Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 30
E r nema von manni fallist stundum hendur? Nú er frá því greint í fréttum á Íslandi að dæmd- ur ofbeldismaður og yfirlýstur handrukkari sé meðal þeirra sem harðast beita sér gegn Icesave- samningnum á Facebook á þeirri forsendu að hann vilji ekki sjá að borga skuldir sem hann hefur ekki stofnað til. Og hann vitnar til Halldórs Lax- ness, máli sínu til stuðnings. Ég segi nú ekki annað en mikið er ég feginn að Halldór skuli ekki hafa þurft að upplifa þetta sjálfur! En þið fyrirgefið þó ég segi það, en ef annað eins og þetta gerðist í einhverju öðru landi, myndum við þá ekki hneigjast til að líta á það sem hálfgert skrípaland? Alveg burtséð frá því náttúrlega, hvaða skoðun við kunnum að hafa á Icesave-samningnum! En þessi pistill á ekki að fjalla um Icesave. Hann á að fjalla um Bjart í Sum- arhúsum. Bjartur í Sumarhúsum er nefni- lega nefndur til sögu í áróðri fyrr- nefnds baráttumanns gegn Icesave. Og vitnað til hans með velþóknun. Ömurlegur einstaklingur! Ég verð að viðurkenna að það fer alltaf hrollur um mig þegar ég sé fólk vitna til Bjarts í Sumarhúsum í viður- kenningarskyni. Ástæðan er sú að Bjartur í Sum- arhúsum er svo forkastanlega öm- urlegur einstaklingur að það er eig- inlega hálfgerð hneisa ef menn koma ekki auga á það, heldur halda kannski þvert á móti að hann sé hinn merkasti maður og spekingur. Og þegar sumir vilja meira að segja sjálfviljugur taka á sig hjúp hans – og lýsa því yfir ótilneyddir að þeir séu alveg eins og Bjartur í Sum- arhúsum, eða hugsi alveg eins og hann, eða eitthvað, þá hneigist ég til að hrista höfuðið sorgmæddur. Og hugsa: Vesalings fólkið, vesa- lings fólkið. En líka, í aðra röndina: Það er kannski öruggast að vara sig á þessu fólki. Ef það samsamar sig svo mjög þessu skrímsli sem Bjartur í Sumar- húsum var. Í ágúst fyrir tæpum tveimur árum, þá skrifaði ég langa grein um Bjart í Sumarhúsum í Helgarblað DV, af því þá hafði bóndi nokkur gert þau leiðu mistök að líkja sér við Bjart í opin- beru viðtali. Ég sá það í gær, þegar ég fletti upp þessari grein um Bjart, að þá hafði Icesave-málið náttúrlega verið á döf- inni, aldrei þessu vant, og andstæð- ingar Icesave greinilega verið að leita til Bjarts í von um stuðning. (Og Jóns Sigurðssonar líka, en það er önnur saga.) En ég ætla að leyfa mér að draga hér fram fáeinar af niðurstöðum mínum úr þessari tveggja ára gömlu grein um Bjart, ef ske kynni að menn vildu berja á andstæðingum sínum í Icesave-málinu með Bjarti. Því er löngum haldið fram að sag- an um Bjart sé fyrst og fremst saga um mann sem er að reyna að halda sjálfsvirðingu sinni, standa í lappirn- ar, leita frelsis og sjálfstæðis. Furðulegustu menn hafa fallið í þá gryfju að taka undir það. Að Bjartur sé fyrst og fremst tákn- gervingur frelsisþrárinnar. Skrímsli og ekkert annað en skrímsli! Kannski hélt ég það m.a.s. sjálfur á tímabili, þegar ég var ungur og glám- skyggn og hafði ekki lesið bókina nema svona tvisvar. Að þó Bjartur væri kannski svolít- ið þvermóðskufullur á stundum, þá beri honum mikil virðing fyrir óaflát- anlega hvöt sína til að standa á eigin fótum, halda virðingu sinni einn og óstuddur. Já, var hann ekki bara hinn eilífi Íslendingur, hin rammíslenska sjálf- stæðishetja? En svo varð mér það með tíman- um svo grátlega, svo hörmulega ljóst að Bjartur var ekki svolítið gallaður en þó góður og ærlegur kall inn við beinið. Nei, hann var skrímsli, og ekkert annað. Hann lætur múta sér til að taka að sér ólétta vinnukonu, það er nú allt „sjálfstæðið“. Og hann getur