með öllu að Portúgalar þyrftu á efna- hagslegri aðstoð að halda en nú er ljóst að það voru aðeins orðin tóm. Portúgal er þar með þriðja aðildar- ríki ESB sem sækist eftir björgunarað- gerðum, en áður hafa bæði Grikkland og Írland þegið slíka aðstoð. Óumflýjanlegt Socrates sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar að ákvörðunin um að leita á náðir ESB um efnahagsað- stoð hefði ekki verið auðveld. „Ég hef reynt allt, en nú er svo komið að ef við tökum ekki þessa ákvörð- un erum við að taka meiri áhættu fyrir land okkar en ella. Við stönd- um á alvarlegum tímamótum og ástandið gæti versnað ef ekkert er að gert. Ákvörðunin er tekin með þjóðarhagsmuni í huga.“ José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem hann sagði að Socrates hefði sent inn formlega beiðni um að- stoð kvöldið áður. Sagði Barroso að beiðni Portúgala „yrði afgreidd eins fljótt og auðið er, í ramma þeirra reglna sem í gildi eru.“ Bar- roso, sem er sjálfur portúgalsk- ur, sagði jafnframt að hann hefði fulla trú á „… getu Portúgal til að takast á við núverandi erfiðleika, með einurð og hjálp bandamanna sinna.“ AGS bíður átekta Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur enn ekki fengið beiðni um að koma að björgunarpakka fyrir Portúgala, en hann var bæði viðriðinn efna- hagslegar björgunaraðgerðir til handa Írlandi og Grikklandi. „Við erum reiðubúin til að aðstoða Portú- gal,“ sagði í yfirlýsingu frá AGS sem var birt á fimmtudag. Talið er næsta víst að AGS muni koma að björgun- arpakkanum þar sem það sé krafa Þýskalands, stærsta efnahagskerf- is evrusvæðisins og þess ríkis sem kemur til með að greiða mest. Einnig er óttast að skuldavandi Portúgala gæti smitast til Spánar, en vandinn snýr að auknu skuldaá- lagi ríkisskuldabréfa – sem stendur nú í 8,5 prósentum. Beiðni Portú- gala og skuldavandi aðildarríkja ESB voru rædd á leiðtogafundi í Búda- pest í gær. Enn er ekki ljóst um hve háa upphæð er að ræða, en talið er að hún gæti verið allt að 80 milljarð- ar evra. Mun fá stuðning stjórnarand- stöðunnar José Socrates, og ríkisstjórn hans, sagði af sér þann 23. mars síðastliðinn eftir að frumvarpi um gífurlegan nið- urskurð í ríkisútgjöldum var hafnað af portúgalska þinginu. Síðan hefur hann gegnt embætti forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn sem mun verða við völd uns kosið verður til þings á ný í byrjun júní. Vangaveltur hafa verið um hvort það standist ákvæði portú- gölsku stjórnarskrárinnar að fara fram á efnahagslegar björgunaraðgerðir án samþykkis þingsins. Pedro Passos Coelho, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, PSD, sagði hins vegar í kjölfar sjón- varpsávarps Socrates að flokkur hans myndi styðja aðgerðir ríkisstjórnar- innar. n José Socrates, forsætisráðherra Portúgal, tilkynnti þjóð sinni á miðviku- dag að beiðni um efnahagslegar björgunaraðgerðir hefði verið send til ESB n Hann hafði neitað því mánuðum saman að Portúgal þarfnaðist aðstoðar Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Við stöndum á alvarlegum tíma- mótum og ástandið gæti versnað ef ekkert er að gert. Játar sig sigraðan José Socrates hafði neitað því mánuðum saman að Portúgal þarfnaðist aðstoðar. Hér má sjá hann í sjónvarpsávarpinu á miðvikudaginn. PORTÚGAL BIÐUR UM BJÖRGUNARAÐGERÐIR Pólitíkin enginn dans á rósum Það er ekki alltaf tekið út með sæld- inni að starfa við stjórnmál, að minnsta kosti ef tekið er mið af ný- legu viðtali sem birtist við leiðtoga Frjálslynda flokksins í Bretlandi, Nick Clegg. Síðan Clegg komst í ríkis- stjórn hefur hann þurft að þola harða gagnrýni, ekki síst frá þeim sem studdu eitt sinn flokkinn – en hafa nú snúið baki við honum. Það á sér- staklega við um stúdenta, en Clegg tók þátt í þeirri ákvörðun að hækka skólagjöld á háskólanema. Aðspurð- ur hvort hann fyndi til þegar honum væri litið á plaköt sem stúdentar hafa búið til af honum, þar sem hann er meðal annars settur í hundsgervi, sagði Clegg: „Ég er mennskur, er það ekki?