Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Qupperneq 12
12 | Fréttir 27. apríl 2011 Miðvikudagur
Þegar blaðamann ber að garði á
áfangaheimilinu Vin eru nokkrir
íbúar, fyrrverandi og núverandi,
saman inni í eldhúsinu á staðnum.
Þeir eru að tala um félaga sem ný-
lega er fallinn frá. Vímuefnafíknin
varð hans bani. Hann tók of stóran
skammt. Þegar blaðamaður spyr
hvort þeir fái oft svona fréttir af
gömlum neyslufélögum og kunn-
ingjum, svara þeir játandi. Allt of oft.
Þeir eru allir sammála um að með-
ferðarúrræðið á Vin hafi verið þeirra
lífgjöf.
„Ég er mikill gæfumaður“
„Já, það er ekkert öðruvísi. Það er al-
veg kristaltært í mínum huga. Ég er
mikið á fundum og ég heyri í mönn-
um á svipuðum aldri og ég, mönn-
um sem ég hef umgengist, og bara á
síðustu tíu dögum eru held ég farn-
ir fjórir eða fimm. Þeir deyja ekki úr
alkóhólisma en þeir eru flestir und-
ir áhrifum þegar þeir deyja. Það er
kannski þannig að einn óverdósar
sig á insúlíni og annar dettur niður
tröppur, en hann deyr af slysförum,
og ef menn fara í krampa og hjarta-
stopp þá deyja þeir úr hjartaáfalli
en í mínum huga er það kristaltært,
þeir deyja allir úr alkóhólisma. Það
er bara ekki skilgreint þannig,“ segir
karlmaður um fimmtugt sem nýlega
hefur lokið meðferð á Vin og er flutt-
ur í eigið húsnæði. „Ég er bara mik-
ið meira en alsæll með þetta. Ég er
mikill gæfumaður og það var mikið
gæfuspor sem ég steig þegar ég kom
hingað inn,“ bætir hann við.
Var orðinn ósjálfbjarga
Við setjumst saman niður í eldhús-
inu á meðan hinir koma sér fyrir í
setustofunni. Hann kom inn á Vin
í febrúar árið 2010 og ætlaði sér að
vera í ár. Hann flutti út nú í byrjun
apríl og segist hafa náð takmarki
sínu og rúmlega það. „Ég kom brot-
inn, algjörlega brotinn og búinn á
því, kjarkurinn alveg farinn og getan
til þess að hreinlega bjarga sér var
ekki til staðar lengur. Ég var búinn
að fara oft í meðferð og náði alltaf
einhverjum tíma og sjálfsvirðingu í
einhvers konar vinnu. En þetta var
ekkert líf, maður drakk sig í koju á
kvöldin og upp á morgnana. Svo
bara smájókst þetta þangað til mað-
ur var orðinn ósjálfbjarga.“
Hann kom inn á Vin eftir að
hafa lokið afeitrun á Vogi og með-
ferð á Staðarfelli í enn eitt skiptið.
Hann var nánast búinn að drepa sig.
„Maður þykist alltaf vita betur þegar
bráir aðeins af manni en ég ákvað í
þetta skiptið að hlusta nú einu sinni
og hlýða,“ segir hann aðspurður
hvað hafi verið öðruvísi. Hann hafði
í raun ekkert val. „Ég bara gafst upp,
það var annað hvort þetta eða bara
að klára þetta.“
Getur engu breytt
Fyrst eftir að hann kom inn á Vin
fannst honum þó hlutirnir gerast
mjög hægt. „Maður er svo veikur í
hausnum. Það læðast að manni það
sem ég kalla hugsvik. Ef eitthvað
gekk vel þá verðlaunaði ég það, ef
eitthvað gekk illa þá langaði mig að
deyfa mig og taldi mér trú um að ég
gæti fengið mér smá eitt kvöld. En
það að vera í þessu umhverfi, með
þennan gríðarlega stuðning, kom
mér einfaldlega í gegnum þetta.
Þessi stuðningur sem ég fæ hérna
er ómetanlegur. Menn sjá hvernig
manni líður og maður hefur bein-
an aðgang að læknum, sálfræðing-
um, félagsfræðingum og nefndu
það. Í fæstum tilfellum þarf mað-
ur að biðja um það. Maður er stór
strákur og vill ekkert segja hvernig
manni líður, en þeir þekkja þetta.“
Á einu og hálfu ári hefur orðið gjör-
breyting á öllum högum hans og
lífi. Hann býr í eigin íbúð, er farinn
að vinna aftur og er kominn í sam-
band við fjölskyldu sína á nýjan leik.
„Mér líður æðislega. Þetta gerist allt
hægt og rólega, en þetta gerist. Ég
get engu breytt og ekki græði ég á
því að setja hausinn undir hendina
og vera í fýlu, vera í skömm. Ég horfi
á útrásarvíkingana sem hafa sett
heila þjóð á hausinn, ekki eru þeir
að skammast sín neitt. Af hverju ætti
ég að skammast mín fyrir að hafa
sett sjálfan mig á hausinn?“
Drakk sig á götuna
Sjúkdómurinn þróaðist hægt. Hann
var alltaf að „lenda“ í hinu og þessu
og gerði sér ekki grein fyrir að eitt-
hvað væri að. Áfengið var þó und-
irrót vandamála hans, tíðra vinnu-
skipta, sífellt nýrra sambanda og
fleira. Hann leitaði sér ekki aðstoðar
inni á Vogi fyrr en hann var 37 ára.