ekki einu sinni farið skikkanlega með hana eða verið þakklátur, nei, hann hegðar sér eins og versti ruddi, þrautþjálfaður andlegur ofbeldismaður gagnvart henni, og hann bar að lokum ábyrgð á skelfilegum dauðdaga hennar. Ekki lærði hann sína lexíu, heldur varð sér úti um aðra konu og fór með hana af sömu fúlmennskunni. Og hann var vondur við börnin. Hann var viðurstyggilegur við börnin sín. Hver sá sem vill gangast við því að vera Bjartur í Sumarhúsum hlýtur að loka augunum fyrir því að Bjartur var ógeðlegur (já, það er rétta orðið!) í viðmóti við allar sínar konur og öll sín börn. Vék aldrei góðu að neinum! Hann vék aldrei góðu að nokkrum manni, heldur níddist á börnum sín- um á allan mögulegan hátt. Því mið- ur er stílsnilld Halldórs Laxness slík að sumir ímynda sér að það sé eitt- hvað fagurt við samskipti Bjarts við Ástu Sóllilju dóttur sína, en sé þeirri stílsnilld svipt burt, þá er ekkert eftir nema hryllingurinn einn. Bjartur í Sumarhúsum segir aldrei neitt fallegt við nokkra sál, hann hugsar aldrei um neitt nema sjálfan sig, hann kúgar og kvelur alla í kring- um sig, hann er ekki einu sinni góður við hundinn sinn. Og svo á maður að dást að þessari persónu fyrir hvað Bjartur heldur vel sjálfsvirðingu sinni (alltaf á kostn- að annarra), hvað hann stendur vel í lappirnar (en treður alltaf aðra í svaðið). Og allt fólkið í kringum verður sorglegt samsafn af svívirtum lú- börðum einstaklingum. Fyrir nú utan að allt sem hann tekur sér fyrir hendur misheppnast gjörsamlega. Bjartur var ömurlegur kotbóndi sem gat ekki komið undir sig fótun- um þótt keypt væri undir hann kot, hann gat ekki séð fyrir sér og sín- um, og hugmyndin um að hann hafi aldrei skuldað neinum neitt – hún er meira að segja vitleysa. Því strax og það hófst „góðæri“ í samfélaginu, og allir fengu lán sem vildu, þá var Bjartur snöggur að steypa sér í skuldir og reisa sér allt- of stóran bæ, sem hann réði ekkert við. Ekki með honum! Örlög Bjarts minna að sumu leyti á feril útrásarvíkinganna sem líka gengu af göflunum á lánamarkaðn- um. Og eins og þeir kenndu láns- fjárkreppunni um, þá kenndi hann heimsstyrjöldinni um sínar ófarir. Ekki náttúrlega sjálfum sér. Nei, gott fólk, við skulum rífast um Icesave alveg fram á síðustu stund. Við skulum sofna með Ice- save á vörunum og vakna dreym- andi um Icesave, og við skulum aldrei aldrei aldrei ljúka þessu máli – sem við erum háð eins og næsta fixi. En við skulum í guðs bænum ekki ferðast um samfélagið í fylgd Bjarts í Sumarhúsum. Hann var vondur maður. Og vistin hjá honum ill og leiðin- leg og kvöl hverri frjálsri sál. Ekki Bjartur í Sumar- húsum, takk! Þ ar sem ég labbaði heim niður-rigndur í slabbi eftir að strætis-vagninn hafði ælt mér út víðs- fjarri heimili mínu þar sem ég hafði „týnst“ á leiðinni heim úr vinnunni áttaði ég mig á því að sú ákvörðun mín að losa mig við bílinn og nota almenningssamgöngur Reykjavíkur- borgar ætlaði ekki að reynast sá útóp íski blauti draumur sem hún átti að vera. Þ essi draumur var á fyrsta degi eftir sölu bílsins. Ég hafði þurft að „skjótast“ í verslun eftir vinnu sem setti allt úr skorðum hjá mér. Á tveimur jafnfljótum áttaði ég mig á því að ég þurfti að koma við í matarbúð í nágrenni við heimili mitt. Ég kippti með mér mjólk og öðrum nauðsynjum til að brúa bilið milli skipulagðra stórinnkaupaferða sem verða að vera útúrpældar tveggja manna aðgerðir þegar menn eiga ekki einkabíl til að snattast á. Við af- greiðsluborðið var mér boðinn plast- poki undir innkaupin. Það skvabbaði í skónum mínum þar sem ég stóð, illa búinn til útivistar, fyrir framan afgreiðslumanninn og muldraði: „Neibb. Ég er með minn eigin.