Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Side 48
48 | Lífsstíll 8.–10. apríl 2011 Helgarblað MORKINSKINNA TVÖ NÝ BINDI ÍSLENZKRA FORNRITA Morkinskinna er mikið konungasagnarit frá fyrri hluta 13. aldar og greinir frá þeim konungum sem ríktu í Noregi eftir fall Ólafs helga á Stiklarstöðum árið 1030. Ritið mun í öndverðu hafa náð fram til þess tíma er Sverrir Sigurðarson tekur að brjótast til valda í Noregi seint á 12. öld, en niðurlagið er glatað. Hér er á ferð elsta rit þar sem saga margra konunga er rakin ítarlega. Morkinskinna gerist einkum við norsku hirðina, og mikill áhugi er þar á hirðmenningu og hirðlífi. Konungar eru sýndir í samskiptum við þegnana, og greina má þar mikinn áhuga á konungsvaldi. Verkið má því kalla samfélagsspegil þar sem hirðlífið er skoðað í ýmsum myndum. Enn fremur ber ritið vitni miklu dálæti á framandi löndum, og drjúgur hluti þess gerist í Austur-Evrópu og löndunum umhverfis Miðjarðarhaf. Ein höfuðprýði Morkinskinnu eru hinar mörgu frásagnir af samskiptum konunga við Íslendinga sem dveljast í Noregi, hinir svonefndu Íslendinga þættir. Flestir eru þættirnir í sögu Haralds harðráða. Sumir þáttanna eru meðal meistaraverka íslenskra bókmennta, svo sem Auðunar þáttur vestfirska, Halldórs þáttur Snorrasonar, Hreiðars þáttur heimska og Sneglu-Halla þáttur. Í Morkinskinnu eru fleiri vísur en í nokkru öðru fornu íslensku sagnariti, og setja þær og hin íslensku skáld mikinn svip á verkið. Morkinskinna er nú í fyrsta sinn gerð aðgengileg íslenskum almenningi, með ítarlegum formála og skýringum. Verkið er í tveimur bindum; í þeim báðum eru formálar og skýringar, en skrár og kort sem gilda fyrir bæði bindin eru í því síðara. Myndir prýða útgáfuna. Útgáfur Íslenzkra fornrita eru gerðar úr garði með rækilegum inngangi og skýringum á kveðskap og torskildum orðum neðanmáls, auk sögulegrar, mannfræðilegrar og landfræðilegrar glöggvunar á atburðum og aðstæðum þar sem þurfa þykir. DREIFINGU ANNAST: Glansandi, fallegt og silkimjúkt hörund Þegar sólin hækkar á lofti vilja margir líta betur út enda kemur hörundið úr vetrar- dvala þegar farið er í stuttermaboli og stutta kjóla, svo ekki sé minnst á bikiní Þegar þú burstar húðina og notar kornaskrúbb fjarlæg­irðu dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar og fyr­ ir vikið verður hún mjúk og fær á sig fallegan og heilbrigðan ljóma. Á ensku er þetta kallað „exfol­ iation“ en með því er átt við að efsta lag húðarinnar er burstað og nudd­ að upp úr ákveðnum blöndum og við það fara dauðu húðfrumurnar af yfir­ borðinu. Oft er notast við blöndur sem sett­ ar eru saman úr t.d sykri, salti, olíu og öðru, en hampburstar og skrúbb­ hanskar eru líka góðir og oftast not­ aðar samfara. UPPSKRIFT AÐ FALLEGRI HÚÐ 1. Áður en þú ferð í sturtu skaltu bursta allan líkamann með hamp­ bursta eða skrúbbhönskum. Byrj­ aðu á iljunum og farðu upp eftir öll­ um líkamanum. Þetta losar dauðar húðfrumur af yfirborðinu og kem­ ur blóðflæðinu af stað ásamt því að undirbúa húðina fyrir burstun. 2. Farðu undir sturtuna og bleyttu líkamann. Ekki nota kornakrem ef þú ert með sár eða skurði. 