Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Side 42
42 | Nærmynd 8.–10. apríl 2011 Helgarblað
Sveinn Andri Sveinsson lögfræð
ingur hefur varið marga hættuleg
ustu menn landsins fyrir dómi og tel
ur marga þeirra til vina sinna. Hann
reyndi fyrir sér í stjórnmálum á sín
um tíma en með afar lélegum árangri.
Á skammvinnum stjórnmálaferli var
hann ósköp venjulegur fjölskyldufað
ir í þykkari kantinum. Löngu seinna
skildi hann við eiginkonuna, fór í rækt
ina, og fékk viðurnefnið stjörnulög
fræðingur. Hann gekk inn í nýtt hlut
verk kyntáknsins. Sveinn Andri hefur
ævinlega verið umdeildur og gjarn
an vakið upp hörð viðbrögð með um
mælum sínum. Í vikunni kom hann
svo flestum í opna skjöldu þegar hann
upplýsti að hann ætti í ástarsambandi
við 21 árs fyrirsætu. Þar með eignað
ist hann tengdaföður sem er þremur
árum yngri en hann.
Ræðismaður sem talar hollensku
Sveinn Andri gekk í Menntaskólann
í Reykjavík áður en hann lauk lög
fræðiprófi frá lagadeild Háskóla Ís
lands. Hann lauk svo einnig prófi í
hollensku fyrir útlendinga frá hol
lenska háskólanum Universiteit te
Leiden. Samhliða háskólanámi var
hann blaðamaður á Morgunblaðinu
í ritstjórnartíð Matthíasar Johannes
sen og Styrmis Gunnarssonar. Hann
er í dag meðeigandi Lögfræðistofu
Reykjavíkur en hann hefur tekið að sér
ýmis verkefni sem hafa vakið mikla at
hygli fjölmiðla og almennings.
Sveinn Andri hefur komið víða við
en hann hefur tekið upp málstað ým
issa einstaklinga – og þjóða. Hann er
til að mynda ræðismaður Indónesíu
hér á landi og segist hann vinna að því
að örva viðskipti landsins við Ísland.
„Hef ég verið í því að koma saman ís
lenskum og indónesískum viðskipta
mönnum; bæði á sviði jarðvarma og
sjávarútvegs og kom ég mikið að und
irbúningi tveggja ráðherra úr indó
nesísku ríkisstjórninni; orkumálaráð
herrans og sjávarútvegsráðherrans,“
sagði hann í samtali við DV í fyrra um
hlutverk sitt sem ræðismaður. Hann
er þar í hópi fólks á borð við Jóhönnu
Vigdísi Hjaltadóttur, þingfréttaritara
RÚV og ræðismanns Sviss, og Stef
án Sigurð Guðjónsson, forstjóra John
Lindsay og ræðismanns Bangladess.
Þegar Sveinn Andri var skipaður ræð
ismaður var ástæðan sögð að hann
hefði þekkingu og reynslu af lagaum
hverfi í Asíu.
Endasleppur stjórnmálaferill
Strax á háskólaárunum beitti Sveinn
Andri sér í stjórnmálum en hann tók
meðal annars þátt í starfi Vöku, félagi
lýðræðissinnaðra stúdenta við há
skólann, og gegndi fyrir félagið ýms
um trúnaðarstörfum. Þá tók hann
einnig þátt í starfi Heimdallar, félags
ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík,
sem og í starfi Sambands ungra sjálf
stæðismanna. Sveinn Andri gekk
svo skrefinu lengra þegar hann fór
í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn
fyrir borgarstjórnarkosningar árið
1990 þegar Davíð Oddsson, fyrrver
andi borgarstjóri, forsætisráðherra og
seðlabankastjóri, vann stórsigur með
flokknum í borginni.
