Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 20.–22. maí 2011 Helgarblað Lítill raki í lofti, þurrar götur og töluverður vindur skapa svifryksmengun: Mesta svifrykið í Reykjavík Svifryksmengun var yfir heilsuvernd- armörkum á fimmtudag en ástæða þess var uppþyrlun ryks, úr umhverfi og af umferðargötum. „Það gætu ver- ið sömu skilyrði í dag [föstudag] en það er erfitt að fullyrða um það. Þetta er svo fljótt að breytast en fólk getur fylgst með vefmæli á heimasíðu borg- arinnar,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseft- irliti Reykjavíkur. Hún segir eftirlitið vera í sambandi við Veðurstofuna þegar svona standi á og samkvæmt henni er búist við svipuðu veðri og vindhraða í dag og því geti skapast svipaðar aðstæður hvað varðar svif- ryk. „Þetta kemur líklega ekki frá sönd- unum fyrir austan okkur og þetta er ekki aska heldur úr umhverfinu okk- ar hér í borginni. Það er töluvert af óhreinindum á götunum ennþá þrátt fyrir að það sé búið að sópa í sumum hverfum. Við höfum ekki stórvægilegar áhyggjur af þessu eins og er en erum náttúrulega fyrst og fremst að hugsa um fólk sem er veikt fyrir,“ segir hún en bætir við að margir ferðist um á hjól- um þessa dagana þar sem átakið Hjól- að í vinnuna stendur yfir. Í gærmorgun klukkan 11.30 sýndu mælar að styrkur svifryks var 878 míkró grömm á rúmmetra við Grens- ásveg en heilsuverndarmörkin eru 50 fyrir sólarhringinn. Það mældist þó mun minna bæði í Kópavogi og Hafn- arfirði og því um staðbundna mengun að ræða. gunnhildur@dv.is Á myndum sem teknar voru af gler- hjúp Hörpu mánudaginn 16. maí síðastliðinn, sést glögglega hvar glerplötur, sem festar hafa verið á stál- sexstrendingana á suðurhlið hússins, virðast vera að losna frá burðarvirk- inu. Á nokkrum stöðum má einnig sjá hvar búið er að festa glerplöturnar saman með límbandi á samskeytum. Það virðist þó ekki virka sem skyldi því á milli glersins og stálgrindarinnar er gapandi bil á sumum stöðum þrátt fyr- ir límbandið. Glerið „teipað“ fast Myndir sem teknar voru um miðjan apríl, þegar verkið var ekki alveg jafn langt á veg komið, sýna einnig hvar límband var á samskeytum glerplatn- anna á fjölmörgum stöðum. Örnólfur Hall arkitekt, sem mikið hefur skrif- að um Hörpu á vef Arkitektafélags Ís- lands, gerði límbandið meðal annars að umtalsefni í einni af greinum sínum á vefnum. Hann benti á að gluggarn- ir hefðu verið „teipaðir“ í páskahret- inu og þótti honum það furðu sæta. Fréttamiðillinn Eyjan fjallaði stuttlega um málið í vikunni og Ríkharður Krist- jánsson, hönnunarstjóri Hörpu, svar- aði fyrir það í kommentakerfinu und- ir fréttinni. „Silikonborðar sem glerið sest á eru heillímdir á stálið. Það þarf að halda þeim þar á meðan límið nær styrk,“ skrifaði Ríkharður meðal ann- ars í kommentakerfið. Hann tók jafn- framt fram að honum þætti frásögnin skemmtileg. Af skrifum Ríkharðs má ætla að límbandinu hafi eingöngu ver- ið ætlað það hlutverk að halda við sílí- konborðana. Á myndunum sést þó hvernig lím- bandið var bæði notað á burðarvirk- ið áður en glerið var sett á og eftir að það var sett á. Því virðist sem límband- ið hafi verið notað til að styðja við sílí- konborðana og glerið sjálft, með mis- jöfnum árangri. Augljóslega má sjá að glerið er þéttara upp við stálgrindina á eldri myndunum. Hreinsun erfið á Hafnarbakkanum DV hefur fjallað töluvert um þau ýmsu vandkvæði sem komið hafa upp við uppsetningu glerhjúps Hörpu og síð- ast í lok apríl var fjallað um ryð í burð- arvirkinu sem var tekið að myndast áður en glerplöturnar voru festar á það. Af því tilefni hafði DV samband við verkfræðing, sem vel þekkir til í byggingariðnaðinum. Hann sagði að til að festa gler á málmflöt, til að það væri þétt og vel fast, þyrfti að hreinsa öll óhreinindi af fletinum, þar með talið ryð, fitu, mengun frá bílaum- ferð og sót. Verkfræðingurinn benti á að aðstæðurnar á Hafnarbakkanum gerðu slíka hreinsun mjög erfiða. Tæk- ist hins vegar að hreinsa stálvirkið al- mennilega áður en glerið væri sett á ætti þetta að vera í