Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Page 43
Nærmynd | 43Helgarblað 8.–10. apríl 2011 FjölskylduFaðirinn eftir að hann var orðinn 105 kíló að þyngd. „Hundurinn varð eftir hjá frúnni fyrrverandi. Í staðinn tek ég á því í Laugum. Ég fylgi alltaf markmið- um mínum og þrjóskast áfram. Ég er fanatískur í því sem ég geri, í vinnu kemst ekkert annað að en málin en ef ég færi í golf til dæmis myndi ég rústa vinnunni. Ég þori ekki að byrja, það yrði svo mikið tekjutap. Ef ég byrjaði í jóga væri ég kominn í kufl og með svartan blett á ennið daginn eftir,“ sagði hann í viðtalinu og uppljóstraði að hann væri kominn úr 30 prósenta fituhlutfalli niður í 12. Sveinn Andri hefur meðal annars stundað sexí- spinning og lyftingar. Tugmilljóna lán vegna Decode Á þenslutímum í íslensku efnahagslífi ákvað Sveinn Andri að taka tugmillj- ónir að láni til að kaupa hlut í fyrirtæki Kára Stefánssonar, Decode Genetics, sem var móðurfélag Íslenskrar erfða- greiningar. Flestir þekkja sögu De- code en fjárfestar töpuðu gífurleg- um fjárhæðum á því fyrirtæki. Sveinn Andri var þar engin undantekning, en samkvæmt heimildum DV tók það hann mörg ár að borga niður lánið. Til að standa straum af kostnaðinum við að borga lánið niður fór Sveinn Andri að sinna fleiri málum og verk- efnum en hann hafði áður gert. Hann fór að taka að sér fleiri opinber mál, sem mörg hver eru ekki líkleg til sigurs fyrir þá sem ákærð- ir eru. Þessi mál gefa samt alltaf ágæta upphæð, sama hvaða vinna er lögð í þau, og þykir ljóst að Sveinn Andri hafi sóst eftir þeim peningum til að borga niður tugmilljóna lánið. Sveinn Andri greiddi sér nærri 50 milljóna króna arð út úr félaginu Reyk- vískir lögmenn ehf. á árunum 2008 og 2009 en það félag var úr- skurðað gjaldþrota af héraðsdómi í janúar. Á tíma- bilinu sem arð- greiðslurnar voru gerðar skuldaði fé- lagið 17 milljónir króna í opinber gjöld en síðasta arðgreiðsl- an úr félaginu hljóð- aði upp á 18 milljónir króna en sú greiðsla var gerð ári eftir að skuld- ir félagsins voru ljós- ar. Aðspurður um mál- ið sagði Sveinn Andri að hann myndi gera skil á sínu hefði skatturinn einhverjar at- hugasemdir við greiðslurnar en endurskoðandi sem DV ræddi við í tengslum við málið sagði það ein- kennilegt. Sveinn Andri seldi félagið árið 2010 áður en það varð gjaldþrota. Að eigin sögn var það vegna þess að hann vildi skipta um rekstrarform og reka samlagsfélag. „Ég stofnaði sam- lagsfélagið um áramótin en var búinn að selja þetta á síðasta ári. Af því ég ákvað að skipta í annað form þá seldi ég félagið,“ útskýrði Sveinn Andri en gerði lítið úr þeim upphæðum sem félagið skuldaði og arðgreiðslunum. „Þetta var bara pínulítið.“ sem fékk sér sportbíl Gjörbreyttur lífsstíll Sveinn Andri gjör- breytti lífsstíl sínum. Stjörnulögfræðingur Sveinn Andri hefur tekið að sér fjölmörg mál sem vakið hafa athygli fjölmiðla. mynD rakel óSk SiGurðarDóTTir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.