Sveinn Andri settist eftir kosning
arnar í sæti stjórnarformanns Strætis
vagna Reykjavíkur. Sem stjórnarfor
maður Strætó stýrði hann fyrirtækinu
í gegnum mjög umdeildar breyting
ar sem urðu að helsta deiluefni kjör
tímabilsins. Það brambolt aflaði hon
um lítilla vinsælda. Ekki er þó hægt að
slá því föstu þó að líklegt þyki að vand
ræðin hjá Strætó hafi komið í veg fyrir
að hann næði brautargengi í prófkjöri
sjálfstæðismanna fyrir næstu kosning
ar á eftir, árið 1994. Í þeim kosningum
vann Reykjavíkurlistinn, sameiginlegt
framboð miðju og vinstriflokkanna
í borginni, sigur og komst í hreinan
meirihluta. Þetta markaði endalok
stjórnmálaferils hans.
Sveinn Andri hefur þó ekki yfirgef
ið Sjálfstæðisflokkinn og er hann enn
þann dag í dag yfirlýstur stuðnings
maður flokksins. Hann hefur þó geng
ið þvert á skoðanir Davíðs Oddssonar,
sem leiddi flokkinn í borgarstjórnartíð
Sveins, í ýmsum veigamiklum málum
eins og málefnum sem tengjast Evr
ópusambandinu og Icesave. Hann
er einn öflugasti stuðningsmað
ur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar al
þingismanns og hefur lýst sjálf
um sér sem „fótgönguliða“ hans.
Andstæðingar Guðlaugs innan
flokks og utan hafa jafnframt orðið
fjendur Sveins. Þeirra á meðal eru
Bjarni Benediktsson formaður og
Illugi Gunnarsson alþingismað
ur sem bar sigurorð af Guðlaugi
í hatrammri prófkjörsbaráttu um
efsta sætið í Reykjavík.
Metnaðarfullur knattspyrnu-
félagsformaður
Sveinn Andri er mikill knatt
spyrnuaðdáandi og stuðnings
maður enska úrvalsdeildarknatt
spyrnuliðsins Manchester United.
Hann hefur beitt sér í íslenskri knatt
spyrnu en hann tók sæti í stjórn Knatt
spyrnufélagsins Fram árið 1991 og
varð formaður félagsins á tímabilinu
1994 til 2000 en hann er gallharð
ur stuðningsmaður félagsins og hef
ur kallað það „Safamýrarstórveldið“.
Á formannstíma sínum í Fram gerði
hann nokkrar breytingar en meðal
þeirra var stofnun einkahlutafélags í
kringum meistaraflokk liðsins í knatt
spyrnu karla. Hlutafélagið var stofnað
með góðri eiginfjárstöðu en það var
komið í miklar skuldir á afskaplega
skömmum tíma. Þá setti hann líka til
hliðar hugmyndir fyrirrennara síns í
formannsstóli félagsins um að færa
starfsemi félagsins úr Safamýrinni
austar í borgina. Meðal þeirra hug
mynda sem Sveinn Andri hafði um
svæði félagsins í Safamýrinni var að
selja hluta lóðarinnar undir verslun
armiðstöð þar sem hægt væri að hafa
knattspyrnuleikvang á þakinu. Versl
unarmiðstöðin Kringlan stendur á
móti svæði Fram í Safamýrinni.
Ekki vinsæll alls staðar
Þó að Sveinn Andri eigi sér fjölda
aðdáenda, eins og Facebooksíða
hans sýnir glöggt, er hann umdeild
ur. Hann hefur til að mynda nokkr
um sinnum verið dæmdur brotlegur
gagnvart siðareglum lögmanna. „Ég
gerði þau mistök að fá Svein Andra
Sveinsson til að verja mig. Maður
inn er ekki beint sá liprasti í sam
skiptum, erfitt að ná í hann og hann
er sjaldnast tilbúinn eða með hlutina
á hreinu,“ segir óánægður skjólstæð
ingur á bloggsíðu sem sett var upp í
þeim tilgangi að segja „sannleikann“
um Svein Andra sem lögmann. Á síð
unni hefur verið tekin saman athyglis
verð tölfræði sem sýnir glöggt að mál
sem Sveinn Andri hefur farið með fyr
ir dóm hafa í stærstum hluta tilvika
tapast. Það gæti þó hugsanlega verið
vegna þess hversu mörg opinber mál
hann tekur að sér en mörg þeirra eru
ekki líkleg til að vinnast fyrir dómstól
um.