“ Um leið og ég dró plastpokann upp, sem ég hafði komið með í töskunni minni undir núðlunestið mitt, rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds og það rann upp fyrir mér: „Ég er orðinn einn af þeim.“ Það hljómar kannski fordóma-fullt, en það verður hver heilvita maður að viðurkenna að í strætó í Reykjavík sér maður ýmsa kyn- lega kvisti. Hlemmararnir, fólkið sem ferðast um með lífið sitt í plastpokum og svo þeir sem sitja gráir, guggnir og glugga gjörsamlega bugaðir af lífinu út um rúður strætisvagnanna. Það eru auðvitað fordómar að líta á far- þega vagnanna sem bugaða fátæk- linga sem orðið hafa undir í lífinu. En það er einhvern veginn myndin sem maður getur auðveldlega fengið þeg- ar maður situr þarna um stund. Og á úlfgrámyglulegum rigningardegi þar sem ég bölvaði hverju fótspori upp- lifði ég sjálfan mig sem einn þeirra. Í sjálfsvorkunn minni fannst mér það hræðilegt. É g hef oft verið sakaður um að vera eilítill nurlari og nískupúki þrátt fyrir óflekkaðan feril minn í stórkostlega vanhugsuðum fjár- festingarverkefnum við einkaneyslu mína þar sem færa má fyrir því góð rök að ég hafi hreinlega kveikt í hrúgu af seðlum, sem ég hef oftar en ekki fengið að láni með óhagstæðasta móti. Ein slík fjárfesting var bíllinn sem ég hafði nú loksins kvatt. Þ að var ekki fyrr en í vikunni sem leið, í brakandi fersku vor-veðri í borginni, eldsnemma um morguninn áður en erill umferð- arþungans skall á götunum, sem ég varð fyrir opinberun. Nískupúkinn trompaði fátæklinginn og hagsýnin vann Íslendinginn. P yngja mín léttist ekki um tug-þúsundir um hver mánaða-mót. Nískupúkinn kann að meta það. Tugþúsundir sem fóru í að greiða ósanngjörn lán og ógeðslega dýrt bensín renna nú inn á sparnað- arreikninginn á meðan ég hverf inn í eigin hugarheim á ferðalagi um göt- ur borgarinnar í yndislegri kyrrð vor- morgnanna með minn eigin „chauf- feur“ og tónlistina í eyrunum. Þrátt fyrir að allsherjarendurskoðun á stórum þáttum lífs míns þurfi að eiga sér stað þar sem áður sjálfsagðar at- hafnir eins og að „skreppa út í búð“ hafa þurft að víkja fyrir leiðakerfi gulu risaeðlanna í samgöngum sem jafnast á við kínverskar vatnspynt- ingar er ég að læra að lifa með þessu og njóta þess. Augu mín hafa sömuleiðis opn-ast. Fordómajárntjaldið er fall-ið og við er tekin nýfundin virð- ing fyrir meðreiðarsveinum mínum í almenningssamgöngukerfinu. Við erum ekki hinir buguðu fátæklingar sem einkabílabósarnir sem fram hjá okkur aka á stoppistöðvum borgar- innar kunna að telja okkur. E f eitthvað er ættu þeir að öf-unda okkur eilítið þar sem við erum sannarlega frjáls. Þó ann- ars eðlis sé. Myntkörfulánaklafinn beygir ekki bök okkar um hver mán- aðamót og þó við ferðumst með líf okkar í plastpokum erum við hóp- urinn sem yfirvöld eiga að elska og vernda, ekki refsa. Á meðan bensín- verð og allt annað í sóunarsamfélag- inu hækkar á að mæta því með styrk- ingu almenningssamgangna. Það er ekkert frelsi í því að eyða bróðurparti tekna sinna í rekstur einkabíls. Hið sanna frelsi er í valkostum. Valkost- urinn að eiga ekki einkabíl þarfnast viðleitni til að efla almenningssam- göngur. Kostnaðurinn við niður- skurð er of mikill fyrir samfélagið. 30 | Umræða 8.–10. apríl 2011 Helgarblað Helgarpistill Sigurður Mikael Jónsson Trésmiðjan Illugi Jökulsson Þegar ég varð „fátæklingur“ „Örlög Bjarts minna að sumu leyti á feril útrásarvíkinganna sem líka gengu af göflun- um á lánamarkaðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.