Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Page 64
Læk!
Flótti Jóhönnu
n DV hefur heimildir fyrir því að
Jóhanna Vilhjálmsdóttir, sem
þekktust er fyrir að hafa verið einn
af umsjónarmönnum Kastljóss, hafi
aðstoðað erlendu auðmennina tíu
sem vilja fá íslenskt ríkisfang. Hún
bætist því í hóp Íslendinga sem hafa
verið auðmönnunum innan handar
en meðal annarra sem hafa aðstoðað
þá eru Gísli Gíslason og Einar Karl
Haraldsson. DV hefur gert fjölmargar
árangurslausar tilraunir til að ná í
Jóhönnu síðan á sunnudaginn en
ekki haft erindi sem erfiði.
Þó hefur blaðið meðal
annars skilið eftir
nokkur skilaboð
á heimasíma
Jóhönnu sem enn
hefur ekki haft
samband við
blaðið.
Boltinn er
hjá Ástríði
n Sá orðrómur hefur orðið háværari
með hverjum deginum sem líður að
Icesave-kosningunum að Davíð Odds-
son ætli sér að snúa aftur í stjórnmál-
in ef Icesave-samningurinn verður
felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni
um helgina. Davíð mun þá hafa
unnið sér inn mörg stig með and-
stöðunni við Icesave-frumvarpið og
fylgismenn þess auk þess sem Sjálf-
stæðisflokkurinn mun væntanlega
verða í formannsleit. Hermt er að
hið eina sem geti komið í veg fyrir að
Davíð skeiði aftur inn á hið pólitíska
svið verði Iceasave-samningurinn
felldur sé andstaða eiginkonu hans,
Ástríðar Thorarensen,
við frekara pólitískt
brölt manns síns.
Sagt er að pólitísk
framtíð Davíðs
sé því í höndum
Ástríðar að þessu
leyti.
Brynjar skammaður
n Þrír lögmenn skrifuðu grein sem
birt var á vefmiðlinum Pressunni á
fimmtudaginn þar sem málflutn-
ingur Brynjars Níelssonar lögmanns
um Icesave var gagnrýndur nokkuð
harkalega. Lögmennirnir þrír,
Grímur Sigurðsson, Daníel Isebarn og
Tómas Sveinsson, rekja í greininni
þann misskilning um Icesave-málið
sem Brynjar hefur látið út úr sér
opinberlega upp á síðkastið. Benda
lögmennirnir á að rangfærslurnar séu
sérstaklega óheppilegar í ljósi þess
að Brynjar er formaður Lögmanna-
félags Íslands og að margir treysti
málflutningi hans. „Því miður teljum
við að Brynjar hafi að undanförnu
gefið rangar eða villandi upplýsingar
um Icesave málið á
opinberum vettvangi,“
segja lögmennirnir
í greininni og láta í
það skína að Brynjar
sé rekinn áfram af
pólitískum hags-
munum en
ekki vilja
til að segja
satt og rétt
frá.
Skot stjörnulögmannsins Sveins
Andra Sveinssonar á Sigmar Guð-
mundsson á samskiptavefnum
Facebook átti eftir að draga stór-
skemmtilegan dilk á eftir sér í vik-
unni. „Forljótar unglingamyndir
ná alveg nýjum hæðum,“ skrifaði
Sveinn Andri við gamla mynd af Sig-
mari, 18 ára gömlum með frumburð-
inn í höndunum. Ekki stóð á svörum
frá Sigmari: „Sveinn Andri. Af hverju
tekur þú ekki þátt í þemavikunni og
birtir mynd af kærustunni þinni.
Hún er auðvitað ekki ljót en klárlega
unglingur og því gjaldgeng.“ Eins
og íslenska þjóðin veit allt um hafa
Sveinn Andri og fyrirsætan Kristrún
Ösp Barkardóttir nýverið opinberað
samband sitt, en hún er 27 árum
yngri en hann.
Sveinn Andri gafst ekki upp frekar
en fyrri daginn og fór að rökræða við
Sigmar: „Þemavikan heitir forljót-
ar unglingamyndir. Kristrún hefur
aldrei náð því að vera ófríð þannig
að hún er ekki gjald-
geng. Sjálfur var
ég undrafallegt
barn og ungling-
ur þannig að það
gengur ekki held-
ur.“ Honum þótti
greinilega ekki nóg
að svara
fyrir sig
heldi
klykkti út með spurningu fyrir Sig-
mar: „En hvernig var það var þetta
ekki barnaverndarmál á sín-
um tíma þegar þú barna-
ðir fermingarbarnið?“
og á þá væntanlega við
að barnsmóðir Sigmars
hafi litið út fyrir að vera
fermingarbarn á þessum
tíma. Dæmi nú hver fyrir sig
hversu smekkleg mönn-
um þykja þau ummæli.
Sigmar Guðmundsson og Sveinn Andri taka slaginn á Facebook:
„Ekki ljót en klárlega unglingur“
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 8.–10. APRÍL 2011 42. TBL. 101. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 595 KR.
Í síma 575 7575
og á fabrikkan@fabrikkan.is
BORÐAPANTANIR
× Hringdu í síma 575 7575, pantaðu
matinn og sæktu þegar þér hentar
× Mættu á staðinn, pantaðu mat og taktu með
× Hámarksbiðtími 15 mín.
Meðalbiðtími eftir mat á
Fabrikkunni er aðeins 8 mínútur
frá því að pöntun er tekin.
TAKE AWAY FLJÓTLEGT Í HÁDEGINU
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
A
F
5
44
68
0
4/
11
NÝR HAMBORGARI – STÓRI BÓ LENDIR Á
FABRIKKUNNI FÖSTUDAGINN 15. APRÍL
Miðvikudagur 20. apríl
HLJÓMSVEITIN
JÓN JÓNSON
tónleikar kl. 22
Opið frá kl. 11 til miðnættis
Fimmtudagur 21. apríl
SKÍRDAGUR/
SUMARDAGURINN
FYRSTI
Opið frá kl. 11 til miðnættis
Föstudagur 22. apríl
FÖSTUDAGURINN
LANGI
Opið frá kl. 11 til miðnættis
Laugardagur 23. apríl
VENJULEGUR
LAUGARDAGUR
Opið frá kl. 11 til miðnættis
Sunnudagur 24. apríl
PÁSKADAGUR
- lokað vegna súkkulaðiáts
Mánudagur 25. apríl
ANNAR Í PÁSKUM
Opið frá kl. 11 - 22
TRYGGÐU ÞÉR BORÐ Í TÆKA TÍÐ Í SÍMA 575 7575
EÐA Á FABRIKKAN@FABRIKKAN.IS. ENGAR FJÖLDATAKMARKANIR.