Meðal þess sem kvartað hefur ver
ið undan Sveini Andra af skjólstæð
ingum hans er hversu erfitt sé að ná
í hann og óundirbúinn málflutn
ingur. „Frávísun. Verð í sambandi,“
sagði hann meðal annars í SMSskila
boðum sem fyrrverandi skjólstæðing
ur hans segist hafa fengið frá honum.
Sveinn segist hins vegar ekki hafa haft
samband við hann. Eftir réttan hálfan
mánuð hafi skjólstæðingurinn ítrek
að reynt að ná sambandi við Svein og
í það eina skipti sem það hafi tekist
hafi hann sagst vera að skoða málið.
Svo langan tíma hafi tekið fyrir Svein
Andra að skoða málið að tveggja vikna
kærufrestur á úrskurði héraðsdóms
rann út.
Sveinn Andri hefur þó sagt í viðtali
við DV að hann sé í góðu sambandi
við skjólstæðinga sína. Aðspurður
um þá þekktu glæpamenn sem hann
hefur varið, eins og Jón Trausta Lúth
ersson, fyrrverandi leiðtoga mótor
hjólaklúbbsins Fáfnis, sagði hann ein
faldlega að margir þeirra væru góðir
vinir hans. „Margir af þessum „saka
mönnum“ eru mjög góðir vinir mín
ir sem ég hitti reglulega.
Lykilatriðið er að verjandi
líti ekki á sig eins og hann
sé hafinn yfir sakborning
inn. Ég kem fram við fólk
af virðingu og það kann
að meta það. Ég les ekki
yfir mönnum,“ sagði hann
í viðtalinu.
Grái fiðringurinn?
Sveinn Andri er fjögurra
barna faðir en hann eign
aðist öll börnin með fyrr
verandi eiginkonu sinni
Erlu Árnadóttur. Henni var
Sveinn Andri kvæntur í 14
ár en þau bjuggu saman í 17
ár. Eftir skilnaðinn grennt
ist hann mikið. Þybbni fjöl
skyldumaðurinn breyttist í
vöðvastæltan fola. Hann varð meira
áberandi í skemmtanalífi borgarinn
ar og keypti sér hvítan sportbíl. Sveinn
varð áberandi í samkvæmislífinu og
kvennamál hans voru mikið rædd.
Stjörnulögmaðurinn á hvíta sport
bílnum uppskar í senn aðdáun og
samúð þeirra sem fylgdust með um
breytingunni.
Í vikunni tilkynnti hann svo að
hann eigi í ástarsambandi við fyrir
sætuna Kristrúnu Ösp Barkardóttur
sem lengi var í tygjum við fótbolta
kappann Dwight Yorke, en Kristrún
Ösp er 27 árum yngri en Sveinn Andri.
Mikill áhugi fjölmiðla á sambandi
þeirra tveggja hefur komið Sveini
Andra í opna skjöldu en á Facebook
setti hann inn eftirfarandi færslu: „er
hissa á áhuga fjölmiðla á sambandi
okkar Kristrúnar Aspar en það hlýt
ur að vera vera út af henni en ekki
mér [hjarta]. Þakka góðar kveðj
ur í dag.“
Í viðtali við DV sagði
Sveinn Andri að hann
hefði leitað til læknis
FjölskylduFaðirinn
sem fékk sér sportbíl
n Sveinn Andri Sveinsson skildi við konuna og léttist
n Opinberaði samband sitt við fyrirsætuna Kristrúnu Ösp
Barkardóttur í vikunni n Fór flatt á fjárfestingum í Decode
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Sexí-spinning Meðal þeirrar hreyfingar sem Sveinn Andri hefur sótt sér er sexí-spinning. MynD SKjáSKOt AF FAcEBOOK
Grár fiðringur? Sveinn Andri skildi við eiginkonu sína, fór að hugsa um útlitið og er núna í sam-
bandi með 27 árum yngri stúlku.