lagi, að hans mati. Hugsanlegt er því að óhreinindi séu að valda því að glerið sé losna frá stálvirk- inu. Þá má jafnframt ætla að á meðan gapandi bil er á milli glerplatnanna og stálvirkisins, komist óhreinindi og raki þar á milli. Samskeytin örugg Ríkharður, hönnunarstjóri Hörpu, var gestur í þættinum Speglinum, á Rás 2 í síðustu viku. Þar fullyrti hann að sam- skeytin væru mjög örugg og að nán- ast útilokað væri að vatn kæmist þar á milli. Þá sagði hann einnig að það ryð sem nú þegar væri í burðarvirk- inu kæmi ekki til með að aukast, enda sé húsið hannað þannig að loftræst- istokkar blási þurru lofti inn á milli glerjanna og haldi útveggjunum þurr- um. Því þarf ekki að hafa áhyggjur af rakamyndun og ryði, að hans sögn. Ríkharður sagði í samtali við DV að hann kannaðist ekki neinar laus- ar glerplötur á Hörpu. „Það er enginn skandall hjá okkur hérna, ekkert vesen og engin vandræði.“ n Glerplötur virðast vera farnar að losna af Hörpu n Límband notað á samskeyti á fjölmörgum stöðum n Verkfræðingur segir að hreinsa hafi þurft stálvirkið mjög vel áður en glerið var sett á Harpa „teipuð“ saman „Það þarf að halda þeim þar á meðan límið nær styrk. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Rúður losna Svo virðist sem rúður séu farnar að losna frá stálvirkinu í suðurvegg Hörpu. Gapandi bil er á milli glersins og stálvirkisins. Myndin er tekin þann 16. maí síðastliðinn. Límbandið styður við Hönnunarstjóri Hörpu segir límbandið hafa verið notað til styðja við sílíkonborða á meðan límið var að styrkjast. Myndin er tekin um miðjan apríl. Þétt og fínt Á þessari mynd virðast sam- skeytin vera nokkuð þétt og límbandið heldur vel við. Myndin er tekin um miðjan apríl. myndiR ÖRnóLfuR HaLL mengun í borginni Svifryk mældist yfir heilsu- verndarmörkum í Reykjavík á fimmtudag. dæmdir fyrir skattsvik Fasteignasalarnir Eysteinn Sigurðs- son og Magnús Þormar Hilmarsson voru á fimmtudag dæmdir í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir skattsvik í starfi sínu fyrir Skeifuna fasteigna- miðlun. Eysteinn og Magnús áttu fasteignamiðlunina til helminga þegar brotin fóru fram. Þeir voru ákærðir fyrir að vantelja skattskylda veltu upp á rúmlega 4,6 milljónir króna, fyrir að oftelja innskatt upp á rúmar 2,7 milljónir krónar og fyrir vangoldinn virðisaukaskatt upp á rúmar 3,9 milljónir króna á árunum 2003 til 2006. Eysteinn og Magnús voru hvor um sig dæmdir í 4 mánaða fangelsi en fullnustu refsingar er frestað í tvö ár og hún felld niður ef þeir halda skilorð. Þeir voru einnig dæmdir til að greiða 5,9 milljónir hvor um sig, óskipt með fasteignamiðluninni. Ef sektin er ekki greidd innan fjögurra vikna þurfa þeir að sæta fangelsi í þrjá mánuði. fundu sprengiefni við golfvöll Kjalar Talsverðu magni af dýnamíti var eytt af sprengjusérfræðingum Landhelg- isgæslunnar á miðvikudag. Efnið fannst í steinklöppum við golfvöll golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ og leikur grunur á að það hafi legið þar í nokkur ár. Dýnamítið, sem var tengt í víra, var í nokkrum borhol- um sem virðist hafa staðið til að sprengja. Ljóst er að talsverð hætta hefði getað skapast hefði einhver ekið yfir dýnamítið eða hreyft við því. Eftir að sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar höfðu fjarlægt dýnamítið var farið með það út fyrir bæinn og því fargað. Það var vallar- stjóri golfvallarins sem fann efnið og lét lögreglu vita. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvaðan sprengiefnið kom. UMBROTSMAÐUR óSkAST! Óskum eftir að ráða vanan starfsmann í umbrot með reynslu af blaðaumbroti, myndvinnslu, grafavinnslu og gerð auglýsinga. Samkeppnishæf laun. Hæfniskröfur n Reynsla af Indesign, Photoshop og Illustrator. n Hraði, skipulag, nákvæmni og sköpunargáfa. n Kostur að þekkja til vefgerðar og vefumhverfis. Merkið umsóknina „Umbrot 2011“ og sendið til: DV ehf Tryggvagata 11 101 Reykjavík Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 24. maí 2011 Framtíðarstarf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.