Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Side 40
Móðir og Morðingi
40 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 8.–10. apríl 2011 Helgarblað
M
arybeth Roe fæddist árið
1942 í Duanesburg í New
York-ríki. Bernska hennar
var viðburðasnauð, hún
og yngri bróðir hennar voru dæmi-
gerðir framhaldsskólanemendur og
faðir þeirra vann hjá General Elect-
ric. Í stuttu máli var ekkert sem gaf til
kynna að Marybeth myndi í framtíð-
inni vinna börnum sínum mein.
Að skólagöngu lokinni vann
Marybeth ýmis láglaunastörf en varð
að lokum gangastúlka á Ellis-sjúkra-
húsinu í Schenectady. Árið 1963 hitti
hún Joe Tinning á óvissustefnumóti
og gengu þau í það heilaga vorið
1965.
Fyrstu árin virtist sem allt væri
með felldu og innan fimm ára höfðu
þau eignast tvö börn, Barböru og
Jósef, og í desember 1971 ól Mary-
beth þriðja barn hjónanna, Jennifer.
Jennifer var veik við fæðingu, yfirgaf
aldrei spítalann og dó nokkrum vik-
um eftir fæðingu vegna alvarlegrar
sýkingar.
Tvö börn deyja
Þann 20. janúar 1972 birtist Mary-
beth með Jósef, þá tveggja ára, í örm-
unum á neyðarmóttöku Ellis-sjúkra-
hússins og sagði starfsfólki þar að
drengurinn hefði fengið einhvers
konar flog. Drengurinn var rannsak-
aður í þaula en ekkert fannst sem
gefið gat skýringu á meintu flogi og
var hún eftir nokkra klukkutíma send
heim með hann.
Nokkrum stundum síðar birtist
hún aftur með drenginn, þá liðið lík.
Hún gaf þá skýringu að hún hefði
lagt hann í rúmið sitt og komið að
honum síðar þar sem hann lá blár
í framan og flæktur í sængurfatnað-
inn.
Innan við einum og hálfum mán-
uði síðar kom Marybeth aftur á
sjúkrahúsið, nú með Barböru, fjög-
urra ára, og sagði hana hafa fengið
krampakast. Læknarnir vildu halda
Barböru á sjúkrahúsinu yfir nótt
en við það var ekki komandi því að
Marybeth vildi fara með dóttur sína
heim. Örfáum stundum síðar kom
hún aftur með Barböru meðvitund-
arlausa og dó hún skömmu síðar.
Var úrskurðað að banamein hennar
hefði verið Reye‘s-heilkenni.
Á tiltölulega skömmum tíma
höfðu öll þrjú börn Marybeth dáið,
en hún varð ólétt að sínu fjórða
barni árið 1973.
Þrjár fæðingar, ættleiðing
og dauði
Í nóvember 1973 ól Marybeth sitt
fjórða barn, Timothy, og þremur
vikum eftir fæðingu hans kom hún á
sjúkrahúsið með nýfæddan son sinn
andaðan. Sagðist hún hafa komið
að honum dánum í vöggunni og var
úrskurðað að um vöggudauða hefði
verið að ræða.
Tveimur árum síðar, í mars 1975,
fæddist Tinning-hjónunum fimmta
barnið, Natan. Sex mánuðum síðar
kom hún með hann dáinn á Ellis-
sjúkrahúsið og sagði að hann hefði
einfaldlega hætt að anda. Engin
skýring fannst á dauða Natans.
Árið 1978 ákváðu Tinning-hjón-
in að ættleiða barn en sama ár varð
Marybeth þunguð enn og aftur. Þau
hættu þó ekki við ættleiðinguna en
ákváðu að halda báðum börnunum.
Í ágúst 1978 fengu þau í hendurn-
ar Mikael frá ættleiðingarstofnun-
inni og tveimur mánuðum síðar, 29.
október, fæddist Mary Frances og
voru þá börn hjónanna, lífs og liðin,
orðin sjö.