3. Notaðu stein á hælana til að mýkja upp harða bletti á húðinni. Ef fæt­ urnir eru mjög illa farnir er gott að mýkja þá í blöndu af volgu vatni með svolítilli mjólk áður en farið er í sturtuna. 4. Láttu kornakremið eða skrúbbinn í skrúbbhanska og nuddaðu á líkam­ ann með litlum hringlaga hreyfing­ um. Byrjaðu neðst og færðu þig upp líkamann. Notaðu bursta til að ná yfir bakið og á aðra staði sem erfitt er að ná til. 5. Farðu varfærnislega yfir andlitið, sérstaklega í kringum munn og augu. Notaðu kornaskrúbb sem er sérstak­ lega ætlaður andlitinu. Ekki nota hanskann á andlitið. 6. Ekki gleyma höndunum. Hend­ urnar njóta þess að fá kornameðferð líka en þær geta oft verið þurrar. 7. Skolaðu af þér og endaðu á köldu vatni. Húðin hefur gott af því. Notaðu sturtusápu ef þú vilt. 8. Eftir sturtuna er gott að nota lík­ amskrem eða olíu. Sérstaklega krem sem innihalda ávaxtasýrur því þau halda áfram að fjarlægja dauðu húðfrumurnar. Annars eru öll „body­lotion“ góð og nauðsynleg samfara húð­ burstun. Þetta geta allir gert heima hjá sér en svo eru til meðferðir á snyrtistofum sem margir kjósa að fara í annað slagið og þá sér í lagi ef mikið stend­ ur til. Pör, afmælisbörn og aðrir sem vilja gera vel við sig af einni eða annarri ástæðu njóta þann­ ig slökunar meðan húðin fer úr vetrarhamnum í höndum sérfræðinga. Hjá Blue Lagoon SPA í Glæsibæ er boðið upp á fjölmargar meðferðir sem stinna og fegra húð­ ina en þá ber helst að nefna saltskrúbbmeðferð þar sem húðin er skrúbbuð með blöndu af söltum úr Bláa lóninu og olíu sem eykur blóðflæðið og gefur húðinni aukinn ljóma. Styrkjandi kísilmeðferð er að sama skapi kraftmikil og góð meðferð en hún hefst á því að líkaminn er skrúbbaður með saltblöndu en er svo vafinn inn í styrkjandi kísilvafning sem stinnir húðina. Nær­ andi þörungameðferð er svo þriðja meðferðin af þessari tegund sem er góð fyrir húðina en hún er nærandi og slakandi meðferð þar sem líkaminn er skrúbbaður með blöndu af söltum og olíum sem endur­ nýja efsta lag húðarinnar, þá er líkaminn vafinn í þörungavafninga og fætur nuddaðir en margs konar nudd er alltaf hluti af meðferð af þessu tagi enda er ætlunin að dekra við bæði sál og líkama og ná fram góðri slökun. Að sögn Ragnheiðar Birgisdóttur hjá Bláa lóninu hefur kísillinn úr lóninu sérlega góð og stinnandi áhrif á húðina og meðal annars má greina jákvæð áhrif hans á appelsínuhúð og fleiri útlitseinkenni sem geta stundum truflað. „Stelpurnar sem vinna við að nudda ofan í lóninu hafa talað um hvað kísillinn hafi frábær áhrif á appelsínuhúðina. Hún bara fer.“ Meðferðir af þessu tagi eru þó ekki jafn ódýrar og heimaskrúbb­ ið en þær eru algengar sem gjafir og eins er algengt er að brúð­ hjón bregði sér í allsherjar dekur áður en gengið er í það heilaga. „Brúðhjónin koma þá svona tveimur dögum áður og láta þreyt­ una líða úr sér meðan útlitið er fegrað fyrir stóra dag­ inn,“ segir Ragnheiður. Frekari upplýsingar um meðferðir er að finna á www. bluelagoonspa.is „Til að fá glansandi, heilbrigða og fal- lega húð er nauð- synlegt að með- höndla hana vel og þar kemur húð- burstun og korna- meðferðin sterk inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.