Áður en það gerðist var hann í raun
búinn að drekka sig í ræsið. Í fyrstu
átti hann drykkjufélaga en síðustu
árin drakk hann einn. Hann var
mikil félagsvera áður en drykkjan
heltók líf hans en var orðinn félags-
fælinn og átti erfitt með að umgang-
ast fólk undir það síðasta. Hann
segir vanmátt sinn hafa verið full-
kominn þegar hann fékk loksins þá
aðstoð sem hann þurfti.
Fullkomin kvöð
„Ég var farinn að drekka þannig að
ef ég fékk ekki skammtinn minn þá
var ég í krampa eða skjálfta. Það að
vakna á gólfi innan um plastpoka,
bjórlík og brennivínslík, hafandi
ælt í einhvern af þessum plastpok-
um, geta ekki staðið á fætur, með of-
skynjanir og skuggaverur allt í kring-
um sig, svo skjálfhentur að maður
réð ekki við að hringja úr símanum,
missa hann og geta ekki sett saman
aftur, geta ekki staðið upp og kom-
ast ekki á klósett. Liggja svona í sól-
arhring, pumpan á fullu, blóðþrýst-
ingurinn upp úr öllu valdi og bíða í
rauninni eftir því hvað gerist. Meika
ég þetta? Fer ég í krampa? Verð ég
grænmeti? Þetta er nöturlegt en
svona var þetta.“ Sorgarsvipur fær-
ist yfir andlit hans þegar hann rifjar
þetta upp. „Fróunin var engin. Mað-
ur var farinn að drekka af fullkom-
inni kvöð. Eina hugsunin sem komst
að var: Drottinn minn góður, gefðu
að ég vakni ekki á morgun.“
Landsliðið í óreglu
Hann segir meðferðina á Vin vera
herslumuninn sem hann vantaði áður.
„Allir erum við þannig að við erum
búnir að drekka okkur út í horn, eng-
inn á neina sjóði eða neina peninga.
Við vöknum á morgnana og við get-
um farið í morgunverð inn á Vog. Við
förum í fyrirlestra og grúppur á hverj-
um einasta degi og þegar grúppan er
búin förum við í mat inn á Vog. Þann-
ig að við þurfum ekki að hafa áhyggj-
ur af því og þá eru komnir tveir grunn-
þættir. Þú ert kominn með húsnæði
og mat. Í þessu felst gríðarlegt öryggi
og við þetta bætist umhyggjan. Það er
verið að taka utan um okkur og styðja
okkur af stað. Gert þannig að við ber-
um ábyrgð á því sjálfir, en gripið inn í
ef við ætlum út af sporinu og maður
spurður: Viltu að við hjálpum þér aftur
á brautina? Og þegar það er svoleiðis,
sem betur fer, þá erum við nokkrir sem
höfum borið gæfu til að nýta okkur
þetta og þetta er að ganga upp.“
Hann segir skelfilegt að hugsa til
þess ef Vin yrði lokað. Ég held að Þór-
arinn [Tyrfingsson, innsk blm.] hafi
orðað það þannig að þetta sé lands-
liðið í óreglu. Og viljum við virkja þetta
landslið í það sem það gerir best, sem
er að vera undir áhrifum? Viljum við
fá það á götuna aftur með tilheyrandi
látum og tilheyrandi kostnaði? Það er
nú einhvern veginn þannig að þegar
við erum í okkar versta ham, þá erum
við stórhættulegir sjálfum okkur og
öðrum.“
Kann nú að tækla aðstæður
Hann segir það hafa verið mikil við-
brigði að fara af Vin í eigið húsnæði, en
hann sé nú kominn með styrkinn til að
feta sig úr hreiðrinu. „Ég veit að ef ég
stunda fundina mína þá þarf ég ekkert
að vera edrú nema bara í dag. Ég á nú-
tíðina. Ég get gert hana rosalega góða.
Fyrirbæri eins og fíkn og vínlöngun,
það er eitthvað sem hefur ekki truflað
mig, ekki í langan tíma. En ég geri mér
alveg grein fyrir því að ég verð að halda
fast í mína rútínu. Ég þarf að halda fast
í þetta plan sem ég setti mér. Auðvitað
lendi ég í erfiðum aðstæðum en nú
kann ég að tækla þær.“
n Langtímaúrræði sem undirbýr menn fyrir
lífið á nýjan leik n Voru nánast búnir að
drepa sig n Landsliðið í óreglu á ekki heima
á götunni n Stórhættulegir sjálfum sér og
öðrum n Mikið gæfuspor að koma inn á Vin„Eina hugsunin
sem komst að
var: Drottinn minn góður,
gefðu að ég vakni ekki á
morgun.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Vin bjargaði lífi þeirra
Geta haft börnin hjá sér
Á Vin dvelja 24 karlmenn saman einu. Þeir fá allir stúdíóíbúð og geta því verið út af fyrir
sig. Þeir hafa einnig aðgang að sameiginlegri setustofu með sjónvarpi og sameiginlegu
eldhúsi. Þannig skapast möguleiki fyrir þá að endurhæfast félagslega. Þeir geta boðið
fólkinu sínu í heimsókn og hafa tækifæri til að umgangast börnin sín, hafa þau hjá sér á
daginn og jafnvel yfir nótt.
Setustofa Íbúarnir
sitja oft saman yfir
fótboltaleikjum í
setustofunni.
Heimilislegt Íbúðirnar á Vin
geta verið mjög heimilislegar.
Gæfuspor Þeir sem dvelja á Vin segja með-
ferðina hafa bjargað lífi sínu.
MynD RóbeRt ReyniSSon