En Mary Frances varð ekki langr-
ar ævi auðið því í janúar 1979 kom
Marybeth með dóttur sína á neyðar-
móttökuna og sagði hana hafa feng-
ið flog. Hjúkrunarfólkinu tókst að
bjarga stúlkunni en það var skamm-
góður vermir því í febrúar endur-
tók leikurinn sig, en þá var Mary
Frances orðin heiladauð; útskýring
Marybeth var sú að hún hefði komið
að stúlkunni meðvitundarlausri.
Jónatan fæðist og deyr
Vart var búið að jarðsetja Mary
Frances þegar Marybeth varð þung-
uð. Þann 19. nóvember fæddist
Jóna tan. Í mars 1980 birtist hún á
St. Clare-sjúkrahúsinu með Jónatan
meðvitundarlausan. Læknum tókst
að koma honum til meðvitundar og
í ljósi sögu Tinning-fjölskyldunn-
ar var ákveðið að senda drenginn
á sjúkrahús í Boston þar sem hann
yrði rannsakaður gaumgæfilega.
Læknar fundu ekkert athugavert og
var Jónatan sendur heim. Jónatan
dó 24. mars 1980, eftir að Marybeth
hafði komið með hann öðru sinni á
Clare-sjúkrahúsið, þá heiladauðan.
Innan við ári síðar var röðin
komin að Mikael, ættleiddum syni
Tinning-hjónanna. Þann 2. mars
1981 kom Marybeth með Mikael,
tveggja og hálfs árs, til barnalækn-
is. Var Mikael vafinn í teppi og með-
vitundarlaus. Mikael komst ekki
til meðvitundar og dó þá og þar.
En þar sem Mikael hafði verið ætt-
leiddur var kastað fyrir róða þeirri
kenningu sem hafði verið við lýði
í langan tíma; að um væri að ræða
arfgengan sjúkdóm innan fjölskyld-
unnar.
Grunsemdir vakna – loksins
Þann 22. ágúst 1985 ól Marybeth
Tami Lynne. Nágranni Marybeth,
hjúkrunarkonan Cynthia Walter,
fór með Marybeth í verslunarleið-
angur í desember og kíkti við hjá
henni eftir á. Það væri ekki í frásög-
ur færandi nema vegna þess að um
kvöldið hringdi Marybeth viti sínu
fjær í Cynthiu og bað hana að koma
hið snarasta. Þegar Cynthia kom
til Marybeth var Tami Lynne með-
vitundarlaus á skiptiborðinu og
var hvorki að merkja andardrátt né
púls. Tami var síðar úrskurðuð látin
á bráðadeild.
En nú voru farnar að renna
tvær grímur á þá sem til þekktu og
þrátt fyrir að hvergi hefði verið að
sjá nokkuð tortryggilegt við dauða
allra barna Tinning-hjónanna vakti
það grunsemdir að Marybeth hafði
ávallt verið ein með börnum sínum
í aðdraganda dauða þeirra, eða við
andlát þeirra.
Við yfirheyrslur játaði Marybeth
að hafa kæft til dauða þrjú barna
sinna; Tami Lynne, Natan og Timo-
thy. Hún neitaði að hafa skaðað hin
börnin. Reyndar dró hún játningu
sína síðar til baka, en var að lokum
sakfelld fyrir eitt morð og dæmd til
tvöfalds lífstíðarfangelsis. Talið er
að hún hafi með gjörðum sínum
ætlað að fá samúð annarra.
Hún hefur ítrekað sótt um
reynslulausn en ekki haft erindi
sem erfiði. Næsta tækifæri sem hún
fær til slíks verður árið 2013.
n Marybeth Tinning afplánar 20 ára dóm fyrir morð á einu barna sinna n Innan við níutíu
dagar liðu á milli dauða þriggja barna hennar n Átta dauðsföll, sakfelling fyrir eitt morð„Læknarnir vildu
halda Barböru á
sjúkrahúsinu yfir nótt en við
það var ekki komandi því
að Marybeth vildi fara með
dóttur sína heim.
Marybeth Tinning
Myrti átta barna sinna en
var dæmd fyrir eitt morð.