Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 12
12 | Fréttir 20.–22. maí 2011 Helgarblað til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni er síðasti dagurinn24. maí FLÓABANDALAGIÐ sem þú hefur um kjarasamningana. Sýnum ábyrgð og greiðum atkvæði Vangoldin skuld íbúa á Selfossi vegna brunatryggingar fór úr lið- lega 31 þúsund krónum í 55 þúsund krónur þrátt fyrir að hann teldi sig hafa samið um greiðslur. Þriðjungs innborgun til innheimtufyrirtækis í þjónustu Sjóvár var að meirihluta notuð til að greiða áfallinn kostnað en ekki til að greiða niður höfuðstól. Selfyssingurinn, sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu, telur sig órétti beittan og að innheimta eigi alltaf að vera í nafni þess félags sem hann skiptir við. Fram kom í DV í síðustu viku að innanríkisráðherra hefur borist kvörtun vegna svokallaðra lögveða. Fasteignagjöld og brunatryggingar hafa lögveð en það merkir að van- skilakröfu má fá greidda með því að bjóða upp fasteign viðkomandi. Þannig er á síðustu stigum inn- heimtu unnt að bjóða upp íbúðir fyrir smánarpening til greiðslu fast- eignagjalda eða brunatrygginga. Fram kom í blaðinu að slíkt fyrir- komulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndum og er réttur skuldara þar betur varinn. 70 prósenta hækkur skuldar Selfyssingurinn, sem hér um ræðir, hafði samið við Sjóvá um bruna- tryggingar á fasteign og skuldaði samkvæmt innheimtuseðli 1. maí í fyrra 31.169 krónur. Illa stóð á hjá honum á þeim tíma og nokkru síðar fékk hann áminningarbréf og fór eftir það í útibú Sjóvár til að greiða reikn- inginn. Þar var honum sagt að það væri ekki hægt og bent á að tala við innheimtufyrirtækið Momentum, sem hefði fengið kröfuna til með- ferðar. Umræddur viðskiptavinur Sjóvár telur þetta brot á lögum þar eð hann sé í viðskiptum við tryggingafélagið um brunatryggingu og félaginu hefði borið að taka við greiðslu frá honum. „Þess í stað vísar Sjóvá mér á annað fyrirtæki sem ég er ekki í neinu sam- bandi við. Svo fer ég þangað og þá fæ ég reikning upp á dráttarvexti, áfall- inn kostnað og fleira þannig að upp- hæðin var orðin mun hærri en ég ætl- aði að greiða og átti ekki fyrir henni. Hún stóð í 41 þúsund krónum. Ég vildi þá greiða inn á skuldina og fá að skipta henni í þrennt, greiða með öðrum orðum 13.600 krónur þrisvar. Um það samdist og fyrir þessari inn- borgun fékk ég kvittun. Svo líður og bíður og þá fæ ég annað bréf frá öðru fyrirtæki sem heitir Gjaldheimtan. Þetta er réttlætt þannig að krafan sé komin á næsta innheimtustig. Þar kom fram að ég skuldaði 31.169 krónur, eða upphaflegu upphæðina. Ofan á hana reiknaði Gjaldheimt- an dráttarvexti, áminningargjald og innheimtuþóknun. Þess utan er til- greind greiðsláskorun og birting greiðsluáskorunar. Loks kemur fram að innborgun mín nemi 4.525 krón- um og þannig voru 9 þúsund krón- ur horfnar í kostnað innheimtufyrir- tækjanna.“ Veiðileyfi á skuldara? Selfyssingurinn segir að við þessar aðstæður hafi upphaflega upphæð- in verð komin í 55 þúsund krón- ur. „Þegar ég þrískipti skuldinni og greiddi 13.600 krónur taldi ég mig vera að greiða inn á skuld mína við Sjóvá. Samkvæmt verslunarlögum er aldrei hægt að neyða mann í við- skipti. Ég er ekki í viðskiptum við Gjaldheimtuna eða Momentum, en ég er neyddur í viðskipti við þessi félög. Ég get vel skilið að innheimtu- þjónusta eins og Momentum eða Gjaldheimtan séu notuð, en reikn- ingurinn á að koma frá Sjóvá enda er ég í viðskiptum við það félag en ekki hin. Fyrir mér er þetta líkt því að Sjóvá gefi innheimtufyrirtækinu veiðileyfi á mig sér að kostnaðar- lausu. Ég á að geta sagt já eða nei um þennan innheimtukostnað áður en þetta ferli fer af stað en það er ekki boðið upp á neitt slíkt. Menn hafa lit- ið fram hjá þessu.“ Innheimtudeild Sjóvár vill ekki tjá sig um þetta einstaka mál án þess að skoða frumgögn þess en bendir á Momentum og Gjaldheimtuna. Lögfræðingur sem DV ræddi við taldi að tryggingafélagið hvíldi að líkindum á áskilnaði um venjulega innheimtu þegar til vanskila kem- ur en setti spurningarmerki við að- ferðir innheimtufyrirtækisins eftir að samist hafði um að greiða 41 þúsund krónur í þrennu lagi. n Undrast einhliða innheimtuaðferðir n Brunatrygging hækkaði úr 30 í 55 þúsund krónur n Innborgun notuð í kostnað og vexti en ekki til að greiða niður höfuðstól kröfunnar Greiðsla notuð í innheimtukostnað „Þegar ég þrískipti skuldinni og greiddi 13.600 krónur taldi ég mig vera að greiða inn á skuld mína við Sjóvá. Sam- kvæmt verslunarlögum er aldrei hæg að neyða mann í viðskipti. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Brunatryggingar í forgangi Trygginga- félög geta látið bjóða upp fasteignir til greiðslu brunatrygginga. Slíkar aðferðir eru ekki notaðar gegn skuldurum annars staðar á Norðurlöndum. Vill greiða beint til viðskiptafélags síns Íbúi á Selfossi telur að innheimta trygg- ingafélags síns eigi að vera í þess nafni en ekki innheimtufyrirtækja. mynd RóBeRt ReynIsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.