“ Clegg bætti því við að hann gréti stundum þegar hann heyrði sorgleg lög í útvarpinu og að synir hans spyrðu hann stanslaust: „Pabbi, af hverju hata þig allir?“ Einkaleyfi á „bunga bunga“ Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er samur við sig. Á ráðstefnu sem haldin var á fimmtudag um innflytjendavandamál í kjölfar bylt- inganna í Mið-Austurlöndum var Berlusconi spurður út í réttarhöld- in sem hófust á miðvikudag, en þar er Berlusconi sakaður um að hafa borgað ólögráða vændiskonu fyrir kynlíf í svokölluðum bunga bunga- veislum. Berlusconi hló dátt: „Ég hef fengið einkaleyfi á bunga bunga- veislum sem vörutegund svo ég geti nýtt mér veislurnar í öllum héröðum Ítalíu.“ Þingmenn stjórnarandstöð- unnar hlógu ekki jafndátt, og fannst ekki við hæfi að forsætisráðherr- ann færi með gamanmál þegar ræða átti alvarlega stöðu í innflytjenda- málum. Fjöldamorð í brasilískum skóla Að minnsta kosti 13 féllu í grimmi- legri árás byssumanns í grunnskóla í Rio de Janeiro. Árásarmaðurinn er einn þeirra sem féllu, en óljóst er hvort hann hafi sjálfur stytt sér aldur eða fallið í skotbardaga við lögreglu. Maðurinn, sem var 23 ára að aldri, var áður fyrr nemandi við skólann en þar stunda börn á aldrinum 10 til 15 ára nám. Lögregluyfirvöld í Rio de Janeiro sögðu að árásarmaðurinn hafi skilið eftir sig bréf þar sem kom fram að hann óskaði þess að deyja. Hann hafi hins vegar enga ástæðu fyrir hinni hrottalegu árás. Guido Westerwelle, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði á fimmtu- dag að Þjóðverjar væru tilbúnir til að senda herlið til Líbíu. Hann tók það þó skýrt fram að þýski herinn yrði ekki sendur til að taka þátt í vopna- skaki, heldur eingöngu til hjálpar- starfa. Þjóðverjar sátu hjá þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1973, sem kvað á um að bandamenn myndu senda herlið til Líbíu til að framfylgja al- þjóðlegu flugbanni yfir Líbíu, sem og vernda almenning í Líbíu. Mik- il óvissa virðist vera meðal banda- manna um hvernig skuli standa að stríðsrekstri í Líbíu og hvernig megi aðstoða uppreisnarmenn sem best – í baráttunni gegn Muammar al-Gad- dafi, leiðtoga Líbíu síðan árið 1969. Bandarískar orrustuþotur hafa nú horfið á braut og hefur NATO tek- ið forystuna í stríðsrekstri banda- manna. Westerwelle sagði í gær við þýsku fréttastöðina N24 að þýski herinn væri tilbúinn til að aðstoða Líbíu- menn. Helst kæmi til greina að senda herskip á vettvang til að færa líbísku þjóðinni hjálpargögn, lyf og vistir – en jafnframt að hjálpa til við að ferja flóttamenn frá landinu. Athygli vek- ur að Græningjar í Þýskalandi vilja ganga lengra og taka þátt í að fram- fylgja hafnbanni þar sem Gaddafi reynir ólmur að koma vopnum til Líbíu til að styrkja stöðu sína. „Að tryggja mannúðaraðstoð, það seg- ir sig sjálft. En það er ekki nóg. Sem ríki sem hefur á undanförnum árum tekið þátt í að flytja vopn til Gaddaf- is, ber okkur skylda til að aðstoða við hafnbannið í þetta sinn,“ sagði Omid Nouripur, talsmaður Græningja í utanríkismálum í viðtali við frétta- tímaritið Der Spiegel. Guido Westerwelle vill rétta Líbíu hjálparhönd: Þjóðverjar vilja aðstoða Guido Westerwelle Hann vill bjóða fram mannúðar­ aðstoð, ekki vopnaskak.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.